Tíminn - 02.04.1980, Qupperneq 6

Tíminn - 02.04.1980, Qupperneq 6
6 Miðvikudagur 2. apríl 1980 V. Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Jón Helgason og Jón Sigurðsson. Ritstjórnarfull- trúi: Oddur ólafsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siöm múlá 15. Simi 86300. — Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verð I lausasölu kr. 240,- Askriftargjald kr. 4.800 á mánuði. Blaöaprent. Kjartan Jónasson Erlent yfirlit Kosningaslagur og friðartal Övissa og uggur íslendingar eru enn aö kljást við afleiðingar þeirrar stjórnarkreppu sem rikti mikinn hluta sið- ast liðins árs og fram á þetta ár. Meðal afleiðing- anna er alvarleg frestun margvislegra ákvarðana, sem siðan dregur á eftir sér hala frestunar á tengdum málefnum sem þó þola ekki bið að réttu lagi, og er fiskverðið dæmi þessa. Meðal afleiðinga stjórnarkreppunnar er og sú að ekki náðist árangur i baráttunni við verðbólguna á siðasta ári, og vegna þess hversu myndun rikis- stjórnar dróst langt fram á þetta ár er við þvi að búast að enn verði dráttur á þvi að marktækur ár- angur náist, — árangur sem ekki fer á milli mála og verður til þess að auka tiltrú fólksins á fram- vindunni. Ábyrgð þeirra manna, i Alþýðuflokknum og Sjálfstæðisflokknum, sem urðu undirrótin að upp- lausninni sem rikti i stjórnmálunum til skamms tima, er mikil. Er vonandi að þjóðin þurfi ekki að greiða framkomu þeirra dýrara verði en þegar er orðið. Ein afleiðing upplausnarinnar er sú að ný skattalög koma til framkvæmda i mikilli almennri óvissu um framvindu efnahagsmála og lifskjara i landinu. Af þessu leiðir að skattborgaranum er i reynd ókleift að sjá fyrir um það hverjar álögur hann verður að bera þegar kemur fram á siðara hluta ársins. Nú var það fyrir fram vitað að óviss- an hly ti að verða mikil, og menn voru um það sam- mála að slikt væri óþægilegt, en fylgdi þvi að einu sinni verður allt fyrst, — lika skattalög. En eins og ástandið er verður óvissan svo mikil og ótti fólksins að sama skapi að stjórnvöld verða að taka sérstakt tillit til þess. Húsmæður, sem starfa einnig utan heimilis, spyrja sig þess hver verður þeirra hlutur við nýju skattalögin — og þar með fjölskyldna þeirra — eftir að hinn sérstaki frádráttur eldri laga er úr sögunni. Fleiri dæmi slik mætti nefna, en þetta er nefnt sérstaklega af augljósum ástæðum. Menn verða að hafa það i huga að launþegar al- mennt lita á greiðslur opinberra gjalda að minnsta kosti öðrum þræði sem frádrátt frá tekjum. Þetta kann að vera skammsýni meðal launþeganna, vegna þess að vitað er að opinberu gjöldin renna til opinberra framkvæmda og þjónustu við almenn- ing. Launþegarnir eru bara ekki að hugsa um það þegar þeir fá álagningarseðilinn, — einkum ekki ef þeir eru á leiðinni á fund i verkalýðsfélaginu þar sem fjalla á um kröfugerð i kaupgjaldsmálum. Og þeir fara þá ekki heldur að hugsa neitt sér- staklega hlýlega um svo kallaða „félagsmála- pakka”, þegar þessir „félagsmálapakkar” út- heimta stöðugt nýja og nýja skattlagningu á þann sama almenning. Það er óvissa rikjandi, og margir eru uggandi. Augljóslega nýtur rikisstjórnin góðs byrjar meðal fólksins. En traustið dafnar ekki i ugg og efa, og i lýðræðisþjóðfélagi hefur fólkið möguleika á þvi að knýja fram breytingar i kjaramálum, meðal ann- ars vegna þess að „félagsmálapakkarnir” séu farnir að verða of dýrir, opinbera þjónustan of viðamikil að mati fólksins sjálfs, — og jafnvel þótt breytingarnar leiði til alvarlegrar röskunar á þjóðarhag. Þessi viðbrögð launþeganna eru gamalkunn. Þau eru fólkinu i sjálfu sér ekki til hróss. En þau eru staðreynd sem sérhver rikisstjórn verður að takafullttillittil. —JS. Landnám vopnanna, gömul saga og ný. Stuttu áður en forkosning- arnar i New York fóru fram i siðasta mánuði tilkynnti Jimmy Carter að Sadat Egyptalands- forseti og Begin forsætisráð- herra Israels mundu koma til viðræðna við hann i Washington um miðjan þennan mánuð. Var tilkynningin greinilega vel timasett til þess að minna á réttri stundu á friðarviðleitni Carters i Miðausturlöndum og þann mesta árangur sem hann hefur náð á sviði utanrikismála I forsetatið sinni. Fundur Carters með Begin og Sadat er þó siður en svo ein- ungis kosningabrella þvf nú er alveg að renna út frestur Egypta og tsraelsmanna sam- kvæmt friðarsamningi til aö komast að samkomulagi um sjálfstjórn Palestinuaraba á Vesturbakkanum og Gaza. Tak- ist engir slikir samningar er hætt við að til þeirra tiöinda drægi sem yrði Carter litt til framdráttar siðar i kosninga- baráttunni. Carter hefur ekki áhuga á að vekja ótimabærar vonir eða aö fundur hans með Begin og Sadat nú verði borinn saman við Camp David fundinn. Begin og Sadat munu þvi koma til Banda- rikjanna á fund forsetans meö nokkurra daga millibili en ekki samtimis. Hverju Carter kann nú aö fá áorkað er stór spurning og varla mikil ástæða til bjart- sýni. Ljóst er að einkum þarf hann að knýja Israelsmenn til tilslakana, en að áliti erlendra fréttaskýrenda mun hann gera sig ánægðan með að samkomu- lag takist um nýtt timatakmark sjálfstjórnarsamninga. Þáttur Bandarikjanna i friðarsamningunum fyrir botni Miðjarðarhafs hefur sist oröið þeim til framdráttar meðal islamskra rikja og staðið mjög i vegi fyrir samtaka aðgerðum Islamrikja og Vesturlanda gegn hernaðarihlutun Sovétmanna i Afganistan. Israelsmenn hafa að áliti Carters svikið hann I tryggðum með þverúð sinni i sjálf- stjórnarviðræöum samtimis þvi sem landnám þeirra á her- numdum svæðum Palestinu- manna fer vaxandi. Möguleikar forsetans til að svara fyrir sig þegar ísraelsriki er annars vegar sýndu sig i hnotskurn um daginn þegar fulltrúi Banda- rikjanna á allsherjarþingi Sam- einuöu þjóðanna greiddi at- kvæði meö tillögu sem fól i sér fordæmingu á landnámi Israelsmanna. Gaf forsetinn þegar út yfirlýsingu um að hér hefði verið um mistök að ræða enda þoröi hann ekki að styggja fjölmennan kjósendahóp Gyð- inga i Bandarikjunum, i þessu tilviki New York.en forkosn- ingar áttu að fara fram þar eítir örfáa daga þegar atkvæða- greiðslan hjá S.Þ. fór fram. Evrópuþjóðir aftur á móti hafa i vaxandi mæli snúist á sveif með Islamþjóðum og óháðum rikjum um að fordæma hvernig að friðargerðinni hefur verið staðið án nokkurs sam- ráðs við PLO. Eru riki Efna- hagsbandalagsins um þessar mundiraðundirbúa málflutning i öryggisráði S.Þ. þar sem lagt verður til að Palestinuarabar verði viðurkenndir sem þjóð með sjálfsákvörðunarrétti en I prótókollum S.Þ. hafa Palestinumenn hingað til heitið „flóttamenn”. Ennfremurgætir vaxanditilhneigingar til þess að viðurkenna PLO sem fulltrúa Palestinuaraba á opinberum vettvangi. Eins og málin standa nú eru Egyptaland og Israelsriki ein um að semja um framtið Palestinuþjóöarinnar og miöar þar litiö. Eftir siöustu samn- ingalotu varaði Sadat viö þvi að „nýtt ástand skapaðist” ef ekki tækist að ná verulegum árangri fyrir 26. mai en samkvæmt friðarsamningi átti þá að hafa náðst samkomulag um sjálfs- stjórnarform Palestínumanna. 1 þessari athugasemd Sadats felst ógnvekjandi hótun án þess aó hún hafi veriö skilgreind frekar. Þegar er ljóst að endanlegir samningar nást aldrei fyrir 26. mai. Sem dæmi um stöðu við- ræðnanna greinir Egypta og Israelsmenn ennþá fullkomlega á um hvort Palestinumenn eigi að hafa löggjafarvald eða ein- ungis heimastjórn með fram- kvæmdavaldi. Agreiningur um austurhluta Jerúsalemborgar er enn fullkominn og hefur israelska þingið nýlega gert ráðstafanir til þess að tryggja enn að borginni veröi ekki skipt að nýju. Og siðast en ekki sist krefjast Egyptar að Israelsher veröi á brott af sjálfstjórnar- svæðum Palestinumanna en Israelsmenn taka þaö ekki i mál og krefjast herseturéttar um óákveðinn tima, sem sagt til framhiiðar I raun og veru hefur ekkert miðað i þeim málum sem ein- hverju máli skipta og er það varla til þess fallið að vekja bjartsýni. Sá möguleiki er ótvi- rætt fyrir hendi að Sadat þreyt- ist á þessu stappi og að hann beiðist liðsinnis Evrópurikja verði þau reiðubúin, og geri aft- ur hosur sinar grænar fyrir Ar- abaheiminum og krefjist al- þjóðlegra aðgerða til lausnar deilunni. Þrátt fyrir kokhreysti tsraels- stjórnar er hún um þessar mundir illa i stakk búin til að beita sér fullkomlega i samn- ingunum. Meirihlutafylgi stjórnarinnar er nú aðeins 65 þingmenn af 120,en aö afloknum kosningum 1977 mynduðu 78 þingmenn meirihluta stjómar- innar. Fimm manna meirihluti stjórnarinnar hangir og á blá- þræði þar sem fimm til sex þingmenn hafa undanfarið skeggrætt viö stjórnarandstöð- una um aö ganga til liðs við hana um að kref jast nýrra kosn- inga nú strax. Samkvæmt ný- legri skoðanakönnun mundi Ve'rkamannaflokkurinn (aðal- stjórnarandstöðuflokkurinn undir stjórn Shimon Peres) vinna 30 þingsæti ef kosningar færu fram nú. Likudsambanda- lagið mundi hins vegar tapa 17 þingsætum og væri stjórnin þar með kolfallin. Ef hins vegar Ezer Weizman tæki við sem leiðtogi Likud og forsætisráð- herra.fól skoðanakönnunin það i sér að Likud mundi aðeins tapa 3 þingsætum og Verkamanna- flokkurinn vinna 19. Ezer Weizman er eins og kunnugt er varnarmálaráðherra I stjórn Begins og hefur deilt harðlega á hann fyrir þverúðina í samn- ingaviðræðum við Egypta. Má fullvist heita að heimboðið frá Carter hafi bjargað Begin frá kosningum nú i vor ellegar þvi að þurfa að vikja fyrir Weizman, en hvað veröur eftir 26. maf er annað mál, þ.e.a.s. náist ekki mikilvægur árangur fyrir þann tfma. Sadat og Begin. Þeir fara hvor Isinu lagi á fund Carters.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.