Ísafold - 18.10.1920, Síða 1
Slmar 499 og 500. Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen. ísafoldarprentsmiðja.
XLVII. árg. Reykjavik, Mánudaginn 18 október 1920. | 43. tölublað.
„Vér morðingjar1'.
i.
Svo iheitir leikur, sem nú er sýnd-
ur á leikliúsinu kér- Leikunnn er
eftir Guðmund Jónsson. Menn kafa
ætíð vitað um Guðmund, að kann
er gáfaður maður og gott skáld.
Það er og á allra vitorði, að hann
heldur lað hann eigi sérstakan rétt
á nafni Gríms Kambans, er fyrstur
nam Færeyjar, og má vera að hann
ætli að leggja Færeyjar undir sig.
En þótt réttur hans til þessa nafns
sé mjög vafasamur, þá er enginn
vafi á hinu, að hann á heimting á
,því, að verk hans séu rétt dæmd.
Það er þá fyrst, að honum læt-
ur illa að gefa nöfn verkum sínum
eigi síður en sjálfum sér. Þetta rit
ætti að heita eitthvað líkt því, sem
Guðrún Ósvífrsdóttir sagði: „Þeim
var ek verst er ek unna mest‘ ‘. En
rangnefni gerir lítið til, þegar
verkið er gott. Og þetta rit er gott.
Það leysti mig undan miklum
ótta. Mér er og hefir verið ant um
andlegt líf hér á landi og eg veit,
hve mikinn þátt skáld eiga í því,
að hækka eða lækka menningarstig
þjóðanna, einkum leikskáld í sam-
vinnu við leikhúsin. Nú hefi eg litið
svo til ungu skáldanna undanfarið,
að þeim hætti við að taka sér
verkið ait of létt. Og mér var og
er fullkomlega ljóst, hversu hættu-
legt það var. Því iað einmitt á sama
tíma hefir hinn miklj meykonung-
ur, heimskan, aukið vald sitt hér
í landinu. Ef stafnbúar á orustu-
dreka menningarinnar feynast rag-
ir á slíkum tímum, þá horfir eigi
til sigurs. Það hefir verið auðvelt
fyrir íslendinga, sem yrkja á er-
lenda tungu, að taka úr gullnámu
íslenzkra þjóðsiagna og þjóðlífs og
matreiða sæmilega handa útlend-
ingum, sem þektu eigi áður, og fá
orð á sig með því. En ljóslega hefir
sézt á þessum verkum, að höf. hafa
tekið sér verkið létt, eða ekki verið
efninu vaxnir. Enda er það eigi á
færi dauðlegra manna, að yrkja
Njálu upp svo sem Jóliann heitinn
reyndi. En Guðmundur hefir nú
ekkj hliðrað sér hjá vandanum eða
erfiðinu. Efni og atburðir leiksins
getur átt heima í Nýju-Jórvík, þar
sem hann lætur leikinn gerast, .og
það getur átt hér heima og hvar
x löndum sem er. Hann hefir því
engan stuðning héðan sérstaklega,
né úr nokkru öðru sérstöku landi.
Hann hefir þau tæki, sem allir
hafa: lífið og augu til að sjá það.
Og viðfangsefnið er ekkj valið áf
iéttari endamim, það er sambúð
milli marms og konu og viðureign
lyginnar við sannleikann í viðbúð
konu við mann. í þrem þáttum, í
tveim herbergjum, með fimm
mönnum fyrir utan hjónin, rekur
Guðmundur lundarfar og framferði
þeirra svo ljóst, að mér finst eg
hafa séð og þekkt þetta fólk árum
saman. Hann sýnir oss hreinlífan
hugvitsmann, réttlátan, viðkvæm-
an og sannleikselskan. (Intyre
minnir mig á integer = vammlaus).
Hann á konu, sem hann ann hugást-
um. En hðnni þykir leitt, að hann
hefir verið fátækur öll þau níu ár,
sem þau hafa búið saman. Til þess
að bæta úr því, fær hann henni 500
dali til þess að ferðast fyrir, en
hann vakir um nætur til þess að
vinna fyrir þessu fé, meðan hún er
að skemta. sér- 1 þessari ferð fer
hún að daðra við axman mann. En
þegar frxi Noi*ma (nafnið minnir á
normal = venjulegur) kemur
heim, þá finnur hann, að ekki er
alt með feldu, og tekur að athuga
orð hennar og gerðir. Yerður henni
það fyrir, að hún svíkur hann þegar
hún getur og lýgur eftir því sem
við hoi*fir. Henni verður því ofraun
að finna jafnan tíu lygar, sem þarf
til að fóðra hverja einstaka, og því
kemst hann að öllu. Dugir henni
ekki, þótt móðir hennar og systir
hjálpi til. Maðui’inn vill nú heldur
skilja við hana en búa við hana með
þessum hætti. En það vill hún með
engu móti, og reynir að hreinsa sig
og telja honum trú um, að hann
hafi sig fyrir rangri sök. Hann
kemur einn dag heim og ætlar að
segja henni, að hann hafj selt nýj-
asta einkaleyfi fyrir 150,000 dáli og
hafi gefið henni það, en þá hittir
hann þær lallar mæðgumar heima
og reyna þær með öllu móti að
Ijúga sig frá honum, en koma þá
hrottalega upp um sig og þar við
bætist, að friðillinn kemur þangað
einiiig og snýr nokkra nýja sfcrök-
þætti inn í. Bóndi segir því ékki
konu sinni frá erindinu fyr en vin-
ur hans kemur og minnist á það. Þá
segir hann henni það, gefur henni
féð og- fer af heimilinu. En komaa
leitar hann uppi, þar sem hann hef-
ir fálið sig, og nú verður sá vizku
munur þeirra, að hann ginnir hana
til játningar. Þegar hún verður
þess vör, iþá lýgur hún því til, að
hún liafi ætlað að reyna með þess-
ari játningu hversu djúp væri ást
hans til sín, en hafi logið á sig sekt-
inni. Þá verður hann svo reiður, að
hann gætir sín eigi og slær hama
í höfuðið með bréfafergju og verð-
ur svo bani hennar. Það er rétt,
sem einhver dansltur maður sagði,
að á þessu verki mætti sjá hæfileika
Guðmundar. Því að hér er eigj að
eins sýnt skýrlega lundarfar leik-
fólksins og hvernig atvikin leiða af
því á eðlilegan hátt, heldur er þetta
svo vel gert, aÖ nálega ekkert er
of eða van. Guðmundur hefir hér
hlýtt latnesku máltæki: non multa
sed multum, ekki margt, heldur
mikið. Hvergi vantar orð og varla
má heita að nokkru orði sé ofauk-
ið, hvergi eru illa valin orð, en víða
ágætlega- En hitt er mér ráðgáta,
hvernig þessi danski maður getur
sið á þessari bók takmörkin á gáf-
uiu Guðmundar, því að hér vantar
ekkert. Rosenberg sagði í vísum til
islenzkrar konu:
Og vaxtarins fegurð svo fönguleg
og sterk
sem fæddist þú að vinna hin
þyngstu lífsins verk.
En eg vil spá því, að þetta megi
segja um Guðmund .að breyttu
breytanda, ef hann heldur áfram
að velja sér erfið viðfangsefni og
v inn a að þeim. Þá verður þroski
hans mikill.
„Yér morðingjar“ þurfum vér
aldrei að segja, ef vér látum unga
og uppennandi menn njóta sann-
mælis. En þó er betra að skaanma
en að þegja í hel. En til þess að
dæma rétt, þarf að sjá hlutinn með
sanngjömum augum. En betra er
þó að sjá með illum augum en að
sjá alls ekki.
Ef almenningur fer og sér þetta
verk og önnur slík, þá má hann vel
sanna, að ísland sé nú eigi lengur
sálnamorðingi.
\
J
II.
Eg man það nú, að fyrir nokkr-
um árum sagði eg meðal iannars frá
því í fyrirlestrum erlendis, að hér á
landi væri leiklist til, þótt ung
væri, og að vér hefðum ýmsa ágæta
leikara, þótt listin gæti eigi verið
nema hjáverk. Eg hneixlaði þá
ýmsa íslenzka dómara í þeirri grein
og hafði gaman af. Eg ætla nú að
gera mér sömu ánægju sem þá, og
láta það um mælt, að þetta leikrit
Guðmundar mundi eigi betur leikið
þar sem eg þekki til annarstaðar.
Þó að leikurinn sé vel saminn,
hlýtur þó mikið að vera komið und-
ir leikendum, þar sem höfundur
hefir verið of stórlátur til þess, að
reyna að geðjast áhorfendum með
fyndni eða öðrum ráðum. Alt er
komið undir þeim tveim leikendum,
sem hafa aðalhlutverkin með hönd-
um, þeim Ragnari Einarssyní og
Guðrúnu Indriðadóttur. Og þar er
nú á að líta, hvemig þeim tókst.
Ragnar á hér að fylla það skarð,
sem orðið er við það, að Jens hætti
að leika. Það skarð er eigi .auðfylt.
Eg hugði þó, að Ragnar mundi eigi
bresta fullkominn skilning á hlut-
verki sínu, því að það kafði hann
sýnt oft áður, enda reyndist svo nú.
En hitt hugða eg, að röddin mundi
gera honum erfitt að ná samúð
áhorfenda, svo sem Jens megnaði
með mýkt og innileik raddarinnar.
Raunar hefir Ragnar djúpa og
þægilega karlmannsrödd, en ótam-
in var hún fremur hrjúf og köld.
Nú sá eg á leik hans að þessu sinni,
að hann hlýtur að hafa vandað sig
og lagt fram það, sem skapar lista-
manninn. En það er samvizkusemi
og v i n n a, enda eiga flestir leikar-
ar vorið það lof, ekki sízt ef tekið
er tillit til þess, að listin er auka-
verk og að þeir vinna þar bæði
vandasamt og afarerfitt verk í
hvíldartíma manna- En svo að eg
hverfi eigi frá Ragniari, þá hefir
vinna hans áorkað það, að hann
ræður nálega alstaðar við rödd
sína, svo að hún leggur sig eftir
hugsunum og kendum, og að áheyr-
andinn þykist sjá ósviknar og eðli-
legar hugarhræringar hans eftir
því sem rök atburðanna renna til.
Eg hygg því að sá maður væri ekki
réttlatur í dómi, er teldi hann eigi
inna þetta hlutverk ágætlega a£
hendi. Eg tel óþarft að minnast á
framgöngu hans á leiksviðinu, því
að þar þarf hann í engu að breyta
frá því, sem honum er eðlilegt, enda
þótti mér sem látæði og framganga
öll væri í fullu samræm við skap-
ferði, orð og málfæri og raddblæ.
Eg hygg að jafnvel höfundurinn
sjálfur hefði verið harðánægður
með leik Ragnars.
Guðrún Indriðadóttir hefir sýnt
það oft áður, að hún er fær um að
leika hin erfiðustu hlutverk. Eg
minnist þess, lað eg sá bæði frú
Dybvad og Guðrúnu leika Höllu,
og þótt eg hafi jafnan talið frú
Dybvad fremsta allra leifcara, sem
eg hefi séð, þá varð eg þó að játa,
að Guðrún skákaði henni, þar sem
hún fleygði ba.rninu i fossinn. Eng-
um fcom því á óvart, þótt hún léki
þetta hlutverk vel. Og þó verð eg
að játa, að hefði eg þekt hlutverk-
ið fyrirfram, mundi eg eigi hafa
verið þess fullviss. Er það fyrir þá
sök, að henni hefir jafnan látið
einna bezt að sýna geðríki og hita
og sterkar geðshræringar. En eg
minnist þess eigi, að eg hafi séð
hana leika konu með því lundarfari
sem þessi hefir. Mér er það gleði
að sjá hana víkfca nú verksviðið og
takast jafnvel sem áður. Eg vil
nefna eitt atriði. Þegar hún hafði
gert játning sína og snéri síðan við
blaðinu, þá hefði eg trúað sakleysi
hennar, svo eðlilega var þar
skrökvað, ef eg hefði eigi munað
viðurmæli þeirra Rattigans ((Ratt-
enfánger von Hameln?). Höf. hefir
vafalaust sett það atriði til þess, að
menn gætti sín við lyginni, af því
að hann hefir ætlast til að svo væri
leikið, sem Guðrún gerði. Annars
var það viðtal óþarft.
Um aukahlutverkin skrifa eg lít-
ið, og þó ekki fyrir þá sök, að þau
væru eigi vel leikin, heldur sakir
þess, að höf. hefir eigi heldur
gleymt þeim sjálfsagða góða kosti
á leikriti, að skýrt sé greint milli
höfuðhlutverka og aukahlutverfcai.
Óvön stúlka lék þar og fór vel úr
fcendi, en þó ekki gallalaust. Frú
Soffía Guðlaugsdóttir á þakkir
skildar fyrir að draga eigi úr á
neinn hátt um þann andstyggilega
söngstelpnabúning, sem kvenfólk
leyfir sér lað vera í á almannafæri.
Veit eg að frúin mun meðfram hafa
gert það til viðvörunar fyrir ís-
lenzkar konur, sem una nú eigi
lengur íslenzkum búningi. Eg er
því algerlega samþykkur, að gjalda
beri varhug við því að hingað ber-
ist sú ódæma tæringarsýki í allri
manngöfgi og íegurðarviti, sem
leitt hefir af hinni landstyggilegu
rógs- ag mangarastyrjöld, er geisað
hefir yfir heiminn.
Það eitt harma eg, að tal leik-
enda heyrðist illa. Þáð kemur
aldrei fyrir hjá Friðfinni, kom ör-
sjaldan fyrir hjá Ragnari og Guð-
rúnu, en of oft hjá hinum flestum.
Eg hefi þó hér dregið frá illt hús-
rúm og óstundvísi áheyrenda í sæti,
er hvorttveggja þyrfti að laga. En
eg vil biðja leikendur að íhuga og
muna tvent. Fyrst það, að miklu
meira er undir því fcomið, hversu
skýrt er kveðið að orðunum, en
hinu hversu hátt lætur í mannin-
um. í því er listin fólgin, að kveða
skýrt að hverju atkvæði, tala ívið
hægar en venjulega og svo hátt,
sem húsið krefur, og sé þó fullkom-
lega eðlilegt tal. Annað hitt, að það
er skylda leikenda, að hreinsa
tungu vora og göfga hana og fegra
í allri meðferð og sjá um að eigi
hverfi af tungu vorri sá málm-
hljómur, sem búið hefir í henni. Til
þessa er leikendum einn vegur fær
eða að minsta kosti beztur, sá, að
fara svo vel með tunguna sjálfir,
að áheyrendur uni eigí fyrr við, en
þeir hafa náð sama hljómi og ann-
ari málfegurð.
Bjami Jónsson
frá Vogi.
Rafstöðin.
Fáum við strauminn á útmánuðum?
Þrátt fyrir ýmsa örðugleika hefir
rafstöðvarvinnunni miðað allvel
áfram í sumar. Aðalstýflan er nú
langt komin og skurðurinn fyrir
vatnspípurnar sömuleiðis. Þessi
skurður er nær einum kílómeter að
lengd og liggur frá stýflunni niður
að vélahúsinu. Það hefir verið sein-
legt að grafa hann vegna þess að
það hefir iþurft að sprengja hann
gegnum klappir og hraun, en hraun
ið er svo gljúpt í sér, að sprengi-
efnin vinna illa á því.
Húsin eru einnig kornin vel á
veg. íbúðarhúsið er komið undir
þafc og skamt að bíða þess að véla-
húsið komist það einnig.
Það sem liggur næst fyrir, er að
konxa vatnsleiðslupípunum fyrir í
skurðinum. Þær verða úr tré og
hálfur annar meter að þvermáli.
Þær eru væntanlegar með Borg
núna einhvern daginn og eru í stöf-
um, en verða bygðar hér á líkan
hátt og þegar tunnur eru settar
saman. í staðinn fyrir gjarðir er
spentur járnvír utan um pípurnar
og hann strengdur svo fast að staf-
irnir þrýstist saman og verði vatns-
þéttir. Tii þess að 'verja vírinn ryði
er hann bikaður- Þessar trépípur
eru sterkari en menn skyldu ætla.
Þær eru notaðar allvíða erlendis og
þykja reynast völ. Þær eru mun ó-
dýrari en steypujárnspípur.
Vélarnar eru smíðaðar í Kristins-
hamn í Svíþjóð. Vatnsvélar eru
tvær, önnur með 1000 hesta afli, en
hin með 500 hesta. Rafvélamar era
líka tvær samsvarandi vatnsvélun-
um. Nú er eftir að vita hvort verk-
smiðjumar geta haft vélarnar til-
búnar á réttum tíma, en ætlast var
til að minni vélasamstæðan gæti ver
ið komin hingað í febrúar. Vélarn-
ar eiga að framleiða svokallaðan
víxlstrauin eða breytilegan straum
með 6000 volta spennu.
Þessi háspenti straumur verður
síðanleiddurniðurá Skólavörðuholt
eftir loftleiðsluvír. Er mönnum viss
ara að koma ekki við þann vír. —
Þeim manni er dauðinn vís sem fær