Tíminn - 10.09.1980, Page 4

Tíminn - 10.09.1980, Page 4
Miðvikudagur 10. september 1980 4 í spegli tímans Úr myndinni Hjartarbaninn (The Deer Hunter). John Cazale lék lika í Kramer- myndinni. Hann dó úr krabba- meini stuttu síðar. Hann lék Fredo, son ,,guðföðurins"í sam- nefndri mynd, og er þessi mynd af honum í því hlutverki. Merylog Dustin Hoffman með Justin litla Henry. Hún grét ósviknum tárum i myndinni „Kramer vs. Kramer" — Þetta var svo sorglegt sagði hún. MERYL STREEP „ljóti andar- unginn”, sem varð fagur svanur í barnaskóla var Mary Louise Streep oft strítt, — hún var þá löng og mjó, með tannréttingarspengur, gleraugu og hátt arnarnef. Nú hefur þessi ,, I jó+i andarungi" blómstrað og þroskast í að vera eftirsótt leikkona og fegurðardís. Leikstjórar keppast um að fá hana til að leika í mynd- um sínum og gagnrýn- endur hæla henni hástöfum. Einn þeirra skrifaði i leikdómi um myndina „Kramer vs. Kramer", að andlit hennar væri líkt og ásjóna útskor- innar Maríumyndar eftir meistara frá endurreisn- artímabilinu. Meryl, eins og hún kallar sig nú, hefur tvisvar verið tilnefnd sem Oscars-vinningshaf i, og hefur fengið Emmy-verð- laun fyrir leik í sjónvarpi. Þetta hef ur allt komið til á þessum þremur árum sem hún hefur starfað við kvikmyndir. Þessa dagana sjá islenskir sjónvarpsáhorf- endur Meryl Streep í hlut- verki Ingu, eiginkonu Karls Weiss, í Holocaust (Helförin), og fylgjast með hinu erfiða lífi þýsku Ijóshærðu stúlkunnar, sem giftist manninum sem hún elskar, en hann er gyð- ingur en hún kaþólsk og reynt er að stía þeim í sundur í gyðingaofsókn- unum á þessum árum. Lífið hefur ekki alltaf verið dans á rósum fyrir Meryl. Hún segist hafa verið óhamingjusöm sem barn, en átti sína drauma og var metnaðargjörn. Hún byrjaði að læra söng aðeins 12 ára, og hafði fall- ega sópranrödd, en áhua- inn á leikIistinni var yfir- sterkari með árunum. — Nú syng ég aðeins fyrir barnið mitt, og í baðinu, þegar vel liggur á mér, segir leikkonan. Meryl er gift myndhöggv ara, Don Gummer að naf ni, og eiga þau einn son, sem verður eins árs í nóvember næstkomandi. Áður hafið Meryl Streep búið í tvö ár í New York með leikaranum John Cazale, en hann dó úr krabbameini. Hún var hjá honum á sjúkrahúsinu í veikindum hansog hætti þá allri leikstarf semi um tíma. Á þessum erf iðu tím- um hafði Meryl mikið samband vfð bróður sinn, Harry, og þá endurnýjuð- ust gömul kynni þeirra Meryl og Don Gummer, svo úr varð hjónaband. „Við erum hamingjusöm fjölskylda", segir Meryl, „og best er að búa í New York og hverfa þar í mannhafið, geta farið í búðir í vinnubuxum og ómáluð. Mér leiðist allt „st jörnu-tilstand", þótt það sé gaman að punta sig upp við hátíðleg tækifæri". krossgáta 3401 Lárétt 1) Veöur. 6) Sauma meö gulli. 10) For- nafn. 11) Utan. 12) Otidyr. 15) Púa. Lóðrétt 2) Sunna. 3) Gyðja. 4) Andúð. 5) Viö- brennda. 7) Beita. 8) Atorku. 9) Stuldur. 13) Fljót. 14) Svar. Ráðning á gátu No. 3400 Lárétt 1) Komma. 6) Astriki. 10) Ló. 11) Ár. 12) Aldinið. 15) Stolt. Lóörétt 2) Ort. 3) Mai. 4) Sálaö. 5) Virða. 7) Sól. 8) Rói. 9) Kái. 13) Dót. 14) Nál. LVífií'. I jjy, tfA. með morgunkaffinu — Sértilboð! Ég pússa baöglugga ókeypis i dag — Hafið þið engar áhyggjur út af flug- stjóranum, það veröur runnið af hon- um áður en viö komum til Mallorca. — Já, ég iét taka simann úr sambandi — Auövitaö manstu þá tiö, þegar kápur kostuðu ekki nema tuttugu þús- und kall. Ég er I einni slikri. *<Cn% — t þetta skiptið er honum alvara. Hann hefur tekiö golfkylfurnar sinar með sér.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.