Tíminn - 14.03.1980, Blaðsíða 6
6
Föstudagur 14. mars 1980
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson, Jón Helgason og Jón Sigurósson. Ritstjórnarfull-
trúi: Oddur ólafsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gislason.
Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siðu-
múia 15. Simi 86300. — Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495.
Eftir kl. 20.00: 86387. Verð I lausasölu kr. 230.- Askriftargjald kr.
4.500 á mánuði. Blaöaprent.
v__________________________________
Við sjálfa að eiga
Svar fjármálaráðherra við kröfugerð Banda-
lags starfsmanna rikis og bæja er i fyllsta sam-
ræmi við yfirlýsta stefnu rikisstjórnarinnar. Það
er þess vegna óþarft fyrir forystumenn launþega-
samtaka að rjúka upp á nef sér yfir þvi að rikis
stjórnin heldur við þá yfirlýstu stefnu sina að
dregið skuli i áföngum úr óðaverðbólgunni.
Það er enn fremur ekki rétt, að með stefnu
sinni sé rikisstjórnin að gera þvi skóna að launin
og launin ein séu orsök verðbólgunnar. í stefnu
rikisstjórnarinnar felst það, að launahækkanir
eru meðal þeirra þátta sem mestu ráða um verð-
bólguþróunina, einkum þegar þess er gætt að
verðbólga á íslandi er um fram annað vixlhækk-
anaverðbólga.
Þvi mætti halda fram að vixlhækkanaverðbólg
an eigi rætur i þvi valdajafnvægi sem rikir i is-
lenska þjóðfélaginu. Þeir þrir pólar sem um er
að ræða: — launþegasamtök, vinnuveitendur og
rikisvald —, hafa hver um sig nægilegan styrk til
þess að knýja fram „leiðréttingu” eftir á, eftir að
teknar ákvarðanir hafa valdið ójafnvægi, en eng-
inn þeirra hefur nægilegan styrk til þess að knýja
fram og standa á framkvæmd vilja sins til lengd-
ar.
Þetta ástand hefur að sönnu augljósa kosti i
lýðræðisþjóðfélagi, en gallarnir eru eigi að siður
auðsæir þegar um ófremdarástand er að ræða,
svo sem óðaverðbólgu annars vegar eða mikið at-
vinnuleysi hins vegar.
Þetta valdajafnvægi leiðir til þess, að árangur i
baráttunni gegn verðbólgunni næst þvi aðeins að
viðtæk samstaða náist um aðgerðir. Sú stefna
rikisstjórnarinnar að unnið skuli i markvissum
áföngum, miðar að þvi að greiða fyrir slikri sam-
stöðu, enda er áfangaleiðin sú eina sem tryggt
getur að afleiðingar samdráttar verði ekki at-
vinnuleysi, harkaleg kjaraskerðing eða gjaldþrot
atvinnuf yrirtækja.
í stöðinni, eins og hún er, verður spurt um það
hvert fólkið i raun vilji stefna I þessum málum.
Harkaleg viðbrögð t.d. af hálfu launþegasamtaka
við þeirri yfirlýstu stefnu að ekki komi til grunn-
kaupshækkana við núverandi aðstæður bendir
ekki til þess að almennur vilji sé fyrir þvi að
draga úr verðbólgunni. Og verði mætti launþega-
samtaka beitt til þess að knýja fram óraunhæfar
krónutöluhækkanir sér hvert mannsbarn hvað
verður um árangurinn.
Að sinu leyti myndu sambærileg viðbrögð
vinnuveitenda við samdrætti á fjármagnsmark-
aði, i framkvæmdaframlögum eða við aðhaldi i
verðlags-, banka- og lánamálum einnig leiða til
þess að þenslan ykist i efnahagsmálunum.
Kjartan Jónasson
Erlent yfirlit
„Bandamenn”
tregir í taumi
— Schmidt hafði sigur gegn Carter
sem viðurkenndi sérstöðu V-Þjóðverja
gagnvart Sovétrikjunum
„Skildi ég hann rétt? Þjöö-
verjum finnst ágætt að viö skul-
um vernda þá en þeir kæra sig
ekki um að nein áhætta sé tekin
né ný vandræöi.” Þessi ummæli
eru höfö eftir Bandarikjamanni
nokkrum sem hlýtt haföi á
þýska kanslarann, Helmut
Schmidt er hann var I heimsókn
i Bandarikjunum i siöustu viku.
Samskipti „bandamanna”,
þ.e. Bandarikjanna og
V-Evrópurikja, hafa veriö ofar-
lega á baugi aö undanförnu og
hafa einkum bandarisk blöö
fjallaö mikiö um þau. Er ekki
laust viö að Bandarikjamenn
svo og Bandarikjastjórn hafi
oröiö fyrir vonbrigöum meö
óþekkt Evrópurikja hvað varö-
ar aö hlita forsjá og ákvörðun-
um Bandarikjastjórnar um viö-
skiptabann á Sovétrikin og
hundsun á Ólympiuieikunum I
Moskvu. Og raunar ekki aö á-
stæðulausu. Spurningin er að-
eins hvort Bandarikjastjórn
heföi ekki átt að geta séð þetta
fyrir.
Eins og kunnugt er brást
Carter forseti óvenju hart viö
herflutningum Sovétrikjanna til
Afganistan og lýsti strax yfir ó-
vægum hefndaraðgeröum, svo
og þeirri fullvissu sinni aö
bandamenn Bandarikjanna.
mundu gera slikt hið sama. Inn-
tak hefndaraögerða Carters
voru viðskiptabann og yfir-
lýsing þess efnis að Bandarikin
tækju ekki þátt i Olympluleik-
unum i Moskvu yrðu Sovétmenn
ekki á brott meö allan herafla
sinn frá Afganistan fyrir 20.
febrúar.
Siöan hófst Bandarlkjastjórn
handa um aö fá önnur riki og þá
ekki sist rlki V-Evrópu til þátt-
töku i þessum aögeröum. Er
liöa tók á febrúar skrapp Vance
utanrikisráöherra til Evrópu til
aö heröa á viöbrögðum „banda-
manna”. Þeir hafa og haft sam-
band sin á milli og nú siöast
skrapp Schmidt I heimsókn til
Carters, hina fyrstu slöan
sovéskur herafli fór inn I Afgan-
istan.
Crtkoman er litil breyting á
viöskiptum Evrópurikja viö
Sovétrlkin og þá aöallega
vaxtahækkun á lánum til Sovét-
rikjanna. Rikisstjórnir Frakk-
lands og V-Þýskalands hafa á-
skilið sér rétt til aö blöa fram i
mai meö aö ákveöa nokkuð
endanlega um þátttöku I
Ólympiuleikunum. Stjórn
Thatchers i Bretlandi hefur
aftur lýst yfir þvi aö breskir
iþróttamenn fari ekki til
Moskvu en sá böggull fylgir
skammrifi, að Olympiunefndin
breska hefur nýlega lýst yfir þvi
aö ákvörðun hennar um þátt-
töku hafi ekki veriö haggaö. Og
raunar hafa ekki iþróttamenn I
Bandarikjunum enn sem komiö
er gengist viö ákvörðun forset-
ans.
Og hvað er þaö svo sem veld-
ur að Natórikin ganga ekki i
takt og einkum V-Þýskaland og
Frakkland fara sinu fram? Aö
meginhluta er ástæðan hin
sama og kemur i veg fyrir aö
íslendingar ákveöi nú aö hætta
öllum fiskútflutningi til Sovét-
rikjanna I refsiskyni. Evrópu-
riki hafa einfaldlega ekki efni á
aö hætta viöskiptum viö Sovét-
rikin. 1 ööru lagi þykir einkum
Frökkum og Þjóöverjum sem
Carter heföi mátt ráöfæra sig
viö bandamenn áöur en hann
gaf út yfirlýsingar sinar. T
þriöja lagi er ekki laust viö að
þeim standi stuggur af her-
skárri afstööu Bandarikja-
stjórnar Sem raunar felur I sér
aö Bandaríkin setja Sovétrlkj-
unum kosti og eru þess albúin aö
svara þverúö meö strlöi. (En
eru þau þaö?) Og i fjórða lagi
hafa Frakkar og V-Þjóöverjar I
æ rfkari mæli tekiö að lita á sig
og fleiri riki meginlands Evrópu
sem sérstaka biökk I valdatafl-
inu og þá sáttasemjara milli
Bandarikjanna og Sovétrikj-
anna. Sumum kann að finnast
slikt hlutverk nokkuö annarlegt
i sögulegu ljósi en þess er að
gæta aö jafn eðlilegt og þaö er
V-Evrópu aö fylgja Bandarikj-
unum aö máli menningarlega
eru góö viöskipti og sambúö viö
Sovétrikin ekki siöur eölileg og
nauösynleg. Þaö blasir til dæm-
is viö V-Þjóöverjum aö fari þeir
aö beita Sovétrikin viöskipta-
þvingunum geta Sovétmenn
svaraö meö þvi aö skrúfa fyrir
jarðgas og úranium sem flýtur I
striðum straumum frá Sovét-
rikjunum til V-Þýskalands auk
þess sem uppi eru hugmyndir
um rafvæðingu Þýskalands
austan frá Siberiu. 1 ööru lagi
gætu Sovétmenn gert V-Þjóö-
verjum lifiö leitt I V-Berlin og
jafnvel gripiö til einhverra
þeirra hefndaraögeröa sem
geröu þá spurningu raun-
verulega knýjandi.hvort Carter
meinti þaö aö hann væri tilbúinn
I strlö. Nýtt kalt strlð er þvl eng-
an veginn ákjósanlegur kostur
fyrir V-Þjóöverja né raunar
V-Evrópu. Þykir Schmidt og
Giscard sem Carter hafi gleymt
aö taka þaö meö I reikninginn
þegar hann geröist herskár.
Svo er aö sjá sem Schmidt
hafi I bráö aö minnsta kosti unn-
iö sigur á Carter I för sinni til
Washington I síðustu viku þvi á
yfirlýsingu þeirra aö fundi lokn-
um komu tilslakanirnar einkum
frá Carter og ekki frá Schmidt
sem þó lét svo um mælt að á
endanum yröu bandamenn
samstiga. 1 yfirlýsingu sinni lét
Carter aftur á móti svo um mælt
aö Bandarikin skildu afstöðu
V-Þjóðverja, sérstök samskipti
þeirra viö Sovétríkin og land-
fræöilega stööu þeirra.
1 viötölum viö fréttamenn lét
Schmidt sig svo ekki muna um
þaö aö tala um „ófyrirsjáan-
legar” stefnubreytingar Carter-
stjórnarinnar i utanrikismál-
um. Þar var hann kominn aö
viökvæmum punkti,en Frakkar
hafa einmitt bent á þaö til varn-
ar afstööu sinni,aö Carter hafi
ekki sagt eitt aukatekiö orö um
afskipti Sovétrikjanna i
Afganistan, hernaöarráögjafa
þar og nokkurn herafla, fyrr en
aö þvl kom, sem jafnvel hlaut að
koma aö, aö þessi herafli og af-
skipti voru aukin mikiö. Schm-
idt er þaö auk þess I fersku
minni hversu illa Carter fór meö
hann I „nevtrónu-sprengju-mál-
inu”. Þar lagöi Carter lengi og
þungt aö Schmidt aö leyfa
slikan vopnaforöa I V-Þýska-
landi og taldi þaö óhemju-
mikilsvert. Þegar svo Schmidt
lét loks til leiöast sneri Carter
viö blaöinu og tilkynnti að
sprengjan yröi ekki framleidd.
óteljandi fleiri dæmi eru um
skoöanaskipti á einni nóttu i
Hvita húsinu I tiö Carters.
Giscard og Schmidt treysta
honum einfaldlega ekki.
Á þvi leikur ekki vafi, að almenningur vill mik-
ið á sig leggja til þess að marktækur árangur ná-
ist i baráttunni við verðbólguna. Almenningur og
fulltrúar hans verða hins vegar að gera sér ljóst
að verðbólgan er ekki einhver utan að komandi
höfuðskepna, heldur á þjóðin, hagsmunasamtök
hennar, atvinnuvegir og rikisvald við sjálf sig að
eiga um fram allt, vegna þess að verðbólgan er
að mestu leyti innra vandamál Islendinga
sjálfra.
JS
Skoðun bandarisks akopteiknara á þvl „olnbogarýml” aem Schmldt krefat i fylgi afnn vi» viija
Bandarikjaatjórnar.