Ísafold - 03.10.1927, Blaðsíða 3

Ísafold - 03.10.1927, Blaðsíða 3
ISAFOLB 3 Þótt vonirnar brygðust svona Tierfilega, vildu þingmenn ekki að. svo stöddu afnema einkasöluna. Þeir tóku því það ráð, að lækka enn áætlunina verulega, eða nið- nr í 600 þús. kr. í fjárlögunum fyrir árið 1924. — Voru þeir þá komnir með áætlun sína niður fyr- ir tolltekjumar einar árin 1919 og 1920. Þá fór það líka svo, loksins, að tekjurnar náðu áætlun og ríf- lega það. Þær urðu alls 876 þús. kr. (526 þús. tollur og 850 af einkasölu), eða 276 þús. kr. fram úr áætlun fjárlaganna. Þegar verið var að afnema tó- bakseinkasöluna á júngi 1925, vitn uðu einokunarpostularnir óspart til ársins 1924. Þeir vildu ekki líta við árunum næstu á undan; litu aðeins til veltuársins 1924. En í öllum sínum gyllitölum, gleymdu þeir ávalt að geta þess, að um 70 þús. kr. af tekjunum 1924 voru beinlínis teknar með gengismis- mun. Sá gengismismunur stafaði -a-f því, að landsverslunin Iiafði 6 mánaða gjaldfrest erlendis, en ísl. krónan hækkaði stórum á þeim tíma. Einnig gleymdu einokunar- postularnir í útreikningum sínum, að geta þess, að 1. apríl 1924 er tollurinn hækkaður um 25% (geng isviðaukinn). Það eru því alveg sjerstakar ástæður þess valdandi, að áætlunin stenst 1924. Annars- vegar er það óvænt happ, sein verslunin verður fyrir, en hinsveg- ar hreytt löggjöf, sem eykur tekj- mrnar stórum. Þessi óvæntu höpp má því ekki taka með í reikning- inn. Þau verða að dragast frá. En bver verður útkoman þá? Útkoman verður þá sú, að á ár- inu 1924, einhverju mesta veltiári, sem komið hefir, ná raunveruleg- ar tekjur af tolli og einkasölu ekki upphaflegu áætluninni, sem gerð var 1921, þegar verið var að koma einkasölunni á. Árið 1925 var síðasta ár tóbaks- -einkasölunnar. Þá var mikið kapp á ]>að lagt, að sýna giæsilega út- komu. Enda hefðu einokunarpost- ularnir mátt vera miklir skussar, •ef þeim hefði ekki tekist að afla. tekna það ár, þegar allar ríkis- -sjóðstekjur fóru langt fram úr áætlun. Þar á ofan bættist einnig “það, að tóbakseinkasalan varð enn fyrir því óvænta Iiappi þetta ár, ;að græða á gengismismun. Loks má geta þess, að tóbak fór lækk- andi erlendis frá ársbyrjun, en tó- bakseinkasalan lækkaði lítið scm -ekkert verðið fyr en undir árslok. Var álagning einkasölunnar óhæfi- lega há þetta, ár. Með þessu móti gat einkasalan fengið álitlegar tekjur 1925, eða 1.108 þús kr. (658 ~þús. tollur og 450 þús. af einkas.). ’Salan þetta ár var einnig óeðlileg, því að undir árslokin seldi einka- -salan att það tóbak, sem til var á „lager' ‘, en það voru allmiklar birgðir. Verslunararðurinn frá einkasöl- imni þetta síðasta ár, er því alveg sjerstaks eðlis, og ekki hægt að taka hann með, þegar verið er að rannsaka afkomu þessa verslnnar- fyrirtækis ríkissjóðs. III. Það sem aðallega olli því, að þær f jarliagsvonir, er menn í fyrstu gerðu sjer af tóbakseinka- sölunni, brugðust gersamlega, var það, að tóbaksinnflutningur fór stöðugt minkandi. Við það misti ríkissjóður mjög mikið af tolltekj- um, sem ógerningur var að ná aft- I ur með álagningu í einkasölunni. Til þess hefði álagningin þurft að verða svo mikil og varan svo clýr, að fáir hefðu getað keypt. — Þá var og orðin mikil hætta á, að menn hefðu reynt að smygla vör- unni inn. J Tóbakseinkasalan brást vonum manna á fleiri sviðum en því fjár- hagslega. Menn hjeldu í byrjun, ! að hjer yrði liægt að afla ríkis- sjóði tekna á ódýran og hagkvæm- ím máta. Þótt reyndin yrði sú, að tekjurnar næðu hvergi nærri þeirri 'áætlun er búist var við í upphafi, ffór allur kostnaður við öflun tekn- anna margfalt. fram úr áætlun. — Menn hjeldu í upphafi, að allur kostnaður við verslunarfyrirtæki (þetta mundi ekki fara fram úr 30 þús. kr. En hver varð reyndin? — |Kostnaðurinn varð nálægt 100 þús. kr. Hann gerði meir en þrefaldast frá því er áætlað var upphaflega. Sömu gallar komu frarn við þessa einkasölu, eins og fram koma við allar einkasölur. Varan varð verri og dýrari fyrir neytend- ur; öll verslun varð mjög þvinguð 'og stirð í vöfum. Voru jafnvel svo mikil brögð að þessu, að til voru heilir landshlutar, sem voru ger samlega tóbakslausir tímunum sam an. — Um þessa ríkisverslun myndað- jst pólitískur hringur, einskonar vígi fyrir þá menn, sem vildu (binda alla verslun landsmanna ein okunarfjötrum. Þessir menn litu svo á, að þetta fyrirtæki væri að- bins einn hlekkur í samfeldri ein- okunarkeðju, sem á eftir mundi koma. Vegna þessa pólitíska vígis, sem myndaðist utan um verslunina, mátti ekki orðinu halla gagnvart þessari stofnun. Ef nokkur leyfði sjer að koma með minstu aðfinsl- ur, var það talin ofsókn á stofn- tunina. Var sá talinn „óalandi og óferjandi“, sem leyfði sjer að koma með aðfinslur. Loks má geta þess, að verslun þessi var þess eðlis, að henni þurfti ekki að fylgja nein áhætta fyrir i'íkissjóð. Ætlunin var líka sú í upphafi, að ríkissjóður bakaði sjer enga áhættu með tóbakseinka- sölunni. Þó var svo komið, að versl unin átti orðið verulegar upphæð- ir útistandandi.Við síðustu áramót, voru óinnheimtar yfir 70 þús. kr. og fullyrt á síðasta þingi, að mik- ið af því fje væri gersamlega tapað. Sú reynsla, sem fjekst af tó- bakseinkasölunni, getur á engau hátt ýtt undir menn að fá sams- konar þjóðnýtta stofnun aftur. Þvert á móti ætti reynslan alvar- lega að vara menn við því, að fara þessa. leið, til þess að afla ríkis- fejóði tekna. Framsókn og sósíalistar hafa ekki þjóðarviljann að baki sjer, þótt þeir reyni nú að koma á ein- okun aftur. Þjóðin hefir altaf ver- ið á móti einokun, og er það enn. Uún vill verslunina frjálsa og ó- þvingaða. — Sjerhver einokimar- hlekkm1 myndar kyrstöðuástand, sem smámsaman drepur alla fram- takssemi hjá einstaklingnum og alt hans riljaþrek. Veitt prestakall. Hinn 24. sept. skipaði dóms- og kirkjumálaráð- herrann Sigurð Einarsson, settan prest í Flateyjarprestakalli, sókn- arprest sama staðar. ■I- Björn Blöndal læknir. Aðfaranótt 27. f. m. andaðist að heimili sínu á Siglufirði, Björn Blöndal, læknir. Hann varð fyrir því slysi ekki alls fyrir löngu, að detta á götu á Siglufirði og lær- brotna. Mjög var hann farinn að Iieilsu. Þetta áfall dró liann til dauða. Björn Blöndal var sonur Gunn- laugs Blöndals sýslumanns í Barða strandasýslu. Móðir lians Sigríður, var dóttir Sveinbjarnar skóla- stjóra Egilssonar. Björn var fædd- mr 19. september 1865. — Hann 'útskrifaðist úr Latínuskólanum ,1885, úr læknaskólanum 1889. — Eftir utanlandsför varð hann íæknir í Norður-Þingeyjarsýslu. j Tlm aldamót varð hann læknir í Miðfjarðarhjeraði; þar var hann nns hann Ijet, af læknisstörfum tyrir allmörgnm árum., Björn Blöndal; hafði fengið ríka listhneigð að erfðum. Hún mótaði líf mannsins niest. Hann var . söngmaður ágætur; Ijek mætavel á orgel, fekkst við tónsmíðar, teiknaði. Listhneigð hans var svo sterk, að hann átt.i erfitt með að samlagast 'erfiðis- tvinnu daglega lífsins. Alstaðar var hann vel látinn, ,enda drengur hinn besti, ósjerhlíf- inn, ör og glaðvær. En mönnum datt fljótt í hug við viðkynningu, að hann liefði aldrei komist á þá hyllu í lífinu, sem eðli hans benti til. Listamannsbrautin var hjer lokuð á uppvaxtarárum hans. Bót á þeirri raun fekk Björn síðustu æfiár sín, að því leyti, að liann sá Gunnlaug son sinn þrosk- ast og framast, sem efnilegan mál- ara.Örfáir íslenskir listamenn hafa fengið eins alment lof erlendis eins og Gunnlaugur. Hann kom heim úr fjögra ára Parísardvöi rjett áður en faðir hans fekk áfall það, er dró hann til dauða. Þetta hefir ræst úr þjóð vorri síðustu 40 árin. Björn lieitinn varð með sína liæfileika að kúldrast í erfiðum lælcnishjeruðum. Hinar kulnuðu listamanns vonir Björns hafa fengið að vakna til þroska í hinum efnilega syni. Björn var giftur Sigríði Möller. Lifir liún mann sinn. Verslunarráðið. Samkvæmt lögum þess hefir farið fram kosning 3 fulltrúa í stjórn þess, og voru endurkosnir þeir Jensen Bjerg, Jes Zimsen og Jón Brynjólfsson. t Margrjet Jönsdöttir frá Vesturhópshólum. Aðfaranótt 15. f.m. andaðist að heimili J. Þorlákssonar fyrv. ráðh., móðir hans, Margrjet Jónsdótt.ir. Hún fjekk snert af lungnabólgu nokkru fyrir andlátið, og var þá allmikið veik, svo að þeir synir hennar, Jón og Magnús, hurfu í skyndi heim úr ferð austur í sveitum. En síðar var hún talin á góðum batavegi, og álitu læknar liana úr allri hættu. Margrjet var háöldruð kona, fædd að Undirfelli í Vatnsdal 26. nóvember 1835. Faðir hennar var Jón Eiríksson prestur að Undir- felli, en í móðurætt var hún kom- in af Finni biskup, og var sama (Margrjetar nafnið og Margrjetar Fi nnsdóttur. Hún misti föður sinn, er hún var um tvítugt. Fór þá til Reykja- víkur til náms. Var slíkt óvenju- legt á jieim árum. Árið 1870 gekk hún að eiga Þorlák son sjera Þor- láks að Undirfelli. En sjera Þor- lákur tengdafaðir hennar var eft- 'irmaður sjera Jóns Eiríkssonar á Undirfelli. Margrjet Jónsdóttir. Þau bjuggu fyrst. nokkur ár á Snæringsstöðum í Vatnsdal. En 'brátt varð sú jörð þeim of lítil. Fluttu þau þaðan að Vesturhóps- Tiólum árið 1873. Þar bjuggu þau um lángt skeið hinu mesta mynd- arbúi. Þau eignuðust fimm börn og eru fjögur á lífi, öll þjóðkunn, Jón fyrv. ráðh., Björg doktor, Sig- urbjörg lrennari og Magnús bóndi á Blikastöðum. Árið 1908 fluttist hún liingað suður og var ýmist. hjá Magnúsi syni sínum á Blikastöðum, eða hjer í liænum á heimili Jóns. Margrjet heitin var á marga lund skörungur hinn mesti, og bar hún þessi glögg eirrkenni fram á síðustu æfiár. Hún var víðlesin og fróð með afbrigðum, st.álminnug á alt sein hún las eða fyrir hana bar. Sem liúsmóðir á Vesturhópshólum var myndarskapur hennar annál- aður. í daglegri umgengni var liún 'glaðvær og hress fram á síðustu Öaga. Sá, sem þétta ritar, minnist Ihennar sem kjarkmikils kvenskör- \mgs, er alstaðar Ijet, t.il sín taka hvar sem hún kom og við alt sem hún á annað borð ljet sig skifta. „Bhætta verhalýðslns". Formaður Sjómannafjelags- ins, Sigurjón Ólafsson, al- þingismaður, hefir nær 20 þúsund krónur af sjómönn- um á ellefu togurum. Hinn 28. júní síðastliðinn voru undirskrifaðir sámningar milli út- gerðarmanna og Sjómannafjelags- ins um kaup sjómanna á togurum við síldveiðar. Sigurjón Olafsson, formaður Sjómannafjelagsins, hrósaði sjer þá af því í Alþýðublaðinu, að hanu hefði unnið stórsigur fyrir liönd sjómanna með samningunum, eins og þeir voru gerðir. En sannleik- urinn var sá, að samningarnir voru miklu verri fyrir sjómenn heldur en kjör þau, er iitgerðarmenu höfðu boðið. Utgerðarmenn buðu að greiða sjómönnum 180 krónur ,á mánuði og 5 aura „premiu“ af Jiverju máli síldar í bræðslu, eða tunnu í sölt.un. Að þessu vildi Sig- ‘urjón ekki gangai fyrir hönd sjó- manna fyrir neinn mun. Hann fekk því svo framgengt að kjörin urðu kr. 211.50 mánaðarkaup og 8 aura' „premia.“ Hinn 30. júní lýsti Morgunbl. þessum „sigri“ Sigurjóns og gat þess, að með þvermóðsku sinni hefði hann orðið þess valdandi að sjómenn mundu tapa stórf je. Þetta hefir nú reynslan sannað. Vjer höf um fengið síldarafla-skýrslur 11 togara síðan í sumar og sjest á þeim að hásetar á þeim skipum hafa tap'að 100 krónum að meðal- tali á „sigri“ Sigurjóns, þegar miðað er við kauptilboð útgerð- armanna. — Tap sjómanna er að 'vísu mjög misjafnt, eftir því hvernig skipin hafa aflað. Á afla- hæstu skipunum hafa sjómenn tap- lað 140—150 krónum hver á þess- um tveimur mánuðum, sem skipin voru á veiðum. Þannig er þá „sigurinn“, sem l„Alþýðublaðið“ var að gorta af að Sigurjón hefði unnið í samn- ingunum við útgerðarmenn. Það eru nær 20 þúsund krónur, sem Sigurjón liefir liaft af sjómönnum á þessum 11 skipum aðeins. Vjer höfum ekki fengið aflaskýrslur fleiri togara, svo að vjer getum ekki sagt. um það með vissu, hvað sjómenn hafa tapað alls. ,Áhætt.a verkalýðsins1 er margs- konar. Hvað segja sjómenn nú ura það, að hafa slíkan fulltrúa sem Sigurjón Ólafsson ? Skyldu þeir lilakka til þeirra „sigra“ sem hann vinnur fyrir þá á Alþingi? Sjóðþnrðarmálið. Sakamálsrannsókn fyrirskipuð. Ríkisstjórnin liefir nú skipað svo fýrir, að hafin skuli sakamáls- J rannsókn út af sjóðþurðinni í Brunabótafjelagi íslands. — Mun forstj. Brunabótafjelagsins hafa verið tilkynt þetta á föstudag, en hann sendi samstundis málið til 'ba\jarfóget,a. Alþýðublaðið, málgagn stjórn- arinnar, hefir í skrifum^sínum um þetta mál undanfarið, verið að gefa í skyn, að ýmsir aðrir en gjaldkeri fjelagsins mundu vera valdir að sjóðjiurð þessari. Blað- ið fær nú vafalaust fulla vitneskju um þetta atriði, og gefst þá tæki-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.