Ísafold - 09.03.1918, Blaðsíða 4

Ísafold - 09.03.1918, Blaðsíða 4
IS AFOLD ___________________________ Fasfeigna-skrifstofu höfum vér undirritaðir opnað í húsi Nathan og Olsen, hér í bænum. Tilgangur skrifstofu þessarar er- að annast kaup og sölu fastéigna og skipa hér í bæ og út um land, mót sanngjörnum ómakslaunum (hund- raðsgjaldi), eftir fastri gjaldskrá; a ð mynda einskonar miðstöð fyrir slík viðskifti, sem geri kaupendum og seljendum auðveldara að ná sam- böndum hvorum við aðra og tryggja þar með hagkvæmari viðskifti. a ð leitast við að koma i veg fyrir, að vafasöm verðbréf og verðlitill varningur sé notað sem gjaldeyrir upp í fasteignir, eins og um of hefir tiðkast hér undanfarið. • Vér munum leggja áherz'lu á, að öll kaup, sem gerð verða fyrir vora milligöngu, verði bygð á sann- gjörnum og hreinum grundvelli. Lögfræðislega aðstoð höfum vér trygt oss, og gerum ráð fyrir að aliir stærri samningar verði gerðir af lögfræðingi. Skrifstofutími kl. io—12 og 4—7. >Sími 739. Reykjavík 25. febr. 1918. Póstllólf 426. Eggert Jónsson, Páll Olafsson, frá Nautabúi frá Hjtrðarholti. Auglýsing Þeir, sem kynnu að geta gefið einhverjar upplýsingar um mennina R. Guðjónsson, G. Bergmann, B. Stefánsson eða G. Guðmundsson, sem munu hafa farið áletðis til útlanda með skipinu Hafliða, sem lét síðast úr höfn frá Akureyri 4. nóv. 1916, eru beðnir að snúa sér til undirr taðs bæjarfógeta í því efni, sem fyrst. Bæjarfógetinn í Reykjavík, 7. marz 1918. Vigfús Einarsson, settur. , Areiðanlega ósvikinn Kína-Líís-Elixír fæst enn á ný, með góðu verði í verzlun G. Zoega. Bæjarskrá Reykjavíkur 1918 kemur út á næstunni. Hún verður óhjákvæmileg handbók á hverju heimili. Tlugítjsingar eru hvergi betur komnar en í henni. Skilið þeim næstu daga í skrifstofu Isafoldar, þar sem allar nánari upplýsingar eru getnar. 1 sérstaka atvinnuskrá geta menn fengið sig^skráða fyrir litla þóknun með þvi að snúa sér i skrifstofu Isafoldar, Austurstræti 8, næstu daga. Bftirmæli. Hinn 5. nóv. f. á. andaðist að Rafnkelsstögum í Garði húsfrú Elín Árnadóttir, dórtir hins valinkunna bændaöldungs Árna Þorvaldssonar á Meiðastöðum, og síðar að Innra- Hólmi. Elín sá!. var fædd 1850; giftist 1870 Árna Grímssyni atorku- manni miklum, en misti hann 1890. Nokkrum árum seinna giftist hún ísaki Bjarnasyni. Lifði hún með mönnum sínum í ástríku hjónabandi og f rnaðist vel. Með hvorugum manni, varð henni barna auðið, en ólu upp 2 börn vandalaus. Elín sál. var greind kona, eins og hún átti kyn til, og einkar skemtileg í við- ræðum. Hún var nærfærin við sjúk linga, og bar mjög gott skynbragð á ýms húsráð, er oft voru viðhöfð, og komu að góðu liði. Elín sál. og mgnn hennar voru gestrisin, og greiðvikin enda naut þess margur bæði nær og fjær, áttu þau því ávalt miklum vinsældum að iagna. Hún var trúhneigð kona og siðavönd, og vildi eigi i neina vamm sitt vita. Mikil fjöldi fylgdi Elínu sál. til grafar, og tóku flestir sveit- ungar þeirra merku hjÓDa þátt : sorg manns hinnar framliðnu, bæði með návist siuni, gjöfam, og ýmsri annari hluttekning, og er hann mjög ]>akklátur fyrir það. Einn aj vinutn hinnar látnu. Erl. simfregnir frá fréttaritara Morgunbl.). Khöfn, 4. marz. Áköf stórskotahríð á vesturvig- stöðvunum, einkum í Woevre-héraði, >hjá Bodonvilliers og í Elsass. Frakkar hafa sóit dálítið fram. Friðarsamningar Rússa og Pjóðverja. Khöfn, 5. marz. Hér fer á eftir aðalefni friðar- samninga þeirra, sem Þjóðverjar og Maiimalistar í Rússlandi gerðu með sér. 1. grein, Fullkomicn friður sé með þjóð unum og vinsamleg viðskifti hefþst aftur þegar í stað. 2. grein. Hvor þjóðin fyrir sig lofar því, að koma i veg fyrir allar æsicgar og allan undirróður, sem veiki frið- samleg viðskifti þjóðanna. 3. grein. Oll héruð fyrir vestan þá landa- mæralinu, sem þjóðirnar hafa þegar komið sér saman um, hverfa að fullu og öllu undan Rússum. Miðríkin og þær þjóðir, sem þau héruð byggja, eiga að ráða öllu um framtið þeirra. Skipa skal nefnd þýzkra og iúss- neskra fulltrúa, tíl þess að fastákveða nánar hvernig laudamærin skuli vera. 4. greiu. Rússar skuldbinda sig til þess að yfirgefa þegar i stað austurhéruð Anatolíu og afhenda þau Tyrkjum. Ennfremur skulu þeir láta af hendi þetta, sem þér hafið gert. Þér hafið haldið tilraunafund með óvöldu fólki, án þess að hafa nokkurn ákveðinn tilgang. Þar hafið þér stungið höfð- inn inn i tilveruna hinu megin og þér hafið hitt einhverja götustráka. Haldið áfram og reyuið að ná ein- hverjum betri árangri.c Svona gerði Drayson hershöfðingi grein fyrir málinu, og þó að það fullnægði mér ekki nm það leyti, þá hefi eg nú sannfærst um, að hann hafi vitað mikln meira en eg vissi. (Framh.) Erdehan, Kars og Batum og afsala sér öllum rétti til þess að ráða nokkru um það, hvernig um þær borgir og héruð fer. 5. grein. Rússar skuldbinda sig til þess að afvopna þegar í stað allan hinn rússneska her og'senda hermennina heim. Þar með er talinn hinn nýi stjórnbyltingarher Maximalista. Rúss- nesku herskipin skulu halda kyrru fyrir i rússneskum höfnum þangað til alheimsfriður er saminn, eða þá að þau skulu afvopnuð. Sömu ákvæði gilda og um þau herskip, sem bandamenn eiga i Rússlandi. Hafnbannið í íshafinu heldur á- fram. Rússar skuldbinda sig til þess að slæða upp öll tundurdufl í Eystra- salti og Svartahafi. * 6. grein. Rússar viðurkenna þann frið, er Ukraine hefir þegar samið. Þeir lofa að hverfa á burtu úr- Ukraine og 'nætta öllum undirróðri þar. Enn- fremur láta þeir Eistland og Lif- land af höndum. Eru landamæri þar að austan ákveðin um Navariuer, Peipus, Pskov-vötnin til Livensof. Lögreglulið ÞjóðVerja hefir eftirlit í þessum löndum til bráðabirgða. Rússar skulu algerlega hverfa á burt úr Finnlandi og Alandseyjum og skuldbinda sig til þess að vinna eigi gegn finsku stjórninni. Víggirðingar Álandseyja skulu látnar ónotaðar, en Þjóðverjar, Rússar Finnar og Svíar skulu síðar koma sér saman um það hvernig með eyjarnar skuli farið. . 7. grein Báðir málsaðiljar viðurkenna full- komið sjálfstæði Persín og Afghan- istau. 8. grein kveður á um það, að öllum þeim hermönnum, sem teknir hafa verið höndum i ófriðnum, skuli gefið heimfararleyfi. 9. grein Báðir málsaðiljar falla algerlega frá öllum kröfum um hernaðar-skaða- bætur. • 10. grein Stjórnmálasambandi með útsend- um ræðismönnum skal þegar komið á aftur. 11. grein Sérstakir viðskifta- og verzlunar- samningar skulu gerðir með Rúss- um og hverju Miðríkjanna. 12. grein Sömuleiðis skulu ríkin, hvort um sig, korna sér satnan um viðnrkenn- ingu á lögum hvers annars, bæði þeim er snerta rikisheill og einstak- lingsrétt. 13. grein Friðarsamningarnir eru gerðir í 5 eintökum og mismunandi eftir hver þjóðin á í hlut. 14. grein. Ef eitthvert Miðrikjanna æskir þess, skuldbinda Rússar sig til þess, að gera sérstakan verzlunarsamning í Berlín innan hálfsmánaðar. Friðarsamningarnir ganga í gildi undireins og þeir eru undirskrifaðir. Wolffs-fréttastofan bætir því við, að þegar sé fengið samkomulag um samskonar viðskiftasamninga og Mið- rikin gerðu við Ukraine. Þegar fréttirnar um friðarsamning- ana komn til Berlín, var borgin öll fánum skreytt. Þýzku blöðin álíta að friðarsamn- ingar þessir, séu einhver hinn merk- asti atburður veraldarsögunnar og eins dæmi, þar sem að undan Rúss- um gangi 50 miljónir manna og Rússland skerðist um 1.400.000 fer- kilómetra. < Fregn frá Petrograd hermir það, að verkamanna- hermanDa- og bænda- ráðið ætli að boða til sérstakrar ráð- stefnu í Moskva hinn 12. marz og er áiitið efasamt, að sú ráðstefna muni viðurkenna friðarsamnÍDgana. Wolffs fréttastofan tilkynnir að Rúmenar og Miðríkin séu i þann veginn að koma sér saman um frið- arsamninga. Allir sendiherrar bmdamanna eru farnir frá Petrograd. Allir rússneskir hermenn hafa verið kvaddir heim frá Finnlandi. m Það er nú sannfrétt að Japanar muDÍ hefjast handa i Síberiu. Friðarsamningar Rússa ogMiðiikj- anna eiga að vera staðfestir af stjórn- um ríkjanna fyrir 17. marz. Khöfn 5. marz. Danir hafa selt Norðmönnum 200,000 sekki af kornmat. í þess stað hafa Norðmenn aftur selt Dön- um 200,000 sekki af áburðarefnum. K.höfn 6. marz Brezk blöð halda því fram, að Þjóðverjar hafi hertekið Narwa, borg við Finnlandsflóa, og haldi áfram herför sinni áleiðis til Petrograd. Blöð sænskra afturhaldsmanna halda því fram, að róttækustu j.fnaðarmenn í Svíþjóð hafi tekið höndum saman við Maximalista i Finnlandi og Rúás- landi, til þess að koma i kring stjórn- arbyltingu í Svíþjóð. Lansdowne lávarður hefir birt nýtt opið bréf nm ræðu Hertlings ríkis- kanzlara. Frakkar hafa gert mjög sigursælar útrásir fyrir austan Meuse. Arang- urinn hefir orðið mikill. Frá Berlín kemur sú fregn, að þýzka stjórnin hafi mótmælt því, að dönsku yfirvöldin kyrsettu skipverja af þýzka hjálparbeitiskipinu Wolff, sem straudaði á Jótlandsskaga. Svíar hafa gefið út bláa bók, sem ræðir um Álandseyjar. Rúmenar semja frið. Khöfn 7. marz. Rúmenar og Miðrikin hafa gert með sér bráðabyrgða-friðarsamning, og var hann undirritaður í Buffea. Khöfn, 7. marz. Viðskiftasamningur sá, sem Rúss- ar gerðn við Þjóðverja árið 1904 hefir verið endurnýjaður. Þýðingar- mestu hlunnindin fyrir Þjóðverja eru þau, að þeir framvegis geta rek- ið verzlun við Persiu og Afgahn- istan um Rússland, og að Rússar mega ekki hækka innflutningstoll á vörum frá Þýzkalandi fyr en árið 1925. Tekið skal tillit til allra for- réttinda Þjóðverja, þar á meðal lán- beiðna. Frá London er símað, að Red- mond, hinn þekti írski stjórnmála- maður, sé látinn. Friðarsamningar Rúmena. K.höfn 7. marz Aðalatriðin í friðarsamningum Rúmena eru þessi: Rúmenar eiga að leysa upp 8 her- deildir, sem barist hafa við Mackensen Þeir láta Dobrudscha af hendi. Landa- mæri Ungverjalands verða »lagfærð«. Konstanza við Svartahafið vefður opin hafnarborg. Útlendir f herfor- ingjar (bandamanna), sem verið hafa með her Rúmena, verða sendir heim. Um Bessarabíu ræðir ekkert ísamn- ingunum. Friður á að vera endan- lega sáminn fyrir 19. þ. m. Þjóðverjar hafa sett her á land í Aabo og á Alandseyjum. Bretar hafa hrundið æðisgengnum áhlaupum Þjóðverja hjá Lens og Frakkar i Fosse-skóginum. Bandamenn hafa orðið á eitt sáttir viðvikjandi Síberiu. Khöfn, 7. marz. Miklar umræður hefir það vakið i Sighv. Blöndahl cand. jur. Viðtalstími kl. 11—12 og 4—6. Lækjargötu 6 B. Sími 720. Pósthólf 2. Tapast hefir næstliðið haust, 1917, á veginum frá Tryggvaskála að Þjórsártúni, nýsilfurbúin svipa, ómerkt. Finfandi er vinsamlega beðinn að skila henni gegn ríflegum fundarlaunum, til Einars Eyólfssonar i Hvammi i Landmannahreppi. blöðunum að Þjóðverjar hafa sett lið á land á Álandseyjum. Opinber tilkynning frá Petrograd hermir það, að ýmsir uppreistar- flokkar haldi tii á austurvigstöðvun- um. Herför Japana til Siberíu hefir verið frestað um óákveðinn tíma. Bandamenn vilja fá nákvæm svör um fyrirætlanir Japana, áður en þeir gefa sitt samþykki til þess, að her- förin sé nauðsynleg. /

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.