Ísafold - 01.09.1921, Blaðsíða 2

Ísafold - 01.09.1921, Blaðsíða 2
ISAFOLD Matthías jochumsson f. 11. nóv. 1835. d. 18. nóv. 1920. Ath. Steingr. Matthíasson læknir hefir sent blaðinu þetta kvæði til birtingar og segir i bréfi, sem því fylgir: »Það var af hendingu að eg náði i þetta kvæði og hafði eg töluvert fyrir því, að komast fyrir, hver, höf. væri. Hann var svo hæverskur, að hann vildi ekki láta nafns síns getið, enda hefir ekki áður neitt birtst eftir hann á prenti í ljóðum, sem eg viti. Eg fekk þó leyfi hans til að birta kvæðið við, en nafnlaust. Eg býst við, að fleiri verði forvitnir en'eg og spyrji, þangað til þeir hitta einhvern, sem geti komið upp leyndarmálinu, hver sé höf. þessa ágæta kvæðis*. Leitandi andi, loks er gátan ráðin, — loknar upp dyr að hóllum drauma þinna. Hvers ertu fróður? Hvort er eilíf náðin? Hví ér svo torvelt rétta leið að finna? Hvort vill sá guð, er gaf osa lífsins anda, glepja oss sýn til ódauðleikans stranda? Bjartsýni andi, blæju dauðans falinn, brosir þér nú hinn þúsund ára dagur? Leiftrar þér gegn um ljóssins engla salinn ljómi guðs dýrðar, ómælandi fagur? Hvort voru' í gegn um gæðatrúna þína guðdómsins neistar hér á jörð að skína? Frjálslyndi andi, firtur líkams böndum, finnur þú nu þær eftirþráðu leiðir, til þess að losa' úr hleypidóma höndum hugsjón þá hverja, er fyrir þekking greiðir? Reyndist þér eigi rétt, að viskustörfin reiknist á himnum æðri en trúarþörfin? Fiölvitri andi, flýgur þú nu hærra flestum, sem áður, hér á vorri jörðu? Er ekki' á himnum ætlað verksvið stærra öllum, er stund til sálarþroska vörðu? Er ekki viskan vor, þótt skamt hún nái, vottur þess guðs, er eilífð skynji og sjái? Mannúðar-andi, fagnar þér nii fjöldinn framliðnra sálna, er huggun hjá þér fengu? Verður ei himnesk ódauðleika-öldin inndælust þeim, er bratta veginn gengu? — öllum, sem reyndu, að göfga aðra og glæða guðeeðlis-þrá til andans sigurhæða. — Margs er hér spurt, — en mátt þú nokkru svara, miðla' oss, sem áður, kjarna nýrra fræða? Eða er þínum anda' um megn að fara ofan til vor, og þekking vora glæða? — Víst er þó eitt. Það vildi enginn fremur veita oss fræðslu um það, sem eftir kemur. Hljóð eru svörin, horfni, stóri andi! — Heyrn mín og sjón ei megna það að skynja. Er nokkru svarað? — Kanske' á »lífsins landi* litt eður ekkert sé um oss til minja. — Vill ei sá guð, er gaf oss lífsins anda, glepja oss sýnir milli vorra landa? Þurfum vér teikn og trú á helga dóma, til þesa að geta valdið lífsins byrði? Sjáum vér ekki í sólkerfunum ljóma sönnun um mannsins skilning æðri hirði? Eudalaust rúmið enginn skilið getur. Eilífa lífið — hví þá — nokkru betur? — Hvísla mér svar, í niðamyrkri nætur, náttúran sjálf og raddir,, samviskunnar.------- Hvað?------Er það, vinur, vilji þinú, sem lætur vakna það svar, með liðsemd alvizkunnar? Víst er þó svarið sama og hjá þér áður, — sál þinna ljóða og sterki meginþráður: Getum vér vænat, að gefist útsýn hærri glæpsömum lýð, er vill ei sjá né heyra feiknstafi þá, sem fjöllum eru stærri, — fyrsta boð guðs, er hrópar oss í eyra.: Verið þér góðir, göfgið lífsins anda! Gefst þá fyrst sýn til ódauðleikans stranda. fyrir trjánum, 0: dýrð allífsins fyrir dauðum fræðum. Nú sé eg hve fá- nýt og bernskuleg sú »heimspeki« er og hefir verið frá Saduceanna dögum. Mér þykir Guðm. á Sandi vera á ferðinni, einnig i nefndu hefti. Hann er hamfara, og hefir þó strák á hverjum fingri, fátt fólk, en all- margt fé og annríki mikið. Vist eru þeir bræður óvenjuvel gáfaðir, — Sigurjón leggur nú dr. G. Fincb. á knén í Norðurlandi, og þótt hann sé þar barn í lögutn, er talsvert athugavert i hugleiðing hans, og i líka stefnu hef eg skrifað Guðmundi og kallað »Hug og heimc »aaadrig og interesssnt Dilettanisme*. Þá heirrspeki er æðihægt að hártoga; að þvi verður báðum meisturum doktorsins W. James og Bergson. Eg á mörg rit, sem rífa flest niður fyrir báðum '— þótt margt hjá þeim sé jafnerfitt að sanna sem ósanna — eins og prófessor Russel segir. Annars mun reka að sama fyrir hinni arfgengu filosoflu sem kirkju- orthod., hvotttveggja er steypt svo fast í lógiskt form — hvað sem forsendunnm líður — að engu sýn- ist mega hreyfa. Hinc illæl og Guð hjálpi vini okkar J. Helgasyni, úr þvi hann þorir ekki að vera (d: játa sig) Únítarl Þessi eilífa ídealísering Jesú, hiin stendur ekki lengi. Það er ]esús & Kristur, komnir í eitt, sem Páll, Agústinns, Kalvin, Lúther etc. hafa gefið kristn- inni, þann átrúnað sem er enn ná- lega ðllutn ofvaxið að fella, svo rót- tæk, römm og forn er sú trú i hjörtum þjóðanna. Hinc illæl En fyrirgefðul eg er farinn að festa fætur í einhverju feni — eins og gamall jálkur. Og svo þakka eg þér aftur ástsamlega og kveð þig með virktum, vinarkveðju — með öllum svásum sumarmála sumar- málum. Mattb. Jochumsson. Mynd min í Oðni er allright. Bannlögin missa ekkert at gildi sínu sem siðfetðismál eða mannúð- armál við þá breytingu, sem hér er um að ræða. Það er, þvert á móti, æðra siðferðismark, að kenna mönn- um skynsamlega nautn léttra jog skaðlausra vína, heldur en hitt, sem stefnt er að með bannlögunum eins og þau nú eru. Próíessor Vilhelm Andersen er nú koœinn heim aftur til Danmerk- ur úr íslandsför sinni. Blaðið »Na- tionaltidendec hefir haft tal af hon- um og birtir ummæli hans, þau er hér fara á eftir: »Á íslandi láta menn sér mjög hngarhaldið um Danmörk og Dani. Enginn vafi er i þvi, að íslendin^- um er hlýtt til okkar. Manni er innilega tekið norður þar. Þetta fann eg alstaðar, en einkum var mér það ljóst í samsæti, sem Dansk- islenska félagið hélt mér i Reykja- vik. Ræðurnar, rem prófessorar og háskólakennarar héldu þar, báru þessa ljósan vott og voru talaðar frá hjartanu. Islendingar vilja halda þvi sambandi við Dani, sem nú er; þeir eru ánægðir með það. Ágúst Bjarnason prófessor líkti í ræðu sinni sambandinu milli Danmerkur og íslands við skyldohjónabandið i »Fruen fra Havet* eftir Ibsen. Orð in: »nú hefir þú frelsi þitt samfara ábyrgð« geta verið einkunarorð sam- bandsins miili Danmerkur og ís- lands. Þannig Hta íslendingar á málið. Landið sjálft er dýrðlegt; það er sögueyjan eins og fcún var á morgni tímans. Eg fór viða um sveitirnar, þar sem aldagömul gestrisni á heima. Bæirnir heita eldgömlum nöfnum, sem þekkjast úr fornsög- unum. Berji maður að dyrum á þessum slóðum er manni avalt tek- ið opnnm örmum. Manni finst vera komið aftur i fornöld. Ferðalagið á hestbaki upp til fjalla er með sama móti nú eins og það var þá. — Við fórum til Akureyrar og fengum allskonar veður á leiðinai, en ferð, sem við hcfðum áætlað á Norður- landi; urðum við að hætta við vegna óveðurs. Áhrifin vorn alstað- ar þan sömu: skýr breyting i hug- arfari gagnvart Dönum. Viðkynn- ingin var báðum aðilum til ánægja. Og álitið, sem maður fær af íslend- ingnum heima í landi sínu er eins gott og frekast verður á kosið. Þeir sem kynnast honum þykir fljótt vænt um hann. --------0------- Dánarjreqn. Látinn er nýlega Björn Arnþórsson, íyrrum bóndi á Hrísum í Svarfaðardal, 73 ára að aldri. Hann var á ferð nm Eyja- fjörð og varð bráðkvaddur. Björn var gáfumaður og alþektur maður um alla Eyjafjarðarsýslu og viðar. íi Nokkur bréf til I*. G. VII. 26. apiíl 191^. Elskulegi vin — gíscilegt sumarl Fyrir nálægt mánuði siðan frétti eg að eg ætti kveðju frá þér i Oöni, en sé hana fyrst í dag — en hjá öðrum, því aldrei fæ eg blaðið, heldur les það í bókasal okkar. Já, nú hef eg séð hið rikmannlega hefti, og bretti heldur en ekki upp briin yfir þinu smellna og kjarn- yrta kvæði, sem bæði skáld og sá sem þiggur verða lengi vel sæmdir af. Hafðu eilífa þökk fyrir — hvað sem verðleika mínum liðcr. Það stoðar ekki að ergja sig yfir oflof- inu fremur en álasinu i þessum heimil Eg er löngu saddur' af hvorutveggja og sáttur (að kalla) við veröld þessa, fúslega játandi, að mý- mörgum hefir hiin miður reynst en mér. Eg hefi og hinsvegar sjaldan sýnt henni mikið vanþakklæti, og venjulega játað, að eg þekki ekki aðra skárri. Og það sem við, sem nú lifum, höfum fylstu ástæðu til að muna (ef við trúum á evoliitíons- kenninguna) er að hún fari batn andi, og svo er hverjum best að lifa. Auk þess losnaði eg við materiutrúna þegar hæst stóð efa- sýki min, og eg sá ekki skóginn Uti um heim. Skifiing Efri-Schlesiu. Síðan þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram i Efri Schlesiu í vor, hafa slfeldar deilur staðið um það, hvern- ig skifta bæri landinu milli Pólverja og Þjóðverja. Lifselixirinn, sem friðarráðstefnan i Versailles þóttist hafa fundið með sjálfsákvörðnnarrétt- inum, hefir í þvi tilfelli reynst ger- samlega áhtifalaus. Þjóðaratkvæðið skar ekki úr, svo að báðir aðilar þættust mega við una. Þjóðverjar fengu að vlsu rúman meiri hluta at- kvæða, en þeirra styrkur var eink- um í bæjunum. í sveitahéruðum var víða mikill meirihluti með sam- bandi við Pólland. Ef skifting hefði átt að fara fram eftir atkvæðagreiðsl nnni, hefði orðið að skifta þrætu- landinu f fjölda smáparta, $ar sem ein sveitin hefði orðið pólsk en hin þýsk. Bandamenn höfðu lögreglnlið i landinu, og átti það að halda uppi lögum og reglu, þ.mgað til endan- lega væri ákveðin skifting landsins. En skömmu eftir atkvæðagreiðsluna hófst Pólverjinn Korfanty handa og fór inn í Efri Schlesiu með her manns og lýsti yfirráðum Pólverja yfir landinu. Stjórnin i Póllandi lýsti að vísn yfir þvi, að hún væri ekki á neinn hátt við þetta t ltæki riðin, en þó var það álit flestra, að þetta væri gert að vilja hennar og vitund. Setulið Bandamanna gat ekki rönd við reist, og franska setu- liðið var sakað um, að hafa látið Korfanty fara fram því, sem hon- um sýndisr, án þess að hafast að. Hafa Frakkar jafnan dregið ósleiti- lega taum Pólverja í málum þess, um og hafa jafnvel verið sakaðir um- að hafa gert hagsmunasamning við Pólverja um samvinnu i Schlesiu- málunum. Fyrir tilstilli Bandamanna hafði Korfanty sig á burt úr land- inn aftur og lank þar með völdum hans, en þó varð hvergi nærri kyrt. Bretar vildu hraða þvi sem mest, að binda enda á Schlesiumálin, en Frakkar fóru sér hægt. Var vitan- legt, að skoðank þessara samherja á því hvernig skifta bæri landinu, voru mjög ósamhljóða. Frakk- ar drógu taum Pólverja og vildu láta þá fá alt þrætulandið, hin málm- auðugu og frjósömu iðnaðarhéruð Efri Schlesiu, þrátt fyrir það, að Þjóðverjar höfðu haft vinninginn í þjóðaratkvæðagreiðslunni. En þar voru Bretar 4 öndverðum meið. Vildu þeir láta meiri hluta laadsins, eða 4/5 ganga til Þjóðverja, og sömu skoð.mar voru Japanar og ítalir. Var því ágteiningsatriðið ekki lítið. Blaðadeilur hafa verið miklar um málið í sumar í Frakklandi og Eng- landi. Frönsku blöðin hafa sakað Lloyd George um Þjóðverjadekur og jafnvel talið hann svikara við bandamenn sina, Frakka. Og þýsku blöðin hafa heldur eigi látið máiið ifskifalanst. í sumar varð sá at- burður er ýlti mjög undir ýfingar ut af þessu máli, og sýndi að Þjóð- verjar töldu Breta sér holla i mál- um. m Samkvæmt samningum áttu Þjóðverjar að annast um flutnin'ga á liðl bandamanna til Schlesíu, yfir Þýskaland. Nú bar það við, að Frakkar vildu auka við setulið sitt austur þar, og kröfðust þess af Þjóð- verjum, að þeir flyttu liðið. En Þjóð- verjar svöruðu þvi til, að þeir mundu eigi gera það, nema um kæmi ósk frá bandamönnum sameiginlega. Bretar leiddu hjá sér að biðja Þjóð- verja flutnings á liðinu, en Frökk- um gramdist mjög. Samkvæmt síð- ustu fregnum hafa bandarnenn nú orðið ásáttir um að auka við setu- liðið í Schlesiu og er hið nyja lið að jöfnu frá Frökkum, Bretum og ítölum. Það var vitanlegt, að eigi mundi ganga greiðlega að gera endanlega út nm máliðj svo mikill meiningar- munnr sem var milli þeirra, sem úrslitunum áttu að ráða, Frakka, Breta, Itala og Japana. Frakkar gerðu alt sem þeir gátu til þess, að draga málið á langinn, en Bretar kröfðnst þess, að úrslitum þess væri flýtt, sem aílra mest. Fyrir þráfylgi þeirra var æðsta ráð bandamanna kallað samau í Paris 4. ágúst með það hlutverk fyrir augum að gera íit um framtið iðnhéraðanna I Efri Schlesiu. Á ráðstefnunni leiddu þeir sam- an hesta sína Uoyd George og Briand. Lloyd George krafðist þess, að Þjóðverjar fengju mestan hluta landsins en Pólverjar aðeina fimta bluta, nefnilega héruðin Rybnik og Pless, og tóku fulltrúar ítala og Jap- ana í þann strenginn. Ea Briand kvaðst alls ekki geta teygt sig lengra en að bjóða það, að landinu væri skift til helminga milli Pólverja og Þjóðverja, og að iandamærin yrðu lik þvi, sem Sforza, fyrv. utanríkis- ráðherra ítala hafði stungið upp á fyrrum, áður en atkvæðagieiðslan fór fram. Skiftingartillaga Ltoyd George kom

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.