Ísafold - 01.09.1917, Blaðsíða 3

Ísafold - 01.09.1917, Blaðsíða 3
ISAFOLD 3 □1=3! m m Hin mikla útbteiðsla, sem Scripps-Booth bifreiðin hefir meðal karla og kvenna af háum stigum, er óskeikull vottur þess, að hér er um góða bifreið að ræða. Cjcn'i cnpps BSooék er sú bifieið, sem hyggnir menn velja sér, ekki einungis vegna þess hve skrautleg hún er, smekkleg og ásjáleg, heldur og eigi siður sakir þess, hversu sterk hún er og vel útbúin. Það er því .Ijóst fyrir þeim sem verzla með vagna, að Scripp-Booth bifreiðin hefir ýmsa kosti umfram aðrar tegundir; kosti sem valda hinni síaukinni útbreiðslu hennar. Fjögurra sylindra, þriggja manna hifreið, er 110 þnml. milli hjóla. Hefir hraðskreiða vél, með vatns- dælu og loftkæling, stýri til vinstri h&ndar eða hægri, sett af stað og lýst með rafmagnstækjum, sýnir vegalengdir i kilometrnm eða föðmnm, vara- hjól úr járnvir með logleðri, mjög ásjáleg yfirbygg- ing, mismunandi lit; blá-svört, gráleit eða gnlleit. Hjólin eru hvlt með járnteinnm. Olar i tjöldnm eru smekklega litar og gerðar úr bezta leðri, ranð- leitar, grænar eða bláar. Lúðnr er þeyttur með rafmagni og þarf eigi annað en styðja á hnapp i miðju stýrishjólinu. Sætin eru svört eða mosalituð. I fám orðum sagt, frágangnr allur skrautlegur og áhöld slíkt hið sama. Ný gerð af G fjögurra sylindra, þriggja farþega bifreið. Gerð D, átta sylindra, fjögurra farþega bifreið. &&ripps~*3$ooffí Qorporation, Export .Department i 2 West 57th Street, New York, U. S. A. ■ II 19 sanngjarn, þar sem hann hækkar þessar upplýsingar ótilkvaddur um 40 %, °8 það likist talsvert þvi, nð »selja undir innkaupsverði«. Euþið er eftirtektarvert, að stórksupmaður- inn kallar það »6beinan« verzlunar- ágóð j, sem rennur beint til viðskifta- manna. Eg mintist á i athugasemdum minum, að K. Þ. hefði tekið upp þá nýbreytni á fyrstu árum sínum, að velja vörur við hæfi félagsmanna eftir »katalogum«, verðlistum og jafnvel vörusýnishornum. Þetta þyk- ir herra G. G. »fátækleg rökfærsla*. En hún er ekki eins fátækleg og máske sýnist, einmitt af þvi, að þetta var fyrsta sporið í áttina til þess, að félagsmenn nefðu sjálfir verulega hönd i bagga um vöruval- ið á útlendum markaði, og hefir þnr þokast svo áfram, að þeir hafa nú eigin erindreka til þess að velja vör- urnar, erindreka, sem engan eigin hagnað hefir af því, að vörurnar gangi sem mest i augu, heldur velur þær fult eins mikið eftir notagildi. Herra G. G. segir að eg stökkvi upp á nef mér í athugas. minum, og ætla eg ekkí að taka þetta upp sem persónulega móðgun, þótt það sé máske til þess ætlað, heldur eins og aðra fjarstæðu. í athugasemdum mínum er ekki eitt einasta stygðar- yrði til neins. Eg tel ekki þar til þetta úm »rört Vand«, þv að það var sagt í mestu »rólegheitum« og verð- ur skki eftur tekið, og eg meinti það heldur ekki neitt sérstaklega til herra G. G. Að svo mæltu er útrætt um þetta efni af minni hálfu. Pétur Jónsson. Eldur hefir sóst þessa vikuna í Bvínahrauni. Miklir flákar af mosa staðiS í björtu báli. Talið líklegt, að af mannavöldum muni stafa. Er það ljótt gaman af þeim, sem framið hafa. Síra Sigurðnr Stefánsson úr Vig- ur kom til þings í vikubyrjun—kom hingað með vólbátnum Þórði Kakala. Hjónaefni; Jungfrú Ása Kristjáns- dóttir (háyfirdómara) og Kronika skip- stjóri á Mjölni. Hjúskapur. Magnús Jónsson lyf salasveinn og jungfr. Kristensa Möller (heit. lyfsala f Stykkishólmi). Gefin aaman 24. ág. Messað á morgun í Fríkirkjunni í Rvík kl. 2 síðd. (01. 01.) og í Frí- kirkjuoni í Hafnarfirði kl. 6 (01. 01.). í þjóðkirkjunni í Hafnarfirði kl. 5 SÍðd. Pósthúsið. Einhvern næstu daga mun nýja pósthúsið — þar sem Lands- bankinn var áður, verða opnað fyrir póstafgreiðslu. Mjólkuraksturinn að austan gengur ágætlega. Hefir bærinn fengið hinn ákveðna lítrafjölda á hverjum degi, en það hefir mikið bætt úr mjólkurekl- unni, sem hór var orðin megn. Guóm. Thoroddsen læknir hefir ekki sótt um né held- ur fengið Jasta stöðu erlendis, svo sem talið var i ísafold á dögunum, vegna mishermis. Hann gegnir nú spitalalæknisstörfum erlendis i þeirri veru , eingöngu, að búa sig undir skurðlæknisstörf hér heima fyrir. Er þetta embætti kjaralakara en emb- ætti hans hér heima, en það hefir orðið minna á metunum en hitt, að fá sem bezta reynslu við skurðlækn- ingar. Síldveiðarnar fyrir norðan hafa gengið afartregt fram að þessu. En nú er tíðin að batna og má þvi vel svo fara, að sildarútvfígurinn réttt enttivað við næstu 2 vikurnar, sem hann er stundaður. Veitir ekki af því. Ráðherraskiftin. A fimtuda^inn kom konungsskip- un ril handa Sigurði Eggeiz — i fjármálaráðherrasess og sama dag lausnarveiting fyrir Bjöin Kristjáns- son. 1 dag kvað B. Kr. fara aftur inn í Ltndsbankann sem bankastjóri. Víkur fyrir honum Jón Gunnars- son og gerist aftur gæzlustjóri en Benidikt Sveinsson hættir þvi starfi. í bæjarfógetaembættið er settur Vigfús Einarsson ctnd. jur. FálkapÓHturinn kyrsettur. Islands Falk hafði, er hann fór héðan, allmikinn póst meðferðis til útlanda. En á Akuteyri barst skip- stjóra skeyti um það fiá dönsku stjórninni, að skipið mætti engan póst flytjt til Danmerkur, og var öllum póstinum skipað á land á Ak- ureyri. Má nú heita ókleift að koma nokk- urum skrifuðum staf til Norðurlanda, nema uúi England — eða kanske Ameríku. Alþingi hefir verið framlengt ttl 10. sept. Biskupsvisítazía. Herra Jón Helgason biskup kom úr visítazíuferð um Rangárvallasýslu laust fyrir siðustu helgi. Flutti hann prédikun i 10 af 15 kirkjum pró- fastsdæmisins. Látiu er fvrra föstudag .að Gilsbakka frú Sigríður Pétursdóttir kona séra Magnúsar Andréssonar præp. hon. — 57 ára að aldri. Nánar minst síðar. 8tjórnin vítt. Nýlega hafa fjölmennir útgerðar- manna- og kaupmannafundir verið haldnir á Siglufirði og Akureyri út af ráðstöfunum landsstjórnariunar á atvinnu- og verzlunarmáliou. Þessar voru helztu tillögurnar, sem furdirnir samþyktu: Að fundirnir lýsa óánægju sinni yfir ýmsum aðgerðum stjórnarinnar 1 atvinnumálum þjóðarinnar, en sér- staklega þó afskiftum hennar af sjávarútgerðinni, og bent á, meðal annars, að flutningsgjald á Steinoliu með Botniu síðast var ákveðið 20 kr. fyrir tunnu. En óhæfilegust sýn- st fundunnm sú ráðstöfun, að flutn- ingsgjald á steinoliu til útgerðar hækki um 300 % eða úr 5 kr. upp í 20 kr. á tunnu með sörfiu ferð og flutningsíjald á matvöru til Húsavíkur er lækkað um 33 %, eða úr 45 kr. ofan i 30 kr. á smálest frá næstu ferð á undan. Krefjast fundirnir þess, að flotningsgjaldið á oliunni verði lækkað §vo mikið, að hlutföllin verði bygð á fullri sann- girni. Að fundurinn lývi yfir sem áliti sinu, að brýn þörf sé á þvi, að lands- sjóðsverzluninni, sem nú hefir i höndnm mikinn hluta allrar verzl- unar landsins, sé stjórnað af reynd- um, æfðum og áreiðanlegum mönn- um, með sérþekkingu á verzlunar- málum og auk þess sé hér eftir haft betra eftirlit með afgreiðslu lands- sjóðsskipanna út um landið en átt hefir sér stað undanfarið. Ennfremur mótmæla fundirnir allri hækkun á útflutningsgjaldi af sjávarafurðum og "kref)ast þess að verðhækkunartollurinn verði afnum- inn. , Studie- Pedal-Harmonium, 2 Man. & Ped., xo Reg., 6 St., 4 Sw., — fæst leigt um lengri tima. Sanngjörn leiga. * Jón Pálsson. Erl. símfregnir. Frá fréttaritara ísafoldar og Morgunbl. Khöfn 24. ág. Þjóðverjar eru að búa sig undir afarmikla sókn á Riga-vigstöðvunum. Spænsku uppreistarior- ingjarnir eru komnir til Frakklands. Bretar, Frkkar og ítalir sækja ákaft á á öllum víg- völlanum. Reventlow greifl heflr lýst því yfir. að hann bú- ist ekki við því að Mic- haelis verði ríkiskanzlari nema um stundarsakir. Kaupmh. 25. ágúst. Italir hata gert óvenju grimmileg áhlaup írá Tolmino alla leið að sjó. Þeir hafa enn tekið 20.500 fanga. Aðra og þriðju skotgrataröð Austur- rikismanna hata þeir tekið. Frakkar hafa tekið Camord- skóginn, 304. hæðina og hafa sótt íram 3 kilómetra. 8000 menn hafa þeir handtekið í þessari orustu. Þjóðverjar hafa nú verið reknir langt í burt frá Verdun. Þjóðverjar gera gagnáhlaup á Ypres—Menin-veginum. Kmhöfn, 26. ágúst. Michaelis ríkiskanzlari befir lýst því yfir að allar breyting- ar á stjórnarfyrirkomulagi Þýzkalands verði að bíða þangað til eftir ófriðinn. Frakkar hafa sótt dálítið fram fyrir norðan Betnincourt. Bretar hafa hörfað dálítið á Ypres—Menin-veginurr? Austurríkismenn hörfa und- an á Heiligengeist-hásléttunni. Framsókn Miðríkjahersins á austurvígstöðvunum hefir nú verið stöðvuð. Kaupm.höfn 27. ágúst. Ríkisráðstefna sett í Moskva. Kerensky hefir varað afturhaldsmenn og Maxi- malintana við þvf1, að berj- ast á móti stjórninni. Forseti finska þingsins heflr kallað saman þingið 29. ágúst. Hin nýja stjórn Rúss- lands er þrisvar sinnum dýrari en gamla stjórnin. Korniloff og Kerensky hafa orðið ósáttir út af því, að dauðahegning heflr aft- ur verið innleidd í Rúss- landi. ítalir sækja fram og hafa tekið Monte Santo. Khöfn 28. ág. Frakkar hafa sótt fram 4 kílómetra í Fosse-skógi. Hjá Beanrnont hafa þeir tekið 1100 fanga. Bretar hafa sótt fram eiua mílu hjá Hargicourt og náð aftur stöðvum, sem þeir höfðu mist. ítalir eru komnir að austurhluta Bazizza-há- sléftunnar og hafa tekið 3100 fanga. Yflrvöldin i Triest yflr- gefa borgina. — hjóðverjar hafa sótt fram fyrir austan Czerno- witz og hafa tekið 1200 fanga. I»að er búist við því að bandalag komist á með Bandaríkjum Norður-Aine- ríku og Japan. Kmhöfn 29. ág. Austurríkismenn halda því fram, að þeir veiti Itölum viðnám bjá Bain- sizza. Bretar hafa sótt fram 2000 metra hjá Julien og Poelcapelle. Á rlkisráðsstefnunni í Moskva hafa flokksforingj- arnir gefið skýrslu um ástand hins rússneska hers. ., Rússneska stjórnin telur sig bundna við skuldbind- ingar hinnar fyrri stjórn- ar Rússlands um það, að semja ekki sérfrið. Henderson setti ráð- stefnu jafnaðarmanna og verkamanna banda- mannaþjóðanna i London. Wilson Bandaríkjafor- seti hefir bannað alla út- flutninga til hlutlausra ríkja nema alveg sérstök undanþága sé fengin. Clemenceau er formaður nefndar, sem skipuð heflr verið til þess að rannsaka stjórnargerðir Poincare’s. Eimskipafélagið fékk í fyrradag sím- skeyti frá erindreka félagsins vestra,. Jóni Guðbrandssyni. Er skeytið á þessa leið: — Lagarfoss hefir verið fermdur 500 smálestum af vörum, mest sykri og kaffl. Bandaríkjastjórn hefir ákveðið að koma á útflutn- ingsbanni á öllum vörum frá 30. águst. Undanþágu þarf einnig að fá fyrir þær vörur, sem þegar hata verið fluttar í skip, en það er búist við því, að sérstakt tillit muni verða tekið til þeirra skipa, sem þegar hafa verið ferrad. ....... ■----------------- Sökum þrengsla verða margar greinar að biða næsta blaðs.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.