Tíminn - 29.05.1980, Page 6

Tíminn - 29.05.1980, Page 6
6 Fimmtudagur 29. maf 1980. Ctgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvœmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Jón Helgason og Jón Sigur&sson. Ritstjórnarfull- trúi: Oddur ólafsson. Fréttastjóri: Eirfkur S. Eirfksson. Aug- lýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, f ramkvsmdastjórn og augiýsingar Sf&umúla 15. Simi 86300. — Kvöldsimar bla&amanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Ver& f lausasölu kr. 240. \ -Askriftargjald kr. 4.800 á mánu&i. Bla&aprent. Þórarinn Þórarinsson Erlent yfirlit Snurða á samstarfi vestrænna þjóða Óheppileg áhrif kosninganna í Bandaríkjunum Hvalfjörður Nýlega hefur verið lögð fram i Alþingi tillaga til þingsályktunar um samgöngur um Hvalfjörð. Davið Aðalsteinsson er aðalflutningsmaður hennar, en aðrir flutningsmenn eru þingmenn úr Vestur- landskjördæmi. Efni tillögunnar er að fela rikis- stjórninni ,,að hlutast til um að gerð verði athugun vegna hagkvæmustu samgönguleiða um Hval- fjörð”. í greinargerð tillögunnar er það rakið, að haustið 1972 hafi verið birt álit nefndar, sem skipuð var samkvæmt þingsályktunartillögu frá 18. april 1967 til þess að annast alhliða rannsókn á þvi, hvernig hagkvæmast muni að leysa samgönguþörfina milli þéttbýlisins á Reykjavikursvæðinu annars vegar og Akraness, Borgarf jarðar og Vestur- og Norðurlands hins vegar. 1 nefndarálitinu er rætt um fjóra möguleika i sambandi við samgöngur um Hvalfjörð. Þessir möguleikar voru og eru: 1. Ferja yfir fjörðinn 2. Brú yfir fjörðinn 3. Göng undir fjörðinn 4. Vegur fyrir fjörðinn I greinargerðinni fyrir tillögunni segja flutnings- menn, að þeir muni ekki reyna að endurmeta for- sendurnar, sem nefndarálitið frá 1972 byggir á, enda fjalli tillaga þeirra um, að slikt endurmat fari fram. Augljóst sé þó að margt hafi breytzt siðan 1972. Þannig hljóti það að hafa áhrif á forsendurnar, að siðan hafi málmblendiverksmiðjan á Grundartanga komið til sögunnar og þungaflutningar frá sements- verksmiðjunni á Akranesi aukizt um Hvalfjarðar- veginn. Mikil aukning hafi lika orðið á almennri umferð. Þá sé ástæða til að ætla, að á siðustu tiu árum hafi orðið tæknilegar framfarir i byggingu ferja, brúa og jarðgangna. Sé Iitið til þeirra möguleika, sem eru fyrir hendi varðandi ferjusamband yfir fjörðinn, megi minna á, hvort ekki mætti nýta þau hafnarmannvirki, sem þegar hafa verið reist við Grundartanga. Samkvæmt nefndarálitinu frá 1972 gaf vegur og ferja á milli Kiðafells og Galtarvikur 10-12% af- kastavexti, en vegur með bundnu slitlagi fyrir Hvalfjörð 14-15%. Flutningsmenn segja, að hér hafi verið mjótt á munum. Með vísan til þess, sem áður hafi verið rakið, sé full ástæða til að ætla, að niður- stöðurnar yrðu aðrar i dag. Merk verðlaun Samvinnutryggingar hafa tekið upp þann sið, að veita þeim bifreiðaeigendum, sem tryggja bifreiðar sinar hjá fyrirtækinu, sérstök heiðursverðlaun fyrir 10 ára tjónlaus viðskipti samtals. Verðlaunin eru fólgin i þvi, að 11. árið fá viðkomandi trygginguna ókeypis. Samkvæmt frásögn Samvinnunnar nutu 658 bif- reiðaeigendur þessara verðlauna á árinu 1979. Ef þessi tala er margfölduð með meðalársiðgjaldi, sem er rúmlega 58 þúsund krónur, kemur i ljós, að samanlögð hafa þessi verðlaun numið 38,4 millj. kr. á siðastl. ári. Frá byrjun hafa 7476 bifreiðaeigendur notið þess- ara verðlauna og nema þau samanlagt 436,4 mill- jónum króna miðað við núvirði. Þ.Þ. AFSTAÐAN til Ólympluleik- anna I Moskvu ber þess vitni, aö samstarf þjóöa Atlantshafs- bandalagsins er ekki I þvl lagi um þessar mundir sem æskilegt teldist.Þaö hefur bersýnilega færst I verra horf slöan áhrifa Brzezinskis fór aö gæta meira I Hvlta húsinu en áhrifa Vances. Brzezinski er stórveldissinni, sem telur aö Bandarikin eigi aö tefla djarft og einrátt og gera kröfu til þess, aö bandamenn þeirra fylgi sér. Viö þetta hefur svo bætzt kosningabaráttan I Bandarikj- unum, en Carter og pólitískir ráöunautar hans hafa augsýni- lega oft tekiö meira miö af henni en tillitssemi til bandalagsþjóö- anna. Afstaöan til ólympiuleikanna erglöggt dæmium þetta. Carter tók ákvöröun um aö beita sér gegn þátttöku I Ólympiuleikun- um, án þess aö hafa um þaö samráö viö bandamenn sina I Nato. Þetta hefur sennilega orö- iö honum til pólitisks fram- gangs i Bandarikjunum. Hins vegar hefur þetta valdiö áberandi klofningi hjá þátttöku- þjóöum Nato. Aöeins þrjár þeirra, Vestur-Þjóöverjar, Norömenn og Kanadamenn, hafa fylgt I slóö Bandarlkjanna. TIu þeirra senda hins vegar Iþróttamenn á Ólympiuleikana I Moskvu. Eölilegt heföi veriö, aö Bandarlkjastjórn heföi kynnt sér viöhorf rlkisstjórna og al- mennings i bandalagsrlkjunum áöur en hún tók um þaö skyndi- ák vöröun aö beita sér gegn þátt- töku I Ólympluleikunum. 1 staö þess geröi hún kröfu til aö þær fylgdu leiösögn Bandarlkjanna. Mikill meirihluti þeirra hafnaöi þvl, þar sem rangt væri aö blanda saman iþróttum og stjórnmálum. ANNAÐ dæmi, sem sýnir aö Carter krefst fylgispektar af bandalagsþjóöunum, án sam- ráös viö þær, er ákvöröun hans um viöskiptabann á Iran vegna glslatökunnar. Hann tilkynnti þessar aögeröir af hálfu Banda- rikjanna I byrjun siöasta mán- aöar og fór jafnframt fram á, aö bandalagsríkin færu i kjölfariö, einkum þó riki Efnahagsbanda- Carter og Brzezinski lags Evrópu og Japan. Til þess aö koma I veg fyrir fullan klofning, hafa Efnahags- bandalagsrlkin nú fylgt Banda- rlkjunum eftir, en I miklu minna mæli. I fyrsta lagi drógu þau aö- geröir til 17. maí og I ööru lagi nær viöskiptabanniö, sem þau setja á tran, ekki til viöskipta- samninga, sem voru geröir fyrir 4. nóvember, en þann dag voru glslamir I Teheran hnepptir I hald. Bretar ganga þó enn skemmra. Þegar þaö fréttist, aö Efnahagsbandalagiö ætlaöi aö ógiida viöskiptasamninga, sem heföu veriö geröir á tímabilinu frá 4. nóvember 1979 til 17. mal 1980, hófst svo mögnuö uppreisn gegn þvl I breska þinginu, aö Margaret Thatcher lét undan slga. Stór hluti þingmanna Ihaldsflokksins reis gegn þessu, ásamt miklum meirihluta þing- manna Verkamannaflokksins. Niöurstaöan varö sú, aö Bretar láta banniö ekki ná til viöskipta- samninga, sem eru geröir fyrir 17. mai 1980. Þjóöir Vestur-Evrópu eru I raunandvlgar viöskiptabanninu á Iran af tveimur ástæöum. I fyrsta lagi állta þær banniö ekki raunhæft til aö knýja fram frelsun glslanna, heldur geti þaö haft öfug áhrif. í ööru lagi er banniö miklu óhagstæöara fyrir þær en Bandarlkin. Þær hafa fram til þessa haft mikil viö- skipti viö Iran, en viöskipti Irans og Bandarlkjanna voru raunar úr sögunni áöur en þau auglýstu banniö. ASAMATIMA og Bandarlkja- stjórn vill láta bandalagsþjóöir slnar fylgja fordæmi slnu, án samráös viö þær fyrirfram, hefur hún gagnrýnt Giscard for- seta fyrir viöræöurnar viö Brésnjef I Varsjá, en Giscard lét ekki Bandarlkjastjórn vita um þær fyrirfram. Giscard telur sig ekki hafa þurft aö tilkynna þær fyrirfram, þvl aö hann hafi ekki fariö til Varsjár til samninga, hvorki fyrir Frakka né aöra, heldur til þess aö kynna sjónarmiö Frakka og kynnast sjónar- miöum Rússa, þvl aö sllkt gæti veriö gagnlegt fyrir varöveizlu slökunarstefnunnar. Brésnjef væri llka hollt aö kynnast, aö slökunarstefnan væri I hættu, ef Rússar færu ekki meö her sinn frá Afganistan. Þött framangreind dæmi sýni aö sambúö vestrænu þjóö- anna er nú meö erfiöara móti, er þaö þó fleira, sem sameinar þær en sundrar. Þannig er fullt samkomulag um þaö innan Nato aö efla varnir Vestur- Evrópu, ef Rússar draga ekki úr vlgbúnaöi, sem viröist stefnt gegn Vestur-Evrópu sérstak- lega, t.d. á sviöi kjarnorku- vopna. Þess ætti llka aö mega vænta, aö eftir forsetakosningarnar I Bandarlkjunum færist sambúö- in I betra lag aftur. Þegar allt kemur til alls, getur þaö llka reynzt vestrænni samvinnu heilsusamlegt, aö Bandarlkin finni, aö Vestur-Evrópa lætur ekki segja sér fyrir verkum og fylgir ekki forustu Bandarlkj- anna gegnum þykkt og þunnt, heldur krefst samstarfs og til- litssemi. Styrkur Nato er ekki slzt sá, aö þaö sjáist I verki aö þaö er bandalag sjálfstæöra þjóöa. Giscard og Brésnjef

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.