Ísafold


Ísafold - 18.10.1916, Qupperneq 3

Ísafold - 18.10.1916, Qupperneq 3
ISAFOLD 1 Kosningarógur ,Landsins‘ Hitrið i manninum, sem fyiir »Lar.dinu« ræður, í minn garð, er svo afskaplegt að hatin nú hleyp- ir því á stað með ko.ningaróg gegn mér, sem liggur við að sé einsdæmi hér á landi, og hefir þó tíðkast sitt- hvað af því góða í því efni. Tilhæfulausum ósannindum og vitleysum er hrúgað svo saman, að tekur út yfir alldn þjófabálk. Ekki eitt orð af rógnutn um mig getnr »Landið« eJa Smáralaufið, sem á að hylja nekt rauða mannsins staðið við, ef það væri látið bera ábyrgð orða sinna. Eg get ekki eltst við það alt. En nú vil eg aðeins spyrja: Getur »Landið« t. d. bent á eiít einasta dæmi þess að eg hafi notað þingmensku mína í eigin hagsmuna skyni ? Brigzlyrðin um flónsku get eg ládð mér í léttu túmi liggja. Sér staklega þar sem bætt er við því, að ekki verði mikið eftir af viti í þessu landi, ef toll .frumva pið sem eg var einn meðflytjandi að á sið asta þingi er »illkynjaðast og grunn hygnislegastallia ftumvaip.isern kom- ið hafa frarn á alþingi og þó tíðar væri leitað*. Hve heimskur sem eg kann að vera, þá gæti þó eitthveit vit verið til í kollinum á meðjlytj enduni mínum að frumvarpinu, þeim Jóni Magnússyni Og Skúia Thor- oddsen, en bak við stóð öll velferð- arnefndin (í viðbðt G. Björnson og Jósef Björnsson). Ttl svo viðtæks flónskudóms fær »Landið« tæplega mikið fylgi- Og rétt hefði verið íytir greinarhöfund að benda á flónsku- verk mín í stjórn Eimskipafélagsins á aðalfundi þess, áður en borin var upp tillagan um þakklætið til stjórn- aiinnar, úr því »Landið« visst af þeim. Annars býð eg Smáralaufinu samn- inga um að halda Eimskipafélaginu utan við allan kosningaundirróður. Það hefir hingað til átt þvi happi að hrósa að vera utan við pólitiskar æsingar. Mætti það ekki vera svo áfram ? Sveinn Björnsson. ------------------- „Landið með skömmum“. Svo hrópuðu drengirnir, sem voru að selja »Landið« í gærkveldi. Sannieikurinn sá var ómengaður. Þeir »Landráða«-mennirnir eru bún- ir að mannskemma sig á staðlaus- um aðdróttunum og ósvífnum get- sökum til þeirra manna, sem mest og bezt hafa unnið til að stýra oss yfir brim og boða styrjaldar-erfið- leikanna. Þeir eru i hverju atriði reknir í vörðurnur, svo eigi stendur steinn yfir steini í ábyrgðarleysis fleipri þeirra. — í stað þess að finna til blygðunar — birta þeir í blaði sínu grein, svo sem til svara, sem ekki finst í ein einasta röksemd, grein sem ekki er annað en þindar- laus vaðall og algerlega viti sneidd langloka skammaryrða um þá Einar Arnórsson og Svein Björnsson, og svo auðvitað ísafold. Halda mennirnir, að þeir dylji nekt sína og svívirðing með þessu'? Finna þeir eigi til þess að með háttalagi sínu eru þeii að steypa sér á kaf í fyiirlittiingaiföss sem að lokum hylur þessa stjórnmálaskálka. ----- ^ ------------- KveDfólkið og kosningarnar. Það er ekki fátt af kvenfólki hér í Reykjavík, sem nú á fyrsta sinni að nota nýfengin réttindi til að eiga atkvæði urn, hverir skipa skuli þingeæti höfuðstaðar- ins næstu sex ár. En þessum réttindtBe fylgir og siðferðisleg skylda að nota ]>au — og jafnframt mikil ábyrgð: að nota þau rétt: Frambjóðendurnir hér í Reykja- vík eru sjálfsagt alt duglegir menn hver á sína vísu — þótt eigi muni neinum blandast hugur um, itverir atkvæðaminstir muni vera, sem sé frambjóðendur »A1- þýðuflokksins«, er sig svo nei'nir — og þó einkum hr. Jörundur Brynjólfsson. En þar sem gildir usn er að velja þá tvo sem gera sér ráð fyrir, að nýtastir verði í þingsœti. Og í því vali er eg fyrir mitt leyti ekki í minsta vafa. Eg kýs hiklaust þá Magnús Blöndahl og Svein Björnsson. Þeir hafa bdðír verið þingmenn Reyk- víkinga áður og gert sig fylsta trausts maklega. Ekkert verið út á þeirra framkomu að setja, en á hinn bóginn hafa þeir verið frumkvöðlar ntargra merkra mála. Þegar nú við þetta bætist. að þeirra flokkur bjargaði stjórnar- skrdnni úr þeim dauðans greipum, er svo nefndir þversum-menn höfðu hugað henni og annar fram- bjóðándinn hr. Sv. Bj. átti að því flestum meiri þátt þá finst mér, að eigi mætti minna vera en að við mintunst þess við kjörborðið hverjum það er að þakka fyrst og fremst að við konurnar erumþang- að komnar. Og um leið og við minnumst þess — stimplum við framan við nöfn Magnúsar Blöndahls og Sveins Björnssonar og getum þá með góðri samvizku farið heim, því að þá höfum við gert okkar til að stuðla að því, að þing- menska Reykjavíkur verði næstu 6 ár í beztu höndunum, sem föng eru á nú. Bergþóra. Landsbankastjórinn 08 Erindrekinn. Hr. B. Kr. Landsbankastjóri er mjög að bera af sér í »Landinu« að hann hafi fengið hr. Matthí.'s Þórðarson til að sktifa skýrsluna alræmdu um »brezku samningana*. Það er svona altaf, þegar hr. B. Kr. inst inni skammast sln fyrir það setn hann hefir gert, þá keœur hann með vafningslega þrætni. Það gerði hann út úr heitrofa- birtingunni í Ingólfi. Það gerði hann um afskifti sín af »sparkinu« 1911, en heyktist svo á því, þegar hann átti að standa við það. Það gerir hann einnig nú. En orð Matthiasar sjáljs liggja fyrir ~pvi — skrifleg —, að B. Kr. hafi beðið sig að skrija um petta inál í Landið. Og Birni Kristjánssyni sendi hann greinina og B. Kr. setti hana í »Landtð«. Eða porir B. Kr. að þræta fyiir þetta ? Hitt er oss raunar einnig kunn- ugt, að þeir sem »Lögréttu« standa nálægt segja, að B. Kr. hafi »hnuplað« greininni. Ef til vill þykir honum það heiðar- legra atferli. Stjórnmála-rógur Herra ritstjóri! Eg er einn hinna »þöglu« á þessu landi, er til stjórnmála kemur. Eg hefi látið mig þau litlu skifta, aldrei verið »flokks- blindaður*, aldrei lagt orð í belg í stjórnmála-rimmum og ekki ætlað mér að gera það. En eg hefl á hinn bóginn haft augun með mér og reynt að meta menn og viðburði á hlutlausa vog þess, sem horfir á, en ekki er með í leiknum. Og þess vegna get eg ekki bundist þess, að senda yðut' þessar líttur, af því mér blöskrar hinn taumlausi og alger- lega samvizkusneiddi rógur og illmæli, sem eg sé að látið er dynja á Sveini Björnssyni, í mál- gagni því, sem þeir segja að »fornvinur« föður yðar sáiuga, Björn Kristjánsson, ráði yfir. Eg hefi fylgst vel með afskift- um hr. Sv. Bj. af opinberum mál- um og eg hefi, mér til mikillar ánægju, þózt sjá, að hjá honum hafi fylgst að gott auga fyrir því, hver væru nánustu nauðsynjamál þjóðar vorrar, góður vilji til að vinna í þá áttina og gott þrek til að láta eftir sig sjást eitthvað í verkinu. — Þetta þótti mér vænt um, því eg sá í þessu góðan arf frá Birni Jónssyni, er eg, þótt ekki væri eg honum nærri ætíð sammála, mat svo ákaflega mikils einmitt fyrir þessa kosti: Að mínu viti hefir enginn þeirra manna, sem við stjórnmál hafa fengist, upp á síðkastið — látið neitt líkt því eins mikið eftir sig liggja til heilla landi og lýð — og Sveinn Björnsson — á jafn-ung- um aldri og á jafn stuttum stjórn- málaafskifta-ferlí. Það heflr eng- inn þeirra gert »eins mikið fyrir landið«, eins og samvizkusamur stjórnmálamaður einn orðaði það við mig. En svo lítur út, sem til sé, þvi miður, menn, sem ekki hugsa um landið, heldur að eins »Landið«, sem — það segi eg yður alveg satt — hefði árið 1911 verið ómengað »spark«-málgagn, ef að líkum má dæma, enda þori eg alveg að ábyrgjast, að greinin í »Landinu« í dag, sem aðallega hefir hleypt mér á stað, er eigi rituð af neinum öðrum en herra Benedikt Sveinssyni, er með íienni heggur annað sinn í sama kné- runn, og svífist engis fremur nú en þá. Mér svíður að sjá þessa menn og þeirra nóta afvegaleiða lýðinn. Eg sé ekki, að þeir hafi neitt ærlegt verk unnið af sjálfsdáðum. Þegar einhver dugandi maður hefir lent í forustu sveit þeirra, hefir það verið segin saga, að reynt hefir verið af þeirra hálfu að »eyðileggja« hann með tor- trygnis-ráðum allskonar, en hátt æpandi liðleskjum hafa þeir haldið á lofti. Eg er að vona, að kjósendur alment sé það viti bornir, að sjá gegnum róginn og þeir drengir, að hafa hann að engu — láta hann lenda á sjálfum rógberun- um, með þvi að fylkja sér sem fastast utan um Svein Björnsson. 17. okt. ’16. Þórir þögli. Þar líggur fiskur undir steini. Þegar bylgjurnar gengu sem hæst í fyrravor, þegar deilan var sem hörð- ust milli »þversum« og >langsum« um það hvort staðfetta hefði átt stjórnarskrina og taka (ánanti á grund- velli þeim, sem þrímenningarnirhöfðu lagt fyrir staðfestingunni, þá ruglað- ist eg algeilega í tíminu í fyrstu. Það skal eg hreinskilnislega játa. Eg er að vítu enginn líkisréttarfræðingur og hefi haft annað að sýsla en setja mig inn í svo hárfínar lögfræðisskýi- ingar, sem fylgt hafa þessum tíkis- riðshnút; mér finst beldur enginn geti ætl st til þess, að eg gæti rétti- lega greitt úr þeim vef, sem ofinn hefir verið um það mil — alþýðu mtnni eins og eg er. En eg hefi altaf verið Sjálfstæðis- maður og eðli mitt gerði það að verkum að mér er sátt um lands- réttindi vor og því vildi eg umfiam alt, að þjóðin væri vel á verð'. Þegar þversum-foringjarnir með sínum háværa talanda töldu mér og öðrum trú um, að ríkisréttindum vorurn væri glatað með staðfesting stjórnarskrárinnar, að stjórnatbótin okkar kostaði hvoiki meira né minna en að landið væri gersamlega inn- limað í danska ríkið, þá var mér öllum lokið. Eg þorði auðvitað ekki annað en halla m.ér að þeim, sem sögðust vilja leggja alt 1 sölurnar til þess að vernda rétt landsins og sann- iærðu fólk bæði í ræðu og riti um að þeirra gerðir stjórnuðust eingöngu af einskærri ættjarðarást og óeigin- gjörnum hvötum, en allir aðrir væru ntisindismenn og »valda-spekúlantar«. Eg hafði ekki nema um eitt að velja og fylgdi þá í einlægni Birni banka- stjóra og Sig. Eggerz. Mér hafði líka verið sagt, að þeir væru mjög skarpir í allri lögspeki. En svo kom rækallans »eftirvar- inn« og þar að auki voru foringjar »þversum«-manna ófáanlegir til þess að halda frarn skilnaði við Dani. Mér fanst þá í einfeidni minni það vera eina rétta svarið við Danskinn, fyrst þeir væru svona harðsnúnir, því að þá kæœi hait á móti hörðu. Eg fór því að átta mig betur og verða efafullur og síðar hafði eg tæki- færi til þess að setja roig svo vel inn í málið, með aðstoð góðra manna, að eg varð hjartaulega ánægður nteð það að stjórnaiskrárrifrildinu linti. í sumar fekk eg gott tækifæri til þess að sannfærast um það hvar fiskur liggur undir steim hjá bless- uðum »þversum-forsprökkunum«. Það var mér nóg til þess að draga dálítið í efa einlægnina og óeigin- girnitra í öllu þessu »þversumfarg- ani«. Eg get ekki stilt mig um að setja hér á pappirinn setningu, sem ein »frelsishetjan« setti fram við mig í sumar, ef ske kynni, að hún gæti opnað augu einhvers stallbróður míns, sem hefir látið blekkjast á stóru orð- unum. Það var einhverju sinni, að eg tiitti að máli einn þversum-foriug- jann og barst þá i tal enski samn- ingurinn, sem skjólstæðingar Björns bankastjóra láta svo illa af. Eg ber að vísu Htið skyn á þá hluti, en leit á þá með mínum alþýðumannsaug- um og gat þess við heiðursmanninn, sem talaði við mig, að mér þætti þeir eftir ástæðum góðir. Eg var t. d. að hampa þvi, að Englending- urinn gæti farið með oss eins og honum sýndist á þessum yfirgangs- og glæfratimum, að öll útgerð hefði getað stoppast, en af því að samið hefði verið þá héldi öll alþýða, sem sjómensku stundaði, atvinnu sinni og fengju vinnu sina engu ver laun- aða en á friðartímum. Svo var eg líka talsvert drjúgur yfir þvi, að þetta væri í fyrsta sinni, sem stjórnin okkar hefði samið beint við stór- veldi áa milligöngu Dana. Þegar eg haíði rausað svona dálitla stund, þá mælti flokkshöfðinginn: »Þeim skal ekki verða kápan úr því klæð- inu, honum Einari og honum Sveini, að siá sér upp á þessum simningum; þeir skulu fá að liggja báðir, þú skalt sjá það síðar. Og láttu nú ekki neinn vera að hiæra í þér. Eg skal tala betur við þig, þegar við sjá- umst næst«. Svo fór hann. En eg hefi verið að hugsa utn þessi orð í sumar þegar eg ht.fi séð öll rassaköstin í börnunum hans Björn 1 aakastjóra. Aður en eg skil við þessar Hnur langar mig til að segja kunningjum mínum frá því að alveg er trér ómögulegt að hugsa mér hann Jörund garmínn sem full- trúa minn á alþingi, svo óskýran mann bæði i ræðu og riti. Eg hélt þó ekki að lengdin ein væri nóg til að geta orðið alþingismaður. Ef hann kemst á þing þá held eg að megi segja með sanni: allan skr. vígja þeir. Og svo segja fróðir menn, að hann sé alveg að hverfa ofan í vasa bankastjórans, sem komið hefir bank- anum í það horf, að okkur alþýðu- mönnunum er ómögulegt að ráða við að byggja húskofa yfir höfuðið á okkur og bezt hefir gengið fram i því að tolla hvern bita og sopa, sem við fátæklingarnir við sjóinn verðum að draga fram lífið á. Fyrv. pversummaður. Ein „Lands Mygin. Frá því segir »Landið« í gær, að 2500 kg- af netjagarni til kaupfélag- anna Ingólfs og Heklu sem hr. Oben- haupt hafði útvegað hafi ekki fengist afhent vegnabanns frábiezkakonsúln- um, og kennir auðvitað ráðherra um. Hafi verið kæit til hans, en eigi fengist leiðrétting. En ekki er þetta annað en venju- leg «Lands« lygi. Netjagarn þetta var þegar látið laust, er iáðherra skarst í málið, og höfum vér fyrir þvi skilriki bæði ráðherra og hlutaðeigandi verzlana. En einni lyginn meira eða minna, skiftir engu, — hugsar Landið. — Alt kemst upp í vana 1 Leiðrétting. í síðasta tölublaði »Landsius«, sem út kom í dag, segir Björu banka- stjóri. Kristjánsson, að sú staðhæfing sé höfð eftir mér »að Landsbankinn hafi borgað hr. M. Þ. stórfé fyrir að gefa þessa skýrslu sína« þ. e. grein- ina um »brezka samninginn«, sem birtist í »Landinu« á dögunum. Þessi staðhæfing er algerlega rang- lega höfð eftir mér, og hefi eg sent »Landinu« leiðréttingu þar að lút- andi, og vænti þess að hún verði birt í næsta tölublaði þess. En allur er varinn góður, og því leyfi eg mér einnig að biðja ísafold fyrit hana. Reykjavík 17. sept. 1916. Jakob Möller.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.