Tíminn - 06.07.1980, Page 22

Tíminn - 06.07.1980, Page 22
30 Sunnudagur 6. júli 1980. ★ ★ ★ ★ ★ Frábœr - ★ ★ ★ ★ Eiguleg - ★ ★ ★ Aheyrileg - ★ ★ Sœmileg - ★ Afleit Joan Armatrading Me Myself I /A&M AMLH 64809 ★ ★ ★ ★ A siðasta ári mun blökku- söngkonan Joan Armatrading hafa gefiö út þá yfirlýsingu aö hún hyggöist i rikari mæli snúa sér aö rokktónlist, en sem kunn- ugt er þá hcfur hún hingaö til veriö þekktust sem soul söng- kona. Nú er ég ekki nákunnugur Joan Armatrading, en miöaö viö nýjustu plötu hennar ,,Me Myself I” er aö heyra, aö hún hafi ekki farið meö neitt fleipur; Til þess að gera þessa plötu sem best úr garði, fékk Joan Armatrading, upptökustjórann Richard Gotteher til liðs við sig, en hann er m.a. ábyrgur fyrir upptökunum á tveim fyrstu plötunum með Blondie. úrvals tónlistarmenn koma einnig við sögu og nægir þar að nefna Danny Federici og Clarence Clemons úr hljómsveit Bruce Springsteen.E Stree Band og gitarleikarann Chris Spedding, sem lengi hefur staðið i allra fremstu röð. — Og árangurinn lætur ekki á sér standa og hefur „MeMyself I” af mörgum verið talin ein besta plata Joan til þessa. Eins og áður segir þá er platan þó nokkuð rokkaðri en fyrri plötur söngkonunnar og verður ekki annaö sagt en að rokkiö hæfi hinni hrjúfu rödd hennar vel. Tvö reggae lög i lok plötunnar setja svo punktinn yfir i-ið og skrautfjöðrina i hatt Joan Armatrading. —ESE Bob Dylan Saved /CBS 86113 ★ ★ ★ ★ + „Behold, the days come, saith the Lord, that will make a new covenant with the house of israel, and the house of Judah”. (Jerimiah Chapter 31.31) baö er skammt stórra högga á milli hjá meistara Bob Dylan, þvi að nú skömmu eftir útkomu „Slow train coming” hefur nýj- asta plata hans, „Saved” litið dagsins ljós og enn kemur Dyl- an á óvart. Eins og flestir vita er Dylan nýlega frelsaður og kristnari mann mun vart að finna i dag. A „Slow train coming” hótaði Dylan okkur heiðingjunum, eldi og brennisteini og eilifri útskúf- un, ef viö létum ekki af villu okkar, en nú kveður viö annan og bliöari tón hjá þessum, ein- um mesta tónlistarmanni siðari tima. Eins og nafn plötunnar og reyndar mynd á umslagi gefur til kynna, þá er Bob Dylan nú hálfnaður á leið sinni til himna- rikis. „Saved” er laus við allt útskúfunarhjal, en þess i stað hefur Dylan nú sett sig i stell- ingar sunnudagaskólakennar- ans og platan þvi lofgjörð um drottin allsherjar. Lifið á jörð- inni er aðeins undirbúningur fyrir hið eillfa llf og þvi rétt að haga sér vel áöur en gengið er fyrir dómarann á hinum æðsta degi. Eða eins og Dylan segir i siðasta lagi plötunnar — „Are you ready for the judge- ment/Are you ready for the terr ible swift sword/Are you ready for Armageddon/Are you reaay for the day of the Lord”. Hvort svo sem menn eru reiðubúnir eða ei, þá ættu allir að geta haft ánægju af þessari plötu. Dylan hefur áður s.s. á „Slow train coming” samið gospel-tónlist, en „Saved” er hreinræktuö gospel plata i alla staði — sú fyrsta og væntanlega MELCHIOR BALAPOPP ekki sú siðasta sem Dylan send- ir frá sér. Tónlistar- og tæknilega séð er „Saved” frábær plata. Af hljóð- færaleikurunum á plötunni tekst þeim Spooner Oldham (hljóm- borð), Terry Young (hljóm- borð) og trommuleikaranum Jim Keltner hvað best upp, en bakraddirnar eru einnig frá- bærar. Dylan slær ekki feilnótu á allri plötunni tónlistarlega séð og hefur sjaldan verið betri. Eina spurningin er einfaldlega þessi. Helst Dylan á aðdáendum sinum, ef hann heldur upptekn- um hætti og vikkar ekki sjón- deildarhring sinn? Trúin flytur e.t.v. fjöll, en hún á samt sem áður ekki jafn vel við alla. —ESE Melchior - Balapopp /Ginufélagið Fyrir nokkru sendi hljóm- sveitin Meichior frá sér plötuna „Balapopp”, en hún var hljóð- rituð á bænum Bala I Mosfells- sveit um mitt sfðasta sumar. Reyndar fóru nokkrar upptökur einnig fram i Hljóðrita i Hafnar- firði og á hljómleikum Melchior i MH. Upptökumaður var Garðar Hansen. Nokkuð hefur dregist úr hömlu að geta þessarar plötu hérog kemur þar margt til. Má nefna að ég er enn ekki viss um hvort að Melchior ætlist til að þessi plata sé tekin alvarlega, en ef svo er þá verð ég að votta Melchiormönnum hluttekningu mina. „Balapopp” er nefnilega fyrst og fremst „egó-tripp”, og fáum til ánægju, nema e.t.v. þeim sem viðstaddir voru upp- tökurnar og stóðu að gerð hennar. Svo að vikið sé nánar að efninu á plötunni, þá eru á henni 23 „lög”, og er lengd „laganna” frá 17 sekúndum upp i 3 minútur og 25 sekúndur. Meðallengd „laganna” er rúm minúta og ekki bætir það úr skák, að vaðið erúreinuiannað,ýmistá ensku eða íslensku og skilur platan þvi litið eftir sig. „Balapopp” er þó ekki alvond, þvi að Melchior eiga sæmilega spretti inn á milli og eins er ljóst að aðstandendur hennar hafa skemmt sér ágæt- lega við gerð hennar. Aðal- kostur „Balapopps” er þó sá, að Melchior sýna að það er hægt að gera plötu við frumstæðar aö- stæður og fyrir litinn pening, sem er ekki litill kostur á þess- um siöustu og verstu tlmum. DHAUMURINN RÆTIST Framhjóladrifinn — Eitt handtak, þá er drif á öllum. JAPÖNSK NATNI OG LISTFENGI ELDRI PANTANIR ÓSKAST STAÐFESTAR RÝMRI — HÆRRI — MÝKRI HLJÓÐLÁTARI — SPARNE YTARI LÆGRI 1. GÍR Ýmsar tækninýjungar t.d. öryggistölva og tölvuklukka ■¥ Oryggistolvan M sem lylgist meö: •¥ Aðalljósum. ■k Innsogi. ■¥ Bremsuvökva. ♦ Hurðalæsingum. ★ Handbremsu. •fc Blikkljósum. ■* Bremsuljósum. ■¥ Afturljósum. INGVAR HELGASON Vonarlandi v/Sogavog — Simar 33560 og 37710 STAÐREYND: Hann fer 14,5 k.m. á 1 ltr. af bensíni, eða jafnvel lengra O ÍMjg Simi (%)-222<M) HÓTEL KEA ^ leggur áherslu á ^ góða þjónustu W HÓTEL KEA býður yður .Ét bjarta og vist- ^ lega veitinga- W sali, vinstúku og r fundaherbergi. HÓTEE KEA s t býður yður á- vallt velkomin. Litið við i hinni glæsilegu mat- stofu Súínábergi. Auglýsið í Tímanum 86-300

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.