Tíminn - 04.03.1980, Blaðsíða 6
iH.'Hi».;[?
6
Þriöjudagur 4. mars 1980
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson, Jón Helgason og Jón Sigurösson. Ritstjórnarfull-
trúi: Oddur Ólafsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Glslason.
Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Síöu-
múla 15. Simi 86300. — Kvöldsfmar blaöamanna: 86562, 86495.
Eftir kl. 20.00: 86387. Verö i lausasölu kr. 230.- Áskriftargjald kr^
4.500 á mánuöi. Blaöaprent.
Erlent yfirlit
Hví réðust Rússar
inn í Afganistan?
Réði þvi ótti eða yfirgangsstefna?
Oleyst
hafréttarmál
Þótt segja megi, að hafréttarráðstefnan hafi
þegar borið þann árangur, að 200 milna efna-
hagslögsaga sé orðin staðreynd, er enn eftir að ná
samkomulagi um nokkur mikilvæg atriði, sem
snerta hana. Helztu atriðin, sem enn eru óleyst
eru þessi:
í fyrsta lagi er að nefna nýtingu þess hluta
leyfilegs fiskafla, sem strandrlkið getur ekki hag-
nýtt sjálft. Samkvæmt textanum, sem liggur
fyrir ráðstefnunni, hefur strandrikið rétt til að
ákveða hámarksafla og hvað mikið það getur
veitt sjálft. önnur riki eiga að fá afganginn. Mörg
þátttökurikin á hafréttarráðstefnunni telja
strandrikið geta misnotað þennan rétt, t.d. með
þvl að meta leyfilegan afla of lágt eða með þvl að
ofmeta getu sina til að veiða hann. Viðkomandi
rlki vilja að deilum, sem rlsa út af ágreiningi um
misnotkun strandrlkis á umræddum réttindum
megi skjóta til sérstaks hafréttardómstóls. Þetta
vilja strandrikin ekki en sum þeirra hafa léð máls
á þvl, að sérstök sáttanefnd fjalli um slíkar deilur
og skili áliti um þau, sem sé þó ekki bindandi fyr-
ir strandrikið. Enn hefur ekki náðst samkomulag
um þetta atriði, en íslendingar þekkja af eigin
raun að miklu getur skipt hver niðurstaðan
verður I þessum efnum.
í öðru lagi er að nefna kröfu landluktra og af-
skiptra rikja um sérstök forréttindi til veiða inn-
an fiskveiðilögsögu strandrlkja. Hér er um að
ræða rikjahóp, sem sennilega getur haft
stöðvunarvald á ráðstefnunni, ef til atkvæða-
greiðslu kemur. íslendingar hafa fengið það
ákvæði inn i textann, að slik forréttindi land-
luktra rikja, ef samþykkt verða, skuli ekki ná til
strandrlkja, sem séu að miklu leyti háð fisk-
veiðum. Samkvæmt þvi yrði ísland undanþegið
slikum forréttindum. Landluktu og afskiptu rikin
hafa lýst fylgi sinu við þetta, en að þvi tilskildu að
samkomulag verði um kröfur þeirra. Þetta mál
er þvi enn óleyst.
1 þriðja lagi er að nefna, að enn er ósamkomu-
lag um hvernig draga skuli mörk landgrunns,
sem fellur undir strandriki utan 200 milna efna-
hagslögsögu. Textinn gerir ráð fyrir, að strand-
riki eigi rétt til auðæfa I hafsbotni landgrunns,
sem er utan 200 milna, en ákvæði hans eru óljós
um hver endamörk landgrunnsins skuli vera. Um
það er ósamkomulag á ráðstefnunni, hvernig
þessi mörk skuli ákveðin og getur það skipt Is-
land verulegu máli hver niðurstaðan verður.
1 fjórða lagi er svo ekki samkomulag um,
hvaða reglur skuli gilda um eyjar, og einnig um
mörk landhelgi eða efnahagslögsögu, þegar tvö
lönd liggja svo nálægt hvort öðru, að þau geta
ekki bæði fengið 12 mílna lögsögu eða 200 mllna
efnahagslögsögu. Þessi atriði geta skipt verulegu
máli varðandi ísland og Jan Mayen.
Fleiri atriði mætti nefna, sem enn er ósam-
komulag um varðandi efnahagslögsöguna og
landgrunnið, en þessi munu vega mest. En alvar-
legastur ágreiningur á hafréttarráðstefnunni er
varðandi auðæfi útha f sbotnsins og nýtingu hans.
Þar þokast þó alltaf i samkomulagsátt. Þar eiga
islenzk stjórnvöld eftir að taka afstöðu til fjöl-
margra vandasamra atriða, ef til atkvæða-
greiðslu kemur.
Þ.Þ.
HVER er tilgangur valdhafa
Sovétrikjanna meö innrásinni I
Afganistan? Er hún eingöngu
gerB i varnarskyni til aB koma i
veg fyrir aö óvinveitt rikisstjórn
komist þar til valda? Eöa er hún
aöeins áfangi i landvinninga-
áætlun, sem miöar aö þvi aö
koma rikjunum i Vestur-Asiu
undir rússnesk yfirráö? Eöa
blandast þetta hvort tveggja
saman?
Þetta eru gátur, sem frétta-
skýrendur hafa glimt viö aö
undanfömu. Svörin hafa veriö
æriö mismunandi. Um mörg at-
riöi hafa þeir veriö sammála, en
önnur ekki.
Þaö rétta mun líka, aö viö
þessum spurningum er vart aö
finna neitt eitt svar. Vörn og
sóknfara iöulega saman og get-
ur þá veriö erfitt aö gera sér
grein fyrir, hvort sjónarmiöiö
má sin meira.
aö vera gild til aö réttlæta inn-
rásina I Afganistan, er þá ekki
hægt meö svipuöum rökum aö
réttlæta innrás i Tyrkland, Iran
og Pakistan? Er ekki einnig
hætta á, aö þar geti komiö til
valda stjórnir, sem veröa and-
vigar Sovétrlkjunum og leyfa
Bandarikjamönnum og Kin-
verjum aö vigbúast þar?
TIL ÞESS aö fá úr þvi skoriö til
fulls, hvort meira ræöur hjá
valdhöfum Rússa.ótti viö óvin-
veitta stjórn I Afganistan, eöa
landvinningastefna, þarf aö
reyna aö leita eftir svari. Þetta
hefur veriö undirbúiö af stjórn-
um rlkjanna I Efnahagsbanda-
lagi Evrópu.
I ræöu, sem Brésnjef forseti
hélt á fundi I þinghöllinni I
Kreml 22. febrúar, vék hann
itarlega aö þessum málum. 1
grein sem Spartak Beglov
(APN) skrifaöi um þessa ræöu
Brésnjefs, segir hann frá á
þessa leiö:
„Sovétrikin eru reiöubúin til
þess aö hefja heimkvaöningu
hersveita sinna frá Afganistan
jafnskjótt og stöövuö er utanaö-
komandi Ihlutun, I hvaöa formi
sem er, sem beint er gegn st jórn
landsins og þjóö þess. Ef
Bandarikin og grannlönd
Afganistans tryggja þaö, veröur
1 sovézk hernaöaraöstoö ónauö-
synleg. Þetta er eitt meginsjón-
armiöiö, sem fram kom i ræöu,
sem Leonid Brésnjef flutti fyrir
kjósendur 22. febrúar”.
Stjórnir Efnahagsbandalags-
rikjanna hafa nú ákveöiö aö
kynna sér hvort hægt sé aö ná
samkomulagi um aö Afganistan
veröi óháö riki, utan hernaöar-
bandalaga, á svipuöum grund-
velli og þeim, sem Brésnjef
ræöir hér um. Þessari hugmynd
var varpaö fram á Rómarfundi
utanrikisráöherra bandalags-
rikjanna nokkru áöur en Brés-
njef flutti áöurnefnda ræöu sina.
Vel getur þvl veriö aö hann hafi
haft hana I huga, þegar hann
flutti ræöuna.
Af hálfu Efnahagsbandalags-
rikjanna hefur þessi hugmynd
siöan veriö nánara útfærö og
mun veröa kynnt Rússum i þvi
formi.
Þaö yröi mannkyninu mikill
léttir, ef slikt samkomulag næö-
ist, og raunar ekki aöeins um
Afganistan, heldur öll rikin i
Vestur-Asiu. Ef slíkt samkomu-
lag næöist, gætu Rússar haldiö
þvi fram meö réttu, aö innrásin
I Afganistan hafi fyrst og fremst
veriö gerö meö varnarsjónar-
miö I huga. Þ.Þ.
Fær Giscard Brésnjef tilaö fallast á tillögu um óháö Afganistan, ut-
an hernaöarbandaiaga?
VISSULEGA er hægt aö finna
ýms rök fyrir þvi, aö Rússar
hafi taliö innrásina nauösynlega
frá öryggissjónarmiöi.
Byltingin i tran hefur skapaö
gerbreytt ástand á þessum slóö-
um. Mikil óvissa rikir um þaö
hvert áframhaldiö veröur. Ahrif
byltingarinnar geta vel oröiö
þau, aö öfl, sem eru andstæö
Sovétrlkjunum, nái völdum I
Afganistan. Þaö er jafnvel
sennilegast, aö þau heföu gert
þaö, ef Rússar heföu ekki skor-
izt i leikinn, þvl aö stjórn
kommúnista var oröin völt i
sessi.
Þaö er vel hægt aö gera sér
grein fyrir þvi, aö stjórn iAfgan-
istan andstæö Rússum, getur
oröiö þeim hættuleg, bæöi
stjórnmálalega og hernaöar-
lega, þegar þess er gætt aö lönd
Rússa i Miö-Asiu eru byggö af
öörum þjóöflokkum, sem eru
múhameöstrúar.
Þaö getur varpaö nokkru ljósi
á þetta, hver viöbrögö Banda-
rikjanna uröu siöastl. sumar,
þegar upp kom orörómur um
aukinn fjölda rússneskra her-
manna á Kúbu. Viöbrögö
Bandarikjanna heföu oröiö hin
höröustu, ef þetta heföi reynzt
rétt.
Rússar hafa eftir slöari
Brésnjef
heimsstyrjöldina fylgt þeirri
stefnu I Evrópu aö gera ná-
grannarikin I Miö-Evrópu háö
sér og mynda þannig eins konar
varnarbelti milli Sovétrlkjanna
og Vestur-Evrópu. Vel má vera,
aö eftir byltinguna I Iran hafi
þeir taliö öruggast at> bæta
Afganistan I þetta kerfi.
ROK stjórnar Sovétrlkjanna
fyrir innrásinni eru aö verulegu
leyti I samræmi viö þau sjónar-
miö, sem aö framan eru rakin.
Kinversk, amerisk og pakist-
önsk öfl hafi unniö aö þvi aö
steypa kommúnistastjórninni i
Afganistan og ætlaö aö koma
þar upp vigbúnaöi, sem væri
beint gegn Sovétrikjunum.
Þannig vilja valdamenn Sovét-
rikjanna láta llta svo út, aö inn-
rásin hafi eingöngu veriö gerö I
varnarskyni.
Þessi rökfærsla stjórnenda
Sovétrikjanna vekur hins vegar
spumingar, sem sýna, aö erfitt
getur veriö aö greina I sundur
vörn og sókn. Ef þessi rök eiga