Tíminn - 14.03.1980, Blaðsíða 4

Tíminn - 14.03.1980, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 14. mars 1980 í spegli tímans bridge Mary Poppins-tré! Þeir sem sáu kvikmyndina um Mary Poppins gleyma henni seint. Julie Andrews lék og söng og liffti sig svo inn i hlutverk barnfóstrunnar og kennslukonunnar I myndinni, aO nafniö festist viö hana og Julie hefur átt i erfiöleikum meö aö komast aftur úr þvi hlutverki. t Walt Disney garöinum f Flórida eru trjárunnar klipptir til svo þeir likist æfintýrapersónum úr Disney-kvik- myndum og tókst garöyrkjumanninum skemmtilega vel aö ná fram mynd I lfkingu viö Mary Poppins og er tréö svo nefnt i höfuöiö á henni. Stööugt veröur aö snyrta og klippa Mary Poppins-tréö tii, svo hún t.d. veröi ekki of sver I mittiö, aö hatturinn veröi ekki skakkur, þvf aö alltaf vex runninn! '•&.* S ■ V; 5 5 v-' | .-:v i Stærsta kirkju- klukka í heimi Á árinu 1980 eru 100 ár siöan dómkirkjan i Köln var fullgerð, en þá hafði hún verið 632 ár i smiöum. I klukknaturninum eru 9 stórar kirkjuklukkur, en þessi sem sést hér á myndinni er kölluð Péturs-klukkan og er langstærst. Sagt er að hún sé stærsta kirkjuklukka i heimi. Á nýársdag s.l. þá var Péturs-klukku hringt hátíðlega til að halda upp á 100 ára afmæli dóm- kirkjunnar. Auðvitaö hefur þurft að endurnýja ýmis- legt i kirkjunni og gera við i áranna rás. Eftir heims- styrjöldina 1939-45 var Köln sem rúst yfir að lita en dómkirkjan stóð upp úr, þótt hún hefði nokkuð látið á sjá. Viögerðir voru fljótlega hafnar og tókust þær mjög vel. Byggingartiminn var langur — 632 ár — og þá myndaðist sá málsháttur i Köln: Þegar dómkirkjan verður fullgerð mun heimurinn farast. Þetta var endurtekið svo oft og mörgum sinnum og máltækið gekk frá kynslóð til kynslóöar, að fólk fór að trúa þessu og lá við að mönnum væri ekki um sel, þegar tilkynnt var árið 1880 að nú væri dómkirkjan fullgerð og frá- gengin. Þetta var i ágúst-mánuði það ár, og nú árið 1980, í ágúst-mánuði þá eiga borgaryfirvöld von á mörgum gestum, alls staðar að úr heiminum, til þess að halda hátiðlegt 100 ára afmæli hinnar fögru dóm- kirkju og þá má gera ráð fyrir að Péturs-klukku verði óspart hringt. Enn er ekki vitað hvort páfinn kemur til hátíðarinnar, en ráðamenn segjast vonast til að svo veröi. krossgata z u> Lárétt I) Landið. 5) Eldur. 7) Flissaði. 9) Dvali. II) Röö. 12) Timabil. 13) Dreif. 15) Púka. 16) Bókstafur. 18) Hlaöa. Lóörétt 1) Neðri hluti fug'smaga. 2) Hljóðfæri. 3) Komast. 4) Angan 6) Masa. 8) Fugl. 10) Illæri 14) Matur. 15) Hui.duveru. 17) Tónn. Ráðning á gátu No. 3268 Lárétt 1) Elding. 5) Rin. 7) Skó. 9) Nón. 11) Tá. 12) KU. 13) Ata. 15) Puö. 16) Ljá. 18) Stólar. - Lóörétt 1) Eistað. 2) Dró. 3) IÍ. 4) NNN.6) Knúðir. 8) Kát. 10) Oku. 14) Alt. 15) Pál. 17) Jó. Kapparnir Siguröur Sverrisson og Valur Sigurösson unnu aðaltvimenning B.R. annað áriö í röð með skemmtilegum endasprettilsíðustu umferðunum. Spilið I dag er frá síöustu umferð mótsins og við fylgjumst með atburðum við borðið þar sem Sigurður og Valur sátu NS. Þetta spil gaf þeim að visu ekki háa skor en það er að mörgu leyti lærdómsrikt. Suður S 7642 HK7 TD753 LA95 S/Allir Vestur Austur SKDG8 S 9 HDG85 H 109632 T G1098 TK62 L 6 Suður S A1053 HA4 TA4 LKG1072 LD843 Viö flest borð voru spilaðir 4 spaðar I suður og nær allsstaðar doblaði vestur. Þegar sagnhafar höfðu fengið þannig við- varanir, sluppu flestir einn niöur meö þvi að svina laufinu rétt og lofa vestri að trompa. Ef vestur heföi átt tigulkónginn I viðbót má alltaf standa spiliö, eins og les- endur geta athugaö. Sigurður og Valur spiluðu lika 4spaða en voru svo „óheppn- ir” að vestur doblaði ekki. Hann spilaði út tigulgosa og Valur, i suöur, taldi óliklegt að hann væri að spila undan kóng. Hann tók þvi slaginn heima á ásinn og ás og kóng I hjarta. Þar sem AV höfðu ekki gef- ið neinar upplýsingar um leguna I sögn- um, reiknaði Valur með að spaðinn lægi 3-2. Æskilegast var auðvitaö aö austur ætti kóng eða drottningu aðra. Þá var best að taka á spaöaás, eins og Valur gerði nú, og vona aö austur fyndi ekki að afstífla, eöa vestur, með KGx, fyndi ekki krókó- dilabragðið og færi uppmeð kónginn, þeg- ar suöur spilaði næst litlum spaða. Austur væri þá endapilaöur og yröi að gefa suðri slag með útspili sinu. Þetta virtist ætla að ganga vel i byrjun, þvi bæði AV fylgdu með lágum spilum I ásinn og gosinn birt- ist hjá vestri I næsta slag. En það dró brátt ský fyrir sólu, þegar vestur innbyrti næstu sex slagi á tromp og frislagina i hjartaog tigli. Suöur var þvl 4 niður. Það kom fram við annað borð i þessu spili, að það borgar sigekki alltaf að láta I sér heyra i sögnum. Þar kom vestur inná sterka laufopnun suðurs — á einum spaöa —. Eftir þaö spilaði suöur 3 grönd, sem unnust slétt. með morgunkaffinu • i tL czU='C-i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.