Tíminn - 16.03.1980, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.03.1980, Blaðsíða 9
Sunnudagur 16. mars 1980 9 Jón Sigurðsson: Skilningur, misskiln- ingur og fleira Þab er 1 rauninni ekki margt sem gefur mér tilefni sérstakra athugasemda viB ágæta grein Halldórs Kristjánssonar, sem birtist I Tfmanum sunnudaginn 2. mars aö tilefni greinar sem birtist eftir mig viku fyrr i blaöinu og saman var tekin vegna þeirra umræöna sem oröiö höfbu i blaBinu nokkru áB- ur um trúarleg efni. Mér sjínist aB okkur Halldóri beri saman um margt og er þó ef til vill nokkur áherslumunur um ýmis atriBi. Halldór nefnir I grein sinni dæmi úr Heilagri ritningu sem rök fyrir þvi aB menn hljóti aB velja og hafna um þaö sem þar er skráB. Þessi dæmi nefnir Halldór vegna þess aö ég haföi látiö i ljós þaö álit aö menn eigi ekki og geti ekki valiB og hafnaö aö vild milli þess sem þeir telja sér henta og hins sem þeim fell- ur siöur i ritningunni. Bókstafstrú og annar skilningur Eftir á aö hyggja hlýt ég aB viöurkenna aB ég gaf Halldóri nokkurt tilefni til misskilnings, þar eö ég greindi ekki frá þeim skilningi á gildi ritningarstaBa sem ég hef miöaö viö. Er aöeins sanngjarnt aö ég reyni aö gera örstutta grein fyrir þessum skilningi. Dæmin sem Halldór velur miöast viö strangasta bókstafs- skilning. Þann skilning hef ég ekki tamiö mér. Um skilning bóks tafstrúar manna á ritningarstöðum læt ég mér nægja aö vlsa til þeirra marg- vislegu athugasemda sem kom- iö hafa fram á þýöingu Helgrar ritningar á Vesturlandatungur og nútimamál en ýmsar þeirra athugasemda leiöa af sér efnis- legtendurmat ritningarstaöa og þar af leiðandi kennisetninga. Andstætt skilningi bókstafs- trúarmanna hef ég reynt aö til- einka mér þann skilning sem t.d. Marteinn Lúther lagöi til grundvallar: — aö Helga ritn- ingu eigi aö skilja og meta út frá þungamiöju verksins, frelsaranum, aö hvaöa leyti ein- stakir kaflar eöa frásagnir varpi ljósi á Hann og boöskap Hans, stefni aö Honum eöa leiöi af Honum. Meö þetta I huga vænti ég aö þurfa ekki aö verja eöa „af- saka” refsirétt Móselaga eöa annaö slikt, fyrir þá „sök” eina aö ég vil halda mig viö „Oröiö”. Orð og játningar Halldór sér ástæöu til aö spyrja að tilefni greinar minn- ar: „A kirkjan aö vera strang- lega bundin vissum játning- um?” Tilefni þessarar spurningar viröist vera áhersl- an sem ég lagöi f grein minni á „Oröiö”. En „Oröiö” f þeim skilningi sem mér hefur veriö kenndur er Heilög ritning. Játningar, bæöi fornar og frá síöari timum, eru fremur ályktanir manna um „Oröiö”, skýringartilraunir, enda voru þær fyrst saman teknar sem yfirlýsingar og tákn hollustu viö söfnuöinn, nokkurs konar staöfesting á samstööu og - aöild aö söfnuöinum. Játningamar svo margar og mismunandi sem þær hafa orðiö eru vitanlega merkilegar heimildir um skilning manna á Oröinu frá einni kynslóö til ann- arrar. En mér vitanlega hefur aldrei gott eitt af þvf leitt aö þeim yröi ruglað saman viö Þaö er nýtt ef nú á aö fara aö Oröiö. Og þjóökirkja okkar ís- lendinga er ekki aöeins „Lúthersk”, sem út af fyrir sig leiöir hugann aö Agsborgarjátn- ingunni og fleiri siöbótarritum, heldur er hún fyrst og fremst „evangelísk”, meö öörum oröum miöuö viö Oröiö gleöi- fréttina miklu, fremur en -ein- stakar skýringartilraunir eöa játningar aörar um fram þaö sem i Oröinu er aö finna. Mér viröist bókstafs- skilningurinn, sem Halldór Kristjánsson leggur til grund- vallar f grein sinni, og þaö mat Halldórs aö greina játningar ekki frá Oröinu, valda misskiln- ingi milli okkar og vona ég aö mér hafi nú i örstuttu ágripi tek- ist aö eyöa þeim misskilningi. Þetta hélt ég að væri skýrt Reyndar vekur þaö furöu mína hveHalldór er tortrygginn i garö sjónarmiöa minna varö- varpa fólki á dyr. andi Oröiö, — af þeirri ástæöu aö ég nefndi Oröiö um fram allt i tvennu sambandi í grein minni, og hélt ég aö þar þyrfti fæst aö orka tvlmælis. t fyrsta lagi nefndi ég Oröið sem aögreiningu frá Torah Gyö- inga (sem þó er vitanlega hluti ritningarinnar), frá Kóraninum og frá helgum ritum Hindúa- siðar, Taóisma og Búddhatrúar o.s.frv. Ég get ekki meö nokkru móti skiliö aö menn fari aö hafa þaö á móti mér aö ég telji Oröiö helsta kennimark kristinnar trúar og siöar! Og ég get ekki meö neinu móti heldur skiliö aö menn fari aö halda aö ég vanmeti, hvaö þá fyrirlfti, Gyöingasiö, Islam, Búddhasiö eöa Hindúisma, þó aö ég fyrir mitt leyti reyni aö halda mig viö þetta Orö! Ekkert er fjær mér en slikt viöhorf til annarra trúarbragöa. 1 grein minni kemur þaö og hvergi fram aö ég fallist á þá gömlu kenningu aö engin sálu- hjálp sé til utan safnaöarins. Hins vegar tók ég fram aö Drottinn talaöi til mannanna eins og Honum sjálfum sýndist og heföi ef til vill ekki svo háleit- ar hugmyndir sem viö mennim- irum mismun trúarbragöanna. I ööru lagi nefndi ég Oröiö sem vörn og skjól viö áhrifum illra andlegra afla og krafta. Ekki skil ég aö nokkur maöur fari aö lá mér þaö. Þá væri nær aö lá mér aö viröa kristna trú og siö nokkurs yfirleitt! Endilega sem flestar leiðir! Halldór Kristjánsson segir i grein sinni: „Viö förum ýmsar leiöir t guöfræöinni”. — Aö sjálfsögöu förum viö ýmsar leiöir í þeirri fræöigrein eins og öörum fræöum. Guöfræöi er ekki Guös orö, heldur tilraunir mannanna til aö skýra og skilja þaö sem f raun og veru er óskýranlegt aö mestu og óskiljanlegt f þeirri merkingu aö mælikvaröi skynseminnar einnar og rökhyggjunnar nær ekki aö vega þaö og meta. Um guöfræöina gildir hiö sama og um játningarnar aö gott leiöir ekki af því aö henni sé ruglaö saman viö Oröiö, og er meö þessu alls ekki gert litiö úr hlutverki fræöa eöa visinda. Hlutverk hennar er annaö. Eng- inn veröur meiri trúmaöur meö guöfræöiþekkingu einni, enda menn og málefni þótt sllk þekking stuöli aö trúar- ltfi og veiti margvfsleg svör viö áleitnum spurningum. Ef fariö yröi aö rugla saman guöfræöiþekkingu og trúar- kennd eöa trúarlifi er hætt viö aö margt einlægt trúfólk hrykki illilega viö! Viö skulum endilega halda áfram aö „fara ýmsar leiöir” f guöfræöinni. Ef þaö er rétt hjá mér aö Drottinn kunni aö gera minna úr mismun trúar- bragöanna en viö mennimir, þá er sjálfsagt óhætt aö halda aö Hann muni taka létt á mismun i fræöilegum útleggingum og heilabrotum. Ekki þekki ég það stórveldi t lok greinar sinnar gerir Halldór Kristjánsson aö minu mati uppskátt um hina ein- kennilegu viökvæmni sem gætir allt of mikiö i umræöum manna um trúarleg og kirkjuleg efni. Hann lætur aö þvf liggja aö i grein minni sé hvatt til þess aö þjóökirkjan leggi „ofurkapp I boöun sérkenninga”, og sföan spyrhann: „Vill kirkjan okkur eöa ekki?” Og veröur ekki annaö skiliö en grein mfn hafi oröiö honum tilefni þess aö halda aö ég eöa einhverjir aörir vilji stugga honum eöa ein- hverjum öörum út úr söfnuöin- um! Ekki nema þaö þó, og hef ég aldrei á ævi minni vitaö annaö eins: þaö segi ég satt! Fyrr mætti nú vera hável- boriö trúarágætiö — aö ætla sér aö reka einhverja aöra og þá væntanlega „bersynduga trú- villinga” eða hvaö? — út úr söfnuöinum! Mætti þá ef til vill spyrja hvaöa aöili fslensku þjóökirkjunnar yfirleitt getur rekiö nokkurn mann frá guös- þjónustueöa út úr söfnuðinum? Ef til vi 11 kannast Halldór Kristjánsson viö eitthvert slfkt stórveldihér á landi. Ekki þekki ég til þess og þakka Guöi fyrir. Hver má vera með? AB ööru leyti get ég svo sem fyrir mfna parta einnig kastaö fram svipaöri spurningu. Eftir aö grein mfn birtist varö ég fyrirátölumá fundi sem fjallaöi um önnur efni, fyrir þaö aö ég væri „bókstafsþræll”, „rétt- trúnaöarpostuli” og „aftur- haldspúki” sem þarf ekki aö vera svo slæmt. Hringt var heim til mfn og ég skammaöur 1 sfma fyrir aö ráöast á Harald heitinn Nielsson I blaöagrein. Ég svaraöi þvi til aö ég heföi alls ekki nefnt Harald Nielsson 1 grein minni og sæi enga ástæöu til aö hafa nefnt hann, enda ætti ég ekkert sökótt viö þann ágæta mann. Þá var ég skammaöur I staöinn fyrir aö hafa skrifaö grein um kirkjuleg málefni án þess aö nefna Harald Nielsson!! Þaö er þessi viökvæmni og svipuö aö þvf er grein Halldórs Kristjánssonar varöar, sem ég skil ekki, og er þaö sennilega vegna þess aö allar hinar miklu deilur um kirkjuvald, „nýja” guöfræöi, andatrú og „frjálslyndi” voru löngu um garö gengnar þegar ég fæddist. Og aö sama skapi leiöist mér þegar menn vilja ekki einu sinni skilja þann vankant sem á mér er aö ég fæddist nú einu sinni eftir aö sföari heimsstyrjöldinni lauk og reyni aö túlka þau sjónarmiö og viöhorf ýmis sem hafa veriö aö gerjast sföan.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.