Tíminn - 22.04.1980, Síða 9

Tíminn - 22.04.1980, Síða 9
Þriðjudagur 22. april 1980 Róið eins langt eftir fiskinum og roðinu Um norræna vefnaðarlist Listvefnaður nú á dögum er orðinn svo frábrugöinn þeim er maður hafði fyrir barnsaugum sinum. að Hkja má við efnisbvlt- ingu höggmyndarlistarinnar, er notar nú auk marmara og kop- ars, þræði, eirvira, krossvið, trédrumba, steinsteypu, kaðla múrsteina og nagla, meira en hin fornu efni, er notuð voru meðan þau verk urðu einkum til I steinsmiðjum, eða tjávöru- verkstæðum, ef frá er skilinn brenndur leir og góðir málmar. Norfænar konur hafa lengi saumað og ofið úr sér augun, og listfengi þeirra var mikil allt þar til áteiknaðar myndir og út- taldar úr mynsturfabrikkum meginlandsins náðu svo til allri stjórn á þessum annars frum- legu konum, og „Blái drengur- inn og Hallarfrúin með vögg- una" voru komnár i annað hvert liiis þar sem eftir voru einhver augu. Rósabeðin I stofupúöum á hundruðum heimila eru tii vitnis um það, ásamt öllum klukkustrengjunum. Stórsýning á hannyrðum. NORDISK TEXTILTRIENNAL 1979-80 opnaði fyrir rúmu ári I Gauta- borg og fór þaöan til Kaup mannahafnar, svo til Helsinki, Oslo, Þórshafnar og nú er hún i Reykjavik, þar sem hún, sbr. sýningarskrá, stendur til 4. mai næstkomandi. Norræna veflistarsýningin var stofnuö árið 1976, og er hugsuð sem farandsýning og er ætlað að greina frá þvi sem efst er á baugi I vefnaði, tauverk um, og öðru er gjört er úrbandi, tuskum, eða efnum. Ef sýning þessi er borin sam- an við seinustu sýningu, hefur ekki orðiö mjög ör þróun á þessum árum, nema ef það væri i sjálfri handvinnunni, þvi þama er að finna myndir er of- boðsleg vinna liggur i, svo jaðr- ar við að listamaðurinn gefi úr sér bæði augun. Aörar mynd- ir hafa að baki aðrar og öðruvisi vinnustundir, þar sem meira hefur verið lagt upp úr hönnun, eða teikningu en saumaskap og vefnaði. Og fjölbreytnin er mik- il, þrátt fyrir að þaö séu tiltölu- lega fáar myndir sem hrófla við áður kunnum stefnum þessa listafólks. Vil ég þar nefna „Heysátu” Maisa Turuen-Wilk lund.sem þö minnir kannskium of á Mackie Winsor, eða minimalisma, til að gefa henni hæstu einkunn fyrir frumleika, en þetta er svo indælt listaverk og haglega gjört, að það angar af sumri. Afamynd IngaliII Gullers, kallar lika fram eitt- hvað sömu ættar. Og þá má ekki gleyma „fuglahræðum” Inghild Karlsen, sem bæði bera i sér ógn brúöunnar og seiðkvenna Skjaidarmerki Asgerðar Búadóttur Shakespeares, og einhvern sjaldgæfan gáska. Ég veit ekki hvort viðeigandi er hér að bera lof á islenskar myndir, þvf til þess eru oftar tækif æri, en verk Asgerðar Búa- dóttur eru að verða mikil stil- vopn fyrir vefnaðarlistina. Hvað er norrænn vefnaður? Það vakti vonbrigði að aðeins ein mynd skyldi vera frá Fær- eyjum, en þar er sams konar fé og á Islandi, og færeyska mynd- in er ekki á nógu góðum stað, þvi hún þarf fjarlægð. Jónas Guðmundsson MYNDLIST Heysáta Maisa Turunen Wik- lund. Ein hugsun læðist að manni á vefnaðarsýningunni á Kjarvals- stööum, og hafði reyndar fylgt vefnaðarsýningum um dálltið lengra skeiö, en það er hin af- markaða staða listgreinarinn- ar. Veggtjöld voru áöur hluti af húsbúnaöi, svipað og miðstöðv ar i húsum núna, en veggtjöld þeirra er meira máttu sin voru auðvitað ábúðarfyllri en hinna — „Skrjáfaði i skarlatstjöldum, skulfu kögur huldum völdum” yrkir Einar Benediktsson. (Vonandi rétt eftir haft). Forn vefnaður, eins og hann er sýndur i bókum og söfnum, virðist greinast I tvo meginþætti mynstur og myndasögur. Við greinum bæði þessi form á norrænu veflisfarsýningunni. Myndin „Sovveto” eftir Kjell Mardon Gunnvaldsen, er nútlmaútgáfa af fornum póli- tiskum sögum i myndvefnaði. „A.ámurusko” Irja Mikkola er af mynsturættinni (Dæmi af handahdfi). Þtí á hin forna greining ekki alfariö viö lengur, aö þvi er viröist. Sum verkanna væri t.d. auöveldara aö mála með oliu eða vatnslit. Vefnaðarlistin er þá komin út úr veflistinni inn i málninguna, ef þannig má orða það, og maður spyr sig i' hjart- ans einlægni, hvernig á aö varö veita heysátuna hennar Maisa? A að ryksuga hana og hella I hana eitri daglega til aö drepa möl? Mætti gera hana úr kopar? Þannig spyr maður sig. Þvi það er nefnilega talsvert atriði að taumyndun og gammyndum, sé haldið utanvið önnur myndlistarsvið. Eiginleikar efnisins veröa aö njóta sin i hverju verki, eiga þar einir heima. Við getum t.d. nefnt sumar af höggmyndum Sigurjóns ólafs- sonar. Hann heggur pröfessor i stein. Steinninn verður yndis- legt verk, er ber i sér persónu fyrirmyndarinnar, en er samt áfram steinn i brimsöng i fjöru, eða ruðningi i jökulöldu. Marg- ar trjámyndir Sigurjóns eru á- fram rekaviður, þótt sporjárn og skaraxir hafi komist i tréð. Þannig á myndvefnaður og annar vefnaður lfka að vera, eða halda sig. Efni og andi eiga að sameinast. Það er að minnsta kosti óþarfi að vera að prjóna olíumálverk, meðan nóg er af málningu i landinu. Konur með augu og fingur úr gulli eiga að gera annað, li'ka menn, sem fást við hannyrðir og vefnað. Annað er svo hitt, að næst væri gaman að fá hugmyndir um það, hvernig svona vefjar- list er ætluð heimilunum. Á að ganga á svona finum teppum? Þola þau mikið ljós? En ég spyr af því að það virðist einfaldasti hlutur i heimi að skilja það, að venjulegar myndir eiga að vera uppi á vegg, og það væri vel þegið ef ábendingar kæmu um það hvernig skarlatstjöldin á aö nota i algengum Ibúðum, en ekki er sagt eitt orö um þaö lengur og eigum við þó orð eins og veggteppi, gólfteppi, rúm- teppi og gluggatjöld. Hvar á að hafa teppi? 1 fátæktarbælum Suður-Ame- riku hefi ég séð herbergjaskipan ákvarðaða með dúkum og tepp- um, og reyndar sums staðar á ítaliu lika. Ofurlitil leiösögn um varðveislu ognot væri vel þegin, ef almenningi er þessi list ætluð til heimilisnota og brúks. Auðvitað gera allir sér grein fyrir þvi, að vefnaður, ofinn fyrir sýningar, sérstaklega, lýtur dálitið öðrum lögmálum en heimilisþorsta fyrir mynd- listarverk. Sagt var i Vestur- bænum, að maður ætti að éta roðiö af fiskinum, einfaldlega af þvi að róiö var eins langt eftir roðinu og fiskinum. Þannig greining eftir notagildi virðist eiga viö um myndvefnað, eða getur gert það. Effitt virðist t.d. að koma fyrir regnbogateppinu sttíra hennar Yosi Anaya nema I brunastöð þar sem eru turnar fyrir slöngur (13 metra langt), en til mikils yndisauka er það ó- neitaniega á sýningu. Jtínas Guömundsson. Ein úr fuglahræðufjölskyld- unni frá Inghild Karlsen. ______________________:_______________________i3 Minning Helgi Ingvarsson fyrrverandi yfirlæknir á Vífilsstöðum Helgi Ingvarsson, fyrrverandi yfirlæknir á Vifilsstöðum, er látinn, 83 ára aö aldri. Ungur gerðist hann aðstoðar- læknir við Heilsuhælið á Vlfils- stöðum árið 1922, en yfir- læknir var hann þar frá 1939 til 1967, þegar hann lét af störfum vegnaaldurs. Var starfstimi hans á Vi'filsstöðum samtals orðinn 45 ár. A þessu timabili og þá sérstaklega siðari árin náðist mikill árangur i lækningum berklaveikinnar með tilkomu nýrra lyfja, sem ullu gjörbreyt- ingu I þessum efnum. Óskin margþráða, sem allir biðu eftir, var orðin að veruleika. Helgi Ingvarsson var gæfu- maöur i öllum sinum störfum, hann var vinsæll og hafði viröingu allra. Óskir hans og athafnir beindust allar i þá átt að verða öðrum að liði. Þegar litið er yfir farinn veg og framfarir i heilbrigðismálum hér á landi, mun þess lengi verða minnst, hve stóran hlut Helgi Ingvarsson átti i þeim efnum. 1 lok heimsstyrjaldarinnar hafði Helgi forystu um endur- nýjun og uppbyggingu húsnæðis á Vifilsstöðum, en þá kreppti mjög aðum húsrými fyrir sjúklinga og starfsfólk. Þá voru á skömmum tima reistar sex nýjar byggingar auk ýmissa breytinga og endur- bóta á eldra húsnæði. Þá var vinnudagur Helga oft æði langur. þegar hann hafði frumkvæöi við uppbyggingu staðarins samhliöa erilssömu yfirlæknisstarfi. Nú þegar Helgi Ingvarsson er — Eiginmaöur minn og faöir okkar Gunnar Jónatansson Laugateig 17 fyrrv. formaöur og ráðunautur Búnaöarsambands Snæf. og Hnappadalssýslu lést i Landsspitalanum aö morgni 19. april. Hildur Vigfúsdtíttir, Anna Gunnarsdóttir, Óskar H. Gunnarsson, Vigfús Gunnarsson. Eiginmaður minn, Helgi Ingvarsson, fyrrum yfirlæknir á Vifilsstööum, veröur jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjud. 22. april kl. 13.30. Þeun sem vildu minnast hans er bent á liknarstofnanir. Fyrir hönd barna okkar og annarra vandamanna Guörún Lárusdtíttir. Eiginkona min, systir, móðir og tengdamóöir Ingibjörg Helgadóttir, Bauganesi 17, Reykjavik verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 23. april kl. 10.30. Einar Þorsteinsson, Oddný- Helgadtíttir, Markús A. Einarsson, Hanna S. Hálfdánardtíttir, Elin Einarsdtíttir, Þorsteinn Hjaltason, Sigriöur H. Einarsdtíttir, Aöalsteinn Pétursson, Helga Þ. Einarsdtíttir, Friörik Þorsteinsson. Hjartans þakkir sendum við þeim er sýndu okkur samúö og vinarhug vegna fráfalls Höllu Jónsdóttur frá Kollsiæk. Aöstandendur. Alúðar þakkir sendum viö starfsfólki Sjúkrahúss Húsa- vikur fyrir alla umönnun i veikindum sonar okkar og bróður Friðfinns Sigurðssonar, Rauöskriöu. Ennfremur öllum þeim fjölmörgu sem sendu okkur blóm og samúðarkveðjur til minningar um hinn látna. Guð blessi ykkur öll. Hulda Kristjánsdtíttir, Siguröur Friöfinnsson og systkini hins látna. ..........~......................... Æ allur, finn ég mig knuinn til að setja fram þökk mina til hans fyriryfir fjörtiu ára samstarf við Heilsuhæliö á Vifilsstöðum, sam- starf sem aldrei bar skugga á, en fyrstu árin, sem ég starfaði á Vifilsstöðum, vorum við sambýlismenn I búshusinu svo- nefnda, þar fæddust böunii og uxu úr grasi sem einn stór syat- kinahópur, svo mikil og náin voru kynni fjölskyldna okkar Slík vináttutengsl eru ómetan- leg og fyrir þau vil ég þakka. Eiginkonu og börnum Helga flyt ég samúðarkveðju mina og fjölskyldu minnar, þeirra er missirinn stærstur og sárastur. Björn Konráösson.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.