Ísafold - 04.05.1918, Qupperneq 2
2
ISAFOLD
/
□□□□□□□□□□□□□
□
Arni Eiríksson
Heildsala.
Tals. 265 og 554. Pósth. 277. Smásala.
Vefnaðarvörur, Prjónavörur mjög fjölbreyttar.
Saumavélar með fríhjóli
°g
5 ára verksmiðjuábyrgð
Smávörur er snerta saumavinnu og hannyrðir.
þvotta- Og hreinlætisvorur, beztar og ódýrastar.
Tækifærisgjafir.
□□□□□□□□□□□
Vorvísur.
O, gej pú mér að gróa,
pú gróðurscsla vor,
með blómum pínum blítt i daggarúða,
pd ber eg ajtur vorsins jagra skrúða,
ó, gej pú mér að gróa,
pú gróðursala, elskuríka vor.
t
O, 'gej mér heita geisla,
pú góða, bjarta vor,
og til mín veifa töjrasprota pínum,
svo tendrist Ijós í hugarjylgsnum mínum,
6, gej mér heita geisla,
pú góða, bjarta, himinbliða vor.
t
O, vertu öllutn yndi,
pú endurborna vor,
en bezt peim, setn n ú bera djúpu sárin
og biðja pess, að líði taunaárin,
6, veit peim alt pitt yndi,
pú endurborna, gleðiríka vor.
Jarprúð ur Jónsdóttir.
þetta góðgæti virðist þannig úr
sögunni ? Eða ætlar það sér
kannske að bera fram, að lands-
gtjómin, sem það fylgir, gefi út
ranga reikninga? — Sú ein skýr-
ing er möguleg, ef »reiknings-
skekkjan* er enn til í raun og
veru!
Alþingi.
„Þrautaleiðir þesiir eru þingsins
dagar
enginn maðnr yrkir bögur
og ekkert er að færa i sögur.“
Svo orti Jón heit. Ólafsson um
árið. Og má þessi vísa til sanns
vegar færa um þann tíma sem
af er þesBu þingí.
Framan við tjöldin gerist sama
sem ekkert og bak við tjöldin er
víst heldur lítið aðhafst. Því bor-
ið við af þingmönnum, að þing
hafi verið kvatt saman mánuði
of snemma. Það hefði þurft að
bíða tveggja viðburða erlendis til
þess að þinginu gæti orðið eitt-
hvað að verki.
Séu þetta ekki viðbárur einar,
má þingið stjórninni einni um
kenna. Henni einni gat verið
kunnugt um þessar örðugleika-
hnútur. Og hafi þær verið svona
afdrifamiklar, bar henni að taka
hæfilegt tillit til þeirra. En ann-
ars eigum vér bágt með að trúa
því, að þingið hafi eigi nægileg-
um nauðsynjastörfum að gegna,
hvað sem þessu líður.
Það eitt er ærið starf áð moka
Augíasarstallinn — skakkafalla-
elginn — stjórnarinnar, draga
vítin fram í dagsbirtuna, svo að
varnaði megi verða.
En það mun nú einmitt vera
það, sem allmiklir kraftar fara í
af sumra þingmanna hálfu, að
tefja fyrir og tálma pví, að skakka-
föll axarskaftastjórnarinnar verði
rannsökuð — meira en að nafn-
inu — meira en kákið eitt.
Það hindrunarstarf hefir minsta
kosti vaxið einni helztu máttar-
stoð fjármálaráðherrans svo í aug-
um, að eftir að hann var kjörinn
í rannsóknarnefndina á stjórnina,
heimtaði hann sig lausan úr 2
nefndum er hann sat i, bæði
bjargráða- og mentamálanefnd —
í þeirri seinni varð Hákon éftir-
maðurinn.
Það þarf ekki að efa, að af
hálfu sumra ráðherranna og þeirra
nánustu fylgifiska, verður engis
ófrei8tað látið til þess að reyna
að gera starf rannsóknarnefndar-
innar — að káki einu. Því meira
reynir á þá nefndarmenn, sem
ekki eru starblindir stjórnar-
dindlar, að duga vel og láta
hvergi hræðast, heldur leiða hið
sanna fram hispurslaust og hlut-
drægnislaust.
Helztu þingfréttir þessa vikuna
fara hér á eftir:
Sala Gaulverjabajar. Það mál var
til umr. í Nd. Málinu hafði verið vís-
að til landbúnaðarnefndar en hún
klofnaði um það. Meirihlutinn vildi
eigi selja og hafði Sigurður Sig-
urðsson framsögu fyrir hann. Urðu
um málið miklar og langar umræð-
ur. Þeir Jörundur og Bjarni frá
Vogi mæltu á móti því að nokkrar
landssjóðsjarðir yrðu seldar. Sig.
Sig. mælti á móti því að þessi jörð
yrði seld, en með sölu mæltu þeir
Pétur Þórðarson frsm. minnihluta
landbúnaðarnefndar, Einar Jónsson
og Gísli Sveinsson. Þá talaði og
Þórarinn Jónsson og rrælti með
sölu landssjóðsjarða. Eftir að um-
ræður höfðu staðið í fullar tvær
klukkustundir, var samþykt eftir ósk
nokkurra þingmanna að slíta þeim
og höfðu þó margir fleiri beðið um
orðið. Síðan var gengið til at-
kvæða og var að viðhöfðu nafna-
kalli samþykt rökstudd dagskrá á
þessa leið:
»í því trausti að landsstjórn selji
ekki jörð þessa fyrst um sinn, tekur
deildin fyrir næsta mál á dagskrá.*
Já sögðu: Bjarni, Björn Stef.,
E. Arnórsson, E. Arnason, Einar
Jónsson, Gísli Sveinsson, Hákon,
Magn. Guðm., Magn. Pét., Matthías,
P. Oi.t., St. St., Þorst., Þórarinn,
Ben. Sv. og Öl. Briem. Nei sögðu:
B. Kr., Jón á Hvanná, Jörundur, P.
Þórðarson, Sig. Sig., Sveinn Ól.
og Þorleifur.
Þingsályktun um úthlutun korn-
vöru- og sykurseðla og vöruftutn-
inga. Flutningsmenn vilja að sveita-
mönnum, sem eiga erfiða aðdrætti,
sé úthlutað vörum til lengri tíma
en 4 mánaða í senn og að séð sé
um vöruflutninga i sumar til þeirra
hafna, sem eru brimasamar eða geta
tepzt af ísi. Eftir nokkrar umræð-
ur var málinu visað til bjargráða-
nefndar og umræðu frestað.
Askorun
til íslenzkra kvenna.
Eins og kunnugt er fengum vér
konur stjórnmálalegt kjörgengi og
kosningarrétt með stjórnskipunarlög-
um staðfestum 19. júní 1916.
Með lögum þessum opnuðst þau
svið er áður voru oss lokuð, og um
leið og vér fögnuðum hinum mikils-
verðu éttarbótum, hétum vér að
beita oss fyrir því máli, er að voru
áliti er eitthvert hið mikilvægasta
nauðsynjamál þjóðfélags vors.
Þaðan er sprottinn sá ásetningur
íslenzkra kvenna að vinna að stofn-
un almenns spitala, er landið alt
njóti góðs af, og sem liðnr i þeirri
starfsemi myndaðist Landsspítalasjóð-
ur lslands. Stofndagur hans er
19. júni 1916,
Sjóðsstofnunin gerði málið þekt
og vinsælt meðal almennings um
land alt, auk þess sem hún, hjá
stjórnarvöldum landsins, aflaði stofn
un Landsspitaia fylgis, sem málefni,
er hrinda beri í framkvæmd hið
fyrsta, og eru þegar gerðar ráðstaf-
anir, af hálfu hins opinbera (lóðar-
kaup o. fl.) til undirbúnings spítal-
anum.
Til þess að halda málinu vakandi
og til aukningar sjóðnum hafakven-
félög þau í Reykjavik, er að honum
standa, ákveðið að halda stofndag
hans, 19. júni, jafnan hátíðlegan
minningar- og jafnframt fjársöfnunar-
dag. Arangur af fjársöfnun í Reykja-
vík 19. júní 1917 varð stærsti tekju-
auki sjóðsins á þvi ári.
Nú fer 19. júní bráðum i hönd.
■ ■ ■
Bómullarsokkar
kvenna frá 0.98.
Ullarsokkar
kvenna og barna,
stórt úrval.
Saumavéíar
með hraðhjóli.
Verð kr. 62,00.
<Sgiíl %3aco6sQti.
í Reykjavik mun hann hátíðlega
haldinn, og gerður svo arðberandi
sjóðnum sem föng leyfa. Enn sem
komið erhefir Landsspítalasjóðurinn,
réttabótadagurinn, fánadagurinn að-
eins verið haldinn hátíðlegur af kon-
um Reykjavikur. Dagur þessi flutti
þó hin sömu réttindi til kvenna hvar-
vetna á landinu og málefnið sem
við hann er tengt er áhugamál kvenna
um land alt. Væri því vel við eig-
andi að vér konur ynnum að því að
19. júni yrði viðurkendur um land
alt sem minningardagur réttinda vorra
og starfsdagur til eflingar áhugamáli
voru. Að vér gerðum þennan eina
dag ársins að þegnskyldudegi i þarfir
mannúðar og liknar.
Hátíðahöld og fjársöfnun handa
sjóðnum þennan dag hugsum vér
oss þannig, að kvenfélög eða einstak-
ar konur er áhuga hafa á málinn
gengist fyrir þeim hver í sinu bygðar-
lagi, á likan hátt og kvenfélög ».
Reykjavik hafa gert undanfarin ár
eins og t. d. þau árin, sem »Over
Evne< og »Paul Lange og Thora
Parsberg* voiu ekki einasta leikin
á öllum leikhúsum Norðurlanda,
heldur og mýmörgum þýzkum leik-
húsum. Þar að auki fékk hann,
svo sem kunnugt er, hin miklu
Nobelsverðlaun nokkrum árum fyrir
dauða sinn.
En Björnson var örlátur sem
æfintýrakonungur. Ekki við sjálfan
sig. Því að sjálfur var hann af-
skaplega nægjusamur, — hann átti
að eins dálítið bágt með að neita
sér um að klæðast vel. Honum
var yndi að því að sjá fallega búið
fólk, og sjálfum þótti honum
gaman að vera i fallegum fötum,
Honum var það síxt dulið, hve
glæsilegur hann var, og hann lagði
rækt og umönnun við að vera
snyrtilegur htð ytra. Sérstaklega
var honum unun að fínum og dýr-
um vestum. Og við skrifborð sitt
sat hann í fögrum svörtum silki-
slopp, sem hann bar eins og kon-
ungskápu. En útgjöld til slíkra
hluta voru þó hverfandi.
Nei, peningarnir gengu sannarlega
ekki til hans sjálfs. En í fyrsta lagi
var heimili hans óhjákvæmilega mjög
dýrt. Aulestad var konungsgarður,
sem stóð opinn upp á gátt öllum
heiminum, og þar var stöðug gest-
koma. Þar sem gestir sátu daglega
til borðs, og þar sem gestaherberg-
in vöru alt af til taks.
Þvi næst, og það var aðalatriðið,
stóðu hjarta Björnsons og pyngja
hans opin hvenær sem var. Þegar
peningarnir streymdu til hans,
streymdu þeir, ef hægt var, enn
hraðara frá honum aftur. H?nn gat
ekki sagt nei. Og hefði hinn ekki
sjálfur fé í þann svipinu, þa tók hanti
lán eða gekk i abyrgð til þess að
hjálpa öðrum. Hann var í sannleika
konunglegur í örlæti sinu. Hann
var ekki að lauma í menn lítilræði,
smá-ölmusum, eins og flestir gera
meira eða minna. Nei, það var
Björnson líf og yndi að hjálpa svo
að hjálpin hrykki til. Hann hjálp-
aði með þúsundum, stundum tug-
um þúsunda.
Hann gaf eins og sá, sem ekki
þekkir ógrynni auðæfa sinna. Hann
gaf svo að hann sjálfur komst í
stökustu vandræði, og það þó að
hann væri nýbúinn að taka við
stærðarfúlgum fynr ritverk sin, —
eða réttara sagt, svo að hin ágæta
kona hans, sem var féhirðir hans
og fjármálaráðherra, varð að liggja
andvaka ' til þess að brjóta heilann
um ráð til nýrra rikislána.
Og auðvitað var níðst á honum.
»A hinum si-örláta og auðtrúa vínviði
lifðu sníkjuplönturnar sældarlífi*.
»Svo sem kunnugr er, eru ekki
allr mik'i- ! stamenn mikiir menn.
V’ald og gildi Björnsons var ekki
hvað sizt fólgið í því, að hann var
nógu mikill til þess að meta áðra
og dást að þeim.
Björnson var hrifnari af Alexand-
er Kielland en nokkrum öðrum, —
hinum glæsilegasta og fyndnasta allra
norrænna rithöfunda. Hann blátt
áfram tilbað hann. Það eru engin
önnur orð til yfir það: Björnson
var ástfanginn af Kielland — sem
rithöfundi og maniii.
Sjálfsagt einmitt vegna þess, að
Kielland og Björnson sjálfur voru
i sumu eins ólíkir og svart og hvitt.
Þegar Björnson var með Kielland,
var hann altaf frá sér numinn af
hrifni. Það var enginn í víðri ver-
öld, sem gat jafnast á við Kielland.
Hann naut hvers orðs, ,sem fram-
gekk af hans munni. Hann sætti
sig ekki einasta við, nei, hann var
blátt áfram heillaður af öllu því
stríðnisglensi, sem Kielland var van-
ur að gæða hinum mikla aðdáanda
sinum á.
Fræg er þessi saga, og það ekki
sizt veera þess að Björnson si:>ði
hina sáifur hrifinn, nverjum sem
var.
Þó að Björnson væri ekki bind-
indismaður, var hann að minsta
kosti mjög hófsamur á áfengisnautn.
Kielland elskaði hinsvegar allar »guðs-
gjafir«. Einu sinni voru skáldvin-
irnir báðir samtimis gestir Hegels á
hinu fræga sumarsetri hans Skov-
gaard.
Fjölskyldan og gestir hennar komu
reglulega saman á hverju kvöldi i
hinum stóra, pálmauðga glersal, og
jafnreglulega kom 'þjónninn undir
eins og bar whisky fyrir Kielland.
Það var lika föst regla, að Björnson
sagði þá nokkur vingjarnleg viðvör-
unarorð til Kiellands: »Þú ættir
ekki að drekka svona mikið whisky«,
sagði hann og hristi höfuðið stórinn.
Kielland þakkaði honum umhyggju
hans og flýtti sér að tæma fyrsta
whisky-glasið Björnson til heilla.
Kvöld eitt var Bjprnson sérstak-
lega áhyggjufullur út af þessari
heimsku Kiellands. »Þú ættir ’ að-
fara þér varlega«, áminti hann vin
sinn. — »Já, en þú hefir enga hug-
myi 't um hvað það er gott«, svar-
aði Kielland. »Af hverju viltu ekki
reyna einu sinni? Vertu nú góður
og drektu eitt glas með mér í
kvöld*. — Björnson tók þvert fyrir
það með andstygð. — »Þú ættirnú
samt að reyna*, hélt Kielland áfram.
»Eg skal ábyrgjast að það mundi
duga til«. — »Til hvers?« spurði
Björnson. — »Jú, svaraði Kielland,
sjáðu til, — ef þú að eins gerir það,
þá verður þú næstum þvi eins mikill
og Ibsen«.