Tíminn - 27.06.1980, Blaðsíða 7

Tíminn - 27.06.1980, Blaðsíða 7
Föstudagur 27. júnl 1980. 7 Keflavík: Karlakórinn Heimir i Skagafirði: Nýkominn heim úr velheppnaðri tU Noregs Kás — Karlakórinn Heimir i Skagafiröi er nýkominn heim úr velheppnaöri söngferö til Noregs. Voru móttökur Norðmanna alveg sérstaklega góöar, og góöur róm- ur geröur aö söng þeirra noröan- manna. Auk 36 kórfélaga tóku þátt i feröinni eiginkonur þeirra og vensla fólk, þannig aö allt i allt tóku þátt i söngferðinni um 70 manns. Söngstjóri og fararstjóri var Norðmaöurinn Svein Arne Kors- hamn, en hann hefur veriö tón- listarkennari i Skagafirði i vetur sem leið. Skipulagning ferðarinn- ar hvildi á hans herðum. Æft var af kappi fyrir þessa ferð og þrátt fyrir vorannir kórfé- laga, sem flestir eru bændur, sóttu menn æfingar af áhuga og dugnaði. Sem fyrr segir voru móttökurn- ar i Noregi frábærar. I Hareid viö Alasund var t.d. tekiö á móti kórnum með lúörasveitarleik, en siöan var kórfélögum boöiö til kvöldveröar i ráöhús bæjarins, þar sem bæjarstjórnin haföi boö inni. Daginn eftir var sungið fyrir fullu húsi i félagsheimili staðar- ins viö mjög góöar undirtektir. Auk Hareid sótti kórinn heim Venstra, Elverum og Osló. Allir blaðadómar, sem borist hafa um söng kórsins, eru á eina leiö og samdóma um ágæti hans. Ber þeim saman um að þarna hafi verið á feröinni sérstaklega góður karlakór i háum gæöa- flokki, sem þvi miður séu alltof sjaldgæfir. A þessum myndum má sjá um- sagnir um kórinn i norskum blöö- um, Vikubladet i Hareid og Östlendingen I Hamar. Norsk-lslandsk forbrodring Mannskorsong pá sitt ypparste og storstemning i Trudvang >plevlng av dei sjeldne ní ijeld korsong. Vi visst \g\ ingenting or 'en pá det islandsk & larehand, men ette 17 íbúðir fyrir aldraða teknar í notkun 1 Keflavik hefur nú veriö tekiö i notkun, á vegum bæjarfélagsins, húsnæöi fyrir aldraða, sem eru 11 hjóna- og einstaklingsibúðir, auk félagsaöstööu i kjallara hússins. tbúöirnar eru af stæröunum 54-66 fermetrar. Húsiö allt er 338 ferm., á tveimur hæöum auk kjallara. Húsiö er staösett viö Suðurgötu ofan viö Skrúögarö bæjarins og hafa allar ibúöirnar svalir sem snúa út i skrúögaröinn. Bygging hússins hófst seinni- hluta júlimánaöar á sl. ári og lauk nú fyrri hluta júnimánaöar, eöa 10 1/2 mánuöi siöar. Nýju ibúöirnar fyrir aldraöa eru I þessu húsi viö Suöurgötu i Kefla - vik. Húsiö teiknaöi Steinar Geirdal byggingafulltrúi. Aöalverktaki við bygginguna var Trésmiöi s.f. 1 bygginganefnd hússins eru: Guöjón Stefánsson form., Kristinn Guömundsson, Jón Ólaf- ur Jónsson, Óli Þór Hjaltason og Jón B. Kristinsson. Keflavikurbær hefur að auki tekið á leigu 6 ibúða hús við Hringbraut meö litlum ibúöum sem leigöar veröa öldruöum. Félagsaðstaða i báöum þessum húsum veröur i umsjá og rekin af Styrktarfélagi aldraöra. Þá er veriö að gera teikningar aö húsi meö smáibúðum fyrir aldraöa sem verður staösett viö Suðurgötu. Avegum bæjarfélagsins'veröur á næstunni boöin út bygging 12 leigu- og söluibúöa i fjölbýlishúsi viö Heiöarhvamm, sem er i nýjasta hverfi bæjarins. Fjöðrin í nýtt húsnæði JSS — Fyrirtækið Fjöörin hefur nú tekið i notkun viöbótarhúsnæöi i Skeifunni 6, og er það 600 fer- metrar aö stærö. Bilavörubúðin Fjöörin var stofnuð áriö 1955 og var fyrst starfrækt i litlu húsnæöi að Hverfisgötu 108. Framkvæmda- stjóri frá upphafi og aðaleigandi frá árinu 1957 er Sigurbergur Pálsson. A fyrstu starfsárunum var aöaláhersla lögð á sölu á bifreiða- fjöörum, en fljótlega var fariö að flytja inn og selja pústkerfi. Þessi starfsemi hefur siöan farið vax- andi meö ári hverju og 1970 var hafist handa um byggingu 1400 fermetra húsnæöis við Skeifuna 2. Var þaö húsnæöi notaö undir verslun, vöruiager og undirsetn- ingaverkstæöi og var þaö tekið i notkun 1972. Nú i tilefni 25 ára af- mælis fyrirtækisins var hiö nýja húsnæði tekið i notkun og veröur hljóökútasmiöin þar til húsa. Þá er hafin notkun aluminseraðra plata I hljóökúta og aluminiseruð rör I púströrin, sem gerir vöruna helmingi endingarbetri en ella. Viö fyrirtækið starfa. sem stendur 27 manns, 6 á skrifstofu, 7 viö sölustörf, 6 viö hljóökúta- smiöi, 5 viö púströrasmiöi og 3 á undirsetningaverkstæöi. Sigurbergur Pálsson og Markús Jensen sölustjóri f nýja húsnæö- inu. Aöalíundur sýslunefndar Rangárvallasýslu: Efla þarf varnir sýslunnar gegn ríðuveiki Aöalfundur sýslunefndar Rang- árvallasýslu var haldinn að Skóg- um undir Eyjafjöllum, dagana 11.-13. júni sl. Fjárhagsáætlanir sýslusjóös og sýsluvegasjóðs Rangárvallasýslu áriö 1980 nema samtals 144 milljónum króna en helstu útgjaldaliöir eru þessir: Viðhaldvega kr. 94 millj. Nýlagning vega ” 17 Sjúkrahús Suðurlands ” 8 ” Byggingaeftirlit ” 4 ” Iðnskólinn.Selfossi ” 3 ” Auk þess eru veittar fjárhæöir til fjölmargra verkefna i héraöi. Mörg hagsmunamál Rangár- vallasýslu komu til umræöu á fundinum og má þar helst nefna málefni sauðfjárveikivarna, en um þau mál fjallaöi Sigurður Sig- uröarson, dýralæknir ásamt þeim Sigurði Jónssyni, Kastalabrekku og Sigurbergi Magnússyni, Steinum. Ljóst er aö efla þarf varnir sýslunnar ef þ-að markmiö á aö nást aö bægt verði frá versta vágesti sauökindarinnar, riðu- veikinni, sem nú nálgast sýslu- mörkin að vestan. Samþykkt var á fundinum aö senda inn á hvert heimili sýslunnar bækling til kynningar á nauösyn varna i þessum efnum. Verður sá bæk- lingur saminn undir yfirumsjón Sigurðar Siguröarsonar. A fundinum var einnig sam- þykkt aö fela sýslumanni og starfsliði byggingarfulltrúa Suöurlands aö vinna að tillögum um nýskipan byggingaeftirlits i sýslunni að breyttum aðstæöum eftir tilkomu nýrra byggingar- laga og þeirrar ákvöröunar lög- gjafans að gera landiö allt skipu- lagsskylt. Um vegamál var sú samþykkt gerö aö skora á Alþingi og rikis- stjórn aö hlutast til um aö Hólsá veröi brúuö þar sem beinust er lina milli Þykkvabæjar og Vest- ur-Landeyjahrepps. Bent var á að brú á þessum staö var tekin inn á áætlun um brúarframkvæmdir á árunum 1952 og 1953. Samþykkt var aö kjósa þá Böðvar Bragason, sýslumann, Eggert Haukdal, alþingismann og oddvita Vestur-Landeyja- hrepps og Albert Jóhannsson, oddvita Austur-Eyjafjallahrepps i nefnd sem hafi þaö aö markmiöi að styöja Vestur-Skaftfellinga viö framgang þess máls aö hafnar- gerð viö Dyrhólaey veröi aö veru- leika.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.