Ísafold - 14.09.1921, Síða 4

Ísafold - 14.09.1921, Síða 4
« ISAFOLD „IXION“ Cabin Biscuits (skipsbrauð) er búið til af mðrg- mr. mismunandi tegundum sérstaklega hentugt fyrir íslendinga. í Englandi er „IXION“ brauð aðalfaeðan trm borð í fiski- skipum. Fæst í öllum helztu verzlunum. Aðgætið að nafnið „IXION“ sé á hverri köku. Vörumerkið „IXION“ á kext er trygging fyrir hollri og góðri fæðu. wIXIONa Lunch og „IXION“ Snowflake Biscuits ósætt er óviðjafnanlegt með kaffi og te. byrjar 1. nóvember og Btarfar 6 mánuði. Aðgang fá bæði piltar og atúlkur, allstaðar að meðan rúm leyfir. Skólagjald 60 kr. greiðist í byrjun. Inntökuskilyrdi: Að vera vel læs og skrifandi, þekkja 4 höfuðgreinar reiknings í heilum tölum og metrakerfi. Hafa óflekkað mannorð og engan næman sjúkdóm. Nemendur hafa heimavist ef þeir vilja og matarfélag. Alt, sem þar að lýtur, verður undirbúið fyrir þá. Helmingur áætlaðs kostnaðs greiðist í byrjun skólaársins, en ábyrgð gefin fyrir greiðslu hins. Skólinn veitir kenslu í öllum almennum námsgreinum, sem kendar eru í alþýðuskólum, og lætur sér ant um framfarir nemenda. Umsóknir sendist fyrir 5. október og eru bundnar við allan skólatimann. Undirritaður gefur nánari upplýsingar. Hvammstanga 18. ágúst 1921. Asgeir Magnússon skólastjóri. Kennara vantar við farskóla Stokkseyrarhrepps. Umsóknir sendist fræðslu- nefndinni fyrir 1. oktober þ. á. Fræðslunefndin. i fundnalandsmenn. Allar aðrar stór- fiskiþjóðir eru út'.lokaðar írá :ð taka þátt i veiðinni. Stórfiskiþjóð eins og Norðmenn, sem stunda veiðar út um allan heim hafa ekki getað stundað veiðar við Nýfundnaland. Þótt Þjóðverjar hefðu njósnað og mælt upp hvern krók og kyma við Nýfundnaland og Labrador og þektu þar betur til en nokkrir aðrir, var þeim þó fyrirmunað að veiða þar nokkra bröndu úr sjó. Orsökin er ekki sú, að miðin og veiðin sé ekki frjáls, heldur að það er oflangt fyr- ir Norðurálfuþjóðir að sækja veið- ina heiman að frá sér, en ómögu- legt að fá að leggja fiskinn upp þar vestra: hvorki hægt að komast að samningum um það mál, né hægt að gera út með þarlendum mönn- um sem leppum eða öðru yfirskyni. Á þessu er tekið með þvilikri of- stæki þar vestra. -----0_--- Stjjörnuliffræði. XIX. Furðulegt næsta er framhaid Hfs- ins á jörðu hér, eins og nú var á vikið. Og þó má finna, þegar nátt- úran er rannsðkuð af nógum áhuga á að iosa sig við vilíandi fyrirfram- sannfæringar af ýmsum tegundum, að á öðrum stjörnum verður fram- haid lifsins i ennþá miklu furðu- legri hátt. Eigi einungis ljósið, hit- inn, rafmagnið, segulmagnið, bylgjar íram um geimdjúpin, frá stjörnu til stjörnu, heldur einnig lífmagnið. Lifmagn þess, sem býr á einni störnu skapar sér nýjan likama á skyldu aflsvæði annarar stjörnu, eins og áður hefir verið útskýrt að nokkru. Og hér má nú sjá fram á mjög stórkostlegt lögmál í líffræði. Mann- kyni, sem skamt er komið og litið er samstilt, eins og á jörðu hér, fjölgar einungis með fæðingum. En þar sem lengra er komið, samstill- ingin meiri, fjölgar fyrir likamning af tilgeislan skyidra. Fullvaxnir koma hinir nýju íbúar þeirrar stjörnu fram. Það er dálitið líkt og þeir skolist á land úr geimdjúpinu, svo að orðið alluunt, sem Swedenborg hefir um komu andanna til andaheimsins, á ekki svo illa við. Og þó skildi hinn ágæti Svíi ekkert i þessum hlutum, sem hér eru orðnir að náttúrufræði. Sá, sem deyr burt af jörðo hér, þarf ekki að koma fram í betri stað. Hann kemur aðeins fram á skyidum stað en samstiltari. Og það getur verið að menn séu þar samstiltari I illu. En um þetta þýðingarmikla atriði verður auðvelt að fræðast með rannsókn, þegar rétt aðferð er höfð. XX. A stjörnu þar sem mannkyn er vanþroskað og ósamstilt,eruallirlbúar stjömunnar þar upprunnir. En þar sem^mannlíf er þroskað og samstilt, eru sumir ibúar hnattarins aðkomnir með þeim hætti sem áður hefir ver- ið á vikið. Hnötturinn er fyrir þetta aðkomufólk »annar heimur*, eða »hinumegin« það sem svo mikið er um talað og af svo litlum skilningi, á stjörnum þar ?em skamt er komið i líffræði. Jafnvel 'um nokkurn ald- nr eftir að hermsfræðin er komin það á veg, að menn eru farnir að vita af sólhverfnm^öðrum svo mörg- um, að engri tölu verður á komið, þá halda þeir þrálátlega fast við hinn forna misskilning sem heitir aodaheimur og »hinumegin«, ogtakaí fyrstu hinni mikluuppgötvun í líffræði ekki svo ólíkt, sem vera þyrfti þvi sem hinni miklu uppgötvun í heims- fræði hafði tekið verið nokkrum kynslóðum áður, jafnvel þó að hætt sé að taka menn og beinlínis kvelja til dauða fyrir það að hugsa nýar hugsanir, eins og gert er meðan visindin eru að byrja að ryðja sér til rúms. Helqi Pjeturss. --------0--------- Bréf frá Italiu. Eftir Siqfús Blöndal. Fyrstu VI kaflarnir af bréfum Þessum komu í Lögréttu í vor, og framhaldið, sem hér fylgir, er.skrifað snemma í vor suður á ítaliu, þótt ekki hafi það náð hingað fyr en nú nýlega. Höf. kom heim til Khafnar úr Ítalíuferðinni í júli, en segir, að tvo mánuðina þar á undan hafi ver- ið erfitt að senda nokkuð meðpósti frá Italiu. — í fy/stu köflum bréfs- ins segir höf. frá ferð sinni frá K.höfn suður til Milano á Ítalín. VII. Kvöldið áður en eg fór frá Mi- lano veittist mér sú ánægja að landi okkar Eggert Stefánsson söngmaður og frú hans, ítölsk að ætterni, heim- sótti mig á hótelinu. Eg hafði heim- sótt danska konsúlinn og hann gaf mér utanáskrift Eggerts — á hóteli rétt hjá dómkirkjunni. Hann var samt fluttur þaðan, en eg skildi þar eftir miða hjá postaraðum (»portieri« á Hafnarlslensku) um hvar nú væri mig að hitta og að mig Iangaði til að heilsa upp á hann, þvi portarinn sagði að Eggert gengi þar stundum framhjá. Svo varð og um kvöldið, að Eggert gekk þar framhjá og átti sér einkis ills von; þá kemur port- arinn hlaupandi og segir honum að norður við járnbrautarstöðina á hóteli þar sitji landi hans sem hafi verið að spyrja eftir honum. Og Eggert var þá svo elskulegur að hann brá strax við og hiKÍ mig. Mér þótti einkar vænt um heim- sóknina. Þar sem frú Stefánsson er ítölsk (af alþektum góðum ættnm i Milano) fór samtalið fram á ítölsku, sem auðvitað Eggert talar ágætlega, og hann sagði mér ýmislegt frá högum sinum. Hann fer til ísiands í sumar og þvi ætla eg nú ekki að taka af islenskum blaðamönnum ó- makið að segja frá honum og fyrir- ætlunum hans. Einungis skal eg hér geta þess, að eg var honum hjart- anlega samdóma í þvi að hentugra væri fyrir Norðurlandabúa, sem söng unna og vilja læra að syngja vel, að læra það í því gamla sönglandi ítaliu, móðurlandi sönglistarinnar í Norð- urálfunni, heidur en í Höfn, þar sem að visu eru margir kallaðir söngsennarar, en fáir útvaldir, og ekki altaf sagt að ókunnur nemandi hitti á þann rétta. Ekki svo fáa ís- lendinga og Dani hef eg þekt, sem hafa haft ágæta söngrödd af náttúr- unnar hendi, en fengið hana eyði lagða af sérstökum kennurum sem hafa fylgt tiskunni. Þvi miður hefir á Notðurlöndum og Þýskalandi tiðk- ast seinasta mannsaldurinn ýmisleg- ur hégómi á því sviði — að sínu leyti eins og ismarnir í málverka- listinni, en ítalska sðnglistin hefir ekki eins smitast af þeirri illu sýki, heldur haldið við góðri og gamalli aðferð, bygðri á rannsóknum og reynsls margra kynslóða. Maður með söngeyra heyrir fljótt hvort söngmaðurinn hefir lært kokjarmið dansk-þýska eða hreinan, skæran italskan söng. Og auðvitað segja þeir sem í tískunni tolla að hinir kunni alls ekki að syngja — játa, að reyndar séu til heimsfrægar und- antekningar, — en samt sem áður — þeirra söngaðferð sé hin eina rétta. Svona gengur það nú viðar en í listum og söng. En mismun- inn á einstökum atriðum aðferðanna verða mér söngfróðari menn að út- skýra. Frá Milano fór eg til Genúa, og er um það lltið að segja. Lestin var troðfull af fólki; höfðu auðsjáanlega verið seld miklu fleiri bllæti en lest- in gat tekið af fólki. Gunnar Egil- sen, umboðsmaður íslensku stjórn- arinnar í Genúa, hafði gert mér þann mikla greiða að útvega mér stað þar suður við Miðjarðarhaf; hann tóknú á móti mér í Genova, ók með mig um borgina og sýndi mér þar ým- islegt, og fylgdi mér svo siðdegis á járnbrautarstöðina. Svo um 6 leitið kom eg til Santa Margherita Ligure, eitthvað klukkutima leið fyrir austan Genova; á Miðjarðarhafsströndinni, innan og austantii á skaganum sem myndarRapallo-flóann (GolfoTigulio). Eg hafði eiginlega hugsað mér ströndina hér nokkuð óðruvisi en hún nú i raun og veru er. Sérstak- lega hafði eg hngsað mér blóm- skrúðið miklu meira. En eg hef komið of snemma — lauftrén eru fá útsprungin enn, nema appelsinu og sítrónutrén, en þar er lika nærri því búin fyrsta uppskeran. En eg læt huggast, þegar eg heyri að eftir svo sem mánuð komi aftur blóm á appelsinutrén og ný uppskera. Garðurinn við hótelið sem eg bý á liggur niðnr að sjónum; það eru mest pálmar og appelsínutré, sem þar eru; niður við sjó eru flatar klappir og hellir, sem maður getur setið í þegar rigning er — með öðrum orðum, einkar ákjósanlegur staður. Upp í landið er að sjá suðurhlið- ar Apennínafjallanna, lág fjöll held- ur, hálsar að kalla má, hér niður við sjóínn, hærri fjöll í fjarska og ennþá snjór á einstaka tindum. Það sem mest ber á eru sigræn trén, ýmsar furutegundir sérstaklega, pálmatrén neðst í hliðum og við ströndina, og svo sérstaklega olíu- trén, með blágriu laufi; þar sem bér i urohverfinu er mjög mikið af þeim, eru litirnir á fjallshliðunum yfirleitt ekki nærri þvi eins hlýir eða skærir og t. d. i Vestur-Noregi eða í Danmörku. Santa Margherita Ligure er gam- all bær, ekki sérlega stór, nm 6ooo íbúar, en auðugur og merkilegur að ýmsu leyti. Fólkið hefir orð á sér fyrir tvent, karlmennirnir þykja fyr- irtaks sjómenn, en konurnar snill- ingar í handavinnu, eiokum í því að búa til kniplinga. Viða sér mað- ur vott um hvorttveggja; niðri i fjörunni hjá sjómönnunum, sem vorrr. að greiða net sin, sátu konurnar með kniplingavélar sinar (tombola), og það er varla sú gata til hér, að maður rekist ekki á kniplingakonu, sem situr úti við vinnu sina. Hér er lika talsverð báta- og skútusmiði Húsin eru yfirleitt há og og marg- loftuð; götarnar flestar þröngar og steinlagðar allflestar; fá hús eru eig- inlega falleg. Hér eru ýms stór hótel, en flest þeirra uppi I hlíðunum og örfá með aðgang að fjörunni, eins og það sem eg nú bý á. Og eg er líka heppinn með fólkið, sem hér býr yfirleitt. Flestir era Svissar, næst komum við Norðurlandabúar og svo Englend- ingar, lika fáeinir Rússar, Austurrik- ismenn, Hollendingar og Þjóðverjar — og einn Tyrki, og svo auðvitað ítalir sjálfir, fólk af meðslstéttunum, bankamenn, kaupmenn, læknar, mála- færslumenn með konur sinar og börn, o. fl. Hótelið er rólegt og hreinlegt og fremur ódýrt eftir þvi sem hér gerist. En samt verða út- gjöldin miklu meiri en gert hafði verið ráð fyrir i Danmörku áður en eg fór og ber margt til þess, meðal annars að italska stjórnin hefir lög- leitt i. marz »óhófsskatt« (»tassa di Ljósgrár vagnhestur, með markinu: tvístýft aftan vinstra, hefir tapast frá Álafossi fyrir nokkru síðan. Að líkindum hefir hann strokið eitthvað austur fyrir Hellisheiði. Æ.- lusso), og ferðamenn verða Hka að borga hann i hlutfalli við hæð hótel- reikninga. Eg kynnist fljótt ýmsu af þessu fólki, ferðast út um héruðin, eink- um með svissnesku fólki, sem eru nágrannar minir við borðið, — ann- ars reyni eg að læra itölsku sem mest eg má, óg því flatmaga eg dögum saman niður við sjó á klöpp- unum þar, með ítalskan róman, og skrafa við italska fólkið eða híusta á tal þessa. Frh.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.