Ísafold - 14.11.1927, Blaðsíða 4

Ísafold - 14.11.1927, Blaðsíða 4
4 I S A F 0 L D Frjettir Dánarfregn. í’yrir skömmu l.jest í Vestmannaeyjum húsfrú Mar- grjet Brynjólfsdóttir, Miðhúsum. Hún var á áttræðisaldri, gift Hannesi Jónssyni hafnsögumanm, og hafði allan sinn aldur átt heima í Vestmannaeyjum. Hún var góð kona. Dánarfregn. Þ. 4. þ. mán. ljest á Alland-heilsuhæli í Austurríki Hrafnkell Einarsson, Þorkellsson- ar, fyrv. skrifstofustjóra Aiþingis. Hann var 22 ára að aldri, fæddur 13. ágúst 1905. Stúdent varð hann 1923 með ágætiseinkunn. Lagði hann síðan stund á hagfræði, fyrst við háskólann í Kiel, en síðan í Austurríki. Var hann kominn að því að lúka embættisprófi, og hafði 'ætlað heim seinni partinn í vetur til þess að viða að sjer efni í dokt- orsritgerð um fiskveiðar íslend- inga. En 11. mars veiktist hann af lungnabólgu, liún leiddi til brjóst- himnubólgu, og varð hún bana- mein lians. — Hrafnkell var hinn mesti efnismaður. Stúdentspróf. Þessir námsmenn hafa nýverið lokið stúdentsprófi í Mentaskólanum, en þeir urðu að hætta í vor vegna veikinda: Pinn- bogi Rútur Valdimarsson (I. eink., 7,39 stig), Ófeigur Ófeigsson (II. eink., 5,37 st.) og Jóhann Sveins- son (III. eink., 4. 35 st.) Hlaut Finnbogi hæstu einkunn þeirra, er útskrifuðust lir skólanum í ár.. Ræðismannaskifti hafa Frakkar lijer í Reykjavík, um þessar mund- ir. Lætur Fiez-Vandal ræðismaður, sem hjer hefir verið, af starfinu, en við tekur maður, Simon, að nafni, og kom hann með Islandi hingað síðast. íslendingum veitt verðlaun er- lendis. Við lok prófs í Kaupmanna- skólanum í Höfn, hlutu tveir ís- lendingar, Þorsteinn Jóhannsson og Bjami Sigurðsson, báðir frá ísafirði, 200 kr. verðlaun hvor, af Lefolii-sjóði. Gunnar Gunnarsson skáld er nýbúinn að gefa út nýja skáld- 'sögu, er heitir „Den uerfarne Rejsende.“ Er hún framhald af fyrri bókum hans, „Uggi Hreips- sons Optegnelser.“ Chr. Rimestad hefir skrifað um þessa nýkomnu bók, og telur hana bestu bókina, sem hafi komið út eftir Gunnar. Lík fundið. — Nýlega voru menn á báti framan við Geirs- hryggju; sáu þeir lík á botninum framan við bryggjuna. Því var þegar náð og það flutt í líkhúsið. •— Eftir skoðun, sem fram fór á því, þykir fullsannað, að það sje af Gruðmundi nokkrum Guð- mundssyni, ættuðum frá Ána- naustum. Var hann einhleypur maður um þrítugt, og hafði búið nú síðast í gistihúsi Hjálpræðis- hersins. Aflabrögð eru sæmileg í Kefla- vík um þessar mundir. — Til fiskveiða ganga þaðan nú ekki nema smábátar að vísu, en hafa aflað vel. Mestur hluti aflans er seldur hingað til Reykjavíkur. Húsbyggingar eru með meira móti í Keflavík þetta haust.. Eru 4 hús þar í byggingu um þessar mundir, og nokkur búin. Bræðslufjelag Keflavíkur er að láta byggja lifrarbræðslustöð, sem útbúin á að vera með nýjustu tækj um og vjelum. Komið hefir til mála, að síðar verði aukið við vjelarnar, og þama unninn áburð- ur úr fiskúrgangi. í f járhagsáætlun Akureyrarbæj- ar, fyrir næsta ár eru tekjur og gjöld áætluð 272,540 kr. Er það álíka upphæð og undanfarandi ár. Niðurjöfnun útsvara á Akur- eyri. Búist er við að þar verði jafnað niður 135,240 kr. Er það 1500 kr. hærra en í fyrra. Hafnarvirkin á Akureyri. Eins og getið hefir verið um hjer í blað • inu Iiefir farið fram á Akureyri í sumar dýpkun Oddeyrarbétar- innar. Hefir verið unnið að því verki af dýpkunarskipinu Tjffe. Þræta reis milli bæjarstjórnarinn- ar á Akureyri annarsvegar og rík- isstjórnarinnar og eigenda Uffe hinsvegar. Stóð þrætan um 50 þús. lcr., sem bæjarsjóður á Akureyri taldi sig eklci þurfa að borga. — Þessi þræta hefir nú verið útkljáð á þeim grundvelli, að bærinn borgi 35 þús. kr., er greiðist í árslok 1928, Mikill afli hefir verið á Húsa- vík í alt sumar og alt fram að þessum tíma. Hafa vjelb’átar, sem best hafa aflað, fengið um 500 skpd. af þurrum fiski. Þegar Goða- foss fór þar um seinast, fengu vjelbátar 4—7000 í róðri. Síldar- afli var þá og góður í reknet. — Fiskurinn hefir verið sóttur mjög skamt, miklu skemra en undanfar- in ár. Arabátar, sem elcki reru lengra en norðvestur af %liöfð- anum, eða. inn undir Saltvík, tví- hlóðu þráfaldlega. Jarðabætur hafa verið með niesta inóti í Húsavík seinustu ár- in og er mikill ræktunarhugur í mönnum þar. Má svo segja, að bæði allur „reiturinn“ og höfðinn sje nú teknir til túnræktar. Hafa Húsvíkingar nú nægan áburð síð- an ]ieir fóru að hirða alt slóg og úrgang úr fiski. j Dánarfregn. Axel Jónsson bóndi á Asi í Kelduhverfi var á leið með 'fjárrekstur til Kópaskers í haust. En er hann kom norður fyrir Skinnastaði, kendi liann stings innvortis. Hjelt hann nú áfram, en komst ekki lengra en að Núpi. Þar lagðist hann og var látinn eftir þrjá daga. Bræðumir frá Sandi, Guðmund- ur og Sigurjón Friðjónssynir, eru staddir á Akureyri þessa dagana. Ætlaði Sigurjón að flytja þar er- indi núna um helgina og lesa upp kvæði eftir sig, síðan ætlar Guð- mundur að láta til sín heyra þar. Frá Siglufirði var símað nýl., að snjór hefði minkað þar mikið seinni part síðastliðinnar viku, en fyrir hálfum mánuði hlóð þar nið- ur miklum snjó. Um 3500 tunnur af síld eru enn á Siglufirði, að því er fregn að norðan hermir. Af því á Kveld- úlfur um 3000 tunnur. Búist er við því, að þessi síld fari iill innan skainms. Ágætis fiskafli er enn á Siglu- firði. Segja gamlir menn þar nyrðra, að margir áratugir sjeu síðan fiskur hjelst svo lengi við fyrir Norðurlandi. Það, sem aflast er alt saman rígaþorskur. % Frá Stykkishólmi er skrifað: — Hjer hefir verið ágætis tíð und- anfarið, og sjósókn daglega, en afli hefir verið fremur tregur. — Hjeðan ganga nú 3 vjelbátar til fiskveiða, og 2 bætast bráðlega í hópinn. Tveir þessara fimm báta eru opnir — voru smíðaðir hjer i sumar. Bátarnir eru eign sjómanna hjer í þorpinu. Dýralæknisembættið vestan- lands. Nýléga er skrifað úr Stykk- ishólmi á þessa leið: Sá orðrómur gengur hjer, að í ráði sje að leggja niður dýralæknisembættið hjei' vestanlands, en aðsetur dýra- læknis hefir verið eins og kunnugt ‘er, hjer í Stykkishólmi undan- farið. Það fylgir sögunni, að uppá- stungan að þessari ráðabreytni muni Vera komin frá sparnaðar- nefnd, en í henni er dýralæknir okkar. En á honum hefir mátt skilja, að starf hans hjer vestra væri mjog umfangsmikið, og er það ekki ólíklegt. En því úskilj- anlegra er, að horfið verði að ]>ví ráði að leggja þetta embætti niður, eða að núverandi dýralæknir þar sje þar með í ráðum. Jón biskup Helgason hefir eftir beiðni danska blaðsins Köbenhavn gert grein fyrir þeirri spurningu þess: „Hefir heimsstyrjöldin og af- leiðingar hennar fjarlægt menn frá kirkjunni.“ í langri, ítarlegri grein sýnir biskupinn fram á það, að ekki er um neinn árekstur að ræða milli íslensku kirkjunnar og 'almennings hjer á landi, og allra síst vegna afleiðinga styrjaldar- innar. Biskupinn lætur í ljósi þá Garðar Gíslason 6 Humber Place, Hull, annast innkaup á erlendum vörum, og sölu islenskra affurða. Spaethe Piano og Harmonium eru viðurkend um heim allan. — Hafa hlotið fjölda heiðurspeninga, þar á meðal tvo á þessu ári. Orgel með tvöföldum og þreföldum hljóð- um jafnan fyrirliggjandi. Hvergi betri kaup. FAst með afborgunum. Sturlauguv* Jónsson & Co. Hafnarstræti 19. Reykjavík. Sími 1680 Goopers balðyf ávalt fyrirligg|andi i heildverslun Barðars ttislasenar. ósk, að Norðurlandakirkjumai- yrðu fyrir sem mestum áhrifum hver af annari, til lærdóms á því, livað nútíminn krefðist af kirkj- unnm sem þjóðkirkjum. Um leíð og þetta yrði, mundi þjóð og kirkja nálgast livor aðra. Vetraríþróttir á íslandi. Eins og getið hefir verið um hjer í blöö- um, hafa komið fram umræður um það í enskum blöðum, að Is- land væri tilvalið land fyrir vetr- aríþróttjr, og ættu enskir ferða- menn að leita þangað í staðinn fyrir að fara til Sviss eða Noregs. DÖnsku blöðin hafa veitt þessum ummælum eftirtekt, og hefir eitt þeirra, „Berl. Tidende“ spurt Gunnar Gunnarsson skáld ura álit hans á þessu máli. Hefir hann látið svo um mælt, að hann álíti það hina mestu óhamingju fyrir ísland, ef þangað flyktust marg- ir ferðamenn. Boranir eftir jarðhita. „ísa- fo!d“ hitti Steingrím Jónsson ný- verið, og spurði hann, hvort hann byggist við því, að hægt væri að koma því á í nánustu framtíð, að hora eftir jarðhita hjer í nágrenni Reykjavíkur. Hann vonast eftir því, að veitt verði fje úr bæjar- sjóði á næsta ári, til þess að byrja tilraunir í þessu efni. Býst hanh við, að gullborinn fáist keyptur til þessa. Heldur hann helst /að byrjað verði á borunum upp i Kringlumýri, er þar að kemur. — Kringlumýrin er í sömu sprungu- ktefnu og Þvottalaugarnar. En náist í heitt vatn þar, þá verður tiltölulega auðvelt að leiða það þaðan til upphitunar í bænum. „Clementína“ hefir nýlega verið seld hlutafjelaginu „Heimi“, og hefir hún jafnframt verið skirð upp og nefnist nú „Barðinn.,“ — Hann kom hingað frá Hafnarfirð' nýlega, og er farinn á veiðar. Hann á að leggja upp aflann hjer. ttóð jörð. Hálf jörðiu Syðra-Laugliolt, ii. Árnessýslu, er til sölu og ábúðar í næstu fardögum. Jörðin er ve! hýst og tún í góðri rækt. Upplýsingar gefur ábúandi jarð- arinnar, og í Reykjavík, Hjalti Jónsson, framkv.stj. og Gestur Oddleifsson, Lokastíg 23. Útrýmið rottunum. Það er nú fullsannað, að afkvæmi 1 einna rottuhjóna geta á einu ári orð- ið 8B0 rottur. Af þessu er auðsæ þórfin á að útrýma rottunum. Til þess að ná góðum árangri er því tryggast að nota Ratin og Ratinin. Ratiu ( sýkir rotturnar, og þær sýkja svo aðr- : ar rottur, sem þær umgangast meðan , þær eru veikar, og diepast að 8—10' j dögum liðnum. Ratinin hefir aftur á móti bráódrepandi verkanir á þær rott- ur sem jeta jiað. Ratin-adferðin er: Notió fyrst Ratin, svo Ratinin, þá ! fæst góður árangur. Sendið pantanir til Ratinkontoret, Köbenhavn ‘ Allar upplýsingar gefur Ágúst Jöseffsson heilbrigðisfulltrúi, Reykjavik. □□E Maltöl Bajersktöl Pilsner. Besl. - Odýrast. Innlent.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.