Tíminn - 04.03.1980, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 4. mars 1980
15
Sumargestir
Gorkís
ÞJÓÐLEIKHOSIÐ fölki kominn og hefur náð vissum
(frumsýning) hæðum I þjóöfélagslegri stöðu en
Leikgerö: Peter Stein og Botho hefur glutrað niður tengslum sin-
Strauss.
Þýðandi: Árni Bergmann.
Lýsing: Arni Baldvinsson.
Leikmynd og búningar: Þórunn
S. Þorgrlmsdóttir
Leikstjóri Stefán Baldursson.
Þjóöleikhúsið frumsýndi
siðastliðinn fimmtudag Sumar-
gesti eftir rússneska skáldið
Maxlm Gorki (1868-1936), Leikrit
þetta samdi hann á árum 1899-
1904, en þaö fjallar um mennta-
mennina I Sovétrikjunum um
aldamótin, og það einkennilega
er, aö þetta verk kemur hér eins
og framhald af Kirsjuberjagarði
Leikfélags Reykjavikur, eftir
Tsjékov, I nokkurn veginn rök-
réttri röð hinnar sögulegu fram-
vindu.
Það er sannarlega fagnaðarefni
aö fá á Svið Þjóðleikhússins verk
eftir þetta öfluga og mikla skáld
rússnesku þjóöarinnar, þótt á
hinn bóginn sé þvl ekki að leyna,
að margar einkennilegar hugs-
anir sækja að almenningi um leiö,
til að mynda sú, hvort hlutur rit-
snillinga til framdráttar á nýjum
stjórnarstefnum sé nokkuð betri
en skriðdrekar herforingjanna og
stjórnmálamannanna, þegar öllu
er á botninn hvolft. 011 skáldverk
er rituö voru I Rússlandi um alda-
mótin I nafni mannúöarstefnu,
hljóta nú að tengjast þeim veru-
leika er við nú búum við. Og maö-
ur spyr sig hvort nú væri rúss-
neskur her I Afghanistan, ef
Kirsjuberjagarðurinn heföi ekki
verið skrifaður, og hvar væru
Soltzhenitsyn og Sakarof, ef
Gorkl heföi aldrei skrifaö neitt?
Hinu má aftur á móti ekki
gleyma, aö þeim er lesið hefur
Móðurina eftir Gorki séð Náttból-
ið, eða þekkir sögu og ævi hins
mikla skálds, kemur ekki eitt
augnablik I huga aö efast um
heiðarlegt viðhorf skáldsins.
Þetta voru tlmar er urðu aö
breytast. Það var ekki unnt að
una við það ástand er rikti.
Gorki og Sumargestirnir
Leikskrá Þjóðleikhússins er
með talsvert nýju sniöi aö þessu
sinni, þvi þar er að finna miklar
upplýsingar er tengjast þessu
margslungna verki Gorkis.
Arni Bergmann, þýðandi
verksins, ritar á þessa leiö:
„Sjalímof heitir ein af persón-
um leikritsins SUMARGESTIR
og er hann rithöfundur. Og hann
er skelfing þreyttur oröinn á þvl,
að til þess er ætlast af honum að
hann sé öörum fordæmi og leiö-
togi og fyrirmynd — einmitt
vegna þess að hann skrifar.
Hér er vikið aö afstöðu til bók-
mennta og rithöfunda sem um
langt skeið var rlkjandi I Rúss-
landi. Þangaö horfðu menn i von
um leiðsögn og skýringu á flókn-
um fyrirbærum og baráttuhvöt.
En þegar Maxlm Gorkl byrjaði að
prenta sögur skömmu fyrir alda-
mót var eins og sllkur þróttur til
forystu væri horfinn úr rússnesk-
um bókmenntum. Of margar
voru þær vonir um menntun,
framfarir, stjórnfrelsi og fleira
gott sem ekki höfðu ræst. Er
nokkuð fleira um málin aö segja?
spurðu menn. Svona var þaö og er
þaö enn. Er ekki eins gott að
hafna fyrirfram áhættum og von-
brigðum hugsjónanna, stórra og
smárra, og éta og drekka og vera
glaður? Þannig spuröu ekki slst
þeir, sem höföu komist til nokk-
urra menntaog voru, I efnalegum
skilningi, á uppleið I Rússlandi
aldamótanna, þegar iðnvæðing og
efling borgarastéttar voru að blta
stór skörð I hið eillfa Rússland
snauðra bænda. Það er þetta fólk
sem Gorkl er að lýsa I SUMAR-
GESTUM og þvl vill hann segja
til syndanna. Hann segir I bréfi til
leikstjóra sem vann aö frumsýn-
ingu á verkinu árið 1904:
„Mig langaði til að sýna þann
hluta rússnesku menntamanna-
stéttarinnar, sem er af alþýöu-
verk, eins og Gorkl gekk frá þvi
inn á sviöiö, en eins og það kemur
þama fyrir nærist þaö á orðsnilld,
fremur en atburðarásinni, sem er
nánast engin.
1 þessari leikgerö er reynt að
llta á hópinn sem heild og kynnast
yfirborðskenndum samskiptum
þessa fólks. Höfundar leikgeröar-
innar lýsa vinnu sinni með svo-
felldum oröum:
„A fyrstu minútum sýningar-
innar birtast áhorfandanum
þréttán framandi mannverur,
sem þrátt fyrir nálægðina beina
ekki orðum sinum til hans. Þær
. . .. . . .... eru frá upphafi ofurseldar einka-
Til er einmg lysing á viöbrogö- májum sjnum> deilumálum eða
um við fólkið, sem hún var tengd
blóðböndum, gleymt hag þess og
nauðsyn þess að stskka llfiö fyrir
alþýöu manna”.
„Fegursti dagur lifs
mins
um skáldsins, er hann greinir frá
áhrifum frumsýningarinnar á
Sumargestum I Pétursborg árið
1904. Þá ritar hann konu sinni á
þessa leiö:
Jónas
Guðmundsson:
LEIKLIST
„Fyrsta sýningin var fegursti
dagur lifs mins, þaö get ég full-
vissaö þig um, vina mln. Aldrei
fram til þessa hef ég skynjaö jafn
sterkt og djúpt og mun ekki eiga
eftir að skynja á þennan hátt,
þann styrk, sem mér er gefinn og
þá þýðingu, sem llf mitt hefur.
Þetta skynjaði ég á þvl andartaki,
sem ég stóö framan við sviös-
brúnina eftir 3. þátt, gagntekinn
af rosalegri gleði og hneigði ekki
höfuðið fyrir áhorfendum, tilbú-
inn til hvaða brjálæðis sem var,
hefði einn einasti maöur fussað.
Menn skildu og fussuðu ekki.
Einungis fagnaöarlæti og „Mir
isskusstva” (heimur listarinnar)
yfirgaf salinn. Það var eitthvað
djöfullega gott i mér. Allt I kring-
um mig, rétt fyrir framan sviðs-
brúnina öskruöu áhorfendur flfla-
leg orð hásum röddum, kinnarnar
glóöu, augun skutu gneistum, ein-
hver snökti og skammaðist, menn
veifuöu vasaklútum. Ég horfði á
þá, leitaöi aö óvinum en sá aðeins
þræla og örfáa vini. „Félagi!
Takk! Húrra! Niður með smá-
borgarana!” Þetta var allt und-
arlega stórkostlegt. Mér leiö eins
og dýratemjara og ég hlýt að hafa
verið heldur betur ófyrirleitinn á
svipinn.”
Kona Gorkls (en Gorkl hét áður
Aleksej Maksimovic) segir I end-
urminningum slnum á þessa leiö:
„Aleksej Makisimovic var
mjög hrifinn af greniskóginum,
sem byrjaði á bak við húsið. Þess
vegna tókum við sumarhúsið á
leigu. Hins vegar fóru I taugarnar
á honum pappirsslitur niöursuöu-
dósir og annar úr gangur, sem lá
dreifður út um allt, skilinn eftir af
sumargestumhússins frá þvl árið
áður. „Sumargesturinn er gagn-
lausasti maðurinn á jöröinni,
hann er jafnvel skaölegur, hann
kemur á sumardvalarstaöinn, at-
ar allt út I rusli og fer aftur I
burtu”, sagöi Aleksej Maksi-
movic æstur, þegar við tókum til
viö að hreinsa I kringum húsiö”.
Eg held að við látum þessa
verklýsingu nægja, en þó er þvi
viö að bæta, aö I þessu nær átt-
ræða verki skynjum viö samtlm-
ann enn á sérstakan hátt, hvernig
menntastéttirnar, „gáfumenn-
irnir” hafa tögl og haldir á öllum
sviðum þjóðlifsins, og taka til sin
uppskeruna, þótt þeir sjáist sjald-
an eða aldrei úti á ökrunum I
stritverkunum. Alveg sama þótt
þeir hinir sömu séu slfellt að
tönglast á virðingu sinni fyrir lág-
launafólkinu, og segist I blöðun-
um hafa „unniö verkamanna-
vinnu I Reykjavik og vlðar” með-
an þeir voru að drekka kaffi og
læra latinu með öðrum tilvonandi
sumargestum hins Islenska lýö-
veldis.
Sumargestir Þjóðleik-
hússins
Þjóöleikhúsið velur sér sér-
staka leikgerð af verkinu, er þeir
Peter Stein og Boto Strauss hafa
unniö, en þeir eru Þjóöverjar.
Rússneskir höfundar eru oft lang-
orðir og þeir hafa stytt verkið. Ég
hefi þvi miður ekki séð þetta
viöleitninni til að nálgast hver
aðra. Ahorfandanum er ekki
fyllilega ljóst hvert stefnir.
Hann á þess kost að kynnast
þessu fólki að sama marki og
hópum fólks I hinu daglega lifi, —
en ósjaldan fylgja sleggjudómar
stuttum og yfirboröskenndum
samskiptum. Úr samspili athug-
unar og imyndunar þekkjum við
þessi andartök magnleysis, þegar
einbeitnin fjarar út, og þaö viröist
fjarlægjast, sem næst okkur er.
A sviöinu birtist fólk.frá löngu
liönum tima — sá elsti I hópnum
mun vera fæddur um ihiðja sein-
ustu öld — það á heima I ókunnu
landi. Skoðanir þessa fólks bæði
af siöferöilegum og vitsmunaleg-
um toga hljóma sem draumórar I
eyrum okkar. Jafnvel hið róttæka
tungutak er framandlegt. En svo
vaknar I einni svipan skilningur
okkar og við þekkjum vel þann
hátt, sem samskipti þeirra fara
fram á.
Gorki kallaði Sumargesti ekki
drama, leikrit eða gleðileik —
heldur atriði. Útfrá þessari nafn-
gift var hafist handa við þessa
leikgerð. Atriöi, þar sem margar
óllkar, en einnig áþekkar mann-
eskjur eru saman komnar á leik-
svæði. Þar úir og grúir af minn-
ingum, ástarsamböndum, skoð-
unum og tilfinningum — þaö er
eins og aðeins sé hægt aö grípa
örlltið brot af öllu þessu um leiö
og þaö gerist. Þetta er önnur
ástæðan fyrir leikgerðinni. Hin er
sú, að atburöarás Sumargesta
felur ekki I sér einungis eitt og
óbifanlegt ástand. 1 leikritinu
veröur hvatinn að þróunarsögu
nokkurra einstaklinga og sú saga
er sögð til enda. Annars vegar er
lýst fyrir okkur fólki, hins vegar
fygljumst viö með framþróun.
Þessir tveir þræöir leikritsins eru
samtvinnaðir.
1 þessari leikgerð er fyrst reynt
að líta á hópinn I heild og hin
ýmsu tengsl einstaklinganna. út-
frá heildinni verður þvi næst þró-
unarferillinn að hefjast. Sllk upp-
bygging fer fram á öðru visi sýn-
ingu en Gorkiætlasttil.Allar per-
sónur leikritsins eiga I byrjun að
vera samankomnar á ákveðnum
stað. Hjá Gorkl hins vegar birtast
persónurnar I fyrsta þætti ein af
annarri, en þátturinn endar á
skyndilegri innkomu rithöfundar-
ins. Það er ekki fyrr en I 2. þætti
aö viö kynnumst jafnmikilvægri
persónu og Dvoétotsje. Samstæð-
ur hópur myndast fyrst 13. þætti I
skógarferöinni. 2. þáttur einkenn-
ist af þvf að persónur eru stöðugt
að koma og fara. 1 leikgerðinni
hins vegar verða litlu atriðin til
og leysast upp mitt I stöðugri
samveru: oft nægir nlstandi
augnaráð eöa ræsking og nýtt
atriði er hafið. Þegar slik byrjun-
arheild hefur verið ákveðin,
fylgja margar breytingar: Til-
færslur, styttingar, viöbætur,
sem stuöla að nýrri uppbyggingu
1. og 2. þáttar. 1 aöalatriöum hef-
ur stór hluti 2. þáttar, sem gerist
úti og I dagsljósi, verið settur I
byrjun sem stórt heildaratriði,
þar sem allir eru samankomnir,
en tveggja manna atriðin, sem
gerast um nótt og Gorkl lætur
leikritið byrja á, koma þar á eftir.
3,og 4. þáttur eru að mestu eins og
hjá Gorkl”.
Hvers vegna „öðruvfsi”
Gorki?
Ég skal að vlsu viðurkenna það
hér og nú, aö mér er ekki alveg
ljóst, hvers vegna betra er talið
að senda Gorkl I botnhreinsun I
Þýskalandi áður eri verkið er flutt
hér, en vafalaust hefur leikhúsið,
og aörir er ábyrgö bera, sínar
ástæður til þess, eða með öörum
orðum, hvers vegna leikhúsið
setur á svið „ööru vlsi sýningu en
Gorkl ætlast til”.?
Um uppfærslu Þjóðleikhússins
er það annars að segja að hún
tókst ljómandi vel, og sú ný-
breytni að hafa alla á sviöinu, svo
að segja alltaf, er frumleg og
krefjandi I senn. Sumargestirnir
og áhorfendur eru saman I ein-
hverjum búðum. Einhverju
himnarlki, eöa helvlti þar sem
ekkert rýfur hið ljúfa líf, eða til-
búning, nema veggur sem hrynur
og að millinn I verkinu ákveður
allt I einu að byggja latinuskóla I
stað þess að láta drukkinn frænda
sinn erfa milljón rúblur.
Þetta nefnir Gorkl að „gera
eitthvað”, en sú hugmynd læðist
þó að manni, að hann ætli að láta
búa til ennþá fleiri sumargesti til
þess að fleygja sorpi I skóglendið,
milli þess sem þaö káfar hvað á
öðru, meira og minna drukkið eða
vonsvikiö.
Listrænn sigur
Frá öðru sjónarmiði er þessi
sýning listrænn sigur fyrir alla þá
er I henni spila. Vil ég þar sér-
staklega nefna leikstjórann
Stefán Baldursson, og reyndar
allan hópinn, en I honum voru
þrlr aökomumenn, Þorsteinn
Gunnarsson, Þórunn Sigurðar-
dóttir og Guörún Gísladóttir.
Þeirra frammistaða var ágæt,
sérstaklega Guörúnar, sem er
mikið efni I leikkonu.
Þá vil ég sérstaklega nefna
ágætan leik Gunnars Eyjólfsson-
ar, Helga Skúlasonar, Baldvins
Halldórssonar, Erlings Gislason-
ar ogRóbertsArnfinnsonar.en þó
skal það tekið fram að voru mati
standa allir sig með mikilli prýði.
Það er einna helst Arnar Jónsson,
sem ekki finnur sig þarna I hon-
um Pavel Rjúmín. Rödd hans er
of klemmd, þótt framsögnin sé
skýr og leiktæknin ágæt. Hann
þarf ab samlagast hópnum á hóg-
værari eða látlausari hátt.
Leikmynd er einföld og þjónar
þessu verki vel, en þó er náttúran
ekki mjög nálæg, nema þar sem
hún birtist I leikstjórninni sjálfri.
(Menn að banda frá sér flugum og
fl.)
Þýðing Arna Bergmann er bók-
leg, sem á ekki svo illa við Gorki,
sem er fyrst og slðast
skáldsagnahöfundur, en stundum
eru eignarföllin verkinu ofviöa
„börn eldabusknanna” og fl.
Lýsing var ágæt og mild.
Þetta verk tekur tvo og hálfan
tima að sýna, fjórar til fimm vik-
ur að drepa, ef marka má örlög,
aðsókn og áhugann sem hliðstæð
verk hafa hlotið hér að undan-
fömu. En þá á ég viö Kirsuberja-
garðinn I Iðnó og leiguhjall
Tennesee Williams. Þvl þar er þvl
miður svo, eins og hin snjalla orö-
ræða samtlmabókmennta og bók-
menntafrá seinustu 100 árum eigi
einhvern veginn ekki upp á pall-
boröið hjá Islenskum áhorfend-
um, meöan innihaldsminni og
rýrari leikbókmenntir blómstra.
Að visu má segja sem svo, aö
gott sé að vera laus úr leikhúsinu,
þegar sýningu er lokið, og þaö er
ekki þægilegt alltaf að láta menn
eins og Tennessee Williams, Tsjé-
kov eöa hann Maxlm Gorkl fylgja
sér heim og halda fyrir sér vöku.
En ef skáldskapur hættir aö vera
það afl, sem hann var, hættir að
skilgreina lifiö af raunsæi og
grimmd, er hætt við að það drag-
ist „að hreinsa kringum húsiö”.
Jónas Guðmundsson.
OLE BREITENSTEIN,
kvikmyndafræðingur, heldur fyrirlestur i
Norræna húsinu þriðjudaginn 4. mars kl.
20:30 og nefnir hann „Film, TV og
modtagerne”.
Verið velkomin NORRÆNA HÚSIÐ
Skatta/ög
Auglýsing fra fjármálaráðuneytinu um
útgáfu skattalaga.
Fj ár málaráðuney tið hefur látið fella sam-
an lög nr. 40/1978 um tekjuskatt og eignar-
skatt og lög nr. 7/1980 um breytingu á
þeim lögum og gefið út i sérhefti.
Heftið er til sölu i bókaverslunum Lárusar
Blöndal og kostar 1.830 kr. með söluskatti.
Fjármálaráðuneytið,
29. febrúar 1980.
i
3
Ársa/ir i Sýningarhöllinni
Er stærsta sérverslun landsins með svefnher-
bergishúsgögn.
Yfirleitt eru 70-80 mismunandi gerðir og teg-
undir af hjónarúmum til sýnis og sölu í versl-
uninni með hagkvæmum greiðsluskilmálum.
Verslunin er opin frá kl. 13—18 á virkum dög-
um en síma er svarað frá kl. 10.
Myndalista höfum við til að senda þér.
Ársalir í Sýningarhöllinni
Bíldshöfða 20, Artúnshöföa.
Simar: 91-81199 og 91-81410.
'l