Ísafold - 13.05.1916, Blaðsíða 4

Ísafold - 13.05.1916, Blaðsíða 4
ISAf OLD arstjórnarnefndarinnar í bréfi henn- ar til félagsins dagsettu í gær. FélagiS heldur því fast við sam- þyktir sín.ar á fundi 8. þ. m., enda hafa félagsmenn nú þegar gert ráðstafanir samkvæmt þeim, sem eru ósamrýmanlegar fyrgreindri til- lögu bæjarstjórnarnefndarinnar«. Þetta leyfum vór oss hór með að tilkynna nefndinni til andsvara téðu bréfi hennar. Virðingarfylst. »Fólag ísl. botnvörpuskipaeigenda«. Thor Jensen p. t. formaður. Er nú skýrt frá þeim atriðum nefndarstarfsins, er oss þykir mestu varða, að eigi séu rangfærð í frá- sögnum manna á milli, en engi þörf þykir að skýra frekara frá ráða- gerðum nefndarinnar og málaleit- unum margvíslegum, sem allar hafa því miður að lokum orðið árangurs- lausar. K Zimsen. Magnús Helqason. Kristján V. Guðmundsson. Til bæjarstjórnar Reykjavíkur. ReykjaYftnr-aflDáll. Krlstján Siggeirsson bifreiðarstjóri, sem hefir dvalið í Vestmannaeyjum í vetur við útveg, fótbrotnaði fyrir nokkrum dögum; hafði bóiga hlaupið í fótinn og liggur hann nú á sjúkra- húsi Vestmanneyinga. Hjálpræðisherinn. Stabskapt. S. Grauslund lagði hornsteininn undir hið n/ja Gisti- og sjómannaheimili hersins fímtudag 11. maí síðastl. að viðstöddu fjölmenni. Hefir herinn í því tilefni gefið út smárit, sem heitir : »Sága her- kastalans« eftir prófessor Jón Helga- son; þar er einnig ágrip af sögu kast- alans, siðan herinn eignaðist hann, eftir stabskapt. S. Grauslund og myndir af öllum deildarforingjum Hjálpræðishers- ins á íslandi til þessa tíma. Ritið er bæði fróðlegt og skemtilegt. Tilboð um leigu á Elliðaánum hafa komið þrjú. B/ður Einar Erlendsson kr. 3500,00, Pétur Ingimundarson kr. 4000,00 og Sturla Jónsson kr. 4100,00. Gnðm. R. Ólafsson úr Grindavík flytur fyrirlestur í kvöld í húsi K. F. U. M. um r ó 11 f á t.œ klinganna (nyjar tillögur um stöðu sveitarstyrk- þega í þjóðfólaginu). »Enginn getnr gizkað á« hefir Leikfélag Reykjavíkur sýnt þrisvar og hafa áhorfendur skemt sór ágætlega. Og óhætt mun að fullyrða, að mis- lyndisrugl Órækju i Morgunblaðinu á fimtudaginn, viðvíkjandi leikritinu, munu sárafáir eða öllu heldur alls engir taka undir. Frú Vilborg Signrðardóttir, ekkja eftir síra Magnús Jónsson í Laufási, lózt 8. maí síðastl. á heimili sonar síns, Jóns Magnússonar bæjarfógeta í Reykja- vík, 87 ára gömul. Messað í Fríkirkjunni í Reykjavík á morgun kl. 12 á hádegi síra Ól. Ól. Aðkonmmenn í bænum : Ingimund- ur Magnússon póstafgreiðslumaður í Bæ og Sigurður Eggefz sýslumaður. Prófessor Jóni Helgasyni hefir verið boðið til Danmerkur í sumar af stjórn danska lyðháskólafélagsins til þess að flytja fyrirlestra á háskóla- námsskeiði (Universitets Kursus) fyrir lySháskólakennara og kenslukonur. NámsskeiS þetta verður haldið dagana 23. ágúst til 3 septbr. á landbúnaðar- skólanum í Dalum á Fjóiii. Prófessorinn gerir ráð fyrir aS þyggja boðið. Tilkynnina: i Méð því að allar sáttatilraunir milli Hásetafélags Reykjavíkur og >Félags íslenzkra botnvörpuskipaeigenda« hafa orðið árangurs- lausar, og sömuleiðis enginn árangur hefir orðið af málamiðlun Stjórnarráðsins eða Bæjarstjórnar, hefir félag vort nú fastákveðið að hætta öllum samkomulagstilraunum út af verkfallinu. — Hinsvegar hefir félagið ákveðið að bjóða þeim hásetum, er vilja ráða sig og lögskrá á skip félagsins, eftirfylgjandi kjör: 1. Kaup almennra háseta verði 75 — sjötíu og fimm — krónur á mánuði. 2. Hásetum skal greidd aukaþóknun, er miðuð sé við það, hversu mikil lifur er flutt í land úr skipi, og skal aukaþóknun þessi fara eftir því að verð lifrarinnar telst 60 — sextíu — krónur fyrir hvert fult fat.-------Aukaþóknun þessi skiftist iafnt milli skipstjóra, stýrimanna, bátsmanna og háseta á skipinu. Skip- 8tjóri getur ennfremur ákveðið að matsveinn taki þátt í auka- þóknuninni. 3. Verði síldveiðar stundaðar, skal hásetum, auk mánaðarkaupsins, greidd premía, 2 — tveir — aurar á fiskpakkaða tunnu, eða 3 — þrír — aurar á hvert mál (150 lítra), og ennfremur fái skipverjar fisk þann, er þeir draga meðan skipið er á síld- veiðum, og frítt salt í hann. Þeir sem vilja sinna þessu, geri svo vel að snúa sér til skip- stjóranna. Reykjavík 9. maí 1916. í stjórn »Félags islenzkra botnvörpuskipaeigenda«. Thor Jensen. Jes Zimsen. Magnús Einarson. Jón Magnússon. Aug. Flygenrmg. /. oq 2. kennarasfaða við barnaskóla Ólafsvikur er laus. Umsóknarfrestur til 15. júlí 1916. Kenslutími frá 1. okt. til 15. apiíl. Laun eftir fræðslulögunum. Þeir sem óska að fá 2. kennarastöðuna, að veittri 1. kennarastöðu, geti þess í umsókn sinni, sem sendist til skólanefndar Ólafsvíkur. Guðm. Einarsson, p. t. form. skólan. Klæðaverksmiðjan „Álafoss" heíir nú sannfært viðskiítamenn sína um hver hagnaður er fyrir þá, að láta hana vinna úr ull þeirra, enda hefir vinnan stöðugt aukist, sem von er, þar sem verksmiðjan, þrátt tyrir dýrtíðina og þar af leiðandi hækkun á öllu, hefir bætt við sig útlendum sérfræðing (spunameistara) og hækkar þó ekki vinnulaunin, en tekur sömu lágu vinnulaunin sem áður, sem eru mikið lægri en annarstaðar hér á landi, t. d. eru kemb- ingalaun 10% lægri en annarstaðar, og önnur vinna eftír því. Nýtt er það ,hér á landi, að geta íengið spunnið bæði þráð og band, en þetta gerir verksmiðjan »Álatoss« nú og framvegis fyrir þá, er þess óska. Bogi A, J. Þórðarson. Tffðragðsgoft að augíýsa í ísafotd. „Tidens Tegn" dagblað i Kristjaníu, hefir það eftir stórþingsforseta Kastberg, sem nýkominn er frá Frakklandi, að 3000 Norðurlandabúar séu í stríðinu á vest- ur-vígstöðvunum, og þar af um 700 Vestur-íslendingar. 2. hefti Eimreiðarinnar er nýdtkomin. Efni: Vald. Er- lendsson: Böð og bakstrar. Konráð Viljálmsson: Jón blindi (saga). Þorv. Thoroddsen: Sirius. Jón Trausti: Óboðinn gestur (saga). Anna Thor- lacius: Gamlar minningar (I. Frönsku prestarnir). Jakob Jóh. Smári: Kvæði I.—XI. Þorv. Thoroddsen: Tvær meinlokur í sögu íslands. Stgr. Matthiasson: Um viðleggi og gervi- limi. Álfgeir Kárason: Bogga (saga). Ennfremur: Ritsjá og Hringsjá eftir Valtýr Guðmundsson. Úrsmíðastofa í stóru kauptúni, sem liggur vel við lífvænlegustu sveitum landsins, fæst keypt í byrjun jiini n. k. Verkfærin nýleg og af beztn gerð. Verkef'ni fylgir kaupunum. Viðskifti mi þegar mikil og viss. Nánari upplýsingar gefur hr. úrsmiður Jón Hermannsson, Rvík, Diplomierte junge Reichsdeutsche, die 6 Jahre an einer Schule tatig gerwesen ist, der russischen Sprache vollkommen máchtig, schwedisch verstehend, musikalisch, sucht Anstel- lung als Lehrerin oder Gesell- schafíerin. Zeugnisse stehen zur Verítlgung. Adr.: Selma Oest, St. Johannesgatan 6, Uppsala, Schweden. Tilsalgs. Et parti Hestesko. Nærmere opl. ved billet mrk. »3260 Sæt, 305C til Hðydahl Ohmes Annonce- Expedition, Kristiania. Nýlátinn (3- mai) er Sigmundur Grímsson bóndi á Skarfsstöðum í Dalasyslu, 77 árá að aldri. Fæddur 30. sept. 1839. — Hann var einn af merkisbændum sinnar sveitar. Tvð hlðð koma út af Isafold í dag, nr. 34 og 35- Fram skilvindan skilur 130 litra á kl.stund og kostar að eins 6$ krónur. A seinustu árum hefir enginn skilvinda rutt sér jafnmikið til riims vegna þess hve mæta vel hún reynist, og hve mjög hún stendur öðrum tegundum Framar Hún er mjög sterk, einföld, fijót- leg að hreinsa, skilur vel og er ódýr. Bændur! Kaupið því Fram-skil- vinduna, hún er ekki að eins öðrum fremri, heldur þeirra Fremst Nægar birgðir ásamt varapörtum fyrirliggjandi hjá Kr. Ó. Skagfjörð, Patreksfirði.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.