Ísafold - 01.09.1917, Blaðsíða 2

Ísafold - 01.09.1917, Blaðsíða 2
2 ISAFOLD Árni Eiríksson LHeildsala. | THlíL 265 Og 554. PÓSth. 277. 1 Smásala | Vefnaðarvðrur, Priónavörur mjög íjölbreyttar. *oO Saumavélar með fríhjóli og 5 ára verksmiðjuábyrgð. Smávörur er snerta saumavinnu og hannyrðir. Þvotta- og hreinlætisvörur, beztar og ódýrastar. Tækifærisgjafir. Rœkíunarsjóðurinti. Landbúnaðarnefnd Nd. vill samþ. óbreytt frv. um að verja megi nokkr- nm hluta af vöxtum Ræktunarsjóðs- ins handa Búnaðarfél. ísl. til að reyna hér ný landbúnaðarverkfæri. Hjónavíqsla. Allsherjarnefnd Ed. hefir komið saman um að ráða til, að frv. þetta verði samþykt með nokkrum orða- breytingum. »Það fer fram á, að brúðhjón innan þjóðkirkjunnar séu sjálfráð að, hvort þau vigjast kirkju- legri vígslu eða ganga i borgaralegt hjónaband, en það hefir að eins ver- ið heimilt, ef annað brúðhjónanna eða bæði, voru utan þjóðkirkjunnar*. Landsbankaútibú á Austurlandi. Þvi máli íauk svo i Ed., að sam- þykt var eftirfarandi »rökstudd dag- skrá< frá Guðmundi Ólafssyni: »1 þvi trausti, að landsstjórn og bankastjórn skipi þessu máli sann- gjarnlega og taki fult tillit til landshátta á Austurlandi, viðskifta- magns og viðskiftaþarfar almenn- ings, einkum i þeim héruðum, sem erfiðust eiga bankaviðskifti nú, tekur deildm fyrir næsta mál á dagskrá*. Bannlöqin. Allsherjarnefnd neðri deildar hefir komið fram með nýtt frum- varp til aðflutningsbannlaga. Er það Bamhljóða þeim bannlögum, er nú gilda, nema hvað hert er á ýmsum ákvæðum. ' Áfengi telst hver sá vökvi, sem í er meira en 2J/4 % af vínanda að rúmmáli. Innflutningur er heimill á vínanda til eldneytis svo og ilmvötnum, hármeðulum og þess konar vökva, enda séu þau gerð óhæf til drykkjar svo sem unt er. — Lögreglustjórum er heimilað að opna hirzlur skip- verja og farþega á fyrstu höfn er skipið kemur til frá útlöndum og einnig aðra staði í skipi eftir því sem þörf þykir. Sekur verður sá um bannlaga- brot, er eigi hefir sagt til áfengis- birgða sinna innan 12 vikna frá því þessi lög öðlast giLdi. — Ef maður sést ölvaður og gerir eigi grein fyrir því fyrir dómara af hverju hann hafi ölvaður orðið, sæti h^nn sektum 50—500 kr. — Auk sekta fyrir innflutning á- fengis, skal ennfremur beita fang- elsisrefsingu, ef áfengi hefir verið aflað til veitinga eða sölu í at- vinnuskyni. Sektir fyrir að veita, gefa eða selja áfengi ólöglega skulu í fyrsta sinn 200—2000 kr., sé brotið ít- rekað 500—5000 kr. Ef nokkur brýtur oftar á þennan hátt varð- ar það fangelsi ekki vægara en eins mánaðar einföldu fangelsi auk sekta er að framan greinir. Skipstjóri, sem segir rangt frá hve mikið áfengi hann hefir með- ferðis skal sekur um 500—1000 krónur. Hver sem aflar sér áfengis und- ir því yfirskyni að hann þurfi á því að halda í lögleyfðum til- gangi, en notar það til drykkjar, skal sæta sektum frá 500—1000 kr., nema þyngri hegning liggi við að lögum. Áfengi, sem skotið er undan innsiglun á skipum, skal upptækt. Verði læknir sannur að því að hafa látið lyfseðil um áfengi til þess að það verði drukkið, skal hann sekur um 200—2000 kr. i fyrsta sinn, tvöfaldast sektin ef brotið er ítrekað og má svifta hann lækningaleyfi ef hann brýtur oftar. Bannlagafrumvarpið. Pétur Ottesen fiytur þær breyting- artillögur við bannlagafrv. allsherjar- nefndar: x. Að niður falli ákvæðið um, að íslenskum fólksflutningaskipum megi veita undanþágu frá að- flutningsbanni á áfengi. 2. Að við sé bætt ákvæði um að hver sem sést ölvaður á al- mannafæri, sæti sektum frá 20—200 kr. Fjárforráð ómyndugra. Guðjón Guðlaugsson flytur svo látandi tillðgu til þÍDgsályktunar um endurbætur á gildandi löggjöf um fjárforráð ómyndugra: Efri deild Alþingis ályktar að skora á landsstjórnina að undirbúa og ieggja fyrir Alþingi, svo fljótt sem unt er, frumvarp til laga um endubætur á gildandi löggjöf um fjárforráð ómynd- ugra. Hakkun á launum landsyfirdóm- enda. Meiri hluti allsherjarnefndar Ed., þeir Magnús Torfason og Hannes Hafstein, flytja nú sérstakt frumvarp um hækkun á launum dóraeDdanna í landsyfirdóminum, svo látandi: 1. gr. Háyfirdómarinn i lands- yfirréttinum hefir i árslaun úr lands- sjóði 6ooo kr. og aðrir dómendur þar 5000 kr. hvor; hækka laun þeirra eftir embættisaldri um 200 kr. á hverjum 2. árum, háyfi.dómarans upp í 7000 kr. og yfitdómaranna upp í 6000 kr. 2. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1918. Frv. um forkaupsrétt á jörðum; 2. umr. Frv. vikið frá umr. með rökstuddri dagskrá frá Einari Arnórssyni, svo hljóðandi: »í þeirri von að landsstjórnin athugi, hvort takast megi og hvort rétt sé að leggja almenna forkaups- réttarkvöð á jarðeignir á landi hér, og undirbúi ef fært þykir, frumv. um það fyrir næsta alþingi, tekur deildin fyrir næsta mál á dagskrá*. Þessi dagskrártill. var samþ. með 14 : 8 atkv. að viðhöfðu nafnakalli. Fyrirkleðsla Jyrir Þverá og Mark- arfljót. Frá Landbúnaðarnefnd Ed. er komið álit um frv. stjórnarinnar um fyrirhleðslu fyrir Þverá og Markar- fljót. Nefndin er í engum vafa um það, að verk það, er hér um ræðir, er mjög nauðsynlegt tryggingar- og framfarafyrirtæki fyrir hlutaðeigandi héruð og ræður til að frv. gangi fram. »En jafnframt telur nefndin rétt og sjálfsagt, að landsstjórnin geri, á hæfilegum tíma, ráðstafanir til þess, að verðhækkunarskattur verði greiddur í landssjóð af öllum þeim jörðum á þessu svæði, sem trygðar eru fyrir skemdum eða taka bótum vegna þessara mannvirkja«. Fjáraukaiög 1914 og 191 /. Fjárhagsnefnd Ed. fellst á breyt- ingar þær, sem Nd., hefir gert við sljórnarfrumvarpið; leggur hún til að frumv. sé samþykt óbreytt, eins og það kom frá Nd. Flóaáveitan. Landbúnaðarnefnd Nd. felst á smá- breytingu, sem Ed. hefir gert við Flóaáveitufrumvarpið, og mun það mál því verða að lögum, eins og frv. er nú. Landseinkasaia á steinoiíu. Fjárhagsnefnd Nd. felst á breyt- ingu Ed. um, að helmingur ágóða landsverzlunarinnar af steinolíu renni í landssjóð, i stað a/4, og ræður deildinni til að samþykkja frv., eins og það liggur nú fyrir. Hakkun vitagjalds. Fjárhagsnefnd Ed. ræður til að að samþ. verði frv. stjórnarinnar um hækkun vitagjalds — telur »þá hækk- un, sem frumvarpið fer fram á, eft- ir atvikum, hæfilega mikla. En hins vegar dylst nefndinni ekki, að þegar vitakerfi landsins er komið í sæmi- legt horf, eins og fyrirhugað er, þá muni gjald þetta fulllágt og þá þörf á að hækka það að mun«. Ncjndakosning. í stað fjármálaráðherra Sigurðar Eggerz voru í gær kosnirí nefndir þær, sem hann hafði átt sæti í og var það eftir samkomulagi milli flokk- anna: í fjárhagsnefnd: Guðmundur Ól- afsson. I samgöngumálanefnd: Krist- inn Daníelsson. í fossanefnd Magn- úsTorfason. í bjargráðanefnd: Magn- ús Kristjánsson. Innileg áskorun. Af þeim 40 stúdentum, sein út- skrifuðust síðastliðið vor, ætluðu all- margir að sækja frekara nám til Kaupmannahafnarháskóla. En við uppsögn Mentaskólans þótti hernað- arástandið og útlitið í heiminum yfirle tt, og þá einnig í Danmörku svo ilt og iskyggilegt, að mjög væri hæpið og jafnvel óforsvaranlegt, að láta þessa námsmenn fara utan út í slíkt ástand og útlit að svo stöddu. Fyrir því var þá og sótt til há- skólans í Höfn um leyfi fyrir þessa pilta til að fresta utanför þeirra um eitt ár, og mega taka hér heima heimspekispróf, ef á þyrfti að halda vegna heimsstyrjaldarinnar, og mættu þeir þó halda öllum »Gaxðstyrk« og öðrum háskólaréttindum óskert- um. — Hinn umbeðni ársfrestur er nú góðfúslega veittur, en svarið um heimspekisprófið ófengið enn. En nú er fullyrt, og enda víst, að eftir þessu ókomna svari á ekki að bíða. Því að allir þeir nýju stú- dentar, 14—16, er í vor hugðu á utanför, en þorðu þó vart að fara, eins og þá stóð, hafa nú, þrátt fyr- ir þetttf og umgetna umsókn, pant- að sér far utan til Hafnarháskóla með »Fálkanum« um mánaðamótin sept.—okt. næstkomandi. Og enginn þessara pilta vill einn eða við ann- an eftir sitja, en hinir allir fari. Er slikt vorkunnarmál. En hvernig stendur á þessari ráðabreytÍDgu ? Er þetta ekki fásinna og flan út í ægilegan bláinn? Eða hefir hernaðarástandið og útlitið batnað ytra síðan við skólauppsögn í vor, þegar allir, bæði feður stú- dentanna, og piltarnir sjálfir, voru hræddir við illar horfur, og vildu, sem forsjálir menn, ekki að nauða- lausu í tvísýnu tefla? Til sveita hefir þó það eitt frézt, að altaf væri ástand og horfur I flestum greinum að versna viðasthvar í beim- inum — lika i Daumörku. Þótt nú sjálf ferðin með Fálkan- um til Hafnar sé hættulaus, sem vonandi er, er þá nokkur trygging eða góð likindi til fyrir þvi, að allar brýnar líjsnauðsynjar verði tii við Hafnarháskóla — vistina allan næsta vetur? Eða þá fáanlegur þvi verði, er kleift sé að kaupa við? Eða verð- ur »garðstyrkur« þeim mun meiri, sem dýrtíð og skortur vex? Eða er vissa eða samileg líkindi fyrir þvi, að unt verði að senda stúdentum nokkra hjálp héðan, ellegar þá ná þeim hættulaust heim aftur vetrar- langt, ef í stórnauðir ræki i Höfn útaf hernaðinum? Eða er nokkur von eða vissa um nokkra sérstaka aj- skijtu og umónnun danskrar stjórnar um börnin okkar, ef þau verða bág- stödd þar vegna hernaðarástands og afleiðinga? Hví hefir nú feðrum og sonum snúist svo hugur síðan í vor? Hefir nokkuð nokkursstaðar i heiminum breyzt til batnaðar um hernaðarástand og horfur? Sé svo, þá er okkur hér i uppsveitum ó- kunnugt um það, enda þótt okkur sárlangi til að vita um slikt. — Eg var að hlakka til að umbeðin leyfi fengist og yrðu notuð, eins og nú stendur á. En nú er sýnt, að ekki á að þiggja hið umbeðna, og að margir verða nauðugir að sjá af sínum út í þetta ástand og útlit án þess að nokkur ánagjanleg, mann- leg afskifti eða forsjón sjáist koma þar nærri. Mér finst, að landsstjórnirnar, bæði hér og í Danmörk, bæði eigi og þurfi að skifta sér mjög af þessu nú, ekki síður en öðru. Kenslumála-, stjórn Dana parj og á að þekkja og segja rétt til um ástæður og horfur par, og ekki taka í mái, að óráðnir unglingar héðan, eða ann- arsstaðar frá, sæki þangað svo langa vist, nema hún (stjórnin) geti ábyrgst vistina hjá sér líjvanlega og háska litla, en vara við heimsóknum ella. Og kenslumálastjórnin okkar á og parj að spyrja þá dönsku um þetta, og fá bjá henni eitthvað ábyggilegt um það og fara eftir því, svo sem bezt má. Enn pá er timi til þessa símleiðina .Því vil eg nú fyrir mitt leyti, og væntanlega i nafni margra fleiri, skora á kenslumálastjórnina okkar — já, biðja hana innilega og treysta henni til, að hafa nú vit bæði fyrir mér og mínum, og öðrum í sömu sporuro, að því er umrætt vanda- mál snertir, láta sér ant um börnin okkar, og fá hjá dönsku kenslu- málastjórninni sem glegsta vit- neskju um, og helzt sém bezta trygg- ingu fyrir þvf, að sonum okkur, sem til hennar vilja mentun sækja, verði sem óhættast eigi að eins til vistarinnar heldur og í vistinni hjá henni, hvað sem uppá kann að koma af styrjaldarvöidum, að sva miklu leyti, sem i mannavaldi er eða verður. En að öðrum kosti banni hún utanför alira hinna nýju stúdenta að þessu sinni, eða meðan illfært má léttilega þykja, og útvegi þeim fyr um beðið leyfi til heimspekiprófs hér heima, svo að næsti vetur þurfi ekki að verða þeim ónýtur. Með góðu samkomulagi við heimspekis- prófessorinn okkar og velviljuðu lið- sinni hans, geta stúdentar flestir vel stúderað heimspekina að miklu leyti hver heima hjá sér, með stuttu fyrirlestraskeiði á undan prófi, ef erfitt eða ómögulegt verður með1 skóla og námsmannahald i R.vik mest allan veturino. 21. ág. 1917. Einn af Jeðrum utanfararstúdenta^ Nýjar athugasemdir. í 51. tölublaði »Isafoldar« hefit' herra stórkaupmaður Garðar Gíslasom ritað »Örstutt andmæli« gegn at- hugas. mínum i 45. tölublaði. \ Þar segir hann: »Eg kannast ekki við, fyrir mitt leyti, að hafa dregið rangar ályktanir af umræddri skýrslu«. Og ennfrem- ur: »Skýrslan er yfir ársviðskifti félagsins 1915, og á að sýna ágóðæ þess það ár«. Þessar 2 tilvitnuðu setningar sýna nú strax, að hann hefir dregið rang- ar ályktanir af skýrslunni; því að eg tek það upp aftur: skýrslan hvorki sýndi né var gerð til þess að sýna ágóða félagsins 1915. Þetta verður hann að taka gilt, af því að eg er höfundur skýrslunnar, nema hanir haldi því fram, að eg staðhæfi rangt gegn betri vitund. En það sem eg í athugasemdum minum benti á sem ranga ályktun,, að likum bygða á misskilningi herra G. G., var þetta —■ svo eg endur- taki útdr. hans úr ársskýrslu K. Þ. og ályktun hans á eftir —: »Vör- ur útlendar og innlcndar seldarfyrir kr. 442,256,97. Verzlunarágóði kr. 8650,93, eða tæklega 2 °/0 af verzl- uninni*. — í »athugasemdum« skýrði eð nú að nokkru þennan ágóða, og tók það skýrt fram, að hann kæmi ekki við nema litlum hluta vöru- umsetningar félagsins. Þess vegna lægi i augum uppi, að það væri hreinn misskilningur og þar af leið- andi blekking, að tala um 2 °/o ágóða af allri umsetningunni (yfir 440 þús. kr.). Af mestum hluta umsetðing- arinnar (útfluttum vörum og pönt- unarvörum) ar enginn samandreginn ágóði, heldur fer ágóðinn beint (ekki »óbeint«) til hvers einstaks félags- manns, eins og herra G. G. veit og útskýrði í athugas. minum. Nú vill herra G. G. ekki kannast við þenn- an misskilning hjá sér, og skal eg ekkert þræta -við hann um það,» hvort það er af misskilningi, eða öðru verra, að hann bjó til þessa 2 % blekking; en réttara var þó að geta hins betra til. Um ágóða manea af útfluttum vörum og pöntunarvörum í öðrum félögum sagði eg ekkert í athuga- semdnm minum, og upplýsingar þær, sem herra G. G. hefir útvegað sér, snerta ekkert K. Þ. og raska þvi í engu minum umsögnum. Eg: kannast við, að herra G. G, er mjögi

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.