Ísafold - 06.01.1926, Blaðsíða 1

Ísafold - 06.01.1926, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR: Jón Kjartansson, Vnltýr Stefánsson, Síml 498. Anglýsingasúni 700. ISAFOLD Árgai ;uiinn kostar & árónnr, Gjalddag L ju£ Afgrettib Og imnl "nta í Ajistix ctræti Sím, m& DAGBLAÐ:MORGUNBLAÐIÐ 5t. árg. 2. tbl. Miðvíkudaginn 6. janúaf 1926. tsafolriarprentsmiðja h f Rrið 19Z5. Eftir lón Porláksson. Afkoma þessa árs hefir að talsverðu leyti mótast og markast af því, að næst á undan var geng- ið óvenjulega affarasælt ár, sem færði mikinn arð og ljetti skulda- byrði landsins að miklum mun. Þess vegna gat árið 1925 orð- ið viðskifta- og framkvæmdaár í besta lagi. Verklegar framkvæmd- ir af hálfu hins opinbera urðu að vísu í minna lagi, en verklegar framkvæmdir einstaklinga hafa líklega að öllu samantöldu orðið meiri heldur en á nokkru einu ári áður. Einkanlega hefir orðið mikil aukning á fiskiflotanum, bæði togurum og mótorbátum, og miklar húsbyggingar í kaupstöð- um, ekki síst í Reykjavík, Hafn- arfirði og Vestmannaeyjum, er virðast vera í einna mestum vexti nú sem stendur. 1 sveitunum hafa 'framkvæmdirnar orðið tiltölulega minni, en þó hefir þar einnig ver- ið unnið meira að húsabótum en undanfarin .ár. í einstöku hrepp- nm bestu hjeraða landsins, er talið að 8 nærfelt hverju býli hafi eitthvað verið by'gt að nýju, ann- aohvort íbúðarhús, hlaöa eða pen- iugshús. Þörfin á húsabótum í sveitunum var líka orðin óvenju brýn eftir 10 ára' kyrstöðu í þeim efnum. Þessar framkvæmdir hafa að mikln leyti verið bygðar á arði ársins 1924. Sjálft var árið 1925 yfir, höfuð fremur hagstætt, en þó æði miklu gloppóttara- en af- bragðsárið næsta á undau. Mann- skaðaveður ollu sorglegum sjó- slysum fyrri hluta ársins og slys- um á landi undir árslokin. Sum- arveðráttau var einhver hin blíð- asta sem menn muna á Norður- landi og Austurlandi, en á Suð- vesturlandinu var hún í erfiðara lagi til heyskapar og fiskverk- unar. Aflabrögð og heyfengur manna mun þó hafa orðið í góðu meðallagi yfir landið í heild.Versl unin hefir verið fremur hagstæð, þ. e. viðunandi hlutfall milli verðlags á innlendum afurðum og erlendum varningi, en þó eru á þessu sviði dökkir blettir, ull óseljanleg viðunandi verði, síld sömuleiðis síðustu mánuði ársins og ýmsar fiskitegundir aðrar en stórfiskurinn í fremur lágu verði. Þó virðist hafa orðið sæmilegur verslunarjöfnuður þrátt fyrir hinn mi'kla innflutning, því að erlend innstæða bankanna er í árslokin ámóta og í ársbyrjun, og óútfluttar afurðir meira að vöxt- um en á síðustu áramótum. <• Næst á eftir hinu óvenju fjör- uga athafnalífi einstaklinganna er það gengishækkun peninga vorra, sem einkennir mest þetta ár. Á árinu 1924 hafði gullgildi ís- lenskrar krónu hækkað úr 54 gnllgildum aurum, upp í tæpa 63. Éftir þeim skoðunum, sem hafa verið ríkjandi meðal hagfræðinga, hefði sú hækkun átt að nægja til þess að gera árið 1925 að fram- kvæmdalitlu atvinnuskortsári, með engum möguleikum til frek- ari gengishækkunar. En í þess stað varð hækkunin ennþá meiri 1925 en árið áður, krónan hækk- aði upp í 8iy2 gulleyri. Hækk- unin nam rjettum helmingi þess er krónuna vantaði á gullgildi í ársbyrjun. Þar fylgdist húu með norsku og dönsku krónunni, sem tóku ámóta stökk upp á við á árimi. Naumast þarf að efa það, að þessi öra hækkun valdi nokkrum erfiðleikum, en liðnu hækkunarárin tvö eru talandi vottur þess, að afkoma atvinnu- lífsins ákvarðast af fleiri orsök- um en gengisbreytingunum ein- um, og að aðrar orsa'kir mega sín svo mikils á þessu sviði, að tals vert mikilla gengisbreytinga gæt iv alls ekki í samanburði við þær ef svo ber undir. pað er alkunn ugt að veðrátta, aflabrögð og hey fengur eru æði mismunandi ár frá ári og að sá mismunur veldur mikra um góða eða laklega af- komu þjóðarbúskaparins, á mik- inn þátt í sveiflunum á afkomu atvinnurekstrarins. Hinu hefir naúmast verið veitt nægileg eft- irtekt, að hagstæð eða óhagstæð verslun veldur þó langmestu um alla afkomuna. . Hvort 'verðlagið á útflutningsvörum okkar er hátt eða lágt í samanburði við al- menna vöruverðlagið í heiminum, það er langsamlega þýðingar- mesta atriðið. Sveiflurnar á þessu „verslunarárferði" hafa verið svo miklar síðan í stríðsbyrjun, að þær einar hefðu nægt til þess að gera sum árin að efnalegum eymdarárum en sum að veltiár- um. Þessi tvö síBustu ár hefir nú yfirieitt farið saman hagstreð verslun og góður aflafengur á sjó og landi, og þessar hagstæðu orsakir hafa verið svo sterkar, að gengishækkunin hefir ekki getað haggað niðurstöðunni að neinum mun, enda hefir gengishækkunin beinlínis að miklu leyti verið af- leiðing af þessum sömu hagstæðu orsök^m. Því miður er nú ekki jrnt enn þá að lýsa afkomu liðna ársins með fullri vissu, af því að skýrsl- ur vantar alveg um einn höfuð- liðinn á reikingi þjóðarbúsins, en það er verðmæti innfluttrar vöru á árinu. Eftir núverandi tilhögun er engra upplýsinga að vænta um þennan Hð ársins 1925, fyr en einhverntíma á árinu 1927 í fyrsta lagi. Þessi algerða vöntun á sam- tíma vitneskju um svo mikilvægt atriði í atvinnulífi þjóðarinnar er ekki vansalaus, og hún getur orðið hættuleg hvenær sem ár- ferði hallar, því að forráðamenn banka og f jármála í landinu geta með engu móti vitað í tæka tíð hvaða ráðstafanir þarf að gera til þess að verjast áföllum er að kreppir, ef þessa vitneskju vant- ai. Af þessum ástæðum hefir landsstjórnin ákveðið að gera til- raun til þess að fá mánaðarlegar skýrslur um verðmæti innflutn- ings frá næstu áramótum. Til- rauninni verður haldið áfram fyrst um sinn eitt ár, og ef hún hepnast þolanlega, er tilætlunin að koma þessu síðan á fastan fót. Sýslumenn og bæjarfógetar eiga að innheimta innflutuingsskýrsl- nrnar jafnóðum og vörurnar koma, leggja saman allar upp- hæðirnar úr umdæminu þegar eft- ic lok hvers mánaðar og tilkynna fjármálaráðuneytinu niðurstöð- una í símskeyti, og er vonast eft- ir að unt verði að tilkynna sam- tölur mánaðarinnflutnings fyrir alt landið, eigi síðar en 10 dög- um eftir mánaðarlokin. Er því hjer með sjerstaklega beint til versl- unarstjettarinnar um alt land, sð hun bregðist drengilega við og láti aldrei bregðast degi lengur að útfylla og afhenda innftutn- ingsskýrslur sínar, eftir því, sem sýslumenn leggja fyrir. Jafnhliða t'itflutningsskýrslunum, sem Geng isnefndin innheimtir og birtir mánaðarlega, eiga þessar mánað- arlegu innflutningsskýrslur að sýna verslunarjöfnuðinn á hverj- vm tíma. Ef þetta tekst, verður um næstu áramót hægt að gefa nokkurn veginn skýra mynd af niðurstöðu atvinnulífsins á því ári, sem nú fer í hönd. Á gamlársdag 1925. og afgreiddi fjárlögin með tekju- halla, er áætlaður er nærri % milj. kr. -0----OQO----0- StjÓE'nmálin 1925. Hvergi kom stefnumunurinn milli flokkanna, íhalds- og Sjálf- stæðisflokksins annarsvegar og Framsóknar og jafnaðarmanna hinsvegar, greinilegar í ljós en í verslunarmálum. Þrátt fyrir harðvítuga mótspyrnu hepnaðist þó íhaldsmönnum og sjálfstæSismönnum að endurreisa að fullu verslunarfrelsi landsmanna. Frá 1. jan. þ. á. að telja, er versl- un með steinolíu og tóbak gefin frjáls, en þessar vörutegundir hafa um skeið verið bundnar á einokun- arklafann. Verður þingsins 1925 lengi minst fyrir þessar gerðir í verslunarmálunum, og verður áreiS- anlega mikil vonbrigði meginþorra landsmanna, ef það eigi reynist heilla- og gæfuspor fyrir land og lýð, sem þarna var stigað. Fljótt á litið kynni einhverjum að virðast, sem fremur hafi verið dauft yfir stjórnmálalífinu áriö sem leið. En svo er þó ekki. Þeir við- burðir á stjórnmálasviðinu hafa skeð á árinu, að framtíðin mun skoða þetta ár sem mikilvæg tíma- mót í stjórnmálasögu landsins, — tímamót þar sem stefnur aöalstjórn- málaflokkamia í landinu mörkuðust skýrar en þær liöfðu nokkurru sinni áður gcrt. I þfemur œokilvægum málaflokk- um kom þessi stefnumunur í ljós á Alþingi 1925: I fjármálum, versl- unarmálum og sjálfstœðismálum, og skal í stórum dráttum athugaður hver flokkurinn út af fyrir sig. Sjálfstæði landsins er af engu jafn n^ikil hætta búin og því, ef erlend- um þjóðum er leyft aS hagnýta sjer hinar auðugu uppsprettur lands vors og sjávar. Sýndi það sig best meðan kjöttollssamningurinn við rumlega 1 miljón króna nægja til Norðmenn Bt66 yfir? nve feikna mik greiðslu vaxta og afboigana á ft kapp Norðmenn logðu >ar á> að skuldum í stað þess, að yfir 2 £á aðgang að þessum auðsuppsprett milj. kr. þurfti til þess, þegar stjórn um 0g hyemig hefgi farið< hrfði Ihaldsflokksins tók við völdum. Ein Framsóknarfiokkurinn náð voldum miljón króna yrði þá tfl reiðu á { landinu á >eim árum, _ Stjórn ári, sem verja mætti til verklegra flokksins hafði afsalií5 á rjettind. framkvæmda í landinu, í viSbót við umm £ höndum sjer< og beið eftir það, sem nú er varið í þessu skyni. 1ækifæri til >ess að láta >au af Getur þá farið að miða drjúgum hendi En> gem betur |6 ^f^. á þær mörgu og miklu fram- kvæmdir, sem vegna fjárskorts hafa orðið a« bíða á undanförnum árum. , ið kom aldrei. Flokkurinn beið 6- sigur í kosningum þeim, er í hönd Gæfan virðist hafa fylgt okkur var bjargað fyrir atfylgi íhalds- Þegar 1 lialdsflokkurinn var stofn- aður á þingi 1924, var aðalverk- efni flokksins: fjárhagsleg viðreisn ríkissjóðs. Hefir flokkurinn nvi unnið að því starfi hátt á annað ár, og hefir árangurinn orðið svo glæsi- legur, að dæmi þess finnast ekki í stjórnmálasögu landsins. Við árs- lok 1923, voru skuldir ríkissjó'Ss nál. 22 milj. kr.. eftir þáverandi gengi króriltnnar og 'af því voru lausaskuldir 4—5 milj. kr. Þurfti þá um 2 milj. krónur árlega til þess að standa í skilum með greiðslu vaxta Og afborgana. Nú er svo komið, að meira en helmingur lausaskuldanna er greidd ur að fullu, og ríflega hefir verið ljett á öðrum skuldum. Verði hægt að halda þessari fjármálastefnu á- fram, er margt sem bendir til þess, að ríkisskuldirnar verði að ári liðnu komnar niður í 11 milj. krón- ur, og lausaskuldirnar með öllu horfnar úr sögunni. AfíeiSing þess- arar hollu fjármálastefnu yrði svo sú, að eftir eitt til tvö ár myndi þessi ár. Samfaía gætilegri fjár-!manna Qg sjálfstæðismanna á þingi. málastjóm hefir hagstæð afkoma til Á síðagta þingi yar enn betur lands og sjávar hjálpað ómetanlega ^ fyrir >egsa afskaplegu hættu? yfir verstu örðugleikana. Hafa and-! vofír vfir sjalfstæSi lands vors> streðingar núv. stjórnar líka oft „f erlendum þjóðum er leyft ótak. reyntaðberjaframþástaShæfmgu,! arfeað ag hagnýta gjer ^^ að eigi væri vandi að stjórna land-|gæði; en £ >eim efnum ^^ stjorn inu í slíkri árgresku. En slíkt er Pramsóknar hafa flotið sofandi að stór misskilningur. Gamalt máltæki feigðarósi_ Er enn £ fersku miimj segir, að ekki sje minna um vert að axarskaft Framsóknarráðherrans, er greta fengins fjár en afla, og hvern ig mundi þjóðarbúskapur vor standa nú, ef eigi hefði í góðærinu veriö néitt hugsað um skuldabaggann, sem á ríkissjóði hvíldi? Hvernig myndi hagur vor standa nú, éf við enn hefðum 18—20 milj. kr. skulda- bagga á herðunum, og ef Alþingi hjeldi áfram að afgreiða fjárlög með 1—2 milj. kr. tekjuhalla? Þaö sem helst lamar íhalds- flokkinn í viðreisnarstarfinu, or fá- menni flokksins á þingi, eða rjett- ara sagt, að hann er þar ekki nógu öflugur. Sýndi það sig best á síðasta þingi, þegar andstæöinga- flokkarnir taká saman höndum, að hann met5 fjarstæðri lögskýringu opnaði erlendum þjóðum greiðan aðgang að auðsuppsprettum sjávar vors, með því að heimila innlendum mönnum að taka erlend skip á leigu til fiskveiða hjer við land. ÞingiS 1925 lokaði þessari hættulegu braut, og verður hún vonandi aldrei opn- uð aftur. Utan stefnumálanna á þingi 1925 sem • nú hefir verio lýst, má kalla merkasta viðburð ársins á stjórn- málasviðinu, að þegar leið á sum- arið, kemur hávær krafa frá mál- gagni aðal andstæðingaflokks núv. þeir geta ráðið of miklu í fjármál-1 stjórnar um þaö, að í gengismálinu um. Svo fór, að stefna íhaldsflokks-1 bæri að vinna að því, að stöðva ins varð ekki einráð á þinginu. hækkun íslensku krónunnar, og und Útkoman varð líka sú, að þingið irbúa stýfing hennar í þvi verði er hækkaoi gjöldin um tæpa 1 milj. kr. hún þá var. Krafan var fram kom-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.