Ísafold - 03.08.1921, Blaðsíða 3

Ísafold - 03.08.1921, Blaðsíða 3
Til drotningarinnar frá bóndakonu. I. Kveðja. Velkomin sért’ á vora strönd, sem voldugri hefir skoðað lönd. Sko! tignarleg er hún móðir mín, og margt á hún til í fórum sín. í Keklu og Kötlu á hún eld, sem ei mun sýndur þér — eg held — þó það sé hin meeta sjón að sjá, er samt þessi atóri galli á; ^ð fáum við það skin að skoða, er skelfing á ferð, og alt í voða. Þá bráðnar jökull og brennur land og breytist ræktuð jörð í sand. í fossunum geymir hún afiið alt, á þá, mín drotning, likt skalt. Því fossinn leikur svásan söng á silfurhörpu i klettaþröng um liðna frægð og forna neyð og framtíðina á sigurleið. Hann kveður lika um æsku og ást; um ósk og von, er stundum brást, gleði’ er að skoða fagran foss og fá í staðinn úðakoss og sjá á flúðum við fætur hans flyssandi öldur stíga dans. í dölum geymir hún skart og skraut, skínandi /ríð er hver ein laut. Þar skógurinn vex, og fuglafjöl flögrandi syngur morgna og kvöld, ' og blómin spretta’ í brekkum viða, blágresis-klasar mest þar prýða, eyrar-rós, blóðrót, fjólan fríð, með fegurð sinni þær skreyta hlíð. Svo vex þar reyr, sem ilmar æ og allir girnast á hverjum bæ. Hann það hið besta ilmgras er, aem íslenskar konur velja sér. Niðri’ undir hárri hamrabrún þar hefir bóndinn ræktað tún. Á blettinum kringum bæjinn hanB blómin gullfögur mynda krans. Af sóley og fíflum sést þar mest, svo koma þau er skreyta best: Hrafnaklukka og Baldursbrá, og brosandi smárar til og frá. Þar vex svo einnig blómið blá með blöðin fín og krónu smá; það gefur lofuð manni mey til minnis, það heitir: Gleym mér ei. Læki og vötn hún líka á, þar lax og silung veiða má; þar spegla fjöll sinn feikna búk með fannaslæðu yfir jökul hnjúk. Hóla’ og blómskrýddar brekkur má brosandi þar á höfði sjá. Álftirnar synda og syngja þar Sér og mönnum til ununar. svo himneskt er þeirra ljóð og lag um lífið, og heiðan sumardag, að öldurnar hvísla upp við sand: ó, hvað er fagurt þetta land! Svo bið eg ættlands blómin min brosandi' að fagna komu þín. Skrúðanum græna, skógur minn, skrýðstu nú fljótt í þetta sinn! Vættir landsins, þið vitið best, að vandi er að fagna tignum gest: Látið drotningu sjálfa sjá, að sólklæðum brosi landið á. — Vér þökkum sýndan sóma þann, að sækja heim okkar frónska rann. — Þér sé auðna, ástúð lotning, Þú íslands tignarháa drotning! II. Ðeltis-þula. Já, svona lítur ísland út, sýnast þér ekki falleg fjöllin? Á fjöllunum uppi byggja tröllin; þar eru háir huldusteinar, og hamrar, er byggja dverga sveinar, þeir árshring hverjan eru þar alt af að smíða gersemar. Nú dvergajöfur sjálfur segir, hann sitji við á hverjum degi og ætli’ að setja saman band, sem að þér gefi jökul-land. Það kvað nú gert af góðu efni; þess gæðin helstu’ er best eg nefni. Áf œðstu þrá hins unga manns, af fyrstu ást hins fremsta svanna, af frelsis hugsjón bestu manna, af sakleysi hins blíða barns, af móðurdst og móðurtrygð, því mesta hnossi í alheimsbygð. Ef stjörnur skinu skært á kvöldin, þá skreyttu þeir með því beltisskjöldinn. Þannig var myndað mittisband, sem minna skal þig á gamalt land. sem ekki eiga eignir (kapítal í hag- fræðismerkingu), er þeir lifa á (besid- delseslöse), en þurfa þó alls ekki að vera öreigar. Eignaleysingi er því miklu heppilegri þýðing. Vonandi er að svo óvenju snjall og efnileg- ur höfundur sem btefán þessi vandi betur málfæri sitt framvegis. Frágangur bókarinnar frá hendi útgefanda má heita góður, að und- teknum myndunum. Verið (5 kr.) er svo lágt að hún er liklega ódýrasta bókin sem út hefir komið á íslensku um langt skeið — önnur en Árs- rit Fræðafélagsins. Sn. J. Mannalát. Tveir merkisbændur hér i nágrenninu eru nýlega látnir: Þórður hreppstjóri Guðmundsson á Hálsi i Kjós og Ketill Ketilsson i Kot- vogi i Höfnum. Nýlega er og dáinn Eirikur bóndi Tjörvason i Drápu- hlið í Helgafellssveit. 27. jiiní and- aðist Astriður Þorsteinsdóttir ekkja á Húsafelli i Borgarfirði. Uii um heim. England, Japan og Banda- rikin. Það er mikið talað nú um sam- komulag milh Englands, Bnndarikj- anna og Japans, og i sambandi við það um takmarkanir á hernaðarút- búnaði og alþjóðasamninga þar að lútandi. Nýlega kom fram í auka- blaði af »Times< safn af ummælum ýmsra mikilsmegandi stjórnmála- manna, et miðuðu að því, að sýna fram á nauðsynina á góðu samkomu- lagi og vinfengi milli hinnaenskumæl- andi stórþjóða beggja megin Atlants- hafsins. Harding Bandarikjaforseti segir þar, að það sé nauðsyn fyrir velferð heimsins, að vináttan tnilli þeirra haldist svo sem verið hafi. Forsætisráðherra Kanada segir að það sé almenn ósk i Kanada, að bandalag komist á milli Englands og Bandarikjanna. Forsætisráðherra Astraliu mælir einnig fastlega með þvi, og telur það nauðsynlegt til verndar friði i heiminum. Smtuhs hershöfðingi vili að fulltrúar frá Englandi og Bandaríkjunum komi saman á fund til þess að jafna úr þeim málum, sem nú valdi misklíð, og segir nð mikið gott mætti afþví leiða, ekki aðeins fyrir þessi riki ein heldur og út í frá, og að það gæti vel®Ieitt til þess þjóðabandalags, sem Harding forseti vilji koma i fram- kvæmd. Taft fyrv. forseti og Lan- sing, fyrv. utanríkisráðherra Baida- ríkjanna, mæla báðir með bandalagi við England. Mc. Adoo vill að England, Bandaríkin og Japan komi sér saman um að draga úr herbún- aði, og Borahs, formælandi afvopn- unarmálsins i Sennti Bandarikjanna, segir að það mál sé nú allra mesta áhugamál almennings, 90 af hundr. meðal alls almennings i Bandarikj- unum æski afvopnunar, og hann kveðst þora að halda þvi fram, að sama megi segja um almenning í Englandi og Japan. Afvopnunar- málið sé alþýðunnar mál alstaðar og megi ekki vera falið stjórnunum til úrslita, heldur verði fulltrúasamkom- ur þjóðanna að taka það í sinar hendur. Yfir höfuð eru allar radd- irnar, sem þarna koma fram, einn ómur um ensk-ameriskt bandalag og Breytingar í Rússlandi. Khöfn 29. júli. Uppskeran í Rússlandi hefir brugðist mjög hrapalega. Er nú þegar orðin neyð í landinu og um 35 miljónir manna eru farnar að svelta. Flokkar hunguróðra manna herja á þorpin og fara með ránum og ofbeldi. Lenin segir að þetta sé erfiðasta úrlausnarefnið, sem borið hafi að höndum á uildanförnum árum. Getur rekið að þvi, að sovjet8tjórnin þurfi að viðurkenna skuldir rússneska ríkisins við útlönd, til þess að geta fengið matvæli frá öðrum þjóðum. Búist er við þvi, að einkaleyfi ríkisins til verslunar við önnur lönd verði ekki látið gilda framvegis. Ameríkumenn bjóðast til að fóstra eina miljón rússneskra barna, ef ameríkskir fangar í”Rússlandi verði látnir lausir. Stóra norræna ritsímafélagið í Kaupmannahöfn hefir fengið einkaleyfi til að reka rússnesku símalinurnar, sem ligga um Síberíu til Japan. Síðari símskeyti, frá 1. og 2. þ. m., segja að ráðstjórnin sé að gefast upp í baráttunni við hungursneyðina og sé þess vegna fús til að afsala sér völdum og fá þau í hendur samsteypuráðaneyti, sem allir fiokkar eigi þátt í að mynda. Moskva sé í hervörslu- ástandi sökum uppþota, sem stafa af hungursneyðinni. Bandaríkja- menn bjóða matvæli undir eins og samningar komist á við stjórnina. afvopnnn eða mikla minknn herbún- aðarins. í sömu átt fóru ummæli enskra blaða yfirleitt. Það var talað um framlenging ensk-japanska samningsins, og þau ummæli komu fram, að hann yrði að vera þannig úr garði gerður, að Bandarikin gætu fallist á hann og einnig undirskrifað hann, þ. e., að þau kæmu inn i bandalag við Eng- land og Japan. Merkur enskur stjórnmálamaður, sem nýkominn er heim frá Ameriku og lýsir ástandinu i Bandatíkjunum, segir, að þau ættu nú að vera ham- ingjusamasta laud heimsins. 42% af öllum gullbirgðum hans séu nú þar saman komin. Hvar sem Banda- rikjamaðurinn ferðist nú, græði hann á gengi peninga sinna. Landið geti sjálft framleitt alt, sem það þurfi með. Samt séu nú sem stendur erfiðir timar þar, mikið atvinnuleysi og bankavandræði. Kornverðið sé lægra en það hafi verið 19x4 og að- staða bændanna þvi óhagstæð. 8. júli kom i útlendum blöðum fregn um, að stjórn Bandaríkjanna hefði fengið áskorun frá ensku stjórn- inni una að koma með i samninga við England og Japan. Nokkru sið- ar, fyrir miðjan júli, kemur svo fregn um, að Harding Bandarikja- forseti boði til fundar til þess að ræða um fakmarkanir herbúnaðarins, eftir að hafa skiftst á skeytum um málið við stjórnir Japans og Kína. Á undan eigi þó að ganga fundur, er ræði um mál Austur-Asfu-þjóð- anna og um afstöðu þeirra þjóða hverrar til annarar, sem mestra hags- muna hafi að gæta á Kyrrahafinu. — Þessari fregn var yfirleitt mjög vel tekið í enskum blöðum. Blaðið »Observer* sagði, að ef Harding gæti leyst þetta hlutverk, mundi nafn hans ná langvarandi frægð. Hann hefði stuðning og fylgi í Eng- landi, og bæði Japan og Kina mundu taka vel undir fundarboð hans. í sömu grein var Iögð áhersla á það, að fulltrúar Klnverja yrðu á þessum fundum að hafa öll hin sömu rétt- indi og fulltrúar hinna ríkjanna, er til samninga kæmi. ' 11. júll talaði Lloyd George um þessi mál I enska þinginu. Hann sagði, að á rikisráðstefnunni I Lundún- um hefði fyrst allra raála verið tek- ið fyrir að athuga f stórum dráttum afstöðu Breta í Kyrrahafinu og í Austur-Asíu, með sérstöku tilliti til ensk japönsku samninganna og áhrifa þeirra á afstöðu Englands til Banda- rikjanna. Fyrst væri þess að gæta, að Japan væri garaalt bandaland Englands og reynt að öllu góðu. Samningurinn þeirra í milli hefði ekki aðeins verið þeim aðiljunum báðum til gagns, beldur einnig gagnsamlegur í því, að halda uppi friði í Austur-Aslu. í öðru lagi hefði England margs að gæta I Klna og mikilsmegandi menn og flokkar þar mettu vináttu þess mikils. í þriðja lagi yrði að taka tillit til Bandarlkjanna. Þjóðin þar stæði Englendingum næst og því væri það eðlilegt, að þeir vildu bera ráð sin saman við hana og fá hana f samvinnu með sér. Hngsun okkar var, sagði hann,að ná samkomulagi við alla þessa þrjá aðilja og afstýra hættunni af mikl- um flotaaukningum við Kyrrahafið. Ensk-japanska samningnum hefir ekki verið sagt upp, og meðan svo er ekki gert, stendur h*nn í gildi. En það er vilji beggja stjórnanna, hinn- ar ensku og hinnar japönsku, að samningnum verði komið í algert samræmi við þjóðabandalagssamning- ana og að hvar sem ósamræmi finst þar í milli, skuli ákvæði þjóðabanda- lagssamninganna ráða. En leiðandi þráður í enskum utanrikismálum væri, að halda uppi vinsamlegri samvinnu við Bandarikin. Leitað hefði verið umsagna stjórnanna í Bandaríkjun- ríkjunum, Japan og Kína um af- stöðu þeirra, hverrar um sig, f Austur-Asíu, og af þvf leiddi, að fund yrði að halda um þau mál. Nú væri fundur boðaður af Harding ' forseta til þess að ræða minkun her- búnaðar. Enska stjórnin tæki þeirri viturlegu tillögu með mestu ánægju, enda hefði heimurinn búist við slfku úr þeirri átt. Enska stjórnin mundi gera alt, sem í hennar valdi stæði, til þess að heppileg úrslit málanna fengjust á þeim fundi. Harding hafði einnig boðið Frökk- um og ítölum, að eiga þátt i fund- inum, og talað er um þátttöku frá hálfu Þýskalands og Rússlands. Fundurinn er ráðgerður I nóvember næstk. og ætlast Harding til að þá verði lokið írsku málunum og deilu- málunura f Slesiu. Bæði Japanar og Frakkar hafa, auk Englendinga, svar- að fundarboði Hardings játandi, en

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.