Tíminn - 24.01.1980, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.01.1980, Blaðsíða 6
miuiii. 6 Fimmtudagur 24. janúar 1980 r r Ctgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Jón Heigason og Jón Sigurósson. Ritstjórnarfull- trúi: Oddur Ólafsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisiason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Sfóu- múla 15. Simi 86300. — Kvöidsimar blaóamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Veró I lausasölu kr. 230.- Askriftargjald kr. 4.500 á mánuói. Blaöaprent. J Utanþingsstjórn Island býr við þingbundna stjórn. Meðan svo hátt- ar er það augljós frumskylda Alþingis að mynda rikisstjórn, eins og Tómas Árnason lagði áherzlu á i áramótagrein sinni i Austra og Gunnar Thoroddsen i sjónvarpsþætti um Alþingi siðastl. þriðjudags- kvöld. Það ástand getur hins vegar skapazt á Alþingi, að þvi reynist um megn að fullnægja þessari frum- skyldu sinni. Undir slikum kringumstæðum getur orðið óhjákvæmilegt fyrir forseta Islands að gripa til myndunar utanþingsstjórnar. Hugmyndin um utanþingsstjórn undir slikum kringumstæðum er ekki ný af nálinni. Hún var mikið rædd á áratugnum 1940-1950, m.a. vegna þess, að Sveinn Björnsson neyddist til þess á þeim tima að mynda utanþingsstjórn, sem fór með völd 1943-1944. Meðal annars var þetta þá verulega rætt innan Framsóknarflokksins og samþykktir gerðar á flokksþingum, sem fjölluðu um þetta efni. Á áttunda flokksþingi Framsóknarmanna, sem haldið var um mánaðamótin nóvember-desember 1946, var samþykkt að setja bæri það ákvæði i nýja stjórnarskrá, ,,að þjóðkjörinn forseti hafi vald til að skipa rikisstjórn, ef Alþingi reynist ókleift að mynda þingræðislega stjórn, enda viki hún fyrir stjórn, er styðst við meirihluta Alþingis”. Á niunda flokksþinginu, sem var haldið 17.-22. nóvember 1950, var gengið enn lengra. 1 ályktun flokksþingsins þá segir á þessa leið:,,Framkvæmda- vald og löggjafarvald verði aðskilið meira en nú er og skipi þjóðkjörinn forseti stjórn ríkisins, hafi Al- þingi eigi myndað nýja rikisstjóm einum mánuði eftir að rikisstjórn hefur verið veitt lausn”. Eins og stjórnarskránni er háttað nú, hefur for- setinn þetta vald, en sú hefð hefur skapazt, að hann beiti þvi ekki, nema Alþingi hafi brugðizt áður- nefndri skyldu sinni. Um þetta vald forseta þarf að setja skýrari ákvæði. Stjórnarkreppan nú er að verða svo löng, að menn eru farnir að ræða um að óhjákvæmilegt verði, að forsetinn noti þetta vald sitt. Enn verður þó ekki sagt, að fullreynt sé, að Alþingi geti ekki myndað stjórn og meðan verður forsetinn að sýna langlund- argeð. Sakharof Þótt fréttirnar frá Afghanistan séu slæmar, er fréttin um handtöku og nauðungarflutninginn á Andrei Sakharof næstum enn verri. Sakharof hefur að undanförnu verið helzta rödd þeirrar gagnrýni i Sovétrikjunum, sem á að vera leyfileg i frjálsum rikjum samkvæmt Helsinki-yfir- lýsingunni. Rödd hans var tákn þess, að slik gagn- rýni hefði ekki alveg verið bönnuð i Sovétrikjunum, eins og á Stalinstimanum. Með þvi að flytja Sakharof frá Moskvu til Gorki hefur honum verið meinað að koma gagnrýni sinni á framfæri, þar sem útlendingar fá ekki að koma þangað. Þannig hefur Sovétstjórnin losað sig við siðasta gagnrýnandann innanlands. Erlendis mun þetta hins vegar auka stórlega gagnrýnendahóp Sovétrikjanna og þeirra, sem þar ráða. Meðferðin á Sakharof sannar i verki litilsvirð- ingu Sovétleiðtoganna á Helsinki-yfirlýsingunni. Fyrir það munu þeir hljóta maklega fordæmingu um allan heim. Þ .Þ Erlent yfirlit Hafa harðlínumenn náð völdum 1 Kreml? Sitthvaö styöur sögusagnir um þaö HINN 11. þ.m. birtist grein : enska blaöinu Daily Telegraph eftir einn af þekktari frétta- skýrendum blaósins, John Miller, þar sem skýrt var frá þvi, aö svonefndir harölinu- menn heföu tekiö völdin I framkvæmdastjórn rússneska Kommúnistaflokksins. Harö- linumennirnir heföu notfært sér langa fjarveru Kosygins, sem hafi veriö einna ákveönastur talsmaöur slökunarstefnunnar. John Miller telur, aö harölinu- mönnum hafi tekizt aö telja Brésnjef trú um, aö slökunar- stefnan myndi ekki færa Sovét- rikjunum neinn ávinning i náinni framtiö. Vonir þær, sem Brésnjef gerði sér eftir Vinar- fund þeirra Carters, væru runn- ar út i sandinn vegna andstööu haukanna i öldungadeild Bandarikjaþings gegn Salt-2 samningnum. Akvörðun ráöherrafundar Nato 12. desem- ber hefði svo rekiö smiöshöggiö á verkið. Tilboði Brésnjefs um viðræöur varðandi staösetningu meðaldrægra eldflauga i Evrópu hefði veriö hafnaö, en i staöinn samþykkt áætlun um aö endurnýja eldflaugakerfiö i Vestur-Evrópu. Brésnjef heföi þannig hvarvetna rekið sig á lokaöar dyr, þegar hann ætlaði að tryggja framhald slökunar- stefnunnar. Fyrir þessum röksemdum hefði hann beygt sigeöa oröið aö beygja sig, enda ekki notið stuönings Kosygins si8cum fjar- veru hans. Ekki er úr vegi aö geta þess til viöbótar viö frá- sögn Johns Millers, aö margir fréttaskýrendur hafa um nokkurt undanfariö skeiö taliö Kosygin áhrifamesta manninn i framkvæmdastjórninni (Polit- buro), þótt meira bæri á Brésnjef út á við. John Miller telur, að framkvæmdastjórnin hafi tekiö ákvörðun um þaö i lok nóvember að auka mjög aö- geröirnar i Afghanistan, en endanjeg ákvörðun hafi veriö tekin rétt fyrir jólin. Hann telur, aö það hafi veriö rætt allitarlega, hver viðbrögð Bandarikjanna myndu verða, m.a. stöðvun á kornútflutningi til Sovétrikjanna og synjun á þátttöku I ólympiuleikunum. John Miller telur það álit vestrænna fréttaskýrenda, aö harðli'numennirnir myndu ekki harma það, þótt ekkert eða litið yröi úr Ólympiuleikunum, þvi að þeir hafi áhyggjur af mikilli aösókn útlendinga I sambandi við þá. John Miller telur, að i hópi harðli'numannanna séu Ustinof varnarmálaráöherra, Suslof, hinn -78 ára gamli hugsuöur flokksins, og Kirilenko, sem stundum hefur veriö nefndur sem eftirmaöur Brésnjefs, enda þótt hann sé ári eldri. TVEIMUR dögum siðar en þessi grein birtist i Daily Tele- graph eöa 13. þ.m. birti enska vikublaðið The Observer tvær greinará forsiöu.þarsem þeirri skoðun var haldið fram, að harölinumennirnir heföu tekið forustuna i Kreml. önnur þessara greina var eft- ir Andrew Wilson, sem er rit- stjóri erlendra frétta hjá Ob- server. Hann segist hafa áreiðanlegar heimildir fyrir þvi að ákvörðun um innrásina i Afghanistan hafi veriö tekin á lokuðum miöstjórnarfundi 19. desember. Brésnjef hafi veriö andvigur henni, en ekki átt kost á ööru en að beygja sig eöa segja af sér. Hann valdi fyrri kostinn, þótt hann gerði sér ljóst, að slökunarstefna hans væri þá úr sögunni, a.m.k. aö sinni. Wilson segir, að harðlinu- menn úr framkvæmdastjórn- inni og hershöfðingjar hefðu sett svip sinn á miðstjórnarfundinn. Þeir hefðu skýrt frá þvi, aö her Afghanistans væri ótraustur, margir rússneskir ráögjafar hefðu verið drepnir og skærulið- ar náð rússneskum vopnum. Hin greinin I umræddu blaöi Observers er eftir Lajos Leder- er, þekktan blaöamann, sem ritari' blöð viöa um heim. Hann skýrir þar frá þvi'samkvæmt heimildum manna, sem eru nánir samstarfsmenn Titos, að Brésnjef muni hafa misst völdin i hendur yngri manna i miðstjórninni, og að leiötogi þeirra muni vera Yuri Andropof, yfirmaður leynilög- reglunnar, KGB. Lajos Lederer fullyröir, aö Andrei Sakharof slökunarstefnan hafi veriö þrætuepli I framkvæmdastjórn- inni strax eftir hinn misheppn- aða fund þeirra Brésnjefs og Fords i' Vladivostok haustið 1974. Deilurnar hafi svo magn- azt á siðastl. hausti. Lederer segist hafa gert grein fyrir þessu i greinum, sem hann skrifaði 21. október og 25. nóvember. 1 þeim hafi komið fram, aö völdum Brésnjefs gæti verið hætta búin, þvi að harð- linumenn væru að færast i auk- ana. Lederer telur, aö ákvörðun ráöherrafundar Nato 12. desem- ber, þegar ákveðið var að endurnýja eldflaugakerfið i 'Vestur-Evrópu, hafi gefið harðlinumönnunum byr i seglin. Viku siðar hafi verið haldinn hinn örlagariki fundur i miðstjórninni, þar sem Brésnjef varö að velja á milli þess að hverfa frá slökunarstefnunni eða að segja af sér. SITTHVAÐ, sem hefur komið i ljós slðan framangreindar greinar birtust, styrkir þá stað- hæfingu, að harðlinumenn hafi tekið völdin i Kreml eöa ráði oröið miklu meira en áður. Handtaka Sakharofs og nauðungarTlutningurinn á hon- um til Gorki ber merki um handbragö þeirra, þótt hand- tökuheimildin væriundirrituð af Brésnjef. Það vekur lika athygli, að Brésnjef lætur skoðanir sinar i ljós i viðtali við Pravda. Ekki er úr vegi að draga þá ályktun af þvi, að hann sé undir einhverju eftirliti. Ef harðlínumenn hafa náð völdum, einsog sitthvað bendir til, yrði Andropof sennilegastur eftirmaður Brésnjefs. Hann er þriðji yngsti maðurinn i íramkvæmdanefndinni, en er þó orðinn 65 ára. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.