Ísafold - 20.09.1927, Blaðsíða 4

Ísafold - 20.09.1927, Blaðsíða 4
4 I S A F 0 L D Slysfarir uestra. Mann tekur út af vjelbátnum i „Eggert Ólafssyni“. Tveir aðrir menn á bátnum hætt komnir. IVIaltöl Bajersktöl Pilsner. Best. - Odýrast. Ismlent. Ókeypis ■og burðargjaldsfrítt sendum vjer hinn hagkvæma, mvndauðga verð- flista vorn yfir gúmmí, hreinlætis •og gamanvörur, ásamt úrum, bók- um og póstkortum.Samariten, Afd. 68, Köbenhavn K. Prjónavjelar af ýmsum stærðum fást hjá Magnús Benjamínsson & Co. Veltusund 3. Saumavjelar stígnar og handsnúnar. Fjölbreytt lírval. Magnús Benjamínsson & Co. Veltusund 3. Alt tjónið af brunanum taldi Holdöe mundi verða um 500 þús. krónur. Alt var vátrygt, hús, síldarmjö), «í!darolía og óunna síldin í bingj- tmum. Var verksmiðjan og önnur hús vátrygð hjá ensku fjelagi, en <ekki var Holdöe kunnugt um, hvar vörubirgðir voru vátrygðar. Ekki var slökt í brunarústun- um fyr en seint á sunnudagsnótt-. ina. Vakti brunalið Akureyrar- bæjar og aðrir aðstoðarmenn á' vettvangi fram tmdir morgun til j þess að kæfa eldinn og vera til taks, ef vindstaða breyttist og I æsti eldinn á ný. En undir morg-j uninn var bálið kæft að fullu og j •drepið að mestu í glæðunum. En I brunasvæðið er stórt og tók lang- a,n tíma og mikið erfiði að ganga ( svo frá rústunum, a,ð hvergi leynd- ást eldur. Á föstudag kom til Hnífsdals vjelbáturinn Eggert Olafsson, eign Hálfdánar Hálfdánarsonar hrepp- stjóra. Vrar báturinn á handfæra- veiðum, en lenti í norðangarðin- um, sem. verið hefir síðustu daga. Fjekk hann það áfall í ferðinni, að einn mann tók út, og náðist hann ekki aftur. Báturinn var norður af Kögri, þegar hann fjekk brotsjóinn, á heimleið og hafði sjó og vind á eftir. Þrír menn voru uppi, skip- stjóri, stýrimaður og Jón Jóhanns- son, sá er út tók og druknaði. — Voru formaður og stýrimaður í stvrishúsinu, en Jón stóð á vjel- arhúsinu og hjelt sjer með ann- ari hendi í stýrishúsið en hinni í smábát, er bjekk á „daviðum“. Kom þá stórsjór mikill og hvolfd- ist yfir bátinn, sleit smábátinn af stólpunum, braut húsið af og sóp- aði öllum mönnunum þremur út- byrðis og kastaði'bátnum um leið svo á hliðina, að sjór lá í segli. Stýrimaður náði í borðstokk bátsins, og fjekk svamlað upp í hann aftur. Þá vildi og skipstjóra það til lífs, að hann náði af til- viljun í kaðal, er flaut út af bátn- um, og gat hann handstyrkt sig eftir honum í bátinn aftur. En Jón heitinn var horfinn í djúpið. Báturínn lá gersamlega á hlið- inni, og töldu skipverjar hverja stund sína síðustu. En þá rifnaði seglið, og slepti sjónum og rjett- ist þá báturinn ofurlítið. Og eftir það fengu þeir lagfært svo fisk í lestinni, en liann hafði kastast allur í aðra hliðina, að þeir komu bátnum nokkurn veginn á rjettan kjðl. Er svo sagt í símtali að vestan, að mjög hafi munað litlu, að bát- •urinn færist þama með öllum mönnum. Jón heitinn Jóhannsson var ung ur maður einhleypur, ættaður úr Hnífsdal. Gamalt og nýtt kallar dómsmálaráðherrann lang- loku eina, er hann skrifar í Tím- ann, og er mest sjálfhól sem að vanda lætur. Hann ætlast tiJ þess að tímamót verði talin er hann komst til valda. Má að ýmsu leyti til sanns vegar færa. Það er nýtt í stjórnmálasögu landsins að dómsmálaráðherra 1) virði gildandi lög að vettugi, 2) skrifi slefsögur í blöð, 3) þakki sjer ýms framfaramái, sem ótal menn aðrir hafa starfað að, og sje svo blindur í sjálfhólinu, að hann fari með vísvitandi ósann- indi. Verður vikið að grein hans síðar! Frjettir. Tilraunir með verkfæri. Stjórn Búnaðarfjelags ísland.s skipaði þriggja manna nefnd í vetur til þess að gera tilraunir með jarðabótaverkfæri o. s. frv. Var nefndarskipunin samkvæmt ályktun síðasta Búnaðarþings. — Stjórnin valdi þessa menn í nefnd- ina: ‘Halldór Vilhjálmsson skóia- stjóra, Hvanneyri, Árna G. Ly- land verkfæraráðunaut og Magn- ús bónda Þorláksson á Blikastöð- *im og fara tilraunirnar fram á bújörð hans. Tilraunirnar hófust í vor og voru þá plægðar og herfað ar nokkrar spildur, og sáð höfr- um í sumar, en höfrum og gras- fræi í sumar. Nú eru nefndarmenu á Blikastöðum við framhaldstil- raunir. Munu spildurnar hafa verið slegnar í gær. Auk plóga og herfa munu vera gerðar til- raunir með notkun rakstrarvjela og sláttuvjela. Á verkfærum þeim, sem reynd eru, er hafður átaks- mælir, sem sýnir hve þung verk- færin reynast í drætti. Verkfærm öll eru mæld og vegin og gerð ná- kvæm lýsing af hverju einstöku, en frá árangrinum af tilraununum verður sagt. í skýrslu nefndarinn- ar til Bimaðarfjelagsins, og verð- ur hún að sjálfsögðu á sínum tíma birt í Búnaðarrritinu, eins og venja er um skýrslur til þess fjc- lags. (FB.) Búnaðarfjelag íslands og hrútasýningar. Búnaðarfjelag íslands tilkynnir FB. þ. 17. sept.: Búnaðarfjelag íslands hefir ráð- ið Steingírm kennara Steinþórsson á Hvanneyri til þess að vera, af þessu hálfu, á hrútasýningum þeim er haldnar verða í haust á Vest- fjörðum, Dala-, Snæfellsness og Hnappadalssýslu. Sýningarnar byrja í Strandasýslu 26. þ. m., en á að verða lokið 2. nóv. á Snæ- fellsnesi sunnanverðu og eiga að verða alls 29, ef engir skerast úr. Fjelagið leggur til helming til verðlaunanna móti hreppunum. í sambandi við sýningarnar flytur Steingrímur erindi um sauðfjár- rækt, eftir því sem við verður komið. Nefndir. í milliþinganefnd í landbúnaðarmálum hefir stjórnin skipað Bernharð Stefánsson frá Þverá. Aðrir nefndarmenn tfr kosn- íir voru á þingi eru þeir Þórar- inn á Hjaltabakka og Jörundur Brynjólfsson. 1 útvarpsnefnd, með landssíma- stjóra og Ludvig Guðmundssym, hefir stjórnin skipað Pál E. Óla- son, prófessor. Sveinn Bjömsson sendiherra var meðal farþega hingað á Drotning- unni. Hann hefir altaf komið hing- að heim einu sinni á ári, þau ár, sem hann hefir gegnt sendiherra- störfum. Hefir hann talið það nauð synlegt, til þess að geta fylgst full- komlega með ýmsum atburðum og málum hjer heima. Úttektamefnd Landsbankans hef ir nú rannsakað útibúin á ísafirði, Akureyri og Eskifirði, en Selfoss útibúið er eftir. Til Eskifjarðar •fóru þeir Ólafur Johnson konsúll og Björn Árnason. — Þeir komu liingað til bæjarins á laugardag- inn var. Jakob Möller bankaeftirlitsmað- ur var meðal farþega á Drotning- unni. Kom hann af fundi banka- eftirlitsmanna er haldinn var 5 St okkhólmi. Stefán Jóhann Stefánsson er tengið hefir undir nafninu hæg- &ra jafnaðarmaður, en er í eðli sínu einhver mesta höfðingja- sleikja á landi hjer, leyfir sjer í Alþýði’oiaðinu að tála um hneyksl- anlega afstöðu Morgunblaðsins í Sacco-Vanzetti-málinu vegna þess, að Morgunblaðið benti á, að hið ameríska hneykslismál væri smá- munir einir hjá bfbeldis- og hryðju verkum þeim, sem framin eru í Kússlandi, og sem blað Stefáns mælir bót. Fáfræði alþýðunnar talar Ólaf- ur Friðriksson um í Alþbl. í gær, og segir m. a., að íhaldsmenn noti sjer hana. Ef Ólafur væri vitund- arögn skynsamari en hann er, þá myndi hann ehki höggva svona nálægt sjer. — Fáfræði almenn- ings er og hefir nú um skeið ver- ið viðhaldsfóður Ólafs Friðriksson- ar. Vegna fáfræði þeirrar, sem því rniður ríkir hjer enn á sviði at- 1 Ef yður líkar ekki viðskiftin, þar sem þið versiið nú, þá reynið ad skifta við V. B. K. það hefir mðrgum manninum gefist vel, enda hefir verslunin starfað um 40 Ar, og hefir þvi gðmul og reynd verslunarsam- bðnd, og jafnframt þekkingu til að velja vandaðar vðrur fyrir hjerlent hæfi. Verslunin hefir nú miklar birgðir af: Vefnaðarvörum og flestu þeim tilheyrandi. Pappír og Ritföngum. Leðri og Skinni og flest tilheyrandi skó- og sððlasmiðí. Saumavjelar f rá DURKOPP - verksmiðjunni á Þýska- landi sem almanna loff hafa fengið þar i landl, sem hjer. CONKLIN’S lindarpennar og blýantar. VIKING blýantar. SUNDSTRAND og FACIT reiknivjelar. ÍSLENSK FLOGG af ýmsum stærðum. Vðrur afgreíddar um alt land gegn póstkr. I I 1 i I Reykjavík. Bókaverslun ísafoldar hefir altaf fyrirliggjandi mikið úrval af: allskonar papp- ír og umslögum, reikningsfærslubókum, nýtísku skrif- stofuáhöldum. — Þar fást einnig íslenskar og útlendar (danskar, nor?kar, franskar, enskar, þýskar) BÆKUR. Harmoniumskólar, píanóskólar, guitarskólar o. s. frv, allar hinar nauðsynlegustu NÓTUR til skólanotkunar, einnig allskonar SKÓLAÁHOLD. Það sem ekki er fyrirliggjandi af t. d. útlendum bók- um og tímaritum o. s. frv., verður pantað eftir beiðni, og kemur þá að jafnaði með allra fyrstu ferð. Bókaverslnn Isaioldar, vinnumála hefir Ólafi og fylgi- fisknm hans tekist að blinda fólk meö ofstækisrugli. Hvað er það annað en fáfræði einber, sem leið- ir fólk til fylgis við rússneska kommúnista, stjórnlausa angur- gapa, sem svífast einkis í hryðju- verkum og sigla öllum atvinnu- fyrirtækjum í strand? — Ólafur Friðriksson og hans nótar eiga sjer engann verri óvin en mentun al- þýðu.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.