Ísafold - 19.07.1916, Blaðsíða 1

Ísafold - 19.07.1916, Blaðsíða 1
Keraur út tvisvar í viku. Verðárg. ! 5 kr., erlendis J7J/S '' kr. eða 2 dollarjborg- ist fyrir miðjan júlí erlendia fyrirfram. LausaSala 5 a. eint. FOLD Uppsögn (skrifl. bundin við áramót, er ógild nema kom- In bó. til útgefanda fyrir 1. oktbr. og ¦ só kaupandi skuld- j laus við blaðið. ísafoldarprentsmiðja. Ritstjórí: Dlafur Björnsson. Talsími nr. 455. XLIII. árg. Reykjavík, miðvikudagínn 19. júlí 1916. 53. tölublað AiþýBufél.bökasafn Templaras. 8 kl. 1—b i'Borgarstjóraskiifstofan opin virka daga 11—3 Bsejarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2og4—5 Bæjargjaldkerinn Lanf'asv. 5 kl. 12—8 og E—7 Ealandabanki opinn 10—4. S.F.U.M. Ijestrar- osr skrifatofa 8 ard,—10 cSlð. Alm. fundir fld. og sd. 8>/a aiod. Iiandakotskirkja. Guðspj. 9 og 6 á helguxn íitinda&otsspítali f. sjúkravitj. 11—1. liandsbankinn 10—3. Bankastj. 10—12. Landsbókasafn 12—3 og 5—8. Útlán 1—8 Landsbúnaoarfélagsskrifstofan opin frá 12—S tiandsféhirftir 10—2 og 5^6. Iiandsskjalasafnio hvern virkan dag kl. 12—2 IiandsBÍminn opinn daglangt (8—9) virka diign helga daga 10—12 og 1—7. Listasafnio opið hvem dag kl. 12- 2 Háttúrugripasafnio opio 1>/í—2'/s & sunnnd. Pósthúsio opiö virka d. 9—7, sunnnd. 9—1. Samábyrgo Islands 12—2 og 1—6 Stjðrnarraosskrifstofurnar opnar 10—4 dagl. Talsimi Heykjavikur Fosth 3 opinn 8—12. Vtfilstaoahælio. Heimsóknartlmi 12—1 l»jóömenjasafnio opiö hvern dag 12—2. Vandaðastar og ódýrastar Líkkistur seljuun við undirritaðir. Kistur fyTirliggjandi af ýmsri gerö. Sieingr. Guðmundss. Amtrn.stíg 4. Tryggvi Arnason Njálsg. 9. Hér með tilkynnist vinum og kunn- ingjum að minn elskulegi eiginmaður, Guðmuiidur Guðmundsson, skósmiður frá Bjargarsteini á Akranesi andað- ist á Vífilstöðum 16. þ. m. Eftir hans beiðni verður likið flutt til Akraness. 17. júli 1916. Björg Gisladóttir. t Jón Ólafsson. 20. marz 1850 — 11. júli 1916. Með honum er í val hniginn Nestor islenzkra blaðamanna og sá 'íslendingur, er lengst allra hefir við ilaðastörf fengist, hóf þau þegar hann var á 18. ári ogfsinti þeimgað heita mátti stöðugt um hálfan fimta tug ára. ísafold hefði m. a. af þessum ástæðum gjarnan viljað flytja ítarlega æfiminningu hans, samda af ein- hverjum nákunnugum hinum látna, en þvi miður hefir þess eigi verið kostur að þessu sinni. En væntan- lega má eiga von á, að í tímariti því, er J. Ól. sjálfur var útgefandi að, verði hans minst svo sem sæmir hinum, sennilega mest ritandi íslend- ing um síðustu 40—50 ár. Þar hefir hann sjálfur byrjað að rita æfi- sögu sina og þar sem hann nú er fallinn frá, má gera ráð fyrir að meðútgefendur hans sjái um, að >æfiþættiræfintýramanns« verði sagðir á æfi-enda. »Það er nú ekki fátt, sem drifið hefir á daga hans* — mátti oft heyra um Jón Ólafsson sagt í lif- anda lifi, er talið barst að honum. Og það var orð og að sönnu. Tvis- var sinnum landflótta á unga aldri fyrir blaðamensku-vígaferli, landkönn- aður um óbygðir Vesturheims, þing- maður á íslandi bæði fyr og síðar, konungkjörinn og þjóðkjörinn, dvaldi langvistum í Ameríku hvað eftir ann- annað og fekst við margskonar störf, ritstjóri austan hafs og vestan margra blaða og tímarita — og loks á æfi- kvöldi sínu horfinn inn í kyrláta iðju visindamannsins við samning margra ára verks, orðabókarbákns yfir Islerzka tungu, sem hann mun hafa vetið búinn að taka ástfóstri við. en var kvaddur frá i miðium klið- um. Hér skal nu í stuttu .máli getið helztu æfiatriða Jóns Olafssonar. Hann var fæddur á Kolfreyj,ustað í Fáskriiðsfirði þ. 20 rnaiz 1850 og voru foreldrar hans Olafur prestnr og silmnskáld Indriðason (d. 1S61) og síðari kona hans ÞoTbjörg. Jóns- dóttir, (d. 1911, silfursmiðs í Döl- um Guðmundssonar). Var Jón eins oe, kunnugt er hálfbróðir Páls skálds Olafssonar (d. 1905). Annað hálf- hinn nafnkunna ííslendingabragc og dtti þá ekki meiri hófstiiiingamönnum að mæta i valdasessi hér en svo, að hann var lögsóttur fyrir »crimen laesæ majestatis* —r- móðgun við sjálfan kónginn, og dæmdur í und- irrétti. Vegna þessa dóms fór hann landflótta fyrsta sinni -— . og hélt til Noregs, áður en dómur félli við efri dómstó!. í þeirri utanför kyntist hann m. 2. Björnstjerne Björnson og Kristóter Janson. Síðar þýddi hann af snild sumar smásögur Björnsons, svo sem Kátan piít og Sigrdnu á Sunuuhvoli, sem hvortteggja eruorð- in dýrtmetin alþýðueign í hinum agætá islenzkubúningi J. Ó. Um »hátignar-móðgunina« fór svo í yfirrétti, að J. Ol. var sýkn- aður og hvarf hann þá heim aftur og byrjaði enn á blaðamensku 1872. Hét það blað »Göngu-Hrólfur< og kom út frá jólum 1872 til miðs jiilímánaðar 1873, en iitstjórinn hafði systkini Jóns var Anna kona Sigur- geirs prests Palssonar, móðir Stefan- íu konu Sæmundar i Hraungerði. Var Jón þann veg ömmubróðir Geirs vígslubiskups á Akureyri og þeirra bræðra. Um æskuár sín hefir Jón ritað ft- arlega í æfiminningum þeim, sem út eru komnar í Iðanni og visum vér til þeirra i því atriði. Árið 1863 gekk Jón í latinuskól- ann og var þar sambekkja m. a. þeim Birni heitnum Jónssyni, Birni M. Olsen prófessor, cg Valdimari Briem vigslubiskupi. H'ann lauk samt eigi burtfararprófi, því að »blek-brandur- inn« var btiinn að gera hann að blaðamanni, áður en tími enttet til þess. Blaðið »Baldur« — fyrsta, en ekki síðasta blað Jóns Ólafssonar, hóf göngu sína þ. 8. jan. 186Ó og hélt hann því úti frá 1868—1870. Sást hann ekki fyrir í blaðamensk- unni þá heldur en oft ella. Á tví- tugsafmæli sínu þ. 20. marz 1870 birti hann í Baldri byltingarbrag sinn á því tímabili' átt svo sökótt við stiftamtmann, sem þá var Hilmar Finsen, að hann var dæmdur í fjár- sektir og fangelsi og útkoma blaðs- ins bönnuð með öltu. Út rír þess- um blað-ryskingum varð J. Ol. Iand- flótta öðru sinni og fór nú til Vest- urheims og dvaldist þar nær 2 ár, ferðaðist þá um Alaska og reit bók um þá för. Aið 1875 kom hann út enn, dvaldist um hríð í Reykjavik, en hélt næsta ár til Khafnar og hafði þar vetrarvist. Vorið 1877 stofnaði hann prentsmiðju á Eskifirði og blaðið »Skuld«, sem hann gaf út á Eskifirði frá 1877—1880, í Kaup- mannahöfn 5 fyrstu mánuðina 1881 og í Reykjavík frá ársbyrjun 1882 þangsð til í febrúar 1883, en þá frá áramótum hafði hann tekið við blað- inu »Þjóðólfi« og 'var ritstjóri þess til ársloka 1885. Árin 1886—1890 dvaldist hann í Reykjavik, við ritstörí, kenslu, bók- sölu og prentsmiðjustjórn. Gullsmiðir Góðir og reglúsamir gullsmiðir geta íengið at- vinnn við gullsmiði, um lengri tíma, ef um semur, nu strax eða M 1. okt. Semjið sem fyrst við Jón Sigmundsson gullsmið, Laugavegi 8, Reykjavík. Sími 383. Þingmaður var hann kosinn í Suð- ur-Múlasýslu 1881 og hélt því sæti þangað til hann árið 1890 sagði henni af sér, með því að hann þá fluttist til Vesturheims. Um Vesturheimsför sína 1890 segir J. Ól. sjálfur í samsætisræðu í skilnaðarveizlu, sem honum þá var haldin, að hann færi »eftir sjálfs sin kjöri« gagnstætt þvi sem orðið hafi 1870 og 1873, en fari þó nauðugur, »en eg hefi kosið mér þenna kost, mest vegna barnanna minna, sem mig langar ekki til, að þurfi að lifa mína æfi upp aftur*. Hann kvaddi í þessu samsæti ís- land með hinni kunnu vísu sinni: »Eg kveð þig ísland, verði þér'alt að veg og veiti guð þér stóra framtið enn og marga sonu, er elska þig sem eg, en eru meiri hófstillingarmenn«. Jón Ólafsson hafði starfað mikið að opinberum málum áratuginn 1880 —1890. Hann var einhver mesti starfsmaður á þingbekkjunum, hlað- inn nefndarstörfum og framsögum í ótal málum og átti sjálfur frumkvæði að mörgum og yrði það oflangt upp að telja. Við bæjar- og íélagsmál var J. Ol. og mikið riðinn þessi árin. Hann átti t. d. mikinn þáttí stofnun og framsókn Goodtemplar- reglunnar fyrstu ár hennar, enda héldu Goodtemplatar honum skiln- aðarsamsæti fjölment á fertugsafmæli hans, skömmu áður en hann fór vestur um haf. Vestra dvaldist Jón næstu 7 árin og hafði með höndum ritstjórn bæði »Lögbergs« (ásamt Einari H. Kvar- an) og »Heimskriuglu«, var síðan riðinn við blöð Skandinava í Chicago og hafði einnig starf við bókasöfn, fyrst Field Columbian Museum og siðar Newberry-bókasafnið. En hugurinn stefndi jafnan heim til Fróns og til Reykjavíkur kom Jón 1897 og dvaldist síðan í höf- uðstaðnum til æfiloka. ^Hann gaf útblaðið »NýjuÖIdina« 1897—1899 og hélt þar fram miðlunarstefnunni frá 1899, sem hann hafði verið aðal- forkólfur fyrir á sinni tið1). J) Um þá stefnu »Nýju-Aldarinn- ar« orti Þorst. heit. Erlingsson: Jón minn lengi liggur á leiðast mundi kriu — að vera að unga út eggjum frá 89. Frá 1899—^0? hafði Jón ýms störf fyrir Landsbókasafnið, stofnaði einnig prentsmiðju, er hann síðar seldi D. Östlund og hafði bóka- og pappirssölu. En 1903 gerðist hann ritstjóri blaðsins »Reykjavik« og var það til ársloka 1907 og aftur um tíma árið 1910 og reit eftir það flestar stjórnmálagreinar i blaðið — unz hann eftir þing 1913 slepti öll- um stjórnmála-afskiftum — og tók að gefa sig allan við samning is- lenzku orðbókarinnar, sem við dauða hans mun hafa verið fullgerð fram í stafinn D. ^ Enn er ógetið, að Jón Ólafsson var þingmaður konungkjörinn 1905, en sagði þeirri þingmensku af sér í þinglok. En svo var hann kjörinn þingmaður Sunnmýlinga 1908 og sat á þingi 1909, 1911, 1912 og 1913 i þeirra umboði, en bauð sig eigi frara 1914. Kona J. 01., sem lifir hann, er Helga Eiríksdóttir frá Karlsskála í Reyðarfirði og eru 4 börn þeirra á lífi: Ólafur, tannlæknir í Chicago, Sigriður, gift Agústi prófessor Bjarna- son, Gisli símstjóri í Reykjavík og Páll stúdent, við t«nnlæknisnám í Chicago. Af þessum æfiatriða-molum íóns Ólafssonar má ráða hve tilbreytinga- rík saga er af honum, og mun þó margt ótfnt til, þar sem þann er þetta ritar brestur bæði kunnugleik eg heimildir. Mörg ritstörf liggja eftir Jón utan blaðamenskunnar. T. d. þýddí hann fyrir mörgum árum bók Stuarts Mill: »Um frelsið*, ritað Viðskifta- fræði, sem notuð er til kenslu við Vezlunarskólann, Móðurmálsbókina, hina stærri og hina minni, sem margir telja — einkum hina minni — hentugustu kenslubók í íslenzkri málfræði fyrir skólana. ^Ritgerðum hefir hann og stráð um sig i tíma- ritum, einkum í Andvára, fyr og síðar og þá helzt um auðfræ^i-efni og þjóðskipunar, og raunar lika um stjórnmáladeilur dagsins, þegar svo hefir borið undir. Loks er ógetið kvæðasafna hans, sem út hafa komið í 2 eða 3 útgáf- um og eru i þeim mörg þjóðkunn kvæði. Það er mikið rúm, sera J. Ól. hefir skipað um nær hálfa öld i bók-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.