Ísafold - 22.11.1916, Blaðsíða 2

Ísafold - 22.11.1916, Blaðsíða 2
ISAFOLD Tram í rauðan dauðanti! Myndin sýnir atburð frá einu áhlaupi Breta við Somme. ^ Þau gerast mörg átakanleg atvik i ófriði. En naumast mun neinn hafa gert sér í hugarlund það, sem er að gerast á þessari mynd — fyrir heimsstyrjöldina,- Bretar eru nafnkunnir fyrir dæmalausa rósemi og traust á sjálfum sér. En þó mundu flestir þvertaka fyrir, að þeir væru að fást við eftirlætis-íþrótt sína, knattspyrn- una, augliti til auglitis við byssustingi fjandmannanna. En sjón er sögu ríkari! Höfuðsmaður einnar Surrey-hersveitarinnar hafði látið útvega fjóra knetti og hermennirnir notuðu hverja frístund til þess að fara í knattspyrnu. Einn góðan veðurdag kemur skipun um að gera áhlaup. Og Surrey-piltarnir hlupu á stað, en höfðu knettina á undan sér og létu þá fljúga í loftinu fram að skotgröfum óvinanna, Þeir voru ekki að hugsa um dauðann fram undan, heldur var hver maður hugsandi um það eitt að sýna, hvernig Bretar færu að sigra — eða deyja með sömu köldu rónni — og knötturinn nálgaðist óvinina æ meir. Þjóðverjar horfðu undrandi og hissa á þenna leik við dauðann. Brezku hermennirnir féllu hver um annan þveran, en knettirnir héldu sífelt áfram í loftinu fram að markinu — og að sama skapi óx guðmóður Bretanna. Loks kom að því, er síðasta sparkið kom knettinum í mark — þýzku skotgröfina og eftir fá augna- blik var skotgröfin hroðin af byssustingjum Bretans! ísland erlendis. Um brezka samkomulagiO verður dönskum blöðum sífelt tíðrætt — og mjög á eina lund um það, að ísland sé þar fullkomlega sjálf- stæður samningsaðili svo sem fullválda riki. Ein greinin um þetta efni er í blaðinu »Köbenhavn« frá 3. nóv. og er þar m. a. komist svo að orði: »UtanríkÍ8-stjórnarfarið danska hefir algerlega brugðist i þeesu máli. ísland virðist á borði vera í persónusambandi einu við Ban- mörku og mega því skoðast hlið- stætt við Daamörku í utanrikis- málum«. Og síðar: »Dansk-íslenzka verzlunin stend- ur á völtum fótum, beeði meðan stríðið stendur og eftir stríðið. Það má svo heita, að Island hafi fengið heimild fyrir kröfu sinni um algera rifting á ríkissambandi því við Danmörku, sem þegar er orðið mjóg losaralegt. Lítil hugg- un er að því I þessu sambandi, að íslendingar hafa, meðan stríð- ið hefir staðið, ekki fundið til mikils andróðurs hjá dönskum stjórnarvöldum og þegar ekki er unt lengur, svo sem sjón er sögu ríkari um, að benda á, að íslend- ingar hafi hag af sambandinu við Danmörku, heldur verður þvert á móti að játa, að Danmörk hefir talið hentugast að láta ísland eiga sig — ja — þá er hægt, gler- augnalaust, að sjá upphaf end- isins«. Fjárgiæframaðcrmn Rochette Hinn nafnkunni franski fjárglæfra- maður Rochette, er varð uppvís að þvi árið 1908 að hafa féflétt fjölda af sparifjáreigendum Frakklands um alt að 200 miljónum franka er nú loksins tekinn höndum. Er féglæfrar hans urðu uppvisir um árið hvarf hann skyndilega úr sögunni og hefir ekki til tii hans spurst fyr en nú. Fyrir nokkru komst leynilögreglan þar í landi að þvi, að börn hans væru i sveit nokkurri i Normandiu og her- maður kæmi til þeirra við og við frá vígsstöðvunum. Lögregluþjónn fór á njósnir þangað. Eitt sinn var eitt barnanna veikt. Dáti kom til þess að vitja þess, og tekur lögreglu- þjónninn hann fastan, þykist þekkja hinn týnda föður. Og svo var. Meðgekk hann samstundis að hann væri í raun og veru hinn týndi fé- glæframaður. — Sagðist hann hafa verið búsettur í Aþenu áður en ófrið- urinn hófst. í óíriðarbyrjun hefði hann sniáið heim ti Frakklands til þess að berjast fyrir föðurlandið eins og heiðvirðum Frakka síémdi. En nú reis sú spurning hvernig í ósköpunura Rochette gat komist í herinn sem sjálf boðaliði og barist þar í tvö ár án þess að nokkur vissi um veru hans þar. Skömmu síðar sagði franski jafn- aðarmaðurinn Gustave Hervé frá því, að hann hefði hjálpað Rochette um fölsk skjöl til þess að komast í her- inn. Rochette hefði komið til hans i ágúst 1914 og sagt honum til nafns sins. Nú væri það heitust ósk hans að geta barist fyrir iand sitt til þess að börn hans þrjú gætu fengið að vita, að góðar taugar hefðu verið til í honum. Nú væri honum umhug- að um að komast einhversstaðar þar að sem hann hefði verulegt tækifæri til þess að hætta lífi sínu. Hervé hafði tekið vel málaleitun hans og daginn efiir lét hann Ro chette 1 té öll nauðsynleg skjöl, til þess að hann kæmist í herinn. Skjöl- in" voru að réttu lagi eign manns nokkurs, er þótt hafði ófær til her- þjónustu. Æfiferill hans ír næsta einkenni- legur. í æsku var hann bláfátækur léttadrengur á veitingahúsi í París. Arið 1908 er hann að eins ¦$<$ ára gamall og þá var hann talinn með merkustu auðkýfingum og fjármala- mönnum Frakklands. Auð sinn hafði hann að mestu leyti aflað sér á þann hátt að stofna hlutafélög, er hann eignaði silfurnámur á Spáni, stein- olu í Kákasus o. fl. þessháttar. En í fjáreklunni 1908 — þeirri sömu er kom Alberti í klefann — kom það í ljós, að hann itti hvorki silfur á Spáni eða steinolíu I Kákasus og ara- griii efnaðri manna misti á þann hátt aleigu sína. Fáir hafa verið hataðir jafn heiftar- lega þar í landi eins og Rochette. En hann kunni að vinna hugi manna og tala máli sínu við stofnun hluta- félaganna. Er nú ekkert sýnna en honum takist að vinna hug og hyll þjóðarinnar á ný, með því að sýn* svo heita ætljarðarást. Herkonung- urinn Joffre hefir jafn vel farið lof- samlegum orðum um frammistöðu hans i vörninni. Hinn víðfrægi mála- flutningsmaður Labori, kunnur fri Dreyfusmálunum o. fl. hefir boðist til þess að tala máli hans, Telja menn þá eins víst, að honurn verði gefnar upp allar sakir. Fiskifólagserindrekinn. Stjórnarráðið hefir ákveðið að hætta frá 1. des. þ. á. að greiða Matthíasi Þórðarsyni fyrverandl skipstjóra þann 4000 kr. styrk, sem í 16. gr. fjárlaganna greinir, og Matthíasi var veittur eftir til- lögu Fiskifélagsstjórnarinnar íjan- úar síðastliðinn. Matthías þessi var áður um tíma í Englandi, og átti þá að heita svo, að hann væri í þjónustu fiskifélagsins. Frá Englandi varð hann að fara í fyrra haust. Or- sökin til þeirrar brottfarar var, eftir því sem síðar hefir vitnast, miður heppileg ffamkoma M. Þ. gagnvart brezkum lögum, og sízt

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.