Ísafold - 01.09.1921, Blaðsíða 3

Ísafold - 01.09.1921, Blaðsíða 3
ISAFOLD t fram á fnndi ráðstefnunnar ti. ág. Morgunin eftir hafði franska riða- neytið fund með sér og vatð sam- mála um, að hafna þessu tilboði. En Lloyd George hafði tilkynt að hann yrði að hverfa heim til Englands þann sama dag. Virtust því litlar likur til, að eodi yrði bundinn á málið að sinni, og auðsætt að ríð- stefnan mundi verða til ónýtis Hinn 12. ágúst kl. n árdegis var haldinn síðasti fundnr ráðstefnunnar og var úrslita hans beðið með eftir- væntingu. Það var vitanlegr, að Lloyd George hefði getað knúð fram vilja sinn i málinu, þvi hann hafði afl atkvæða með sér, þar sem ítalir og fapanar voru honum fylgjandi. En hitt var jafn víst, að ef hann hefði tekið þann kostinn og beitt því ráði við Frakka, þá hefði verið úti um bandalag þessara þjóða, sem þrátt fyrir allan krit og sundurlyndi geta illa hvor án annarar verið. Flestir töldu því liklegt, að engin ákvörðun yrði tekin, En Lloyd George bjó yfir úrræði, sem engan hafði grunað. Á fundin- nœ lýsir hann yfir þvi, að hann hafi orðið ásáttur við fulltrúa Jap- ana og ítala, að vísa málinu til tir- slita alpjóðasambandsins. Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti — engum hafði dottíð alþjóðasamband- ið i hug. Og Frakkar gátu ekkert við þessu gert og urðu að fallast á þetta úrræði hvort sem þeim líkaði betur eða ver. En til þess að mýkja ósigurinn, sem Briand hafði beðið í málinu, felst George á, að senda bæri aukið herlið til Efri-Schlesíu, þar sem nú yrði bið á þvi, að málum hennar væri endanlega til lykta ráðið. — Að svo búnu gekk Lloyd George af fundi og hélt á stað til Englands, því þar biðu hans mál, svo vanda- miki), að Efri-Schlesíumálin eru baraaleikur hjá þeim: samningarnir við Sinn Feina. Og hvað verður nú um Efri- Schlesiuí spyrja* menn. Það mátelja vafaHtið, að vilji Lloyd George nái fram að ganga. Bretar eru mestu ráðandi um gjörðir alþjóðasambands- ins. Lloyd George vissi hvað hann gerði þegar hann vísaði málinu þangað. Þjóðverjar fá mestan hluta þrætu- landsins. Og þeim er það nauð- synlegt. Það er meðal annars skil- yrðið fyrir þvi, að núvarandi stjórn haldist við völd. Missi Þjóðverjar Efri-Schlesíu verður Wirth-stjórnin að fara frá völdum, og þá getnr «nginn maður í Þýskalandi myndað $>á stjórn sem vill taka að sér að rækja skuldbindingar þær, er núver- andi stjórn hefir gengist undir. Þetta fullyrða Þjóðverjar, og það fflnn vera satt. Ef til vill hefir þetta at- riði ráðið nokkru um afstöðu Breta i Schlesíumálunum. Epzbepgep myrtur. Slmað er frá Beriin, að rikisþings- taaðurinn þýski, Erzberger, einn af aðalmönnum miðflokksins þýskahafi verið myrtur skamt frá Greisbach í Baden, en þar var hann á göngu. Var hann skotinn 12 skotum. Talið er að stjórnmálaástæður liggi til morðsins. Blaðið »Vorwattst segir, að morð þetta geti haft óútreiknanlegar afleið- ngnr og komi á hinam alvarlegustu itímum. Binn bersyndugi. Skáld8aga eftir Jón Björnsson. V. Dregur að þvi, sem verða vill. Daginn eftir var Skarphéðinn einn á gangi úti. Gekk hann fram og aftur milli bæjar og fjárhúsa. Þar var komin hörð sporaslóð eftir fjármennina til húsanna og féð í vatn og frá því. Hann valdi sér þessa slóð vegna þess, að af henni blasti við alt bæjarfjallið, gnæfandi í mjallhvítum hátignarleik sínurn. Veðrið var yndisíegt. Fárra stiga frost. Blæjalogn. Heiðríkt. Hljótt. Hið eina, sem rauf þögnina, var brimgnýr neðan frá ströndinni. Þar háðu hrannirnar hvitfyss- andi hildarleik við klettana og unnu ekkert á. Þegar Skarphéðinn leit heim að bænum, sá hann andlit í öllum gluggum. Hann þekti ekkert þeirra, en hann bjóst við, að þetta niundu alt saman vera kvenmannsandlit. Karlmennirnir voru flestir úti við. Hann varð skapillur við þessa áreitni. Hvers vegna mátti hann ekki ganga þarna i friði og njóta veðursins? smáfjölgaði gluggunum. Andlitunum Hann sá ekki betur, en þarna væru sumar vinnukonurnar, sem áttu að vera við vinnu frammi i bæ. Hverskonar undur fanst þeim hann vera? Hann varð skapverri og skapverri. Hon- um fanst synd að eyða þessari dýrðlegu stund í þeasar ómerkilegu hugsanir. Ef hann hefði fengið að vera í friði, gat vel verið, að honum hefði dottið eitthvað notandi i hug, um sjálfan sig, veðrið náttúruna, kensluna. Eða jafnvel eitthvað i sambandi við dýpstu þrána, semhann bar i brjósti: leit sálarinnar að guði. Honum fanst sér jafnan verða mest ágengt í þeirri leit, þegar hann gekk einn úti í góðu veðri, eins og þá streymdu ósýni- legar opinberanir um tilveru guðs inn í sál hans. Þá þáði hugur hans oft mest og fús- ast af því, sem fyrir augun bar. Og hann var vanur að geyma vel slíkar hugsanir. ^En enga þeirra Það var hægt að nota þær siðar við kensl- Það vissi hún una. En nú höfðu þessi forvitnis-andlit eyði- lagt alt saman. Það var höfuð við höfuð. Honum tókst að gleyma þeim. Hann beitti allri hugsuninni að brimniðnum, þungum og óaflátanlegum. Og hann gleymdi sér svo gersamlega, að hann tók ekki eftir, að Arn- fríður var komin fast að honum. Kom hún slóðina heiman frá bæuum og hélt á fötu. Var í henni ýmislegt góðgæti, sem hún ætl- aði að gefa lambi, er móðir hennar átti og hún hafði tekið sérstöku ástföstri við. Það flaug strax í hug Skarphéðins, að hún hefði aldrei farið fyr sjálf með fötuna. Til þe88 notaði hún jafnan aðra. Það vissi hann af viðtali við Pétur. Þau mættust strax. Slóðin var örmjó. Annaðhvort varð að stíga út fyrir hana. En þar var margra álna djúpur snjór. Hvorugt vildi fenna sig. Þau staðnæmdust. Skarp- heðinn heilsaði. Hún leit á hann, svo á slóðina, svo út fyrir hana til beggja hliða. Svo aftur á hann, og augun leiftruðu. Hann varð allur heitur af þessum logum. »Annaðhvort verður að víkja«, sagði hann brosandi. »Það lítur út fyrir það«, svaraði hiin brosti líka. En brosið fór henni illa, það sá hann. Hún var rétt komin að því að stiga út fyrir slóðina — þá greip hann snögglega í handlegg hennar. Hann fann hitann af mjúk- um vöðvanum leggja um höndina. Átti hann að láta undan þessari skyndilegu hugsun, gera þessa vitleysu, láta eins og strákur? Og andlitin i glugganum? Augun mundu ranghvolfast af áfergju. Það ýtti undir hann, eggjaði hann. Og áður en Arnfríður vissi af, hafði hann tekið hana á annan hand- legg sinn, lyft henni upp, snúið sér við með hana á mjórri slóðinni og sett hana niður og hinum megin við sig — alt í einni svipan, fumlaust, óhikað. Um leið og hann Betti hana niður, sagði hann: •Sjáðu nú til, hvorugt þurfti að víkja.« Hún hafði ekki sagt eitt orð. Undrunar- eða hræðsluóp hafði verið í fæðingunni, þeg- ar hann lyfti henni svona fyrirvaralaust upp i fang sitt. En það kom aldrei. í stað þess hafði henni orðið á að gripa lausa handleggn- um utan um háls honum, óvart en þétt. Og um leið og hann snéri sér við með hana, hafði hún lagst að barmi hans, fundið andar- drátt hans, snöggan og heitan, beint í and- litið. Hún ætlaði að segja eitthvað, en kom engu orði upp. Blóðið þaut fram í andlitið og augun skutu logum, brennandi eldi — fanst kennaranum. Loksins sagði hún: »Þakka þér fyrir. Þú ert svei mér ekkl kraftalaust. Röddin skalf. »Maður getur alt, þegar í óefni er komið. Hér var ekki nema um líf eða dauða að teflac Hann hló oghún tók undir hláturinn. Hann spurði um lambið. Hún var því auðheyranlega ókunnug. Hún sagði að Pét- ur annaðist það alt fyrir sig. En nú ætlaði hún að sjá, hve það hefði vaxið síðan það fór á gjöf. Skarphéðinn rétti henni höndina að skiln- aði. Honum fanst hún taka undarlega þétt í hana. Hún hélt áfram til húsanna. Hann heim til bæjarins. Honum varð litið á gluggana um leið. Ein rúðan hafði brotnað, af troðn- ingnum innan við. Einhver hafði hrópað upp, að kennarinn stæði með Arnfríði í faðm- inum uppi á fjárhússlóð. Það vildu allir sjá. Og rúðan fór í þúsund mola. Þegar Arnfríður kom í húsið, gleymdi hún erindinu þangað, lambinu, fötunni í hendinni á sér — öllu nema augnablikinu, sem hún hvíldi á handlegg skarphéðins og fann brjóst þeirra snertast. Hvað skyldu stúlkurnar hafa sagt heima í bænum? Þetta var þeim mátulegt. Hún hafði grun um, að þær gengu á eftir kennaranum með grasið í skónum. hafði hann tekið i fang sitt. Henni varð undailega hlýtt við þessar hugaanir. . . .' Hún fór úr húsinu án þess að hafa gefið lambinu úr fötunni. Skarphéðinn fór að hugsa um þetta atvik nánara. Þetta var ógnarlega saklaust, barna- legt. En það gat orðið visir til hins og ann- ars í munni fólksins. Nú. Það stóð þá í glugganum til ein- hvers. í raun og veru var Arnfríður glæsilegasta stúlka, fanst kennaranum. Þó var eitthvað ógeðfelt við drættina kringum munninn. Þeir voru ekki hreinir. Honum fanst, að þar gerast ýms svipbrigði, sem hvergi sýndu sig annarstaðar á andlitinu. En augun! En augun! Hann var farinn að tauta þetta fyrir munni sér, hvað eftir annað. Og orð- in bergmáluðu einhverstaðar inni í honum. Þeasar hugsanir grófu um sig. Hann fann, að hann var að eignast þarna neista, sem hann gat blásið lífi í og gert úr stórt b'ál. Hann hafði nú um nokkurn tíma verið frem- ur fátækur af lýsandi og vermandi eldi, sem hann átti sjálfur. Hann hafði lifað á kensl- unni einni, ausið sjálfum sér upp í henni. En nú fann hann, að það nægði ekki til hlítar. Hann varð að fá eitthvað, sem var séreign hans, sem enginn annar gat eða mátti hafa aðgang' að, einhvern helgidóm. Allir menn þurftu að eiga sér helgidóm. Og þarna var hans helgidómur að mynd- ast, hélt Skarphéðinn. Hann gerði sér enga grein fyrir, hvað var að vaxa i honum. En hann fann, að það var byrjun til nýs lifs, sem hann gat unað við, þegar annað þraut. Það var langt síðan, að honum hafði liðið eins'vel og þetta kvöld. Hann var öruggari um gleði sína, auðugri. En sama atvikið hefur misjöfn áhrif. Arnfríði var fundurinn á sióðinni til nautnar, Skarphéðni til óljósrar og óráðinn ar gleði, vinnufólkinu til umtalsefnis, blöiid- uðu háði, hlátrum, undrun og öfund. En, svo var ein enn, sem varð ver úti. VI. KviJcnar í gömlum glœðum. Nokkuru síðar um kvöldið, kom Þórunn húsfreyja fram í frambæinn til einnar vinnu- konunnar, og bað hana að gera eitthvert verk fyrir sig, sem lá á. Rétt í því, að þær voru að skilja, gekk Skarphéðinn fyrir glugg- ann, sem vissi fram á hlaðið. Þeim var báðum litið út. Þórunn aá, að vinnukonan glotti um leið og hún sá kennarann. Þetta kom henni til að staðnæmaat. Hún var bú- iii að segja stúlkunni fyrir verkum. En hún hafði óstjórnlega löngun til að fá að vita, hvað henni gengi til að glotta að kennaran- um. Vinnukonan var fljót og notaði sér tæki- færið úr því einhver var til að hlusta á hana. Hún var auðvitað búinn að tala i fulla tvo tima um þetta efni. En margt mátti segja enn. Hún byrjaði tafarlaust; »Hann litur ekki út fyrir að vera sérlega feiminn við kvenfólkið, blessaður kennarinn«. Það mátti skilja á röddinni, að hún hefði ýmsar upplýsingar um þetta á boðstólnum. Þórunn kiptist við. En hún varð þess ekki vör. Þó var eins og hvíslað væri að henni, að hún skyldi færa sig i skuggann. Hún var ekki viss um, að hún hefði vald á svipbrigðum sínum. »Hvað fmnurðu að honum?« spurði hún. Ef vinnukonan hefði ekki verið jafn áfjáð, hefði hún tekið eftir annarlegum hreim í rödd húsfreyjunnar. »Mór finst það ekki bera vott um mikla feimni að faðma að sér lítið kunnuga stiilku hér úti á fjárhússlóðinni. Eða hvað flnst þér?« Þórunn sneri sér við út I eitt hornið og lést vera að gæta þar að ýmsum húsmunum, er stóðu þar. Hún fekk ákafan hjartslátt. Hana langaði til að stökkva að stúlkunni og tæta út úr henni hvert orð um þetta, svo svo hún þurfti ekki að engjast lengi í þessum óvissu kvölum. En hún þrýsti sjálfri sér til að þegja stundarkorn. Loks sagði hún: »Hver segir þetta?« »Það segja nú margir. En eg horfði á það, ein með öðrum*. »Og hvaða stúlka var svona — svona lán- aöm?« »Það var hun Arnfríður hérna. Feimnin þjáir hana ekki heldur, stúlkuna þá«. Nú var eins og Þórunn vissi ekki, hvort hún ætti að standa á verði gegn gráti eða hlátri. Hvort tveggja fanst henni vilja brjót- ast fram. En hvorugt mátti fá útrás. Hún snéri sér aftur ut að veggnum. Hún föln- aði ýmist eða roðnaði. Vinnukonunni fanst, að henni þykja þetta furðulega smávægilegt. Hún ætlaði að hefja máls á þessu aftur, en þá var Þórunn kom- in fram hjá henni í einni svipan og út. Hún hljóp inn göngin eins og hún væri að flýja undan einhverju. Nei! Ekki inn. Þar var fult af fólki. Út? Þar gat einhver mætt henni. Hún snéri við sömu leið til baka. Vinnukonan var farin úr framhýsinu. Þórunn hljóp þar inn og tvílæsti á eftir sér. Þar gaf hán öllum hugsunum sínum lausan tauminn. Drottinn minn! Hvað var að gerast i henni, hvernig var hún orðin? Mátti henni ekki standa á sama, hvað kennarinn gerði ? Hvað varðaði hana um Arnfríði? Hvað kom henni við, þó Skarpheðinn tæki allar stúlkur ver- aldarinnar í faðm sinn fyrir allra augum? Hún, gift konan og þriggja barna móðir. Hún hnipraði sig inn í eitt hornið, hélt höndunum fyrir andlit sitt, eins og hún fyr- iryrði sig fyrir dauðum hlutunum og myrkr- inu, eða fyndist hún vera nakin og allir horfa á sig. N

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.