Tíminn - 26.06.1980, Side 7

Tíminn - 26.06.1980, Side 7
Fimmtudagur 26. júnl 1980. 7 The Portable Gibbon. E. Gibbon: The Decline and Fall of the Roman Empire. Edited and with an Introduction by Dero A. Saunders. Penguin Bokks 1978, 693 bls. Fá sagnfræ&iverk munu hafa hlotiö jafnmikla frægð um dag- ana sem hið mikla ritverk enska sagnfræðingsins Edward Gibbon um hnignun og fall róm- verska rikisins. Gibbon var maöur 18. aldar, fæddist 1737 og dó 1794. Hann var af bærilega stæðu fólki kominn og var ungum komið til mennta. Að lokinni dvöl i Oxford hélt Gibbon til meginlandsins, þar sem hann dvaldist við nám og ritstörf um alllangt skeið. I þeirri ferð kom hann fyrst til ítaliu, þar sem hann kynntist, og fékk ást á, borginni eilifu á bökkum Tiber. Eins og flestir menntamenn þessa tima var Gibbon vel að sér i klassáikum fræðum og i ítaliuferð sinni 1764-1765 fékk hann óslökkvandi áhuga á þvi að semja rit um sögu Rómar- veldis. Frægt rit í endurútgáfu Af bókum Oft er erfitt að dæma um það, hvenær menn byrja að vinna að miklum ritverkum. Viðfangs- efnið er gjarnan lengi að brjót- ast i þeim áður en eiginleg vinna hefst. Um Gibbon er það vitað, að hann mun ekki hafa hafið samningu rits sins fyrr en eftir að hann.var sestur að i Lundún- um áriö 1770, og næstu 17 árin var hið mikla ritverk höfuðvið- fangsefni hans. A þeim árum átti hann sæti á breska þinginu um átta ára skeið án þess að taka nokkru sinni til máls, og einnig sat i breska verslunar- ráðinu (The Board of Trade). Rit Gibbons, Hnignun og fall rómverska heimsveldisins, var upphaflega gefið út I sex þykk um bindum og voru þrjú þau fyrstu samin i Lundúnum en þrjú hin siðari I Lausanne I Sviss, þar sem Gibbon dvaldist löngum. Lengd verksins hefur orðið þess valdandi að það hefur aldrei verið lesið sem skyldi af almenningi og ekki hefur verið á hvers manns færi að eignast það. Saga Gibbons hefst með Agústusi keisara og henni lýkur með falli Miklagarðs árið 1453. Mestu rúmi ver höfundur til þessað fjall um sögu Rómarrik- is á árunum 100-476 en engu að siður má lita á verkið sem sam- fellda sögu Miðjarðarhafs- heimsins, 100-1500. Enginn skýldi neita þvi að Gibbon sé I hópi mestu sagnaritara sögunn- ar. Það má til sanns vegar færa, að verk hans standast ekki full- komlega kröfur nútimans um heimildarýni og hlutlægni, en þá THE PORTABLE (Aj GIBBON ber þess að gæta að Gibbon rit- aöi eölilega i anda sins tima. Hann var mikill aðdáandi róm- verska heimsveldisins og róm- verskrar menningar og aö hætti sinnar tiðar taldi hann andlega menningu einungis vera fyrir betra fólkið. Germanskar þjóð- ir, sem herjuðu á Rómaveldi taldi Gibbon hreina barbara og eins og titt var um Evrópubúa á 18. öld var hann haldinn ýmsum fordómum um Múslimi. Þrátt fyrir allt þetta er rit Gibbons eitt af mikilfenglegustu sagnaritum sögunnar og sumar kenningar hans, t.d. um orsak- irnar fyrir falli Rómarveldis halda gildi sinu enn þann dag i dag. Og rit Gibbons er ekki aðeins mikið sagnarit. Það er skrifað á afbragðs ensku og hef- ur löngum verið talið með önd- vegisverkum á þeirri tungu. Eins og áöur sagði hefur lengd þessa ritverks komið I veg fyrir að það yrði almenningseign. Til þess að bæta úr þvi var það gef- ið út stytt og samþjappaö og kom sú útgáfa fyrst út árið 1953. öllum ber saman um aö stytta útgáfan sé mjög vel heppnuö og hefur hún orðið til þess að æ fleiri lesa nú þetta ágæta verk, sem alltof lengi var ókunnugt öðrum en sérfræðingum og ein- stökum lestrarhestum. JónÞ.Þór. Mánagrund, Keflavik: Hestaþing Mána Hestamannafélagið Máni i Keflavik hélt sinar árlegu kapp- reiðar að Mánagrund helgina 14.-15. júni s.l. Helst bar það til tiöinda á mótinu, að Börkur Ragnars Tómassonar setti nýtt Islandsmet i nýliðaskeiði, rann skeiðið á 14,2 sek. Knapi var son- ur Ragnars, Tómas. Þá geystist hin aldna kempa hestamennsk- Börkur og Tómas Ragnarsson verðlaunaöir fyrir tslandsmet inýliðaskeiðinu. —Ljósm: Bent Pedersen. unnar, Sigurður Ólafsson inná völlinn og gerði sér litið fyrir og hirti þriðju verðlaun i skeiði. Helstu úrslit urðu sem hér segir: Gæöingar A-fi. 1. Sóti Einars Þorsteinssonar eink. 8,23 2. Laski Einars Þorsteinssonar eink. 8,16 3. Fjölnir Braga Sigtryggssonar eink. 7,59 Enn hleypir Sigurður ólafsson á skeiðog náði þriðja sæti. Sonur hans Erling á fyrsta hesti til vinstri og Sigurður Sæmundsson á öðrum hesti senda hinni siungu kempu vekurðarinnar bros I viðurkenningar- skyni. Gæðingar B-fl. 1. örvar Einars Þorsteinssonar eink. 8,16 2. Vindheima-Blakkur Hákons Kristinssonar eink. 8,11 3. Brúsi Guðmundar Hinriks- sonar eink. 8.04 Unglingakeppni 13-15 ára. 1. Kópur Sigurlaugar Auðunsdóttur eink. 7,76 2. Jarpur Brynjars Sigurðssonar eink. 7,53 3. Skjöldur Hans Borgarssonar eink. 7,50 Unglingakeppni 12 ára og yngri 1. Vinur Sigurðar Kolbeins. 2. Þokki Guðmundar ólafssonar 3. Dreki Þóru Þórðardóttur Opin töltkeppni 1. Hjalti Hlyns Tryggvasonar 2. Blær Valgeirs Helgasonar 3. Brúsi Hákonar Kristinssonar Brokk 800 m. 1. Faxi Eggerts Hvanndal 1,36,0 min., sem er vallarmet. 2. Hjalti Hlyns Tryggvasonar 1,44,4 min. 3. Stjarni Ómars Jóhannessonar 1,44,8 min. Stökk 800 m. 1. Gnýfaxi Jóns Hafdal 59,6 sek. 2. Leó Baldurs Baldurssonar 59,6 min. (sjónarmunur) 3. Mósi Hörpu Karlsdóttur 59,9 min. Stökk 350 m. 1. Stormur Hafþórs Hafdal 25,6 sek. 2. Strákur Helga Friðjónssonar 26,7 sek. 3. Léttfeti Björns Baldurs og Baldurs Oddss. 27,3 sek. Skeið 250 m. 1. Frami Erlings Sigurðssonar 23.1 sek. 2. Trausti Þorgeirs Jónssonar 23,8 sek. 3. Kuldi Siguröar Ólafssonar 24,7 sek. Nýliðaskeið 150 m. 1. Börkur Ragnars Tómassonar 14.2 sek. (nýtt isl. met). 2. Snælda Magna Kjartanssonar 15,6 sek. 3. Stjarni Stefáns Jónssonar 18,3 sek. Unghrossahlaup. 1. Dunkur Arnodds Tyrfingssonar 20,1 sek. 2. Tinna Lárusar B. Þórhalls- sonar 20,4 sek. 3. Frenja Sigurðar Ólafssonar 20,5 sek. G.T.K. Barnaleiktæki íþróttatæki Þvottasnúrugrindur Vélaverkstæði BERNHARÐS HANNESSONAR Suðurlandsbraut 12. Sími 35810 Signrður Ólafsson hleypir enn íslandsmet í nýliðaskeiði

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.