Ísafold - 01.03.1916, Blaðsíða 1

Ísafold - 01.03.1916, Blaðsíða 1
Kemur út tviavar í viku. Verð árg. 5 kr., erlendis l1^ kr. eSa 2 dollarjborg- ist fyrir miðjan júlí erlendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. ISAFOLD Uppsögn (skrifl.) I bundin við áramót, er ógild nema kom- in sé til útgefanda fyrir 1. oktbr. og só kaupandi skuld- laus við blaðið. ísafoldarprentsmiðja. Ritstjóri: Dlafur Björnsson. Talsími nr. 455. XLIII. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 1. marz 1916. 16. tölublað ..Alþýoufél.bókasafn Templaraa. 8 kl. 7—9 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 11 ~B jBæjarfógotaskrifstofan opin v. d. 10—2 og \—1 JBæjargjaldkerinn Laufasv. 5 kl. 12—8 og 1—1 Islandsbanki opinn 10—4. K.F.TJ.M. Lestrar-og skrifstofa 8ard.—10 siðt'. Alm. fundir fld. og sd. 8»/« si6d. Landakotskirkja. Guösþj. 9 og 6 a helpam Xandakotsspítali f. sjúkravitj. 11—1, Landsbankinn 10—8. Bankastj. 10—12. Xandsbókasafn 12—8 og 5—8. Útlan 1—8 Landsbúnaoarfélagsskrifstofan opin fra 12—8 Landsféhiroir 10—2 og B—6. . Lnndsskialasafnio hvern virkan dag kl. 12—S ;_andsslminn opinn daglangt (8—9) virka daga helga daga 10—12 og 4—7. Nattúrugripasafnio opio V\%—-»/« _ sunnud. Pósthúsio opio virka d. 9—7, snnnnd. 9—1. Samábyrgo Islands 12—2 og 4—ð iStjórnarraoBskrifstofurnar opnar 10—4 dagl. Talslmi Beykjavikur Pósth.8 opinn daglangt 8—10 virka daga, helga daga 10-9. Vífilstaoahælio. Heimsðknartimi 12—1 Þ.ióomenjasafnio opiö sd., þd. fmd. 12—2. f róðleikur um landshagi. Hagtíðindin. Hagstofa íslands er farin að gefa ut blað, er nefnist Hagtiðindi. í þvi -eiga að koma íit skýrslur um hag- íræðisleg efni, er almenning varðar mest — jaínóðum og Hagstofan hefir lokið þeim. Þessarri nýbreytni mun vafalaust vel tekið af landsmönnum, því að oft liður langur tími frá þvi, að ein- stökum rannsóknaratriðum er lokið, -þangað til Hagskýrslurnar sjálfar geta •orðið fullbúnar. Tvö númer eru komin af Hag- tiðindunum. í fyrra blaðinu er skýrsla um íinnfluttar og útflattar tollvörur 1914«, um »hjónavígslur, fæðingar •og manndauða 1914« og loks um »mannfjöldann hér á landi síðan ár- ið 1910«. Þ. 1. des. 1910 reyndist hann 85.183, en 1. jan. 1915 88.539. Mannfjölgunin var heldur meiri á íslandi tiltölulega árið 1914 heldur en i Sviþjóð sama ár, en aftur minni nokkuð en í Danmörku og Noregi. í Reykjavik voru árið 1912 12.665 íbúar, 1913: 13.754 og 1914: 13.771. 1 öðru blaðinu er skýrsla um verð- 'faækkun á vörum í Reykjavík frá þvi stríðið hófst 1914 og þangað til nú. Eftirfarandi skrá gefur ljósa hug- mynd um, hve mikil verðhækkunar- brögðin eru á nauðsynjavörum: Verðhækkun á ýmsum vörum siðan í Júlí 1914 Rúgbrauð......44 <yo Fransbrauð......12 — Súrbrauð.......20 — Rúgmjöl.......63 — Flórmjöl.......3 5 — Hveiti........39 _ Hrisgrjón......23 — Hafragrjón......34 —- Bannir x/i......9 — do. 1/2...... I2~ Kartöflur....... 2S — Kandís....... 65 — Melís . . ¦...... 25 — Strausykur...... 20 — Púðursykur...... 18 — íslenzkt smjör..... 23 — Smjörlíki....... I7 — Pálmasmjör...... ^ — Tólg . •......67 — Mysuostur......60 — Mjólkurostur . . • . . 44 — Egg ........100 — Nautakjöt (steik) . . . • 36 ~~ do. (súpukjöt) . . • 44 — Kindakjöt nýtt..... 88 — ------saltað .... 61 — -----_ reykt .... 80 — Kálfskjöt ....... 80 — Flesk, saltað..... 59 — — reykt...... 40 — Kæfa........ 79 — Saltfiskur....... 22 — Steinkol....... 74— Úr búnaðarskýrslunum flytja Hag- tiðindin eftirtektarverðan samanburð á árunum 1913 og 1914. Sauðfénaður ertalinn 1913: 634.- 964, en 1914 ekki nema 589.604. Fækkunin nemur 7 °/0. Kemur hún eingöngu niður á Suður- og Vestur- landi, 20% á Suðurhndi og 12% á Vesturlandi, en í hinum landsfjórð- ungunum hefir fénaðinum fjölgað. Nautgripum hefir fækkað dr 26.- 963 1913 i 25.734 árið 1914, eða um 5%. Harðærið veturinn 1913—1914 á vitaskuld sökina á þessu. Um heyskapinn árið 1914 segir svo i Hagtiðindum : Árið 1914 heyjaðist samkvæmt búnaðarskýrslunum 698 þúsund hest- ar af töðu og 1417 þús. hestar af útheyi. Árið á undan var töðufall- ið líkt, 695 þús. hestar, en úthey- skapur miklu minni, ekki nema 1359 þús. hestar. Meðalheyskapur und- anfarinna 5 ára 1909—13 var 676 þús. hestar af töðu og 1407 þús. hestar af útheyi. í samanburði við það hefir bæði töðufengur og út- heyskapur árið 1914 verið í góðu meðallagi. Eftirfarandi yfirlit sýnir heyskap- inn í hverjum landsfjórðuDgi i sam- anburði við meðalheyskap á árun- um 1909—13. Taða (þús. hestar) Útliey (þús. hestar) 1914 1909—13 1914 1909—13 meðaltal meðaltal Á Suðurl. 244 242 544 554 - Vesturl. 154 148 254 294 - Norðurl. 207 208 427 414 -Austurl. g3 78 192 145 Á landinu 690, 676 1417 1407 Landskjörið: Þeir eru að smáskriða út út egg- junum landslista-ungarnir. Heima- stjórnarmannalistinn kvað nú full- burða. Af samsetningi hans hefir ísafold frétt þetta: Efstur á blaði verður Hannes Haf- stein bankastjóri, annar Guðmundur Björnsson landlæknir, þriðji Guð- jón Guðlaugsson kaupfélagsstjóri, fjórði Briet blaðstýra Bjarnhéðins- dóttir, fimti August Flygering kaup- maður, sjötti Hallgrímur bóndi á Rifkelsstöðum — og svo kunnum vér ekki þá sögu lengri. £- er Bændaflokkslistinn (þing- bænda) og fullgerður sagður með Jósefi Björnssyni alþingismanni fyrst- um, Halldóri Vilhjálmssyni skóla- stjóra á Hvanneyri öðrum og Birni umboðsmanni Sigfússyni þriðjamanni og þá hverjum af öðrum. En á »þvers_m« bólar ekki enn! Eimskipafélagið. Hr. ritstjóri Ólafur Björnsson hér. í heiðruðu blaði yðar þann 26. febrúar sé eg, að þér furðið yður á því, að »Gullfoss< lagðist ekki við Battaríisgarðinn, þegar hann fór til útlanda síðast, til þess að farþegai gætu gengið um borð. Vér erum allir'sammála um það, að vér viljum heldur ganga um borð, en fara i bátum eins og tiðkast hefir. Að »Gullfoss« lagðist ekki við bryggjuna, er ekki af því, áð H.f. Eimskipafélag íslands er gamaldags, þvert á móti höfum vér haft orð fyrir að vera það gagnstæða, þennan stutta tíuia, sem vér höfum starfað, t. d. síðast affermdi »Gullfoss« við bryggjuna og með járnbraut. Astæðurnar fyrir því, að skipið lagðist ekki við bryggju í þetta sinn, voru þessar: 1) Mokstursvél hafnargerðarinnar lá rétt við garðinn, og lágn akkeris- festar hennar út frá henni sitt í hvora áttina. Þess vegna var það hættulegt fyrir skipið að varpa og létta akkerum, og koma því upp að bryggjunni án þess að krækja i fest- arnar. , 2) Lika kostar það 8 aura fyrir hverja smálest um sólarhringinn að liggja við bryggjuna, og fyrir skip eins og »Gullfoss« kostar það því hér um bil 80 krónur um sólar- hringinn, og eru það peningar, sem verður að taka til greina á þessum timum. Það ætti að vera lægra gjald fyrir að leggjast við bryggjuna, ein- göngu i þvi skyni, að farþegar kom- ist um borð. 3) Á meðan að hafnarmynnið er eins stórt og það er nú, er svo mikil undiralda við bryggjuna, að skipin rekast iðulega á hana, svo skemdir hljótast af, án pess pó, að pað sé að neinu leyti skipunutn að kenna. í vetur, þegar »Gullfoss« lá við bryggjuna, var vindur að vestan, sem gjörði það að verkum, að bryggjan skemdist, og var skaði sá metinn á 1400 krónur. »Gullfoss« átti enga sök á því, og getur enga ábyrgð borið á skemdunum, þar eð þær stöfuðu ekki af ásiglingu. Á meðan, að þessi undiralda er á höfn- inni, slitna festarkaðlarnir þráfaldlega ; eru það líka töluverð útgjöld, þegar hafnargjöldin bætast þar á ofan. Nú munið þér, hr. ritstjóri, geta skilið, hvers vegna vér erum svo tregir á að láta skipið leggjast við Battariisgarðinn. Virðingarfylst. H.f. Eimskipaíélag íslands Emil Nielsen. að taka farþega og flutning, — önnur en þau hversu mikið gjald væri af þeim heimtað. Virðist það og eigi vera fjarri sanngirni, að hafnarstjórnin tæki eigi nema svo sem 10—20 kr. fyrir þá legu farþegaskipanna (3—4 kl.st.), ef eigi kemur í bága við afgreiðslu annara skipa við bryggjuna. Ritstj. Bókarfregn. * * * Aths. Það er vel, að framkvæmdar- stjóri Eimskipafélagsins hefir gefið skýringarnar hér að ofan — og munu þær mega fullgildar teljast. Þess skal ennfremur getið, að í viðtali, sem ísafold átti við fram- kvæmdastjórann í gær, taldi hann eigi tormerki á, að skip félagsins legðust snöggvast við bryggjuna til Um Harald hárfagra. Frá- sagnir Heimskringlu 0% annara ýornrita vorra. Eftir Eqgert Briem jrá Viðey. Reykjavík. Isa- joldarprentsmiðja 1915. (4 -f)i48(+2) bls. í 8vo. Verð 2 kr. Íslen7kir fræðimenn nii á timum hafa ekki gert mikið að þvi hingað til, að rannsaka fornsögu Noregs eftir heimildarritum vorra fornusagna- ritara. Verkefnið hefir orðið ærið þar sem var vor eigin fornaldarsaga, enda staðið Norðmönnum nær, að rannsaka og rita sína fornsögu sjálfir, svo sem þeir og hafa gert. Hafa þeir átt á siðustu öld ýmsa góða sagnfræðinga, og er vorum fornu sagnariturum svo fyrir þakkandi, að heimildarritin fyrir sögu Noregs frá því á vikingaöldinni og langt fram á miðaldir eru mörg og góð. Það hefir íslendingum helzt þótt að með- ferð Norðmanna á þessum verkum vorra fornu rithöfunda, að þeir hafa talið þá sina og tileinkað sér og sín- um bókmentum hin andlegu afreks- verk þessara Islendinga; en þetta munu þó íslendingar hafa látið nær afskiftalaust opinberlega, því að hér var ekki um neitt vafamál að ræða. Aftur á móti virðast þeir hafa gefið því enn minni gaum, hve sumir norskir sagnfræðingar fara langt i gagnrýni sinni á þessum forníslenzku ritum og vilja ekki taka þau trúan- leg, ef þeir þykjast sjá eitthvað, sem þeir fá ekki samrýmt þeim. Stundum eru það fornfranskir eða fornirskir munkar og kronikuskrifar- ar, litt kunnugir eða alls ófróðir um norræna menn og málefni, sem teknir eru fram yfir sagnfræðinga vora. Stundum eru það frásagnir í öðrum fornislenzkum sögum, er þeir sjá ekki, hvernig þeir fá skilið í sam- ræmi við konungasögurnar, og kom- ast svo á þá skoðun, að hinar ein- stöku frásagnir séu frumlegri og betri heimildarrit en konungasögurn- ar. Stundum er það ástand, venjur og lagaákvæði í öðrum löndum og jafnvel á öðrum tímum, sem gerir tortryggilegar í þeirra augum íslenzku frásagnirnar. Stundum eru það bolla- leggingar einar og getgátur, sprotn- ar af misskilningi einum, er valda því, að ekki er farið eftir beinni frá- sögn hinna oeztu heimildarrita, sem til eru um fornsögur Noregs. Eggert Briem frá Viðey hefir nú sem góður vinur vorra fornu bók- menta látið þetta til vor taka og kemur hér fram með í bók sinni svo einbeitt og svo vel rökstudd andmæli á móti þessari aðferð sagn- fræðinganna norsku, að ekki verður af kunnugum fram hjá gengið. Rann- sóknir sinar og ritgerðir þessum mál- um viðvíkjandi hefir hann sett sam- an i þessa bók, er hann gaf út á eigin kostnað siðastliðið sumar og eru slik þarfa-fyrirtæki einstakra manna hér á landi íágæt. Ritstjóri þessa blaðs hefir beðið mig rita nokkur orð um bók þessa, og þeirra hluta vegna vil eg ekki skorast undan þvi, að mér þykir hennar ekki hafa verið getið að mak- legleikum hingað til opinberlega. En ekki er hér rúm til að rökræða rann- sóknarefni höfundarins eða rökstyðja ýtarlega dóma um niðurstöður hans i hverju máli. Enda virðist þeim nú standa næst að koma með varnir og mótbárur, ef hafa, er höfundur- inn ræðst á í bók sinni, fyr en aðrir, er þykjast geta verið honum sam- dóma, fara að rökræða málefnin frekar að sinni. Vil eg því að mestu leyti láta mér það nægja, að rekja aðalatriði bókarinnar, kynna hana þeim, sem enn kunna að vera henni ókunnugir, ef það mætti verða þeim hvöt til að kynnast henni betur við eigin lestur. Þau málefni, sem hér er um að ræða, snerta svo mjög upptök vorrar eigin þjóðar og fyrstu sögu hennar, að hverjum sögufróð- um manni hljóta að vera þau áhuga- mál. í inngangi bókarinnar minnist höf- undurinn á aðal-deiluefnið: rétt Har- alds konungs hárfagra (Haraldsrétt sem hann svo kallar) og bendir &, að hinar mismunandi og röngu skýr- ingar stafa af athugaleysi og vantrú á frásögn Snorra Sturlusonar í sögu Haralds konungs. Lýsir hann sagna- ritun hans og fær m. a. tækifæri til að koma fram með leiðréttingu á skýringum visu Eyvindar skáldaspillis »Fengum feldarstinga« o. s. frv. í fyrsta kaflá gerir höf. grein fyrir mismunandi skoðunum á Haralds- rétti. Tekur fyrst fram heimildirn- ar, hinar fornu, islenzku frásagnir. Frásögnin í Olafs sögu helga er t. d. svona: »Þá er Haraldr konungr herjaði land ok átti orrustur, þá eign- aðist hann svá vendiliga allt land ok öll óðol, bæði bygðir ok setr ok út- eyjar eignaðist hann, svá markir all- ar ok alla auðn landsins; voro allir búendr hans leigumenn ok landbú- ar«. — Síðan tekur höf. fram skýr- ingar og skilning visindamannanna norsku á heimildunum og tilfærir aðal-skýringarkaflana úr ritum þeirra orðrétta, sem er heppilegra en út- drættir. Hafa þeir flestir litið svo á, að frásagnirnar fornu um Haraldsrétt séu rangar að mestu eða öllu leyti og þykjast geta sannað það með öðrum fornum frásögnum. Álíta þeir, að söguritararnir (Snorri Sturluson) hafi farið með rangt mál, af þvi að hug- myndir manna (íslendinga) á þeirra dögum hafi fyrir misskilnings sakir og missagna verið orðnar rangar. Hafa þessir visindamenn svo farið að leitast við að finna hvað átt hafi sér stað i raun og veru, í hverju Haraldsréttur hafi verið fólginn. Verður nú hver höndin upp á móti

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.