Ísafold - 09.06.1917, Side 3

Ísafold - 09.06.1917, Side 3
ISAFOLD bendir á, má búast við að verzl- un landsins verði langtum óhag- kvæmari en hún er nú, meðan hver einstaklingur fær að njóta sin. Kaupfélögin íslenzku mundu að líkindum hafa lagt út á þá braut fyrir löngu, að skifta við erleud samvinnufélög, ef þau hetðu eigi orðið þess vör, að þau mundu á þann hátt alls eigi geta staðist samkepni við kaupmenn. Auk þess fæ eg ekki skilið hvern- ig kaupfélagsmenn sjá þjóðarhag í því að seilast með viðskiftin til erlendra samvinnufélaga,enganga framhjá innlendum heildsölum, þó J. G. P. að vísu telji kaupmenn eigi hluta íslenzku þjóðarinnar, í niðurlagi greinar sinnar. Mér endist hvorki tími né rúm í blaðinu til að andæfa öllum þeim meinlokum sem fram koma i grein J. G. P., en áður en eg skil við hana, verð eg að leið- rétta missagnir, er hann eignar mér. Til dæmis lætur hann það heita svo, að eg hafi sagt að kaupfélögin v,æru rekin á trygg- ari hátt en kaupmannaverzlanir. Það eru hans eigin orð. í öðru lagi hefir hann eftir mér að kaupandi og seljandi þuríi báðir að hafa hag af verzl- uninni, til þess að viðskiftin séu góð. Þetta er rétt, en þar átti eg eigi við framleiðanda og not- anda aðeins, eins og hann vill láta það heita. í landhelgi. Þá vilja þeir, þessir kaupfé- lagagæðingar, gera sér innlegg úr samlíkingu minni í sambandi við verzlun og sjósókn. En þar yfirsést þeim sem oftar. Dæmið um skiftingu aflans úr sjónum er nákvæmlega rétt upp á skiftingu tekna af verzlun, kaupfélagsmanna og kaupmanna. Og samlíkingin er líka rétt í eðli sínu. # Guðbrandur segir að »líkingin væri ágæt, ef verzlun- in væri landhelgislaust haf, sem hver og einn gæti róið út á og hlaðaflað, öðrumaðmeinalausu®. Það sannar einmitt, að líking- in er rétt, að til er einnig land- helgi í verzluninni, og þeir, sem á þau mið sækja fremja svik og pretti. Eg mæli síst með þeim landhelgisafla, hvort sem hann er framinn af kaupmönnum, kaup- íélögum eða öðrum, og hefi eg þar eigi breytt skoðun minni sið- an eg skrifaði um það efni i op- inberu blaði fyrir nokkrum ár- um. En það er hægt að veiða í verzlunarlandhelgi kaupmanna- stéttarinnar á annan hátt, sem sé, með lygi, rógburði og blekk- ingum, sem af tvennu illu er miklu verra landhelgisbrot. Nú hefl eg gripið glópa Tím- ans í landhelgi kaupmannastétt- arinnar. Eg hefl gert upptæk veiðarfærin — lygina og róginn — og varpað veiðinni fyrir borð, sem er áhrif þau, er þeir kunna að haíp, haft á hugi manna. Og þeirrar sektar krefst eg af þeim, að þeir sanni framvegis með ó- yggjandi rökum það, sem þeir segja eða skrifa, annars taki eng- inn mark á því. Þar með er mínum málstað borgið. Og vafalaust sakna þeir víg- tannanna næst er þeir reyna að glepsa í mig eða aðra að ósekju. Eg hefl gert þær skaðlausar. — Fyrir þeim Tímans tönnum falla engir. En öll sanngirni mælir með þvi, að kaupmenn taki af þess- um mönnum, þegar þeir fala vörur framvegis, yfirlýsingu um það að þeir kaupi vegna eigin hagsrauna og til þess að fá spæni í sína eigin aska. Yfirlýsingarn- ar býðst eg til að kaupa fyrst um sinn fyrir 5 aura »stykkið«, sem verður að álítast gott boð, með tilliti til gangverðs á hrafnsklóm og músabelgjum. Framh. Garðar Gislason. Aths. Út af uramælum í fyrri kafla þessarar greinar (i síðasta blaði) vil eg láta þess getið, að styrkur úr landssjóði til sam- vinnufélaganna mun eigi vera á þessu fjárhagstímabili nema eitt þúsund krónur hvert árið. G. G.s Sendiför Ólafs Johnson. Út af ummælum, sem stjórnar- blaðið »Tíminn« hefir haft um sendi- fór Ólafs fohnson konsúls hefir for- maður Eimskipafélags íslands sent blaðinu svofelda leiðrétting: í 12. tölubl. i. árg. »Tímans« i grein með fyrirsögninni »Dáiítil athugasemd,* segir svo m. a. »Sú saga gengur að Eimskipa- félagsstjórnin hafi beðið landsstjórn- ina að hafa Ó. J. (þ. e. Óiaf John- son konsúl) i sinni þjónustu fyrir vestan (þ. e. í Ameriku). Nú er Ó. J. i stjórn Eimskipafélagsins og jafngildir þetta þá þvi, að hann hafi sjálfur beðist eftir þessari vegtylla, því varla mnndi beiðnin fram komin móti hans vilja,« Þessi ummæli i sambandr við fyrri ummæli »Timans« um þetta mál, hljóta að gefa það í skyn, að Ó. J. hafi troðið þjónustu sinni upp á landsstjórnina, eða þvi um líkt, i þessu máli. Þar sem Ó. J. nú er staddur er- lendis og getur því eigi svarað fyrir sig nú, en Eimskipafélagsstjórnin átti, án nokkurs tilefnis frá hans hálfu, upptökin að því að hann var sendur til Ameriku og henni því vel kunuugt um atvik þau, er lágu að sendingu Ó. J., tel eg méfskylt að biðja yður, herra ritstjóri, að birta í blaði yðar skýringar þær, er hér fara á eftir. í viðiæðum við landsstjórnina hafði eg og fleiri úr stjórn Eimskipafélags- ins vikið að því að nauðsyn væri á að hafa fulltiúa í Ameríku og varð eigi annað skilið en að landsstjórn- íd væri á því máli. Er að því rak að undirbúa þyrfti ferðir skipa Eim- skipafélagsins til Ameriku, talfærði eg þetta á ný við forsætisráðherr- ann. Skyldist mér þá á honum, að vandkvæði væru á því að fá hæfan mann til starfans. Var mál þetta síð- an tekið fyrir á stjórnarfundi Eim- skipafélagsins 21. april þ. á. A peim ýundi var Ólaýttr Johnson ekki; þar var samþykt að fara fram á það við landsstjórnina að sameina fulltrúa- sendingu' fyrir landsstjórnina og Eim- skipafélagið og stungið upp á Ó. J., sem hæfum manni, ef hann væri fá- anlegur til þess. Síðan átti lands- stjórnin eitthvað tal um mál þetta við Ó. J. A stjórnarfundi Eimskipa- félagsins 26. april skýrði Ó. J. frá þvi, að mjög óvíst væri að saman gengi með honum og landsstjórn- inni um að hann færi vestur sem fulltrúi landsstjórnarinnar. »Út af þessu var samþykt í einu hljóði, að biðja Ól. Johnson að fara vestur, helzt með e.s Islandi, sem væntan- lega fer nokkrum dögum á undan Guilfoss, sim fulltrúi Eimskipaýilags- ins og vera þar þangað til Lagar- foss er kominn til New York. Bað Ó. J. um stuttan frest til svars og vék af fundi.« Þannig er þetta bók- að i fundarbók félagsstjórnarinnar. Með því að E mskipafélagsstjórnin taldi það mjög mikilsvert fyrir fé- lagið að Ó. J. yrði við þessari beiðni, þá lögðum við stjórnendur félagsins talsvert að bonum að gera það. Hann var mjög tregur til þess, en lét þó undan til þess að firra fé- lagið vandræðum. Tjáði hann svo landsstjórninni að hann hefði tekið að sér, að fara vestur fyrir Eim- skipafélagið og gæti ekki farið sem fulltrúi landsstjórnarinnar. Var það þá af okkur, f stjórn Eimskipafélagsins, skoðað sem afgert mál, að O. J. hefði ekki mcð hönd- um nein störf fyrir landsstjórnina i í ferð sinni. En morguninn áður en »ís!and« fór, tjáði O. J. mér, að landsstjórnin heýði laqt svo ýast að sér, að ýara einnig ýyrir hennar hönd, ofan á margendurteknar neitanir sín ar (O. J.), að hann hefði ekki séð sér fært að skorast undan þvi, en jafnframt tekið það skýrt fram, að eins og málinu væri nú komið, yrði hann fyrst og fremst að starfa fyrir Eimskipafélagið. Skýrði frá þessu á stjórnarfundi þann sama dag ár- degis. Samþykti félagsstjórnin að O. J. starfaði einnig fyrir landsstjórnina í ferð sinni og er þess getið I fundarbókinui að O. J. fari nú jafn- framt sem fulltrúi landsstjórnarinnar. í samræmi við þetta get eg lýst þvi yfir, að þvi fór svo fjarri að O. J. otaði sér fram i ferð þessa, að hann fór hana nauðugur. En stjórn Eimskipafélagsins gat eigi hugsað sér annan hæfari en hann til farar- innar, þar eð útgerðarstjóri vor var ókominn frá Danmörku. Enda hafa aðgerðir O. J. fyrir félagið i Ame- ríku borið góðan árangur. Skýringar þessar hefi eg boiið undir meðstjórnendur mína i Eim- skipafélagstjórninni og eru þeir allir þeim samþykkir, eins og eg þykist vita, að landsstjórnin muni fúslega kannast við að hér sé skýrt rétt frá, hvað viðskiftin við hana snertir. Reykjavík, 7. júní 1917. Sveinn Bjornsson. Til Lagarfoss 19. mai 1917. Vér litum þig glaðir, »Lagarfoss«, þú lands vors ert gæfa og dýrasta hnoss. Þvi fagnandi’ og glaður er frónbúi hver, að forsjónin gaf oss að heiil ertu hér. Það ósk vor er allra svo eldheit og hrein, að ekkert þér grandi né vinni þér í mein, og ötull þú siglir um ókomna tið, til ánægju, heiðurs og gagns fyrir lýð. Etindi þetta gaf höfunduiinn, Ólaf- ur Guðmundsson búfr. frá Signýar- stöðum, Lagarfossi, áður en hann lagði af stað til Ameriku. Var það skrautritað með teiknaðri mynd af Lagarfossi efdr Steindór Björnsson kennara. Reykjaylltíir-annáiL fþróttasýnÍDg íþróttafélags Reykja- víkur á íþróttavellinum BÍðastliöinn sunnudag var hin bezta skemtun. Fram- förin auSsæ ár frá ári — þessi ár sem íþróttafélagið hefir starfað. Sk'pafrogn. Þórður kakall, n/r vólbátur, 31 smál., eign Carls Löve á ísafirði, kom hingað í vikunni eftir 13 daga útivist frá Khöfn. S t e r 1 i n g kvað væntanleg hingað á næstunni. Fengist útflutningsieyfi á skipinu nú fyrir skömmu. O 1 i v e 11 e, seglskip til Kveldúlfs- fólagsins kora hlngað á miðvikudag með 200 smálesta farm til landsstjórnarinn- ar og Garðars kaupmanns Gíslasonar. Escondido, leiguskip landssjóðs, kom hingað í gærmorgun með vörufarm. 1 s 1 a n d kom frá Ameriku í gær- kvöldi laust fyrir miðnættl eftir fljóta ferð, 8 daga frá Halifax, Hafði með- ferðis fullan farm af matvöru, en hvorki farþega nó póstflutning. V a 1 u r i n n danski er væntanlegur hingað á morgun, seinni partinn. Lagarfoss hefir komið til Hali- fax líklega um miðja viku, samkv. sim- skeyti er hingað barst í gær. Hjónaefni. ísafold var fyrir nokkru skrifað frá Leith, að Oddný Erlends- dóttir, Björnssonar á Breiðabólsstöðum á Alftanesi, væri lofuð mag. ait Ken- nett Sun Yat Sen, syni hins nafnkunna kínverska stjórnmálamanns, sem nú býr í Shanghai. Söngfélagið 17. júní ætlar að láta til sín heyra í næstu viku, þriðjudag og fimtudag. Samsöngvar þessir áttu að fara fram fyrst í maí, en hafa far- ist fyrir vegna lasleika innan félags. Á sóng8kránni verða að þessu sinni þrjú ný íslenzk lög, eitt eftir Árna Beintein Gíslason (d. 1897), lag við sænskan texta, sem Guðm. Guðm. hefir þýtt, annað eftir Árna Thorsteins- son við kvæðl Gríms »Ríðum, ríðum, rekum yfir sandinn« og hið þriðja ^tir Sigfús Einarsson við »Bæn fyrir föður- landi« eftir St.gr. Th. Eyðileggið tóuna! Þessi orð ættu að bergmála um alt ▼ort land, með einbeittum áhuga og óbilugu starísþoli, til þess að fram- kvæma það sem þessi tvö orð bend- a á. Það er bágt hvað menn eru viða sem ekki etu vel, og sumir als ekki, vakandi fyrir þeim voða, sem stafar af tóunni. Það eru svo margir sem búa i lágsveitunum, og það, mætir menn í fjárrækt sera öðru, sem vita helzt til lítið um hana, nema að hún sé tiL En það er enginn sem segir þeim hvað hún drepur af fé þeirra, sem þá vantar á haustiu af fjalii. En við sem búum við fjallgarðinn könn- umst betur við hana. Það sýnist vera undarlegt, að jafn þyðingar- mikið velferðarmál sem það væri að eyða tóunni, skuli aldrei hafa kom ið til hins opinbera, þvi það . eru mörg málefni, sem hið háa alþingi fjallar um, og eyðir peningum til, bæði beinlinis og óbeinlínis, sem er mörgum sinnum minna í varið en refaveiðamálið, og ber sízt að lasta þó svo sé, en þegar betur er að gáð, er orsökin ef til vill þessi, að allan þorra þingmanna okkar vantar að líkindum til þess vit og vilja. En bræður góðirl Við megum ekki láta svo til ganga. Það er mik- ið fé sem hún eyðir árlega frá oss, bæði sem við vitum og vitum ekki. En þó er átakanlegra hvernig það grimma dýr slitur og rifur lífið með miklum kvölum af blessuðum kind- unum okkar. Það þarf ekki að taka. það fram hér, hver skylda okkar er, að láta öllum skepnum okkar líða. vel, að svo miklu leyti sem við get- um. Það er einnig ómannlegt að beita ómannúð við tóuna að óþöríu, en þegar eg hefi fundið verst útleiknar kindur eftir hana, en þó lifandi, þá hefir mér hrokkið sturdum sú ósk, eitthvað á þessa leið, að sá d .... sem því hefir valdið, væri kominn i hendurnar á handföstum kvalara, og fengi að finna þar til dauðahs áður en honum væri fullnægt. En er þá nokkur leið að útrýma tóunni, verður spurt. Því svara eg játandi. En með hverju móti, verð- ur spurt næst, Með góðum féhgs- skap og einlægum áhuga verður því svarað. En fyrst er eg eg ekki fær til þess að kenna mönnum dýraveið- ar, og svo er ekki heldur hægt að skýra frá öllu er mönoum hefir þar að gagni komið, en þó skal eg reyna. að benda hér á þá einföldustu að- ferð, er eg get hugsað mér, og hún er þessi: Að biðja nú alla íslendinga, er nokkra sauðfjárrækt stunda, og nokkurt land eiga til fjalla eða fjöru, þar sem nokkur tóa getur haldist við,aðtaka nú refaveiðamálið, strang- lega á sína stefnuskrá á þessa leið. Að þar sem það er ekki enn orð- ið að vana að hafa það fyrir sjálfsagt fundaimálefni á hreppsfundum haust og vor, refaveiðamálið að gera það hér eftir, og leita þá allra nauðsyn- legra upplýsinga um aðstöðu á þvf,. láta svo stunda vel bæði grenjaleit- ir, til vinninga á vorin, og eitrun á haustin og veturna, borga vel alla fyrirhöfn, sem gerð er í þá átt, þó ekki lukkist alt af vel, því altaf má búast við því líka, en það má ekki draga úr mönnum áhuga við gren, er svo margt sem getur komið til greina að það er ekki leið að tína það alt til hér, og verður því að sleppa þvi, en þeir sem stunda grenja- vinnu, verða að vera mikið, hugsun- arsamir, klókir, ráðugir, séðir og þol- inmóðir, hafa bæði byssu og boga og yrlingasöx, og kunna vel með- þetta alt að fara. En eitrunaraðferð er sem næst á þessa leið. Að bezt er að skifta sem oftast um það se'm eitrað er. T. d. hross, kindur, fugla, egg, og smá eitur (kjöt). Þeir sem eiga afrétt langt frá nygð, þurfa að eitra það í fjallgöngum, svo ekki þurfi að gera þangað aukaferðir til þess, og líka til þess að tóan þurfi ekki að elta féð fram af bjaragarskorti. Þar er lika bezt að eitra heil hross, og get- ur gert mikið gagn þó ekki sé gert ncma einstöku sinnum, þvi þar sem lengst er frá mönnum varar hún sig sízt á eitri. En afréttar þær, er nær liggja bygð verður að bera út eitrið helzt sem oftast haust og vetur, og þar gagnar bezt riúpa að vetrinum, en egg að vorinu. Mér er vel við fuglafriðunarlögin en ekki vil eg láta þau ganga svo langt að tóan friðist með þeim, þvi vil eg láta nota rjúpuna til eitrunar og' það sé leyfilegt, þó ekki megi drepa hana til annars, en ef ekki fæst leyfi til þess, þá gerum það samt,. það getur vist ekki reiknast stærri synd en að brjóta bannlögin. Líka verður þess vel að gæta, að láta eitr- ið sem viðast í ætið, og ganga þannig frá því að vatn komist ekki að þvi,. þvi geymist það bezt undir heilli húð, en á hrossum má nota í stað húðar innýfli sundurrist i feldi og

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.