Tíminn - 06.07.1980, Page 3
■ 3
Sunnudagur 6. júli 1980.
Þjóðfræðistörf á íslandi:
Vel staðið að söfnun, en
minna um rannsóknir
Norrænir þjóöfræöingar þing-
uöu I Reykjavik á fimmtudag-
inn var á vegum þjóöfræöistofn-
unar Norðurlanda, sem stofnuö
var áriö 1959. Geröu fulltrúar
allra landanna þar grein stööu
og starfi i grein sinni, hver I sinu
iandi. isiand hefur veriö aöiii aö
þessum samtökum i fimm ár.
Þjóöfræöistofnun Noröur-
ianda ein af þrjátiu og fimm
samnorrænum stofnunum, sem
starfa á grundvelli menningar-
sáttmáia Noröurlandaþjóöa frá
árinu 1971, og lýtur stjórn nor-
rænu menningarstofnunarinnar
I Kaupmannahöfn. Stjórn Þjóö-
fræöistofnunarinnar skipa
þretta'n menn — þrir Sviar, þrir
Finnar, þrir Danir, þrir
Norömenn og einn islendingur,
og er Hallfreöur Orn Eiriksson
fulltrúi íslendinga.
Starfsemi Þjóöfræöistofnunar
Noröurlanda beinist einkum aö
norrænum þjóösögum, ævintýr-
um, þjóökvæöum, þjóðlögum og
þjóösiöum og ýtir hún undir,
skipuleggur og samhæfir rann-
sóknir, kennslu, skráningu og
varöveizlu norrænna þjóöfræöa
og veitir upplýsingar um nor-
ræn þjóöfræöisöfn og rannsókn-
ir, bæöi á Norðurlöndum og utan
þeirra.
Stofnunin hefur haft aösetur i
háskólanum I Ábo i Finnlandi i
tengslum viö aöra stofnun, sem
vinnur aö rannsóknum á menn-
ingarmálum.
1 greinargerö sinni á þingi
þjóöfræðinganna skýröi Hall-
freöur örn frá þvi, aö grund-
völlur Islenzkra þjóöfræöa heföi
mjög veriö treystur siöasta ald-
arfjóröung meö mikilli söfnun
þjóðsagna, ævintýra, þjóö-
kvæöa, þjóölaga og þjóöhátta,
enda væru nú til veruleg söfn
þessara þjóöfræöa hjá rikisút-
varpi, Þjóöminjasafni og viðar,
en mesta safn hljóöritaöra þjóö-
fræöa væru þó I vörzlu Arna-
stofnunar, og mun þaö alls taka
þrettán hundruö klukkustundir I
flutningi.
Þrir þjóöfræöingar eru nú hér
I fullu starfi viö söfnun og
skráningu þjóöfræöa, en rann-
sóknir hafa setiö á hakanum,
nema á rimnalögum. Nær ekk-
ert af þessu efni hefur veriö gef-
iö út, sem er slæmt, þar
sem þaö kæmi sér vel viö
kennslu á isienzku, átthaga-
fræöi og tónlist. Eigi aö siður
hafa þjóöfræöinámskeiö veriö
haldin I háskólanum I tengslum
viö sagnfræðinám og bók-
menntanám.
Valdis óskarsdóttir viö eina mynda sinna
Ljósmyndasýning Valdísar í Djúpinu
Ljósmyndasýning Valdisar
óskarsdóttur var opnuö I gær I
Galleri Djúpinu. A sýningunni
eru 20 ljósmyndir unnar meö
blandaöri tækni á siöustu fimm
árum. Nokkrar þessara mynda
voru á sýningu I Finnlandi fyrr
á þessu ári og hlaut sú sýning
mjög góöa dóma.
Myndirnar eru til sölu. Sýn
ingin veröur opin daglega frá kl
11-23, fram til 16. júli.
Eflum Tímann
Greenpeacemenn meö mótmælaspjöld sln ræöa hvalverndun viö áhöfn
Hofsjökuls
Greenpeacemenn taka á móti Hofsjökli
við komuna til Boston:
„Hættis as
drepa hyali,,
Kás — Undanfarin tvö sumur
hafa Greenpeace-menn, sem
berjastm.a. fyrir hvalvernd, gert
islenskum hvalveiöimönnum llfiö
leitt viö veiöar sinar, en ekki haft
árangur sem erfiöi. í sumar hefur
litiö heyrst til þeirra hér viö land,
enda mun skip þeirra Rainbow
Warrior vera upptekiö viö aörar
aögeröir i Miöjaröarhafinu.
Nú viröast Greenpeace-menn
hafa tekiö upp nýja baráttuaö-
ferö, meö hjálp vina sinna i
Bandarlkjunum. Lýsir hún sér
best meö móttökum þeim sem
frystiskipiö Hofsjökull fékk þegar
þaö siöast sigldi til Boston aö losa
freöfiskfarm. I hafnarmynninu
tóku á móti þeim þrir gúmmbátar
Greenpeace-manna sem fylgdu
þeim aö bryggju, en á henni stóö
,hópur úr sama flokki sem bar
mótmælaspjöld, þar sem skoraö
er á Islendinga aö leggja hval-
veiöar á hilluna.
Tóku Greenpeacemenn áhafn-
armeölimi tali, og reyndu aö
„kristna” þá, sem ekki voru á
sama máli og þeir i hvalverndun-
armálum.
Barnaleiktæki
íþróttatæki
Þvottasnúrugrindur
Vélaverkstæði
BERNHARÐS HANNESSONAR
Suöurlandsbraut 12. Simi 35810
'HÆKKUN
Enn einu sinni frá GM í Evrópu.
Vegna gífurlegrarsölu á CHEVROLETMALIBU árg. 1979, hefur
okkur tekist að fá á ótrúlega hagstæðu verði fáeina MALIBU
CLASSIC 2ja og 4ra dyra, með margvíslegum aukabúnaði.
Leitið upplýsinga og tryggið ykkur CHEVROLET MALIBU, —
mest selda bandaríska fólksbílinn í dag.
CHEVROLET — bestur þegar mest á reynir.
Véladeild
Sambandsins
Ármúla 3 Reykjavik Simi 38900