Ísafold - 23.11.1918, Síða 1
Kemur út ]—2
í viku. Verðárg.
5 kr., erlendis
kr. eða. 2 dollarjborg-
kt fyrlr rniðjan júlf
erfeudis fyrirfram,
Laueaeala 10 a. eint
Uppsögn (skrifl.
bundin við áramót,
er ógild nema kom-
in sé til útgefanda
fyrir 1. oktbr. og
sé kaupandi skuld-
laus við blaðið.
ísafoldarprentsmiðja.
Ritstjórt: Ölafur Björnsson.
Talsími nr.
XLV. ir>~,
Reykjavik, laugardaginn 23. nóvember 1918
56 tölublað.
Inflúenzii-drepsóttin
'Mannskæðasta pest í sögu höfuðstaðarins
Um 180 manns deyja á hálfum mánuði
-ose-
Undir mónaðrmótin siðustu var
farið að rofa svo vel lil í heims-
styrjaldar ósköpunum, að glitti i
heiðan himin ýriðarins.
Hér sem annarsstaðar um heim-
inn voru hugir allra fagnandi friðar-
voninni, sem var að verða að vissu.
Vonin um, að dýrtiðaráþján og öðr-
um meinum siyrjaldarinnar tæki að
linna, lýsti í hugunum eins og
leiftrandi blys.
En því miður hefir svo farið í
Reykjavik, að friðar-fögnuðurinn hefir
ekki fengið að r jóta sín.
Því að samfara friðartíðindunum
bar hér að garði þarin illvignst.a og
skæðasta vágest í sögu höfuðstaðar-
ins, inflúenzu-drepsótt, sem farið hefir
æðandi og drepandi um bæinn, sáð
eymd og örvilnan á fjölda heimila,
gert börn svo tugum skiftir munað-
arlaus og höggið sárgrætilega og
miskunnarlaust hvað eftir annað i
sama kuérunn.
Höjuðstaðurinn er á hálftim mánuði
orðinn nál. 180 mannslíýum ýátakari!
Þau má ótvírætt rekja
Upptok tjj gotnju er hing-
drepsottarmnar , ,
að kom um 20. okt.
Um það leyti sem Botaía fór
frá Khöfn, var inflúenzan þar að
komast á versta stig. Farþegar á
Botniu smitast þar og smitað svo
frá sér, er þeir komu hér á land.
Mjög er um það rætt, að heilbrigð-
isyfirvölddin hefðu átt að sóttkvía
Botníu og þessi örfáu önnur skip,
sem nú koma hingað til lands, og
að átt hefði með þvi móti að vera
hægt að firra oss að miklu leyti
þessum óttalega vágesti. Vér teljum
árangurslaust að deila sem stendur
um það. En að sjálfsögðu ber að
rannsaka, þegar tími vinst til, hvott
uœ vanrækslu og hirðuleysi hefir
verið að tefla, og haga sér þar eftir
gagnvart þeim, sem ábyrgðina bera.
Það skifti engum togum
Útbreiðsla ejnr ag Veikin tók að
veikinnar. . , „ , _
smita frá sér, að á or-
fánm dögnm lögðnst mörg þúsund
bæjarbúa, féllu i rúmið eins og flug-
ur. í fjölmennum vinnustofam, þar
sem uppi stóðu 30 manns á laugar-
dagskvöld voru kannske 2—3 vinnu-
færir mánudagsmorgun. Aldrei hefir
nokkur sótt hér á landi reynst eins
afskaplega næm.
Þegar fram i vikuna 3.—10. nóv.
kom, fór uppistandandi bæjarbúum
daglega fækkandi og á strætum sá
ust örfáar hræður og nær einungis
mjög roskið fólk. Inflúenzan hefir
þau einkenni þetta sinni, að hún
ræðst sérlega vægt eða alls ekki á
fólk, fimtugt eða eldra.
Seinni hluta vikunnar
Vandræðin
magnast.
mátti Reykjavík með
sanni heita »dauð borg<.
Flestar verzlanir og vinnustofnr urðu
að loka, blöðin hættu öll að koma
út, opinberar skrifstofur og stofnan-
ir voru fæstar opnar — lífið út á
við var eins og slagæð á deyjandi
manni.
En innan heimilanna i höfuð-
staðnum var samt ástandið hálfu
ömurlegra og hörmulegra. Þar var
sannkallað skeifingar ástand. Á
mörgum heimilum lá alt heimilis-
fólk í einni kös, og gat enga björg
sér veitt, á öðrum heimilum stóðu
smábörn ein eða örvasa gamaltnenni
uppi. Víða engin viðbúnaður við
vágestinum — ekki einusinni hægt að
hita upp.
Drepsóttin hlífði ekki læknunum
fremur en öðrum. Þeir tíudust í
rúmið smátt og smátt og gerði það
ástandð r*ví lakara. En þeir fáu
læknar, sem uppi stóðu fengu þær ó-
skapa kvaðir á sig um sjúkravitjanir að
eigi sáu út úr nótt eða dag.
Matthías Einarsson lá að eins einn
dag. Þórður Thoroddsen aldrei og
munu þeir tveir hsfa orðið að bera
langmest erfiði og þunga aagsins- og
næturinnar, þegar veikin var á hæsta
stigi. En aðrir læknar svo sem
Maggi Magnús, Sæm. Bjarnhéðins-
son prófessor o. fl. hafa og orðið
að leggja alveg sérstaklega mikið að
sér. Yfirleitt > mega Reykvíkingar
minnast læknanna hér með ein-
stakri þakklátssemi og virðingu fyrir
ósérplægni þeirra, alúð og rækt
þessar afar erfiðu veikindavikur.
Þann 9. nóv. tók
skipuð stjórnm í taumana og
skipaði hjúkrunarneýnd
til þess að liðsinna bágstöddum bæjar-
bú»m i veikindavandræðunum. í
nefndimi áttu sæti borgaistjóri,
lögreglustjóri og Lárus H. Bjarnason
prófessor. En hinir tveir fyrsttöldu
lögðust um það leyti og lenti því
alt starfið á L. H. Bjarnason og er
það sammæli þeirra, er til þekkja,
lækna og annara, að píófessorinn og
aðstoðarmenn hans, þeir Gísli ls-
leifsson fulltrúi, Þorkell Þorlákssou
aðstoðarmaður, Pétur G. Guðmuuds
son skrifari borgarstjóra o. fl. og síðast
en ekki sizt Garðar Gíslason stórkaup
maður hafi leyst af hendi svo mikið
og þarft verk til líknar og hjálpar í
bágindunum að eigi verði full-
þakkað.
Hið fyrsta, sem hjúkrunarnefndin
gerði var að kynna sér ástandið í
bænum með þvi að senda 13 eftir-
litsmenn út, er rannsöknðu ástandið
i hverju húsi.
Þessu næst sá hjúkrunarnefnd um,
að koma upp bráðbirgðasjúkraskýli í
Barnaskólahúsinu, sem komið hefir
í mjög góðar þarfir. Yfirlæknir
þar gerðist Þórður Sveinsson geð-
veikralæknir, en ráðsmenn spítalans
Ágúst Jósefssou heilbrigðisfulltrúi og
Einar Pétursson kaupmaður. í
Barnaskólann hefir verið tekið móti
mesta fjölda dauðveikra sjúklinga,
sem ella hefðu verið, margir hverir
mjög hirðulitlir úti í bæ, og áreiðan-
lega hafa mörg mannslíf bjargast
með þessu móti.
Þegar fram i sótti kom það í
Ijós, að mikil þörf var á sérsöku
barnahæli fyrir sjúk og munaðar-
laus börn og var því líka komið á
stofn í Barnaskóíanum undir for-
stöðu Fengers stórkaupmanns.
Hjúkrunarnefnd sá einnig um,
að jafnan væri Iæknir til taks nætur
og daga, annaðist matgjafir tii sjúkra
og sendi, eftir þvi, sem frekastvoru
föng á, hjúkrunarfólk á heimiíin.
Nefndin sá og læknunum fyrir bif-
reiðum og höfum vér orð eins
læknisins fyrir því, að bifreiðarnar
hafi margfaldað það starf, sem lækn-
arnir gátu int af hendi.
En það er ekki eingöngu
Hjálpfýsi hjúkrunarnefnd og að-
°9, . stoðarfólk hennar, sem
liknarlund. ’
drengilega hefir lagt hönd
á plóginn í þessum dæmalausu erfið-
leikum. Það er óhætt að fullyrða að
eigi hafi annað sinn komið betur i
ljós hér í Reykjavík hve hjálpfýsi
og liknarlund eigi sér djúpar rætur í
i hugum manna. Það mega víst að
eins heita undantekningar til stað-
festingar reglunni, ef einhverir hafa
legið á liði sínu um að líkna og
hjálpa.
Óvíða gerðist meiri þörf hjálpar
utan að en í lyfjabúðinni. Allur
bærinn stóð á öndinni að ná i lyf,
en sóttin lagði jafnóðum í rúmið
afgteiðslufólkið i lyfjabúðinni og
hefði þar farið illa, ef eigi hefði
margir bæjarbúar gerzt ötulir sjálf-
boðaliðar við lyfjaafgreiðsln.
Frá Barnaskólaspítalanum mundi
og mega segja mörg falleg dæmi
um ósérplægni sjálfboðaliða og mörg
eru heimilin út næ alla borgina, er
kynnu frá að segja hjálpfýsi og
liknarlund sér óviðkomandi fólks,
þegar þau lentu í heljarörmum drep
sóttarinnar.
Þá hefir heldur ekki staðið á, að
þeir sem það hafa getað hafi opnað
pyngjuna til hjápar og mun þó eftir
að reyna betur þar á. Nýlega hefir
Thor Jensen sýnt þá stórrausn að
taka algerlega á sinar herðar allan
kostnað við opinbert elihús, sem
kornið hefir verið á stofn í Slátur-
húsinu. Geta allir, sem þurfa fengið
þnr mat ókeypis. Þá hefir Ólafur
Ólafsma (H. P. Duus) sýnt þá
stórrausn að gefa 10.000 kr. til
bágstaddra.
Þegar þetta er ritað, er
Veikin i ” r .
inflúenzu drepsóttin, sem
betur fer, mikið 1 rénun
hér í Rvik. Úr þessu má fara að
gera ráð fyrir, að bærinn fari að
komast nokkurnneginn í samt lag,
eftir því sem tiltök eru.
En langt er í land unz yfir grær
i hugum vorum tíðindi þau, sem
hér hafa gerzt síðustu vikurnar.
Yfir þær hörmnngar mun aldrei
fyrnast að fullu i endurminningu
þeirra, sem lifað hafa þær.
Tlvarp.
Neyðin er mikil hér í bæ. En vér trúum eigi öðru,
en að hjálpíýsi manna sé enn meiri.
Fyrir þvi hötum vér undirritaðir gengið saman i neínd
til þess að safna fé til að bæta úr fjárhagsböli þvi, sem in-
fluenzusóttin hefir valdið í bænum. Vér tökum allir við
framlögum og blöðin væntanlega líka.
Góða rkonur og góðir menn, ungir og gamlir, at öllum
stéttum, allir sem aflögufærir eiuð, leggið fram skerf yðar,
smáan sem störan, hver eftir beztu getu.
Bælið það böl sem bætt verður!
Reykjavík 21. nóv. 1918.
Lárus H. Bjarnason,
prófessor.
Agúst Jósefsson,
bæjarfulltrúi.
Jón Hermannsson,
lögreglustjóri.
Bjarni Jónsson,
prestur.
Br'et Bjarnhéðinsdóttir,
bæjarfulltrúi.
Vilhjálmur Finsen,
ritstjóri.
Guðleifur Hjörleifsson,
sjóm.
Guðrún Lárusdóttir,
frú.
Jóhann Þorkelsson,
prestur.
Thor Jensen,
kaupm.
Jónína Jónatansdóttir,
frú.
Maria Pétursdóttir,
frú.
Ólafur Ólafsson,
prestur.
Th. Thorsteinsson,
kaupm.
Jes Zimsen,
kaupm.
Þorv. Þorvarðsson,
prentsm.stj.
Guðm. Guðmundsson,
ritstj.
Jón Þorláksson,
verkfr.
Elias Stefánsson,
útgerðarm.
Garðar Gíslason,
kaupm.
Guðm. Asbjörnsson,
kauþm.
Ólafur Lárusson,
settur borgarstjóri.
Guðrún Briem
yfird.frú.
J. Fenger
kaupm.
GIsli Finsson,
járnsm.
Guðm. Magnússon,
prófessor.
Hjalti Jónsson, Inga L. Lárusdóttir,
skipstj. bæjarfulltrúi.
Jóhannes Sigfússon, Jón Baldvinsson,
kennari.
Jón Ólafsson,
skipstj.
Kristin Simonarson,
frú.
Jakob Möller,
ritstjóri.
Samúel Ólafsson,
söðlasm.
Tryggvi Þórhallsson,
ritstj.
bæjarfulltrúi.
Jón Hj. Sigurðsson,
læknir.
Magnús Benjaminsson,
úrsm.
Ólafur Björnsson,
ritstjóri.
Sighvatur Bjarnason,
bankastjóri.
Axel Tulinius,
yfird.lm.
Geir Zoéga,
kaupm.
Grímúlfur Ólafsson,
ritstj.
Kr. V. Guðmnndsson,
verkstj.
Jörundur Brynjólfsson,
bæjarfulltrúi.
Jóh. Jóhannesson,
bæjarfógeti.
Þorst. Gislason,
ritstjóri.
Jakob fóh. Smári,
ritstj.
. Ólafur Friðriksson,
ritstjóri.
Bened. Sveinsson,
bankastjóri.
Drepsúttin úti un land.
Þvi er miður, að drepsóttin hefir
þegar borist allvlða um land, þótt
e;gt hafi hún enn gert neinstaðar
eins tilfinnanlegan usla og hér i
Reykjavik.
Verst hefir hún farið með Akra-
nes. Þaðan sögð þegar um 20
mannslát úr veikinni.
í Hafnarfirði hefir hún og geysað,
en vægari en i Reykjavik. Manns-
lát þó nokkur, um 10. Suður með
sjó hefir hún stungið sér niður um
alt. Aðstoðarlæknir verið sendur
til Keflavíkur.
í Vestmannaeyjum hefir verið
talsvert um veikina, en fá mannslát
Þangað var sendur aðstoðarlæknir
með Gullfossi.
í sveitunum austanfjalls hefir drep-
sóttin orðið allskæð, einkum í Land-
sveit og breppum. Á einum hæ á
Landi sögð 3 mannslát, og má bú-
ast við vondum tíðindum víðar að
þar um slóðir.
Upp um Borgarfjörð er veikin og
komin, en sögð væg.
A ísafirði hefir hún og náð tök-
nm, en er væg. Á Siglufirði komst
hún og i land frá einhverjum vél-
bátum.
Mikill hugur í Norðurlands- og
Austurlandsbúum að verjast veikinni.
A Akureyri hefir Lagarfoss legið
siðustu daga og eigi fengið neina
afgreiðsln af ótta við veikina.
r