Tíminn - 06.07.1980, Page 6

Tíminn - 06.07.1980, Page 6
6 Sunnudagur 6. júli 1980. tJtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Hitstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Jón Helgason og Jón Sigurósson. Ritstjórnarfull trúi: Oddur Ólafsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar SIÓu múla 15. Simi 86300. — Kvöldsímar blaóamanna: 86562, 86495 Eftir ki. 20.00: 86387. Veró i lausasölu kr. 250. Askriftargjald kr 5000ámánuói. Blaóaprent Tillaga Stefáns og Alexanders % Eftir að Steingrimur Hermannsson sjávarútvegs- ráðherra kom heim úr Bandarikjaför sinni, en hún var farin til að kynnast fisksölu íslendinga vestra, hafa orðið auknar umræður um nauðsyn þess, að samræma betur fiskveiðar og fiskvinnslu. Augljóst er, að það veldur fiskvinnslunni margvislegum vanda, þegar meiri afli berst á land en hún getur unnið úr með góðu móti. Á öðrum timum skortir svo fisk til vinnslu. í tilefni af þessum umræðum, er ekki úr vegi að minna á þingsályktunartillögu, sem þeir Stefán Guðmundsson og Alexander Stefánsson fluttu á sið- asta þingi þess efnis, að Alþingi feli rikisstjórninni i samráði við aðila veiða og vinnslu sjávarfangs, að hlutast til um að gerð verði hið fyrsta könnun á þvi á hvern hátt megi sem bezt ná hámarksnýtingu þess sjávarafla, sem á land kemur. 1 greinargerð tillög- unnar sagði m.a.: ,,Það er öllum orðið ljóst, að hafið er ekki sá brunnur, sem endalaust verður ausið úr. Þvi verður að leggja stóraukna áherzlu á gæði og fullnýtingu þess hráefnis, er þaðan fæst. Hvernig það nýtist, sem úr hafinu er dregið, er ekki einkamál þeirra er að veiðum og vinnslu vinna. Það er hagsmunamál þjóðarinnar allrar, að þar sé vel og skynsamlega að staðið. Á undanförnum árum hefur mikið verið unnið að endurbótum i fiskiðnaði, en þó hvergi nærri sem skyldi. Ljóst er, að mikið fjármagn þarf að koma til og aukið skipulag veiða og vinnslu. Það liggur þó jafnframt fyrir, að mjög verulegum árangri má ná i þessum efnum með ekki mjög miklu fjármagni, sé rétt og skipulega að unnið”. Þá er i greinargerðinni vitnað til skýrslu frá Þjóð- hagsstofnun, sem kom út 1977 og fjallar um afkomu frystihúsa. í skýrslu þessari segir m.a., að komið hafi i ljós geysimikill munur á nýtingu aflans. Þannig nam framleiðslan á frystum þorski á Vest- fjörðum og Norðurlandi eystra um 40% af móttekn- um þorski til frystingar, i Reykjavik og á Reykja- nesi um þriðjungi og á Vesturlandi röskum þriðj- ungi eða 36%, sem jafnframt var meðaltal fyrir allt landið. Svipuðu máli gegndi um aðrar fisktegundir. Á vegum Sjávarfrétta var á siðastl. ári gerð at- hugun á þvi, hversu mikið hráefnistapið væri vegna lélegrar nýtingar á fjórum fisktegundum (þorski, ýsu, ufsa og karfa), miðað við afla 1979 og niður- stöður áðurnefndrar skýrslu Þjóðhagsstofnunar. tJtkoman varð sú, að með bættu skipulagi og auk- inni hagræðingu i fiskiðnaði, hefði getað náðst framleiðsluaukning, sem svaraði 12.481 sma'l, en það svarar til 32.000 smál. afla sem er sem næst meðalafli 10 skuttogara. Láta mun nærri, að þetta hefðu getað aukið brúttótekjur fiskiðnaðarins um 12 milljarða króna. Sjálfsagt má hafa ýmsa fyrirvara varðandi þessar tölur en þær gefa eigi að siður til kynna, að milljarða króna upphæðir tapast árlega vegna lélegrar nýtingar á hráefni i frystihúsum, sem m.a. staar af þvi að þeim berst oft meiri afli en þau geta sæmilega annað. Tillaga þeirra Stefáns og Alexanders var ekki af- greidd á siðasta þingi. Það er nú komið glöggt i ljós, að sú athugun, sem tillagan fjallar um, er orðin meira en timabær og verður nú vonandi unnið kapp- samlega að þessum málum. Þ.Þ. Þórarinn Þórarinsson: Erlent yfirlit Váyrynen tókst að sigrá Virolainen En hann naut líka stuðnings Kekkonens UM OLL Norðurlönd og raun- ar vlöar varbeöió meö nokkurri forvitni eftir landsfundi finnska Miöflokksins, sem haldinn var um miöjan júní. Ástæöan var sú, aö fyrirsjáanlegt var, aö þar yröi háö hörö keppni viö for- mannskjöriö m.a. gæti hún orö- iö nokkur vlsbending um þau áhrif, sem Kekkonen forseti hefur enn á bak við tjöldin f flokki sínum. Undanfarin 16 ár hefur Jóhannes Virolainen veriö formaöur Miðflokksins. Hann gaf kost á sér aftur. Jafnframt gaf varaformaöur flokksins, Paavo Váyrynen utanríkisráö- herra kost á sér til formennsku. Allt þótti benda til, að keppnin milli þeirra yröi hörö og tvisýn. Virolainen hefur átt öflugt fylgi hjá finnskum bændum og á þaö enn. Þaö þótti sýnt, aö hann myndi áfram njóta stuðnings meginþorra þeirra á flokks- þinginu. Bændur eru enn kjarni flokksins, þótt flokkurinn hafi breytt um nafn og reynt aö vinna sér fylgi I borgum og bæj- um. Þaö hefur gengiö illa og kenna sumir bændavináttu Virolainens um. Vá'yrynen var studdur af æskulýössamtökum flokksins, en ekki er langt siöan aö hann var formaöur þeirra. Hann naut einnig stuönings meirihluta fulltrúa úr bæjum og borgum. Ýmsir eldri leiötogar flokksins studdu hann einnig, því aö þeir töldu oröiö þörf á breytingu I forustusveitinni. tJRSLITUM réöi þó, aö Kekkonen forseti studdi VSyrynen. Þeir voru um skeiö góöir vinir Kekkonen og Virolainen og um skeiö mun Kekkonen hafa haft augastað á Virolainen sem eftirmanni sinum. Siöar mun Kekkonen hafa haft meiri augastað á öðrum leiðtoga Miðflokksins, Ahti Karjalainen, sem oft hefur veriö utanrikisráðherra, en er nú Þjóðbankastjóri. Nú er talið, að Kekkonen sé búinn að afskrifa þá báöa. Nokkuö er þaö, aö hvorugur þeirra fékk ráöherraembætti viö myndum slöustu rikisstjórn- ar og þykjast menn kenna þar fingraför Kekkonens. Virolain- en er nú forseti þingsins. Þess hafa sést ýmis merki, aö Paavo Matti Váyrynen vinátta þeirra Kekkonens og Virolainens hefur fariö kóln- andi. Fyrst kastaöist þó op- inberlega íkekki meöþeim fyrir rúmu ári. Virolainen lét þá þau orð falla, aö Ihaldsflokknum finnska væri haldiö utan stjórn- ar af utanrlkispólitlskum ástæöum. Margir Miöflokks- menn vilja fá íhaldsflokkinn I stjórn, en hann hefur grætt á stjórnarandstööunni á kostnaö Miðflokksins. Kekkonen brást mjög illa viö þessum ummælum Virolainens og birti yfirlýsingu I fjölmiölum, þar sem hann mótmælti þeim og fordæmdi forseta þingsins fyrir aö hafa látiö sér sllkt um munn fara. Þjóðin öll vissi þó aö Virolainen haföi á réttu aö standa. Um þetta gilti hins veg- ar, aö oft má satt kyrrt liggja. VAFALfTIÐ hafa þessi um- mæli Virolainens og fordæming Johannes Virolainen. Kekkonens á þeim, haft áhrif á Urslit formannskjörsins. Úrslitin uröu þau, aö Vá'yrynen var kosinn meö 1737 atkvæðum. Virolainen fékk 1611 atkvæöi. Fleira átti þó þátt sinn I úrslit- unum. Margir töldu hyggilegt aö fela ungum manni forustuna. Virolainen er oröinn 66 ára, en Vayrynen er 33 ára. Hann þykir llklegri til aö ná eyrum yngra fólks og borgarbúa, en i borgun- um verður flokkurinn að ryöja sér braut, ef hann á ekki aö halda áfram aö vera minnkandi flokkur. Vá’yrynen er nú oft nefndur undrabarniö I Miöflokknum. Hann er fæddur 2. september 1946. Háskólaprófi lauk hann ár- iö 1970. Ari siöar var hann kos- inn á þing og hefur átt þar sæti siöan. Hann varö menntamála- ráöherra 1975 og hefur veriö ráöherra óslitiö síöan. Síöan 1977 hefur hann veriö utanrlkis- ráöherra. Sagan segir, aö Kekkonen hafi ráöiö þvi, aö Vayrynen varö utanrlkisráö- herra. Hann er sagöur hafa mikið dálæti á Váyrynen og helzt kjósa hann sem eftirmann sinn. Virolainen var llka undra- bamiö I Miöflokknum (þá Bændaflokknum) áður fyrr. Hann hefur átt sæti á þingi slðan 1945 og hefur lengstum veriö ráöherra sföan 1959. Hann hefur veriö menntamálaráöherra, landbúnaðaráöherra og fjár- málaráöherra. Forsætisráö- herravarhann 1964—1966. Hann er búfræðingur að menntun. Kekkonen er oröinn 83 ára þykir ekki eins ern og hann var til skamms tíma. Núverandi kjörtlmabili hans lýkur ekki fyrr en 1884. Hann er ekkjumað- ur. Kekkonen hefur enga yfirlýs- ingu birt um þaö, aö hann ætli aö láta af forsetaembættinu 1884. Sumir telja, aö hann geti vel hugsaö til þess aö halda áfram, en annars hafi hann augastaö á Váyrynen. Ef kosiö yröi nú, þykir Váyrynen þó hafa litla mögu- leika. Fiestir viröast nú álíta Koivisto forsætisráöherra llk- legasta eftirmann Kekkonens.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.