Ísafold - 06.11.1929, Qupperneq 2
I S A F O L D
un viðvikjandi afturköllun á um-
sókn minni. Mjer er óskiljanlegt
að ágreiningur skuli geta risið út-
a£ jafn einföldu máli og þessu.
taumana gegn þeim pólitíska vit-
firringsskap, sem núverandi vald-
hafar ætla sjer að beitá við lækna-
stjettina.
Þannig skýrir þá Sigvaldi Kalda
lóns sjálfur frá. Þegar hann á-
kvað að afturkalla umsókn sína,
veit hann ekkert hvað líður sam-
töltum læknanna hjer heima. Það
er eingöngu með tiUiti til heils-
unnar, að hann afturkallar um-
sóknina. Hann álítur að heilsan
leyfi sje'r ekki að taka erfiðara
læknishjerað en það, sem hann
kafði.
Hvað er þá orðið eftir af stór-
yrðavaðli Tímans um „kúgun“ af
hájfú lækna í þessu máli? Ekkert.
Kúgunar verður Sigvaldi að-
eins var úr einni átt: frá veit-
ingavaldinu. Hann hefir sent aft-
urköllun i stjórnarráðið, vegna
þess að hann treystir sjer ekki til
að ge'gna Keflavíkurlæknishjeraði.
Auðvitað bar dómsmálaráðherra
skylda til að taka þessa ósk til
greina. En það gerir ráðherrann
ekki, heldur tilkynnir Sigvalda
gegnum sendiherraskrifstofuna í
Höfn, að honum sje veitt embætt-
ið. Sigvaldi vill fá leiðrjettingu á
þessu tiltæki. Hann símar því dóms
málaráðherra og ítrekar afturköll-
unina, jafnframt því, sem hann
ógkar eftir að megíl halda sínu
embætti, Flateyjarhjeraði. — En
dómsmálaráðherra hvorki heyrir
nje sjer óskir Sigvalda í málinu.
Hvað finst almenningi um þess-
•ar aðfarir dómsmálaráðherra ?
Ráðherrann hatar læknastjettina
vegna þess að hún hefir orðið
fyrst til þess að reisa skorður við
uíyíki og ranglæti hans í embætta-
vðitingum. Og nú á að hefna sín
með nýju ofbeldi og ódrengskap.
En þessar aðfarir dómsmálaráð-
herrans snerta ekki aðeins lækna-
stjettina, heldur og allan almenn-
ing. Hermdarverk ráðherra koma
fyrst og fremst niður á almenn-
ingi, sem þarf á hjálp læknanna
að halda. íslenska þjóðin er svo
hamingjusöm, að eiga marga lækna
svo færa í sínu starfi, að þeir
standa fullkomlega jafnfætis
fremstu læknum erlendis. Ef þjóð-
in vill í framtíðinni fá að njóta
starfskrafta slíkra ágætismanna,
verður hún í tæka tíð að grípa í
Einar Benediktsson
skáld
6 5 ár a .
31. f.m. varð skáldið Einar Bene-
diktsson 65 ára. Síðan fyrsta bók
hans kom út, eru liðin 32 ár. — 1
henni eru fáein kvæði og nokkur
þeirra með því snildarmarki, a
hann mátti þá með rjettu kallast
stórskáld. Síðan hefir hann aukið
hróður sinn með hverri bók,er hann
hefir frá sjer sent, og nú skipar
liann öndvegi íslenskra skálda með
þeirri vegsemd, að engúm manni
er við ^ann jafnað.
Það er óhugsandi, að gera grein
fyrir skáldskap Einars í fáum orð-
um. Hann hefir farið víðar, og
sjeð fleira og reynt, en flest eða öll
íslensk skáld, og lýsingar hans úr
öllum áttum, bæði á lýði og lönd-
um, e'ru gerðar af þeirri snild, að
slíkt er einsdæmi í bókmentum
vorum. En hvar sem spor hans
hafa legið, hefir hann í öllu stolti
sínu og andans mikilleik verið
íslendingur fyrst og fremst, með
brennandi ást á ættjörð sinni og
höfðinglegri bjartsýn um hag henn
ar í framtíðinni. Ekkert íslenskt
skáld hefir meira oit í anda hinna
*
fornu Eddu-snillinga: Enda þótt
að formið á ysta borði sje alt ann-
að, þá sver speki og orðlist skálds-
ins sig í ættina, og þar er og að
finna fullkomnasta fyrirmynd í
andlegum hreinleika, sem mjög ein
kennir öll verk hans. Það er sama
hvort Einar Benediktsson lýsir ís-
lensku fjallalofti, eða hann leiðir
menn gegnum drykkjuglaum suð-
rænna stórborga, þar sem loftið et
þrungið af vínilmi og ástríðurnar
sjóða í blóðinu. — Alstaðar er
styrkur hreinleikans svo mikill, að
hvergi bregður fyrir skugga af
lágri hugsun.
Þegar Einar Benediktsson kom
fyrst fram sem skáld, laust hann
sprota sínum á glugga hins sof-
andi lýðs og heimtaði menn til
nytsamlegra verka. Heróp skálds-
ins var þetta:
Trúðu á sjálfs þíns hönd en
undur e'igi!
Sami karlmenskubragurinn hefir
alla tíð bergmálað í ljóðum hans,
sömu eggjunarorðin brenna hon-
um enn á tungu, og aldrei hefir
ættjarðarást hans komið fram í
tígulegri myndum, heldur *en í
hans nýjustu bók. Spádómar hans
um hlutverk og afrek þjóðarinnar
hafa aldrei verið stórfeldari en á
síðustu árum. Með sívaxandi snild
og vísdómi hefir hann kafað djúp
mannle'gra tilfinninga og , kvæði
hans fjölmörg eru svo auðug af
snildarlega sögðum og ógleyman-
legum spakmælum, að þar glóir
perla við perlu,
Mörg stórkvæði hafa birst eftir
liann í blöðum og tímaritum á sið-
ustu misserum og kennir þar mest
heimspeki og trúarlegra viðfangs-
efna. Verður ekki með sanni sagt,
að almenningi sje þar hægðarle'ik-
ur með honum fylgjast, sem stór-
skáldið, spekingurinn og trúmað-
urinn veltir fyrir sjer dýpstu rök-
um tilverunnar.
Margir era góðir liðsmenn en
fáir afburðamenn, fæstir nema
þeir, sem varpa ,öllu fyrir borð,
nema því sem er þeirra háleitasta
blutverk. Einar Benediktsson er í
dag höfuðskáld Islands og stór-
feldasta Ijóðskáld á Norðurlönd-
um sökum þess, að hann hefir
kastað frá sjer öllu nema list
sinni. Með lífsháttum sínum hefir
hann keypt íslenskri þjóð aðdá-
anlegar gersemar, sem hvorki fölna
nje ryðfalla þó að aldir líði.
J.
Sláturhúsið f Vík
°s
Kaupfjelag Skaftfellinga.
Hæstarjettardómur slær þv! föstu, að
kaupfjelagið eigi sláturhúsið.
Það er svo margt og mikið bú-
ið að skrifa um sláturhúsið í
Vík og samband þess við Kaup-
fjélag Skaftfellinga, að óþarft er
um það að fjölyrða hjer. Aðeins
verður vikið að örfáum höfuð-
dráttum, um leið og sagt verð-
ur frá hæstarjettardómi, sem
S
nýlega var upp kveðinn.
Svo sem kunnugt er, hefir
Sláturfjelag Suðurlands útbú í
Vík í Mýrdal. Eru það aðallega
Skaftfellingar og íbúar austasta
hluta Rangárvallasýslu, er slátra
í Vík.
Ekkert sláturhús var til í Vík
þegar byrjað var að slátra þar,
en kaupfjelagið ljeði hús sín til
slátrunarinnar. Var svo gengist
fyrir því, að sláturfjelagsmenn
kæmu sjer upp sláturhúsi. Var í
fyrstu ákveðið, að þeir er slátr-
uðu, greiddu fast gjald, en síðar
var te'kið vist gjald af hverri
kind, sem slátrað var. Var þetta
gert í mörg ár og safnaðist á
þann hátt mikið fje — um 70—
80 þús. kr. eða meira.
Vandað sláturhús var svo reist
í Vík. En þegar húsið var kom-
ið upp, fór að kvisast sú saga
eystra, að það væri eign Kaup-
fjelags Skaftfellinga, en ekki
sláturfjelagsmanna. Alt var þó
þetta óljóst fyrir almenningi þar
til nú, að úr þessu hefir verið
skorið með dómi hæstarjettar,
sem upp var kveðinn 25. okt. s. 1.
í þessum dómi er því slegið
föstu, að Kaupfjelag Skaftfell-
inga sje eigancli sláturhússins
og að sláturf járgjaldið, sem al-
menningur hefir lagt fram, sje
sumpart stofnfje inni hjá kaup-
fjelaginu og sumpart leiga til
kaupfjelagsins fyrir húslán til
slátrunar.
í forsendum þessa hæstarjett-
ardóms segir m. a. svo:
„Af gögnum þeim, sem fyrií
hendi eru í málinu, verður að
ganga út frá því, að Sláturfjelag
Suðurlands hafi sett fjáreigendum
það skilyrði, að þeir yrði sjálfir
að sjá fyrir húsrúmi til slátrunar-
innar. En þar sem ekki var slátur-
hús í Vík, ljeði kaupfjelagið í
fyrstu eitt af húsum sínum til
slátrunarinnar. Má af útdráttum
úr aðalfundargjörðum kaupfjelags
ins, er lagðar hafa verið fram í
hæstarjetti, sjá, að i fyrstu hefir
verið ætlast til, að hver fjáreig-
andi greiddi aðeins lítið fast gjald,
er teldist sem stofnfje og varið
.yrði til sláturhússbyggingar. En
frá og með árinu 1917 og til ársins
1922 ákvað kaupfjelagið að taka
gjald fyrir hverja kind, er slátrað
væri í húsum fjelagsins, og var
það gjald mismunandi og ákveðið
fyrir hvert ár í senn. Skyldi einnig
Þetta gjald verða hlutafje, þ. e.
stofnfje í kaupfjelaginu. Var það
auglýst árle'ga á deildarfundum
fjelagsins og í slátrunarhúsinu,
hve mikið gjald kæmi á kind
hverja, og innheimti sláturfjelag-
ið það hjá fjáreigendum og greiddi
til kaupfjelagsins. — En kaupfje-
lagði færði hverjum manni gjaldið
til tekna á stofnfjárreikningi. Og
á aðalfundi kaupfjelagsins 15.
mars 1920 var það samþykt, að
gefa skyldi út stofnbrjef fyrii
sláturfjártillögum f jelagsmanna“.
„.... Það verður því að ganga
út frá því, að gagnáfrýjanda (þ.
e, Lofti Jónssyni) hafi verið kunn-
ugt um, að kaupfjelagið áskildi
sje'r gjald af hverri lcind, er slátr-
að var í húsum þess, og verður
þá að líta svo á, að hann hafi
með því að láta slátra fje sínu t
húsum kaupfjelagsins umrætt tíma
bil undirgengist. að greiða gjald-
ið, þar sem ennfremur framan-
greind fundarályktun 15. mars
1920, um að stofnbrjef skyldi gefa
út fyrir sláturfjárgjöldum þess-
um, verður að teljast gild,
samkvæmt fjelagslögunum og
skuldbindandi fyrir gagnáfrýj-
Um kveöskap
Jónasar Hallgrímssonar.
Eftir Einar Ól. Sveinsson.
I.
Líf Iistamannsins er fegurst,
þegar það er skammvint. Þegar
honum hefir orðið þess auðið að
npinbera anda sinn, og það er
enn mitt sumar, er hann gengur
inn um dyrnar, sem enginn
kemur út um aftur. Þá sjer eng-
Inn hið daprasta af öllu döpru,
hnignun hans og afturför. Þá
þarf hann ekki sjálfur að reyna
hið þyngsta af öllu þungu, ó-
frjósemi og andlega trjenun. Og
jafnvel þótt örlög sumra manna
sjeu svo fágætlega björt, að þeir
þroskist fram á elliár, geta þeir
þó ekki átt vorið nema einu
sinni, gróandann, lifandi safann,
töfra angandi vomætnr. Haust-
ið á sína miklu fegurð til, en
haustið er þó aldrei nema haust.
Skáldferill Jónasar Hallgríms
sonar var jafn fagur og hann
var skammur. Sem skáld var
Jónas frábærlega hamingjusam-
ur. Honum varð þess auðið að
fylla kvæði sín þeirri fegurð,
sem hann sá í veröldinni, og
hann dýrkaði af öllu hjarta sínu.
Hann er einhver mesti lista-
maður allra ísl. skálda, einhver
mesti meistari formsins. Honum
varð þess auðið að berjast til
sigurs fyrir þeirri stefnu, sem
Bjarni Thorarensen hafði haf-
ið — það var ekki einungis róm-
antíkin, heldur endurfæðing ís-
lenskrar Ifóðalistar.
Þegar Jónas kemur fyrst
fram, yrkir sín íyrstu kvæði,
sem varðveitt eru, virðist hann
fullþroska í ljóðagerð. "Síðan
yrkir hann hátt á annan áratug,
þá deyr hann. Hefir skáldskap-
ur hans þróast á þessum stutta
tíma, hefir hann breyst? Eða
hefir þetta árabil verið eitt langt
augnablik, óbreytanlegt og full-
komið, án þess að tannhjól tím-
ans þokaði því
„annaðhvort aftur á bak
ellegar nokkuð á leið“ ?
Þetta mál mun jeg ræða nokkuð
í línum þeim, sem á eftir fara,
og mun jeg ekki síst líta á það,
sem stöðugast virðist hjá Jón-
asi: formið.
II.
Þrent virðist hafa haft mest
áhrif á Jónas Hallgrímsson á
yngri árum hans: klassicismi
Bessastaðamanna, kvæði Bjarna
Thorarensens, Ossían.
Klassicismi Bessastaðamanna
snertir einkum form Jónasar og
mál — gott dæmi þess er, að
hann þýðir kvæði eftir Horatíus
á inndælt íslenskt mál undir
fornum háttum (ljóðahætti og
fornyrðislagi), líkt og Svein-
björn Egilsson gerði. Má ekki ó-
líklegt þykja, að frá Bessastöð-
um sje Jónasi kominn hinn
klassiski blær á ýmsum hinum
síðari kvæðum, er vikið verður að
seinna. Bjarni hefir líka áhrif á
form hans, bæði hjá honum og
Bessastaðamönnum lærir Jónas
að beita fornháttunum, en hjá
Bjarna að fara með nýrri háttu
og verður honum brátt miklu
fremri í því. Hjá Bjarna er enn
nokkur átjándualdarkeimur í
meðferð þeirra, óeðlilegar áhersl
ur, mislipur kveðandi, gamalt
skáldskaparmál (kenningar) —
en hjá Jónasi er þetta alt horf-
ið: málið er hreint, einfalt, fag-
urt og fellur nákvæmlega að
bragarhættinum.
Með kvæðum Bjarna drekkur
Jónas í sig hinn nýja anda:
rómantíkina. 1 huga hans verð-
ur vorleysing, ótal öfl losna úr
læðingi og fá að njóta sín; hann
má nú gefa sig á vald flugi hug-
ansj ólgandi litbliki tilfinning-
anna, þyrstri fegurðardýrkun.
Og með hetjunum úr Ossían
reikar hann í þunglyndi hins
unga manns um einmanalega,
dapurlega heiðina, og það er
sem hinn rökkurmildi, keltneski
tregi veiti honum svölun.
En þetta er alt að mestu orð-
inn hlutur, þegar Jónas yrkir
hin fegurstu kvæði sín. I þeim
hefir hann þegar alla aðaldrætt-
ina í svip sínum. En nokkuð
virðist mjer skera sig úr kvæði
þau, sem ort eru fyrir 1832,
þegar hann fer utan í fyrsta
sinn, sjeu þau borin saman við
síðari kveðskap hans.