Ísafold - 15.11.1916, Blaðsíða 3

Ísafold - 15.11.1916, Blaðsíða 3
ISA F O L D sannist á íslenzkuni bændum, því þeir cru miklu gáfaðri, miklu lesnari en erlendir bændur eru, og hafa þess vegna víðari sjón- deildarhring. Hin háttvirta nefnd — utan nefndar og utan þings eru menn- irnir heiðursmenn — heldur að kalinn til erabættismannanna mundi hverfa ef eftirlaunin væru afnumin. Eg þekki engan kala til em- bættismannanna. Fólk vill þvert á mótí að þeir séu höfðingiar, og gerir kröfur til þeirra í þá att. En það er til kali til menta- manna og sérfræðinga. Þeir mega ekki fá borgaðan neinn greiða, sem þeir gera þegnfélaginu. Eg geri ráð fyrir að stundum komi hann fram hjá þeim, sem hefðu viljað verða mentaðir menn sjálfir, en áttu ekki svo aðstöðu, að þeir gætu það, eða það er sprottið af öfund á yfirburðum þeirra. Eg finn til með þeim fyrnefndu, hinir eíðarnefndu fá ekki samhug hjá mér. Tillögur nefndarinnar ganga í þá átt, að gera alla embættismenn að óæðri starfsmönnum með afnámi eftirlauna, og alla þessa starfsröenn að ræflum, sem allir líti niður á. Þá sem fara með umboðsvaldið vill nefndin láta vera menturlausamenn.og hefir komist langt á leið með að gera alla mentun landræka úr landi Snorra Sturiu.onar. Jafnframt því vill hún byggja skrælingjaríki á rústum hinna eðalbornu Úlfljótalaga. Kynslóðin, sem nú er að líða undir lok, hefir gert meira þrek- virki með að auka velmegun og verklegar framfarir á landinu en allar kynslóðirnar á undan henni hafa geit að samanlögðu. Hún hefir ræktað jörðina, bygt kaupstaði og bæi og lagt undir sig sjóinn. Hún hefir lengt mannsæfina, stöðvað útflutning á fólki og þrefaldað þjóðarauðinn. En efnalegum framförum hefir fylgt svo ótrúleg sið- ferðisleg afturför, að það er eins og enginn maður geti, eða þori að segja satt í nokkru pólitisku máli. Jón Sigurðsson var mikilmenni í þvi eins og öðru, að hann þorði að segja satt, hvað sem þjóðin hugsaði. Hann útvegaði landinu verzlunarfrelsi við allar þjóðir móti vilja fjölda margra land.smanna. Hann kvatti Jens Sigurðs- son, bróður sinn, og vildi að hann hvetti aðra embættismenn til að segja hreint og beint, hver laun þeir þyrftu að hafa 1863, og vildi að það fengifct. Hann barðist fyrir lækningum i kláðamálinu, þjóðin vildi skera niður. Þeir viðurkendu að hann hefði haft rétt fyrir sér, þegar hann var búinn að liggja 20 ár í mold. Hann lét ekki ljúga að alþýðu hér á landi, og þoldi ekki þjóðlygar. Það var fyrst eftir að hann var dáinn, að þjóðmálaskúmarnir hans Arn jóts Olafs- sonar gátu vilt almenningi algerlega sjónar, og felt allan sannleika í opinberum málum á sniðglímu. Að Jóni Sigurðssyni lifandi hefði það aldrei tekist. — En nú liggur þjóðlygin eins og köld hafísþoka yfir öllu pólitisku lífi »út i haf og fram í dali« á íslandi, ogdrepur þar allan gróður. Tveir af hinum miklu kostum Jóns S'gurðssonar voru að: Hann hafði hugrekki til að segja satt, og vissi hvað var satt. Hin íiatt- virta nefnd hefir hvorugan. Þegar lagður var hornsteinninn undir Alþingishúsið hafði Pétur biskup valið einkunnarorð fyrir tækifærið, og Hilmar Finsen hafði látið grafa þau á skínandi koparskjöld, sem lagður var í hornsteininn. Orðin voru: »Sannleikurinn mun gera yður frjálsaz. Egskildiþað ekki þá hvað átt yar við. Nú mannsaldri síðar þykja mér þessi orð hafi verið valin með spámannlegri andagift, og eg veit að þau þýða: Þegar íslendingar hafa brotið af sér þjóðlýgina, sem grúflr yfir hverju hreysi og hverjum bse,þá fyrst verðaþeir frjálsir menn. VIII. Ekkjutramtærslu- og oftirlaunatillögur nefodarinnar. Á blaðsíðu 257 neðst, og einkum blaðsíðu 276 efst, kemur i ]jós þekking nefndarinnar á eftirlaunamálinu hjá óðrum þjóðum, og hvernig því sé komið fyrir annarstaðar. »Sumstaðaf var trygg- ingin eigi almenn og eftirlaunin að eins veitt einstökum mönnum eftir þörfum«; (þar mun vera átt við fyrirkomulagið íNoregi.) »Ann- arstaðar var tryggingin í því fólgin, að dregið var af embættis- launum, og það geymt handa embættismönnum að loknu starfi. Um þetta er getið í kaflanum um eftirlaunamálið, (sjá bls. 51)«. Á blaðsíðu 51 er ræða Grríms Thomsen um að »vitrasta og fyrir- hyggjusamasta þjóðin, Englendingar, hafi engin eftirlaunalög«. Við aðra ræðu útdrætti á bls. 51 í nefndarálitinu getur nefndin ekki átt. Hvað satt er í ræðunni hefir verið sýnt í kaflanum um eftir- launalög Englands og nokkurra menningarríkja. Ósannindin sera kastað var fram á alþingi 1883, og sem eng- inn þingmaður þá hafði þekkingu til að mótmæla, hafa verið skoð- uð sem sannleikur væru á alþingi síðan, og nefndin, sem hafði tvö ár til að rannsaka eftirlaunamálið, trúir þeira fortakslaust og byggir á þeim tillögur sínar til nýrra laga. — En að nefndinni skyldi ekki koma til hugar, að fletta upp í einhverri bók, eða spyrja ein- hvern, sem kunnugur er á Englandi? Nei, henni dettur ekkert í hug. Grímur Thomsen leiðir nefndina, blindur leiðir blindan, og afleiðingin er, að nefndin leggur til að starfsmenn landssjóðsins þeir einu sem honum er skylt að sjá fyrir á gamals aldri — skuli sjá fyrir sér sjálfir, en ætlar sér með tímanum að styðja af opin- beru fé öll önnur gamalmenni á landinu. Svo er nefndin að tala um það misrétti sem hér sé, þegar læknarnir á Vífllstöðum og Kleppi hafi ekki eftirlaunarétt, en héraðslæknarnir hafi hann. Þetta mis- rétti heflr alþingi búið til. Nefndin er réttlát, hún lagar það með því að taka eftirlaunaréttinn af héraðslæknunum — það er sjálf- sagt rétt frá hennar siónarmiði, vegna þess að héraðslæknarnir gcta ekki með nokkru móti verið án þessa réttar. Nefndin hefir kynt sér eitthvað af norsku fyrirkomulagi á þessum málum. Það er lang lakastá fyrirkomulagið sem eg þekki. Ekki bætir hún um neitt hjá Norðmönnum, hún færir heldur úr lagi, og gjörir það talsvert lakara hjá okkur. Við flúðum þó ekki »land og fjöld frænda« eftir orustuna í Hafursfirði til þess, að setja okkur lakari lög en eru með Austmönnum, og til þess að verða minna verðir en þeir í okkar eigin augum. ísland er engin skips- julla aftan í Noregi. xNorðmenn hafa borgað eftirlaunuleysið sitt einu sinni með sjálfstæðismissi í 11 ár E* óska þeim ekki að þeir þurfi að bíða líkt tjón í annað og þriðja sinn fyrir það, þótt mér blandist ekki hugur um, að slíkt tjóo eigi fyrir þeim að liggja. Þeirra fyrirkomulag kemur niður á norskri menningu (kultur). í þrjátíu og þrjú ár hefir íslenzkum stjórnmálarnömium ekki aukist þekking í því eina innanlandsmáli sem altaf heflr verið á dagskrá Alþingis, þeir trúa sömu ósannindunum enu í dag. Ekkjuframfærslu fruinvarp nefndarinnar heldur þeirri skyldu embættismanna að tryggja ekkjunni lifeyri eins og verið hefir. En með því fellur burtu skylda' landsjóðsins til að bæta við frá sér hclmingi á móti því, sem embættismaðuriun kaupir banda ekkjunni, og uppeldisstyrkur til barna yngri en 16 eða 18 ára. Ef meistari Jón Vídalín væri biskup á íslandi nú, þá væri hann ekki lengi að skipa nefndinni á bekk með þeim, sem »útsjúga hús ekkna og föð- urlausra«. — Biskupinn okkar sér mest eftir pappírnum, sem farið hefir undir nefndarálitið — sem von er nú í dýrtíðinni. — Kirkjan er orðin mýkri á manninn en hún var, fyrir prestskosningalögin. Meðferðin á íslenzkum embættismannaekkjum er. miklu verri en í Noregi. I Noregi er nú á dögum bætt við ekkjurnar l'rá ríkis- stofnuninni. Ofan á lægri lífeyri ekknanna bætir ríkið 40°/o> og ofan á hærri lífeyririnn 25%, meðal lífeyririnn fær ofanálag þegar konan verður ekkja, sem er þar á milli. — Hér á hrottaakapurinn og mentunarleysið að vera miskunarlaust; Hver almúgakona sem fær ellistyrk, fær helminginn borgaðan úr landssjóði. nemi og andsnemi ieyliaiíiur-aanáli. Hjúskapur. Jón Halldórsson banka- ritari og jungfr. SigríÖur Bogadóttir. Gift 10. nóv. Einar ViSar bankaritari og jungfr. Katrín NorSmann. Gift 11. nóv. Skallagrímur er kominn aftur ofan- sjávar. Náði björgunarskipið Geir hon- um upp á laugardag og hefir haft hann með sér inn á höfn til frekari viðgerSa. Skipaf regn: Apríl, botnvörpungurinn, kom frá Noregi á sunnudag, eftir langa útivist og stranga. Hafði hrept versta veður í hafi. G o ð a f o s s fór frá New-York þ. 9. þ. m. í gær barst ísafold þráð- laust skeyti frá þeim Jóni Bergsveins- synl og Ottó B. Arnar, með fregninni um að Wilson mundi forsetatign hreppa — ásamt kveðjum frá Goðafossi. F 1 ó r a átti að fara á stað frá Berg- en í gœr, hingað á leið. íslaud er komið til Vestmanna- eyja °g væntanlegt hingaS á morgun. S v e n d , danskt skip, kom hingað í morgun með kol til landstjórnarinnar. Hrepti feikna ofviðri í hafi og brotnaði mikið, og misti einn mann út. Hjónafni jungfrú Sigurbjörg Eiríks- dóttir og Júlíus SigurSsson prentari. Skip ferst. Hingað barst símskeyti í gær um að skip verzl Timbur og kol, Patria, • væri sokkið. Það fylgdi fréttinni, að aðaleigandi þess, T. Frederiksen, væri heill á húfi (safe), hvort sem það á að skiljast svo, sem hann hafi verið á skipinu og verið bjargað, eða hann hafi alls ekkiver- ið með þvi, er það fórst. Erindi Einars H. Kvaran í Bárubúð á sunnudagin var svo fjölsótt, sem salurinn leyfði og var máli hans tekið hið bezta. Nokk- urar umræður urðu á eftir milli hans og síra Haralds öðrumegin, en Gísla Sveinssonar lögm. hinumegin. — Verður nánar getið um erindið í næsta blaði. Manntjón. Þ. 4. þ. mán. fórst bátur frá Kvíabryggju við Grundarfjörð. Druknuðu 3 af skipverjum, en hinn fjórði komst á kjöl og var bjargað af vélbátnum Njáli. Heit- ir hann Jón Olafsson. Þeir, sem druknuðu voru, formaðu/ bátsins Sig. Ólafsson (bróðir hins bjarg- aða manns), barnlaus, Kristfinnur Þorsteinsson, lætur eftir sig ek-ju og 2 ungbörn, og loks unglings- piltur Ingólfur Bjarnasoa að nafni. Látinn er í Hafnarfirði meikur borgari bæjarins, Jörqen Hansen kaupmaður, orðinn roskir.n naður og hafði um langt skeið rekið veizlun og útgerð í Hafnarfiiði. Hann varð bráðkvadd- ur á sunnudaginn. Hann lætur eftir sig ekkju og 3 börn, Ferdinand kaupm. í Hifnsrfirði, Jörgen bók- haldara í Rvík og eina dóttur. Búmannsklukkan. Hiin hættir í kvöld. Þegar kl. slær eitt í nótt, verður talið mið- nætti vera, og hún færð aftur um einn tíma. Það er óhætt að segja, að »búmannsklukkan« hefir áunnið sér hylli og sparað talsvett fé. — Mun henni vel tekið, er hún kem- ur af nýju á vettvang, væntanlega á þorranum eða svo. geta komist rð nú þegar. Upp!ý3Ínc>ar á skrifstofu ísafoldar, )örðio Forsæti í YílIiDgaholtslireppI fæ.t lil kaups ÐÚ þegar. Er hæg heyskaptr- o? hl> nMnd.-jörð. Serrjr ber við T»órð Jónsson, Stokkseyri. H indsberg Piano og Flygel eru viðnrkend að vera þau beztu og vönd- uðusta sem búin eru til á Norðarlöndnm. Verksmiðjan stofnsett 1853. Hljóðfseri þessi 'fengu »Grand Prix» í Londcn 1909, og ern meðal annars seld: H. H. Christian X. * H. II. Haakou VII. Hafa hlotið meðmæli frá óllum helztu tónsnillingnm Noiðurlanda, svo sem t. d.: Joaokim Andersen, Professor Bartholdy, Edward Grieg, J. P. E. Hartmann, Pro- fessor Matthison-Hansen, C. P. E. Horne- mann, Professor Nebelong, Lndwig Sohytte, Aug. "'Vinding, Joh. Svendsen, J. D. Bonde- sen, Aug. Enna, Charles Kjerulf, Albert Orth. Nokkur hljóðfæra þessara ern avalt tyrirliggjandi hér & staðnum, og seljaet með verksmiðjuverði að viðbættum flutn- ingskostnaði. Verðlistar sendir um alt land, — og fyrirspurnum svarað fljótt og greiðlega. G. Eirikss, Reykjavik. Rinkasali fyrir ísland. Brúknð innlend ErL símfregnire frá fréttaritara Isaf. og Morgunbl.). K.höfn 12. nóv. I»jóðverjar krefjast þess að konungéiíkið Pólland skipi sjálfboðaher gregn Rússum. í»]óðverjar sækja fram hjá Stochod Þjóðaratkvæði í Dan- mðrku um sölu Vestur- heimseyja fer tram 14. des- ember. Khöfn, 13. nóv. Wilson kosinn. Wilson fókk 269 atkv. við forsetakosninguna, en Hughes 235. Fulltrúaráð Vesturheims- eyjannna dönsku er kom- ið til Kaupmannahatnar. Frímerki kaupir hæsta verði Sig. Pálmason, Hvammstanga. Yeðurskýrsla. Laugardaginn 11. nóv. Vm. a. stormur, regn, hiti 2.0. Rv. na. snarpur vindur, hiti 3.7. íf. a. stinnings gola, hiti 0.0. Ak. s. andvari, frost 13.0. Gr. logn, frost 16.0. Sf. logn, frost 4.7. Þh. F. a. gola, regn, hiti 5.8. Sunnudaginn, 12. nóv. Vm. logn, frost 0.5 Rv. — — 4.0 ís. a. st. gola, hiti 1.5 Ak. nnv. andvari, frost 5 0 Gr. na. — — 10.0 Sf. logn, frost 5.7 Þh. F. logn, hitl 5.3 Mánudaginn, 13. nóv. Vm. ssa. st. kaldi, hiti 3.0 Rv. asa. kul, hitl 2.5 íf. logn, hiti 1.7 Ak. ssa. andvari, hiti 1.5 Gr. s. kul, frost 5.0 Sf. logn, — 2.3 Þh. F. n. andvari, hltl 1.5 Þriðjudaginn 14. nóv. 1916 Vm. a kaldl, regn 6.7 Rv. s stinnings gola 7.7 íf. s hvassviðri 10.4 Ak. ssa. andvari 6.0 Gr. s gola 3.0 Sf. sv kul 1.1 Þh. F. ssa kul 6.1

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.