Ísafold - 15.05.1926, Blaðsíða 2

Ísafold - 15.05.1926, Blaðsíða 2
ISAFOLD málshöföunartillagan. Bæða forseta sameinaðs þings í Ed. þarat 6. þ. mán. .— Vöruflutningar fara fram undir vernd lögreglunnar. Bnglen dingar eru ekkert hræddir við það að láta lögregluna'vernda menn, sem vilja vinna, þótt verkfall sje. kolanámurnar að bera sig, sem aSr- ar atvinnugreinar. Verkamannafoririginn Thomas lýsti því þar yfir, að öll mælgi ura stjórnarbyltingu væri gripin úr lausu lofti, því hún hefSi hverf- andi fylgi meðal þjóSarinnar. Churchill gat þess, að enn væri hægt að hefja nýjar samningatil- raunir. Eftir blaðafregnum aö dæma er útlit fyrir, að þingleiö- togar allrá flokka hafi verið hinir sáttfúsustu á fundi þessum. Sáttafundurinn sem haldinn var seinna um kvöldið varð þó árang- urslaus. Allsherjarverkfallið varg eigi eins skelfílegí og búisí var við. Þegar allsherjarverkfallið skall yfir varS það eigi eins skelfilegt fyrir almenning eins og ætlað var. Járnbrautarsamgöngur stöSvuðust að mestu leyti í svip, póstsamgöng- ur trufluSust sem snöggvast. En bjargráðanefndinni tókst von bráð- ar að ráða bót á þessu, og koma járnbrautarferðum á um alt land- ið, þó lestafjöldi væri eigi nema lítill, í samanburði við það sem venja er til. Óeirðir smávægilegax. Þó erlend blöð flyttu fregnir af atlögúm og uppþotum, kvaS lítið aS slíku; aðeins á stöku stað, svo sem á hafnarbökkum Lundúna og á nokkrum öðrum stöðum þar sem unnið var að matvælaflutningi. Ber þess að gæta, að alt slíkt var gert þvert ofan í boSskap verka- mannafjelaganna — og aS því er virðist gegn vilja þeirra. Verka- mannasambandiS haföi einmitt til- kynt, aS það vildi sjá um, a5 nauð svnl. flutningar hjeldust uppi, og önnur bráðnauösynleg störf. Afstaða verkamanna tú verkfallsins. En þegar þessa er gætt, er auð- sjeð, aS afstaSa verkamanna til allsherjarverkfallsins er einkenni- lega óljós og óákveðin. —"Verka- menn gangast fyrir allsherjar- verkfalli. Er það gert til þess, að setja námueigendum stólinn fyrir dyrnar. En nú eru tildrögin þan, að námueigendur líSa halla, ef unnið er. Þeim er því lítill óleikur gerSur þó vinna stöðvist. Atvinnu- stöðvunin hlýtur í þessu tilfelli að koma. fyrst og fremst niSur á verka mönnum sjálfum. Þeir tapa tekjum af vinnu sinrii. Þegar verkamenn byrja verkfall- iS, vilja þeir koma í veg fyrir mein- legar truflanir í lífi þjóðai-innar. Þeir vilja forða.st sem mest, aS al- menningur verSi fyrir óhagræSi. Þegar á þetta er litið, virðist verk- falls „vopniS" vera orSið bitlaus- ara en til var ætlast. Afstaðan gagnvart Rússum. Daginn sem allsherjarverkfallið var boSaS, kom lit grein í einu stórblaðinu, þar sem þaS var látið í veðri vaka, að verkfallið kæmist á fyrir undirróður Bolsa í Ilúss- landi. Vera má að þetta megi að einhverju leyti til sanns vegar færa. i En þá verSur þess að gæta, að leiStogar verkamanna-þingflokksins, eru á engan hátt við æsingar bendl- aðir í þessu máli. MacDonald, Thomas og Henderson vilja allir | fyrir hvern mun sættir. Sýndu þeir , það þráfaldlega í orði og.verki, þó leigi tœkist þeim að koma sættum á. Þeir lýstu því og yfh- í þinginu, aS hjer væri eigi um neina tilraun til stjórnarbyltingar að ræSa. Bf áhrifa gætir frá Rússlandi, og nái byltingahugur yfirtökum, kemur hann eigi frá þeim mönn- um, sem hingað til hafa veriS leið- togar verkamanna í þingflokkn- um. En í Englandi hefir upp á síSkastið bólað á hreyfingu innan íjelagsskapar verkamanna, sem ver- ið hefir fjandsamleg liinum friS- sömu þingleiðtogum. Dragist þaS lengi aS friSur komist á í deilu þessari, má svo fara, að baráttan verði hörSust innan verkamanna- flokksins, milli hinna „hægfara" jafnaðarmanna og hinna sem bylt- ingu vilja. » Baldwin talar í úivarp. A laugardaginn þ. 8. maí hjelt Baidwin forsætisráðherra útvarps- ræðu. Var þaS á 5. degi allsherjar- verkfallsins. Hvað eftir annaö hafSi hann Jýst því yfir áður, að hann værí fús til þess að byrja samninga að nýjn. En hann gengi ekki að samningaborði fyrri en verkamenn hefðu hætt við allsherj- arverkfallið. Þessu höfðu verka- menn neitað. I útvarpsræðunni komst hann m. a. þannig að orði: Jeg vil gera almenningi það. skiljanlegt, að stjórninni leikur • eigi hugur á að þrengja kjör námu manna, eða annara verkamanna. Er 'þaS einlægasta ósk'mín, að verka- menn fái að njóta þeirra launa- kjara, sem þeir hafa, og jeg treysti því, aS mjer takist að koma því. itil leiðar. Mjer er ljúft að beita áhrifum mínum til að fá námueig- endur til að slaka til, eftir því sem' atvinmireksturinn frekast leyfir. Skýrði hann þá frá, aS kola- námumálið væri svo þaulrannsak- að af sjerfra'ðinganefndinni, aSi stjórnin yrði að fara eftir tillögum hennar. — Að endingu gat hann! þess enn, að stjórnin myndi! leitast viS að koma sættum á, jafn- skjótt og verkamenn hættu viS alls-, herjarverkfalliS. Þessi ræSa Bald-' wins er meðal nýjustu blaðafrétta,' sem hingað liafa komið. Fjórum' dögum eftir af hann flutti. ræou j þessa, var allsherjarverkfallinu ljettj af, þ. e. á miðvikudaginn var. Var| það níundi dagnr allsherjarverk fallsins. Allsherjarveíkfallið iór eigi eins og verkamenn ætluðust *il. Þessa daga, sem allsherjarverk- fallið stóð yfir, efldist lið það dag- lega, sem stjórnin hafði yfir að ráSa, bæði til þess að bæla niður óeirSir og til þess að annast flutn- inga og aSra vinnu. Vanstilling almennings, fór vax- andi, aS því er bezt verSur sjeð. lín eftir fyrstu tilkynningu verka- mannasambandsins að dæma, voru allar óeirSir í óþökk verkamanna- fjelaganna. Vinna og flutningar siálfboðaliða varð meiri og skipu- legri eftir því sem lcngra leið. Hvorttveggja þetta mun hafa orðið til þess, aS draga úr kappi verka- manna viS framhald allsherjar- verkfallsins. Konungskoman. Dönsku blöðin segja frá því, að því er segir í frjett frá sendiherra Dana, að ákveðið sje nú, að kon- ungur og drotning leggi á stað frá Danmörku 3. júní og komi hing- að til Reyikjavíkur 12. júní. Kon- 'ungshjónin verða á herskipinu „Niels Juel." Á því verður Knútur prins ein» Jeg ætla að leyfa mjer að fara örfáum orðum um tillögu þá, er hjer liggur fyrir, einungis að því leyti, sem hún snertir mig sjer- sta'klega sem hjeraðsdómara í Rvík, svo og mn ræðu háttv. fl.m. Arás Sigurðar Þórðarsonar, fyrv. sýslumanns, í ritimi „Nýi sáttmáli"^ á mig, beindist eins og kunnugt er, aðeins að embætt- isstarfsemi minni og þó ekki nema að einum af mörgum þátt- xim hennar, nefnilega meðferð sakamála. Við hina aðra embætt- isstarfsemi mína virðist hann ekk- ert hafa að athuga og heldur eigi við manngildi mitt. Arásinni mátti skifta í tvent, nefnilega algerlega órökstuddar dylgjur um það, að jeg stingi sakamálakærum undir stól og ljeti þær ekki koma fram, og kritik á rannsókninni út af hvarfi Guðjóns sál. frá Melum, eða hinu svo- Inefnda Guðjónsmáli. Af því að ómögulegt var að vita við hvað var átt með dylgjunum, ljet jeg mjer nægja að því er þær snerti að lýsa þa^r opiuberlega ós'annar og vísa þeim heim til föð- urhúsanna sem ómaklegum i garð minn og fulltrúa minna og hefir höfundurinn orðið að kyngja þeim niður aftur með þögninni. . Um rannsóknina í Guðjónsmál- inu skrifaði. jeg hinsvegar allítar- lega í brjefi, er jeg sendi höf. fáum dögum eftir útkomu pjesa hans og þykist hafa leitt þar rök að því, að líkurnar fyrir því, að Aðalsteinn hefði myrt Guðjón sál. sjer til fjár, væru ekkj aðrar en þær, sem bygðar væru á drykkju- rausi „kroniskra alkoholista" og bæjarþ.vaðri, er reyndist ekki ann- að en J^vaður, þegar farið var að rannsaka það, þetta. brjef mitt var síðar birt í Morgunblaðinu Og víðar, svo að það er alkunn- ugt orðið. Ætla jeg mjer ekki að fai'a að hafa upp innihald brjefs- ins hjer til þess að önnur útgáfa af því komi í Alþingistíðindunum eins og háttv. flm. hefir með upp- lestri sínum í gær gert það að verkum, að 3. útgáfa mests hluta af „Nýja sáttmála" kemur þar. Auk þess hefir þáverandi full- trúi minn,, sem með rannsóknina fór framan af af minni hálfu, ritað um málið allítarlega í blaði því -— „Stormi" -— er hann gef- to nú út og haldið um það fjöl- sótta, opinbera fyrirlestra, bæði hjer og í Hafnarfirði. Jeg held að mjer sje því óhætt að treysta því, að allur almenn- ingur sje búinn að átta sig á því, hve rakalaus þessi árás á embætt- isfærslu mína var, og að jeg standi nókkurn veginn jafn rjett- ur eftir í almenningsálitinu, að minsta kosti hefi jeg ekki merkt annað. Háttv. flm. gat þess, að fyrs'ca útgáfa „Nýja sáttmála" væri nú útseld og önnui komin út og fanst mjer hann vilja ráða þar af, a5 mikið niark væri te'kið á ritinu. Jeg get nú ekki verið honnm sammála um, að svo þurfi að vera. íslendingar hafa því miður þarni ókost, að þeim þykir gaman að hlusta á. og lesa skammir um ná- ungann. Sá, sem græða vill á út- gáfu pjesa eða blaða} þarf því oft ekki annað til þess að fá kaup- endur, en að ráðast á og skamma menn — því fleiri og því gífur- legar, þess betur gengur ritið ót. Mjer er t. a. m. kunnugt um, að 2500 eintök liafa selt hjer í bæn- iiin á einni viku af „Harðjaxl" Odds Sigurgeirssonar, hins sterka af Skagannm og hef i jeg þó ekki heyrt að mark sje tekið á því, sem í því blaði stendur. Háttv. flm. er sjálfur riðinn -við blað, sem sent er út í þúsundum eintaka vikulega og get jeg hug&- að mjer, að nokkuð af þeirri út- breiðslu, sem það blað hefir feng- if. stafi meðfram af því, að \ þv* ern 'oft skammir. Þá virðist mjer háttv. flm. vilja bera saman árás þá, er jeg varð fyrir í .,Nýa sáttmála" og árás þá, '-r hann varð sjálfur fyrir síðar af hálfu höfundar þessa pjesa, í grein í blaði einu hjer S bænum, og líta svo á, að gæti jeg1 látið vei'a að fara í mál út af árásinni á mig, þá gæti hann og: látið vera að fara í mál út af árásinni á sig. I !,)«')• skjöplast háttv. flm. sem oftar mjög að mínii áliti, því i tvær árásir eru að engn leyti 8ambærilegar. Eins og jeg tók fram áðan snertir árásin á mig þót* i Toik~ iuii væri bygð, ekki manngildi mitt eða mína. borgaralegu ærn. Hún snertir aðeins eina hlið em- bættisstarfsemi minnar og þótt jeg væri óduglegnr sakamála- dómari, þá gæti jeg haldið óskertri embættisæru minni fyrir því, ef jeg væri duglegur embætt- i*maður á öðrum sviðnm. Háttv. flm. hefir hinsvegar ver- ið lýstur „ærula«e lygari og róf- Wt", með öðrum orðmti: Þvi er lýBí jtir að hann sje búinn að Ijúgn og segja svo mi'kið, a8 haain «je orðinn æralans. Þetta er su gífnrlegasta ásöknn sem jej? g«t bngsað mjer á nofckuro œaaa*, og ef hún væri fyllil. a rök túobygo" — enþað getnr hún ekki Teriö, þvi engin maðnr getur ver- M asrulaus, en ef hón væri fyUil. ái rðKraru bygð, þé sikákaði hun hv. flm. eiginlega út úr rnannfjelaginn og Kkipíiði honnm í flokk með krlfarndum, sem menn rökrsðil ejgi m61 við, neUnr sveija eð« spaorka í, ef þau yerða of nær- gfmgot — svona gífnrleg ©r ásök- •unin í garð hátltv. flotnhngsm. af foringjunum, en yfirforingi skipsins verður Godtfred Hansen Bjéliðsforingi. í fylgd með „Niels J«el", verður herskipið „öeysir." ÐanmerknrfaTamir glima & \ Austfjörðnm. Daiun*ykur flokkur gliran- namia syndi hjer {jlímnr og lim- leika í gærskvöldi. Gðð aðsðkm. — TTndirtektiri' ágætar. 8ýna í kvöl4 * »Jorðfír8í.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.