Tíminn - 16.03.1980, Qupperneq 23

Tíminn - 16.03.1980, Qupperneq 23
Sunnudagur 16. mars 1980 31 effiiiiiiíi Gömul mynd frá Malarrifi Ingólfur Davíðsson: 289 Byggt og búið ígamla daga „Undir fráfærur — Skaptár- tunga” stendur undir gamalli mynd, sem Sverrir Runólfsson hefur 166 i þáttinn, ásamt fleiri myndum. Kannast einhver við þessa mynd og hefur e.t.v. þekkt bændurna? Fráfærur tiðkuðust enn á fyrsta fjórðungi þessarar aldar, og á stöku stað lengur. Litum næst á gamla mynd Bókaverzlunar Sigfúsar Ey- mundssonar af Malarrifi undir Snæfellsjökli. Bærinn virðist svipaður og sýnt er i Ferðabók Þorvaldar Thoroddsens frá 1890. Hlaöinn úr torfi og grjóti, þykkir veggir, framhlið (gaflar) úr timbri. Framundan langir grjótgarðar, sem um- lykja tröð heim að bænum. Kannski hefur þarna einnig verið kartöflugarður? Þorvaldur segir, að við fjár- hús i Hellnum hafi þá verið kartöflugarðar allstórir, vel sprottnir. Er borinn sandur i húsin og hellinn og sandinum mokað meö taöinu út i garðana. Féö hefur bleytt duglega undir sér, eins og vant er þegar þvi er mikiö beitt i fjörur. Fyrir 30 árum voru hér engir kálgarðar, ritar Þorvaldur 1890, en ólafur bóndi i Skjaldartröö fékksér þá eina skeffu af dönsk- um útsæðiskartöflum og eru allar kartöflur hér af þeim komnar. A Hellnum er bratt niður að fjörunni og hellubjörg mikil, þar erhin mikla fagra hvelfing Bað- stofan, og eru björgin iðandi af fuglalifi. A Stapa er fiskiþorp. „Þar er stór grænn blettur við sjóinn, með fjölda mörgum þúfuþyrp- ingum að sjá tilsýndar. Græni bletturinn er túnin, þúfurnar eru kofar ibúanna. Slik fiski- þorp eru undir Jökli kölluö pláss”, ritar Þorvaldur 1890. Miðvellir og Döguröará voru þá i eyöi, en höfðu verið sérlega vel umgengnar, sléttuð tún og hlaðnir garðar. Það gerði stakur dugnaðarmaður Pétur i Malarrifi. Hefur hann eflaust setið Malarrif vel á sinum tima. „Sá bær stendur mjög ein- manalega, umgirtur af hrauni hið efra, en hiö neðra er stór- gerð möl og klettar við sjóinn. Brim eru hroðaleg. Hér var áður mikill reki, en nú er hann miklu minni” — 1890. Margt er breytt. Dritvik hefur verið i eyði i meira en öld, en þar var fjarska mikið útræði fram á miðja 19. öld, reru þar 80 skip snemma á öldinni, og sóttu þangaö ver- menn úr fjarlægustu héruöum. Hrunin eða hálfhrunin grjót- byrgi votta um gamalt athafna- lif. Yfir hin eyöilegu hraun gnæfa hinir 60-75 cm háu Lón- drangar eins og risavaxnir turnar. — „Yzt á tanga út .Við sjá, aldan stranga lemur þá”. Viti var reistur i Malarrifi árið 1917 og byggt vitavaröar- hús og vélahús. Vitaþjónustan hefur tekið við af búskapnum. Loks er hér allgömul mynd af Reykjanesvita á Valahnjúk, e.t.v. tekin einhvern tima á ár- unum 1930-1940. Reykjanesviti var hinn fyrsti á landinu reistur 1878 og endurbyggður á árunum 1907-1908. Húsin sem sjást á myndinni eru horfin, en ný byggö 1947. Þarna hafa veriö grjótgarðar miklir um kartöflu- garð. Gamli ferstrendi vitinn skemmdist i jarðskjálftum og sprungur munu komnar i þann sem nú stendur. Vid eigum: gólfteppi lím,þéttiefni Ertu aö byggja viitubreyta þarftu aö bcSta riPUTAVER __________ Grensásveg 18 Hrey,ilshÍK82444 I

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.