Tíminn - 10.09.1980, Síða 2
2
Miðvikudagur 10. september 1980
KL— i gær rakst piltur á
reiðhjóli utan i bíl i Ár-
múlanum og skall í göt-
una. Sem betur fór
reyndist hann ekki slas-
aður, en allur er varinn
góður og kom sjúkrabill á
vettvang. Oft hefur verið
bent á, að götur Reykja-
vikur eru ekki vel til hjól-
reiða fallnar samfara
bilaumferð, og þvi verður
aldrei of oft sú visa kveð-
in, að sérstaka aðgát þarf
að hafa i umferðinni í
námunda við hjólareiða-
menn.
(Tímamynd Þormóður)
Jólafargjöld Flugleiöa:
HELMINGS LÆKKDN
FLUGFARGJALDA
JSS— Flugleiðir hafa nú
ákveðið sérstök jólafar-
gjöld mjlli isiands og ná-
grannalandanna. Gilda
þau allan desembermán-
uð og nema um 70% af
annarrar ieiðar fargjaldi,
eins og það gerist nú.
Þannig kostar flugferð
til og frá Kaupmanna-
höfn 129.400 kr., til Glas-
gow 96.400, til London
111.500 kr., til Luxem-
borgar 137.400, til Osló
117.900 kr. og til Stokk-
hólms 147.600 kr.
Þær reglur gilda um
jólafargjöldin, að keypt-
ur og notaður sé miði báð-
ar leiðir. Viðdvöl sé
minnst 10 dagar og mest
45 dagar. útgáfa og
greiðsla farmiða fari
fram a.m.k. 14 dögum
áður en ferð hefst og
endurgreiðsla farmiða,
sem ekki verður notaður
er leyfileg 14 dögum fyrir
brottför. Má þá endur-
greiða 50% miðans.
Þess skal getið, að of-
angreind fargjöld, eru,
eins og önnur, háð gengi
og geta breyst við gengis-
breytingar íslensku krón-
unnar.
„Félagsmálapakki” BSRB í framkvæmd:
BRAÐABIRGÐALOG
SETT í GÆR
um aukin lifeyrisréttimli, atvinnuleysistryggingar og ólögbundinn samningstima
JSS — ,,í dag”, svaraði
Ragnar Arnalds fjár-
málaráðherra er Timinn
spurði hann i gær
hvenær væri að vænta
bráðabirgðalaga varð-
andi „félagsmála-
pakka” BSRB.
1 bráöabirgöalögunum, sem
tóku gildi i gær er gengiö frá þvi
aö samningstiminn veröi óbund-
inn af lögum. Þá fá opinberir
starfsmenn atvinnuleysistrygg-
ingar, meö þvi aö rikissióöur
ábyrgist rétt þeirra til slikra
trygginga Ur rikissjóöi. Þeir fá
hins vegar ekki aöild aö atvinnu-
leysistryggingasjóöi, þvi þaö er
taliö óþarfi aö mynda sjóö sér-
staklega þess vegna”, sagöi fiár-
málaráöherra.
Einnigerum breytingu að ræöa
í lögum ím lifeyrissjóö opinberra
starfsmanna þe. aö 95-ára reglan
er tekin aftur i gildi. Loks er af-
numin tvöföld verötrygging til lif-
eyrissjóösins, en hún hefur veriö
meö þeim hætti, aö fé sjóösins
hefur veriö lánaö út verötryggt,
en jafnframt hefur ríkissjóður
verötryggt lifeyrisgreiöslur aö
fullu. Þetta er nú afnumiö hvað
varöar þau 30% af ráöstöfunarfé
lifeyrissjóðsins sem gengur til
kaupa á verötryggöum hlutabréf-
um rikissjóös.
Loks fær BSRB, samkvæmt
bráðabirgöalögunum, fulian
samninsrétt fyrir starfsfólk
sjálfseignarstofnana.
Fyrirlestrar
á vegum
Ananda
Marga
KL — A vegum Ananda Marga-
hreyfingarinnar er nú staddur
hér á landi acharya Pharames-
varananda Avt. (acharya er
sanskrit og merkir sá sem kennir
meö fordæmi) og mun hann halda
hér tvo fyrirlestra um jóga.verö-
ur fyrri fyrirlesturinn haldinn i
Aöalstræti 16 2. hæö fimmtudag-
inn 11. sept. og hefst hann kl.
20.30. Slöari fyrirlesturinn veröur
siöan I Norræna húsinu föstudag-
inn 12. sept. Aögangur aö fyrir-
lestrunum, svo og kennsla I jóga,
er ókeypis.
Eigendur hins nýja veitingastaöar, Vesturslóö, bræöurnir Siguröur Viggósson og Anton Viggósson, sem
jafnframt er matsveinn staöarins.
Timamynd G.E.
NYR VEIT-
INGASTAÐUR:
Vesturslóð
KL — Nýr veitingastaöur hefur
tekiö til starfa i Reykjavik. Ber
hann nafniö Vesturslóö og er til
húsa aö Hagamel 67. Eigendur
eru Anton og Siguröur Viggóssyn-
ir, en þeir eru bræöur hins þekkta
veitingamanns Þorsteins Viggós-
sonar, sem hefur um árabii rekiö
þekkta skemmtistaöi i Kaup-
mannahöfn.
Staöarval hins nýja veitinga-
staöar hefur vakiö nokkrar um-
ræöur og næstu nágrannar sáu
ástæöu til, áöur en starfræksla
var hafin, aö gera viö þaö athuga-
samdir. Aö ;,sögn Antons höföu
Framhald á bls.19
3 SÖLUR
í GÆR
JSS—«í gær seldu þrjú skip
erlendis. Kópur seldi i Fleet-
wood 74.8 tonn fyrir 34.6
milljónir, meðalverö 464
krónur.
Sigurey landaöi i Grimsby
104.8 tonnum fyrir 60.2 millj.
króna, meöalverö 574 krón-
ur. Loks seldi Bjarni Bene-
diktsson i Þýskalandi 161.2
tonn i fyrir 72.8 millj.,
meöalverö 452 krónur.
„VILJUM
SÝNA
EN EKKI
0PNA”
Haukur Óskarsson
gerir athugasemd
JSG — ,,Viö höfum ekki gert
annaö en aö hafa sýningar,
og almenningur hefur notiö
þeirra vel, en þaö hefur
aldrei komiö fram aö viö
vildum opna allt upp á gátt
og lengja opnunartimann,”
sagöi Haukur óskarsson I
gær vegna oröa Björgvins
Guömundssonar borgarfull-
trúa i Timanum i gær, um
helgarsýningar i Húsgagna-
verslunum.
„Ef á aö fara aö rýmka af-
greiöslutima sölubúöa og
kalla til starfsfólk, þá getum
þaö náttúrlega leitt af sér
hækkun vöruverös. Þessar
sýningar hafa hins vegar
ekki kostaö okkur neitt,”
sagöi Haukur.
Afríkusöfnun
Rauða Krossins:
Móttaka
framlaga
hafin
Fjársöfnun til hjálpar
nauöstöddum i Austur Afriku
hefst á skipulegan hátt um
næstu mánaöamót, en Rauöi
Krossinn hefur vakið á þvi
athygli aö þegar er fariö aö
taka á móti framlögum á
skrifstofu félagsins Nóatúni
21 Reykjavik. Einnig má
hringja i sima 26722, og
næstu daga verður opnaöur
sérstakur póstgiróreikning-
ur. Rauöa Krossinn vantar
sjálfboöaliöa til þess aö taka
þátt I Afrfkusöfnuninni og
undirbúningi hennar.
FEGURÐAR-
VERÐLAUN
Á AKRANESI
NÝLEGA valdi fegrunar-
nefnd Akraness fegurstu
garöa bæjarins.
Viöurkenningu hlutu garö-
ur Sigriöar og Herdisar
Ólafsdætra aö Vesturgötu 88
og garöur Ingelu Þóröardótt-
ur og Ármanns Ármannsson-
ar aö Sóleyjargötu 10.
Þetta er annaö áriö, sem
fegurstu garöar á Akranesi
hljóta viöurkenningu.