Tíminn - 22.04.1980, Qupperneq 7

Tíminn - 22.04.1980, Qupperneq 7
Þriðjudagur 22. april 1980 7 Það sem við gerum of seint mim liggja á samvisku okkar Það fólk sem nú er á miðjum aldri, hefur lifað ótrúlega stdran hluta af tæknilegri og félags- legri þróunarsögu Islendinga. Þessfinnast dæmi að fólk innan fimmtugs sé fætt og alið upp i húsakynnum sömu gerðar eða svipaðar og landnámsmenn- irnir reistu úr torfi og grjóti og allir íslendingar á þessum aldri hafa gengið i gegnum þá þjóð- félagsbyltingu sem siðari heimsstyrjöldin rak endahnút- inn á. Það má raunar segja að allar aldirnar frá komu landnáms- mannanna, hafi þróun þjóð- flagsinslúsast áfram i tæknileg- um og félagslegum efnum, þangað til við vorum beinllnis sprengd innf nútimann i hildar- leik styrjaldarinnar. Auðvitað höfðu hlutirnir mjakast áður, á mismunandi hraða þó, en hver kynslóð tók við af annarri á eðli- legan máta og atvinnutæki og húsakynni landsmanna breytt- ust það hægt að nýjar kynslóðir stóðu aldrei frammi á hengi- flugi og hver kynslóö tók á- reynslulitið við af hinni eldri. Gjáin breikkar Hér verður þvi ekki haldiö fram að hinir „gömlu góðu dagar” hafi raunverulega verið góðir dagar, Þeir sem muna þaö lif sem fólk lifði framan af öld- inni og svo lifskjör siöustu ára- tuga, vita að það er rómantisk heimska aö halda þvi fram, að þá hafi lifið verið auðvelt og gleðirikara. A fyrstu áratugum aldarinnar var lff alls þorra manna basl og aftur basl, bar- átta um að geta fullnægt brýn- ustu frumþörfunum. Hitt er engu minni heimska að halda þvi fram að lifskjarabylt- ingin sem varö i og upp Ur styrj öldinni, hafi fært fólki einhliöa hamingju. Kannski var það vegna þess að lifskjarabyltingin varð ekki i neinni þróun, heldur i stökkbreytingu, að þjóðfélagið gliðnaði sundur og upp komu ný félagsleg vandamál sem áöur voru ekki fyrir hendi. Eitt af þessum vandamálum skapaðist vegna breytinga á fjölskyldunni. Með nýrri vel- megun breyttist gerð fjölskyld- unnar og þau tengsl sem áður voru milli kynslóðanna á heimilunum urðu lausari i reip- unum. Þessa sögu þekkja allir og þarf ekki að fara nákvæmlega út I hana. Með breyttum at- vinnuháttum safnaðist fólk til þéttbýliskjarnanna og hlutverk eldra fólksins I fjölskyldunni fór minnkandi. Eldra fólkið missti smám saman það hlutverk sem það hafði alltaf haft í sambandi við rekstur búskapar eða sjávarútvegs og iuppeldi bama. Það myndaðist gjá milli kyn- slóðanna og sú gjá fer enn breikkandi. Ryklagið þykknaði Eitt af þvi sem hin nýja vel- megun og breytta atvinnulif hafði i för með sér, sérstaklega þó i kaupstöðunum, var það, að ekki varð aflögu timi fyrir mannlegar tilfinningar. Það var veriö að byggja upp nýtt þjóð- félag á örfáum áratugum og sú uppbygging fór að stórum hluta fram I skynlitilli blindu. Margir misstu sjónar á menn- ingararfleifö þjóðarinnar. Eftir þvisem húsakynni stækkuðuog einkaneysla fólksins jókst, Fyrri hluti þykknaði oft ryklagið á gömlum bókaskápum. Margir telja einnig að tilraunir i skapandi list sem komu eins og holskefla yfir þjóðina á skömmum tima og ollu miklum og heimskuleg- um deilum, hafi rofið eðlileg tengsl milli kynslóöanna. A þessum umbrotatímum gleymdu menn því gjarnan að tengja fortið og niitið í menning- unni og i mannlegum samskipt- um. Það var allt gleypt, hvort heldur það var hrátt eða soðið. Ef til vill las sú kynslóð, sem stofnsetti og rak hið nýja neysluþjóðfélag, ekki þá miklu visku sem sett hafði verið á bækur um aldaraðir. Nú voru sálfræðingar og geðlæknar menntaðir til að leysa uppá- komandi félagsleg vandamál. Menn gerðu sér yfirleitt ekki grein fyrir breytingunum og leituðu ekki sjálfir skýringa á sambúðarvanda ungra og ald- inna við þessi nýju skilyrði. 1 Einræðum Starkaðar leggur EinarBenediktsson þetta meðal annars að mörkum til þeirra visindagreina sem nú var farið að nefna félagsfræði og sálar- fræði: „Eitt bros getur dimmu I dagsljós breytt sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorö eitt. Aðgát skal höfð I nærveru sálar”. Ekki var Einar aUtaf bendl- aður viö félagslega lifsskoðun, en ég leyfi mér þá tilgátu að Einræðurnar og ýmis viðllka texti hefði ekki verið áhrifa- Hrafn Sæmundsson: --.....- —-.............................. minni til aö leysa félagsleg vandamál, en margur lær- dómur úr háskólum heimsins. Margir hættu á þessum tima að reyna að hugsa sjálfir. Allt var til sölu og allt var hægt að kaupa. Nú var farið að reka mannlifið eins og fyrirtæki. Hin- ir öldruðu fóru illa i þessum um- brotum. 1 kaupstöðunum, sér- staklega, var farið að reka gamalt fólk eins og fasteign eöa bil. Það breyttist úr lifandi ein- staklingum I tölustafi á fjárlög- um. Ég hef raunar grun um það aðmeiri aðgát sé stundum höfð i nærveru bils en sálar gamals fólks. Leysanlegur vandi Nú er þar komið I þessum texta, að annaöhvort er að slá botninn i eða taka til við nútim- ann. Svo mikið er þó eftir af samvisku Islendinga, að þeir byrja aðskjálfa þegar minnst er á daginn I dag. Það er fátt sem við erum hræddari við, en það, að heyra umbúðarlausan sann- leika um veruleika samtimans. Meðferð á öldruðu fólki og öðrum þeim sem minnimáttar eru i þjóðfélaginu, er ekki lltill hluti sagnfræðinnar. Islend- ingar hafa lengstaf staðiö framarlega meðal þjóða hvað varðar meðferð á þessum minnihlutahópum. Það er þá fyrst þegar velmegunin hellist yfir þjóðina, að þeir misstu átt- anna. Þetta er staöreynd og hún sorgleg. Það þrönga svið sem hér er verið aö reyna að koma upp á yfirborðið er sambúðarvandi kynslóðanna I nútímaþjóðfélag- inu og afstaðan til og meðferð okkar á öldruðu fólki. Þetta málefnier ótrúlega lítið rætt, og það er okkur til vansæmdar. Þaö ber auðvitað að viður- kenna, að kjör aldraðra hafa batnað frá þvi sem áður var. Þó hafa þau ekki fylgt eftir al- mennri llfskjarabreytingu ann- arra þjóðfélagsþegna flestra, og kjör aldraðra og kjör öryrkja eru algerlega háð pólitiskum ákvörðunum. Auk þess ber að geta að efnahagslegur aðbúnað- ur aldraðra er ákaflega mis- jafn, allt frá því að vera góður og niður I þaö að aldrað fólk búi nánast við skort. Hin efnahags- lega hlið, hvað varðar daglega neyslu aldraöra, er hinsvegar leysanlegur vandi. Laun aldr- aðra væri hægt að hækka með nánast einu pennastriki, þannig að aldraðir heföu góð ytri lifs- kjör. Slik kauphækkun til þessa fólks myndi ekki raska fjárlög- unum þannig að þjóöin færi öllu meira á hausinn en oröið er. Þó hefur þetta staðið i okkur og stendur enn. Það er hinsvegar hin félags- lega hlið málsins sem er öllu flóknari. Þar duga ekki einföld pennastrik og þar er lika um að ræða miklu meiri fjármuni sem nauðsynlegir eru til aö búa öldruðum ytri aðstæður og þá umönnun sem nauösynleg er siðasta spölinn. Jón Kr. Olsen: sj ómanna Mælirinn fullur 1 viðtölum við f jölmiðla setur formaður L.t.Ú. Kristján Ragnarsson fram fullyrðingar um tekjur sjómanna á tsafjarð- artogurunum, á þann veg, að þeir, sem ekki þekkja betur til, gætu haldið að þessi laun sem hann nefnir þar séu almennt séð laun togarasjómanna. Áróður af þvi tagi sem þarna er viðhafður kallar að sjálfsögðu á leiðrétt- ingu. Laun sjómanna eru árslaun þeirra, og þá verður myndin nokkuð önnur. Það er stað- reynd, að togarasjómenn eru verst launaða stéttin á landinu. Þeir sem vinna langan vinnu- dag vilja fá laun sin samkvæmt þvi. Fólk sem vinnur bónus- vinnu i fyrstihúsum vill fá laun eftir afköstum. Það fólk getur margfaldað daglaun sin. Kemur mér þvl spánskt fyrir sjónir, að lesa orð Jóhönnu Pálsdóttur frá Vestmannaeyjum i Þjóðviljan- um þriðjudaginn 15. april, þar sem hún telur sjómenn hafa orðið það góð laun að þau þurfi ekki að bæta meðan aðrir hafa ekki fengið launahækkanir til að vega upp þennan s.k. launamun. Hefur fólk gert sér almennt ljóst hver vinnan er á sjómann- inum á bak við hvert tonn sem hann kemur með að landi? Ég mun hér eftir upplýsa um tekjur þessara manna á ársgrundvelli, sem er byggt á skýrslu L.l.Ú. fyrir tímabilið 1/1 1979 til 31/12 1979. Yfirlit A svæðinu Vestmannaeyjar — Snæfellsnes, voru gerðir út 25 minni skuttogarar á árinu 197& Þar af voru 23 með meira en 300 úthaldsdaga. Meðal úthalds- dagafjöldi var 316 dagar. Meðalskiptaverðmæti kr. 462,7 milljónir. Meðalhásetahlutur kr. 8.886.000,00. Á Norðurlandi voru gerðir út 18 minni skuttogarar. Meðal út- haidsdagafjöldi var 316 dagar. Meðalskiptaverðmæti var 464,7 milljónir. Meðal hásetahlutur krl. 8.930.000,00. A Austurlandi voru gerðir út 11 minni skuttogarar. Meðal út- haldsdagafjöldi var 305 áagar. Meðal skiptaverðmæti var 416,0 milljónir króna. Hásetahlutur kr. 7.986.000,00. Á Vestfjörðum voru gerðir út 12 minni skuttogarar. Meðal út- haldsdagafjöldi var 334 dagar. Meðal hásetahlutur kr. 12.700.000,00. Að fengnum þessum tölum ætti að vera auðvelt fyrir fólk að reikna út hvaða laun þessir menn hafa á timann miðað við aðra launahópa I fiskvinnu. En þá ber að gæta þess við slikan útreikning, að þessir menn eru við vinnu allan sólarhringinn — 24 klst. á sólarhring. Það ætti einnig að taka tillit til þess, að þessir menn vinna við verstu aðstæður eins og allir þeir sem hafa eitthvað verið á sjó geta dæmt um. 1 sambandi við laun togara- sjómanna á Vestfjörðum ber þess einnig að gæta, að þeir hafa sennilega lengri vinnutima en gerist á öðrum togurum. Fyrir þá sem kannski nenna ekki að reikna út timakaup þessara manna get ég upplýst, að það er einhvers staðar á bilinu tólf hundruð og tvö þúsund og tvö hundruð, eftir þvi hvað menn vilja ætla að vinna þessara manna sé mikil á hverjum sólarhring, en skylduvinna þeirra eru 12 klst. á sólarhring. Ekki er það óalgengt, að fri- vaktir séu staðnar til að koma aflanum undan. Og myndi ég eftir viðtöl við sjómenn þessara skipa telja að 15 til 18 klst. i sól- arhring væri nær þvi sanna um meðalvinnutlma þessara manna. Þá ber að gæta þess einnig við útreikninga á launum þessara manna, að ef unnið er i landi á vöktum, kemur vakta- álag allt að 33% til 36%. Ég undrast ekki þó oddviti út- gerðarmanna reyni að slá ryki i augu landsmanna um tekjur þessara manna, en þegar fólk úr verkalýðshreyfingunni reynir að gera baráttu vestfirsku sjó- mannanna tortryggilegan finnst mér mælirinn fullur. Það er staöreynd að það eru ekki nema harðgerustu mennirnir sem geta stundað vinnu á þessum skipum. Margir þessara manna eru að gefast upp. Launin eru ekki i neinu samræmi við vinnu- álag og áhættu. Laun þessara manna I krónu- tölum talið eru kannski há, en vinnan sem liggur þarna á bak við eru ofboðsleg. Fólk ætti áður en það fer að býsnast yfir laun- um þessara manna að ihuga hvar þjóðin væri stödd ef þessir menn myndu nú taka upp á þvi að vinna aðeins 8 klst. dagvinnu og kahnski tvo tlma i eftirvinnu. Ekkert gamanmál Þetta er ekkert gamanmál. Útgerðarmenn og reyndar þjóðin öll ættu að ihuga vel af- stöðu sína til sjómanna al- mennt, þvi þó sjómenn á skut- togurum séu með þessa háu krónutekjur eru aðrir sjómenn enn verr settir. Þessi skip verða ekki gerð út nema með úrvals- mannskap, og það úrval er nú til staðar. Ef þið hrekið þessa menn i land, útgerðarmenn, fyrir vanmat á störfum þeirra, þá má leggja togaraútgerð á Is- landi niður. Laun þessara manna á að hækka, eða það sem er kannski skynsamlegra, að þeir hafi fri á fullum launum i minnst tvo til þrjá mánuði á ári. Að lokum sendi ég öllum sjó- mönnum baráttukveðjur og árna þeim allra heilla i baráttu þeirra fyrir bættum kjörum. Standið saman og sækið ykkar rétt. Það eruð þið sem með vinnu ykkar gerið mögulegt að lifa i landi þessu þvi mannlifi sem raun er á.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.