Ísafold - 01.06.1926, Blaðsíða 4
ÍSAFOLD
Garöar Gíslason
6 Humber Place,
Hull.
Annast lcaup á erlendunt vörum og sölu á
ielenski.ni afurðum.
Kappreiðar
(Aðrar kappreiðar ársíne).
EfestamatLnafjelagið Fákor efnír til kappreiða á Skeiðveilinum
yið Elliðaár, suimuda<rinn 4. júlí næstk.
Sú nýbreytni verðar vdð hlaupin í þetta sinn, að au'k þes» að
stökkiiestar verða flokkaðir eftir því úr hvaða hjeruðum þeir koma,
þá veríter og haft sjerstakt foiahlaup, og verðlauu veitt Æyrir hvert
MauP-
Stökkhestar:
Hlaup fyrir hesta úr:
1. Árnes- og Rangárvallasýslum m. m.
2. Mýra-, Borgarfjarðai- og Dala^ýslum m. m.
3. Gullbringu- og Kjósarsýslu.
4. Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum m. m.
5. Reykjavík.
Hiaupvöllur í hlaupum þessum er 300 metrar.
6 Polahlaup: (hestar 6 vetra og yngri alstaðar að)
Hiíiupviillur 250 metrar.
Verðlaun í ofangreindum hlaupum eru 50, 30 og 20 kr.
í þesSum hlaupum taka aðeins þátt þeir hestar, sem ekki hafa
teskið 1. verðlaun á vellinum áður.
T»í þess að þessi hhiup fari fram, verða rnin.st 4 kestar að taka
þátt í hverju hlauph
7. Aðalhlaup: Hestar alstaSar að á öllum aldri. — Hlaupvöllur 300
metrar. — Verðlaun 100, 50 og 25 kr.
I þcssu hiaupi geta tekið þátt he.starnir, seni hafa unnið 1. og 2.
verðlaun I 1. til ti. hlaupi, auk nýrra hest.
Lágmarkskíaði stökkhesta til 1. verðlauna er 24 sek. Hámark"-
hraði til verðlauna er 26 sek. — Sá stökkhestur, sem bcstan tíma fœr
í hlaupunum, fær 50 kr. aukaverðlaun.
Skeiðhestar:
Skeiðhestum verða veitt þrenn verðlaun, 150, 75 og 50 kr. Skeið
völlur 250 metrar. — Lágmarkshraði til 1. verðlauna er 25 sek. — Há-
márkshraði til verðlauna er 27 sek.
Gera skal aðvart um hesta þá, sem reyna á, formanni fjelagsin.s,
Daníel Daníelssyni, stjórnarráðsdyraverði, (sími 306), eigi síðar ea
míðvikudaginn 30. júní n. k., kl. 12 á hádegi.
Lokaæfing verður fimtudaginn 1. júlí, kl. 7 e. m.
Eeykjavík, 29. maí 1926.
Stjórnln.
Notið Smára smjör-
líkið og þjer munuð
sannfærast um að það
sje smjöri likast.
H.f. Smjörlíkisgeríin,
Reykjavík.
þakkarávarp.
Á síðastaliPnu vori færSu sveitung-
ar mínir, hreppsbúar Austur-Eyja.
fjallahrepps, mjer að gjöf kr. 1150.00
til þeas að styBja mig aí> því aS koma
upp góðu íbúSarhúsi yfir mig og fjöl-
skyldu rnína, en það hefði oiðið mjor
ókleift að óðrum kosti. Fyrir þessa
höfðingsgjöf leyfi jeg mjer að þakka
þeirn hjer meS hjartanlega. Guð blessi
sveitunga mína og hioa fögru Eyja-
fjallasveit.
Eauðafelli 10. maí 1926,
Skeeringur Sigurðsson.
FRA VESTMANNAEYJUM.
(Símtal 27. maí.)
„Þór" tekur togara.
Á þriðjudag hafði „Þór" hitt
þýskan togara við ólöglegar veið-
ar austur við Ingólfshöfða og fór
með til Vestmannae;ftja. Heitir
togarinn „Caroline Sprenger" og
er frá Bremerhaven. Skipstjórinn
fjefck 12500 kr. sekt og afli og
veiðarfæri upptækt.
Frjettir.
Fisklitið mjög, segja »enn að
sje nú alla leið frá Horni og
austur á Skagaf jörð. En um þetta
leyti er fiskur vanur að ganga
austúr með Norðurlandi, því ver-
tíð byrjar þar nú una og eftir
mánaðamótin. En nú fyrir stuttu
fór línuveiðari af Isafirði um all-
an Húnaflóa og alt austur á
Skagafjörð, en varð nær því
hvergi fiskvar. Segir mönnum
þungt hugur um fiskvertíð á
Norðurlandi, ef ekki rætist úr
bráðlega.
Togaraflotinn í höfn. — Flestir
togarar, sem inn koma nú, hætta
veiðum jafnóðum og þeir koma
inn. Má sjá npkkra þeirra Hggja
upp í fjöru, austan við stein-
bryggjnna, og er verið að ,banka'
þá og mála. Bra alls 12 togarar
hættir veiSum. Er sagt, að þeir
muni flestir eða allir hætta veið-
uai nú og liggja í höfn yfir snm-
arið. Einn togarinn, „Jupiter", «r
þó farinn á isfisksveiðar, eilkn
túr fyrir það fyrstíi. Eigi er Isaf.
kunnugt um það, hvort nokkir
togaraana fe-r á síldveiðar í ini'Jfc-
'ar. —
Dánarfregn. Nýlega ljest á Víf-
ilsstöðum Kristín Tryggvadóttir
frá Dalvík, dóttir Tryggva Krist-
inssonar kennara á Siglufirði, og
bróðurdóttir sjera Stefáns Krist-
inssonár á Völlum í Svarfaðardal.
Hún var rúmlega tvítug og var
búin að Hggja á Vífilsstöðum á
þriðja ár. Hún A'ar hin ágætasta
stúltka og er að henni hin mesta
eftirsjá. Líkið verður flutt norð-
ur á Akureyri með Goðafossi í
dag, -en jaxðað í Svarfaðardal,
Siegfried, botnvörpungurinn
þýski, semhingað kom með áfeng-
ið í vetur, og var gerður upp-
tælnir, var boðinn upp nýlega. —
Hann er 148 smálestir, bygður
1911 með nýlegri vjel, gengur 7
mílur á vöku. Hæstbjóðandi var
Olafur Björnsson kaupmaður á
Akranesi. Bauð hann 33 þúsund
í skipið eins og það er. Eftir verð-
lagi á slíkum skipum erlendis nú,
er þetta verð talið næsta hátt. Á
hinn bóginn hefir það frjest, að
landsstjórnin hafi í hyggju ef til
vill, að nota skipið til strandferða
innfjarða, og sje óvíst að hún
telji jafn hentugt skip fáanlegt
fyrir það verð, sem hjer var boðið.
Pregn flaug hjer um bæinn í
laugard., að J. J. frá Hriflu væri
alveg búinn að tapa sjer. Hann
hefði sett fjórar myndir af sjálx-
um sjer í Tímann. Ohætt er að
fullyrða að fæstir hafi trúað því
að þes.si myndasýning væri í blað-
inu fyr en þeir sáu hana með
eigin augum. Og tii þess að les-
endur Morgbl. tryðu sögunni, skal
þess getið, að úrklippa var af Tím-
anum til sýnis í glugga Morgbl.
1. Jónas í Berlín, 2. Jónas í Ox-
ford, 3. Jónas í London, 4. Jónas
í Reykjavík. Eftír myndunum að
dæma, er manninum sýnilega að
fara aftur.
Heildsala. Smásala.
Verslunin hefir nú fyrirliggjandi mikið
úrval af fjölbreyttum og vönduðum, mjög
ódýrum
líefnaðarvörum.
Pappír og ritföngum allskonar.
Leður og skinn
og flest tiiheyrandi skó- og söðlasmíði.
Conklin's lindarpennar og Víking-blýantar.
Saumavjelar, handsnúnar og stígnar.
Vegna hagstæðra innkaupa og verðtolls-
lækkunar eru vörurnar mjög lágt verðlagðar.
Pantanir afgreiddar um alt land gegn póst-
kröfu.
Derslmin fliri irlsiliissDi,
Framvegis
verda ódýrar fferðir ffyrir ffóllt;
og fflutning að Olffusá kl. 10 áruV
hvern pridjudmg, fimtudag og laugardag frA
Vörubilastöð Reykiavíkur.
Við Tryggvagötu. — Símar 971 og 1971.
Afgreiðsla við Ölfusá hjá Agli Thorarensen.
Býiir timar
gera nviar kreior
Legsteinar, girðingar, rammar og"
alt aðlútandi steinsmíði framleittí
fjölbreyttustu úrvali, og sam-
kvæmt nútímakröfum, á stein-
smíðaverkstæðinu „Bjarg", Laug-
veg 51.
Teikningar til sýnis.
Sent gegn eftirkröfum út um iand,-
Geir Magnússon, steinsmíður.
sími 764.
Thordur S. Flygenring,
Calle Estación no. 5, Bilbao.
Umboðssala á fiski og hrognum. Símnefni: „THORING'*
— BILBAO. Símlyklar: A.B.C.5th, Bentiey's, Pescadores,
Universal Trade Code & Privat.
Kappreiðar. — Hestamanna-
fjclaprið „Fákur" efnir til kapp-
reiða sunnudaginn 4. júlí, inni
á Sfeeigvelli. ^ú nýbreytni verð-
iur nú tékin upp, að hestar verða
fyrst flokkaðir eftir hjeruðum í
5 flokka, og sjerstök verðlaun
veitt fyrir hvert hlaup; þá verð
\\v og sjerstakt folahlaup fyrir
fola 6 vetra eða yngri. — Síðan
keppa bestu hestarnir úr hverj
um flokki, og fleiri hestar ef til
vilJ, í allsiierjarhlaupi, þar sem*
lia'st eru verðlaunin. Getur þá
hestur fengið tvenn verðlaun, —
en það hefir eigi áður verið.
Enginn stökkhestur fær verð-
laun, ef hann er lengur en 2i>
sek. að hlaupa slkeiðið. „Pákur"
heitir alls 25 verðlaunum. á þess-
um kappreiðum, og má því búast
við, að miklu fleiri hestar verði
reyndír en nokkru sinni áður.