Tíminn - 10.09.1980, Blaðsíða 6
Þórarínn Þórarinsson:
Erlent^yfirlit
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson, Jón Helgason og Jon Sigurösson. Ristjórnarfull-
trúi: Oddur ólafsson. Fréttastjóri Kristinn Hallgrimsson. Aug-
lýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur,
framkvæmdastjórn og auglýsingar Siöumúla 15. Sími 86300. —
Kvöldsfmar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20: 86387. Verö f
lausasölu kr. 280. Askriftargjald kr. 5500 á mánuöi. Prentun:
Blaöaprent.
Ályktun SUF
Á fjölmennu þingi Sambands ungra Framsóknar-
manna, sem haldið var um sl. mánaðamót að Hall-
ormsstað, var fjallað um stjórnmálaviðhorfin og
hagsmunamál ungs fólks i landinu. Full ástæða er
til að itreka það sem fram kemur i stjórnmálaá-
lyktun þeirri sem þetta þing ungra Framsóknar-
manna gerði. Þar segir: .
„Hlutverk núverandi rikisstjórnar er fyrst og
fremst barátta gegn rikjandi óðaverðbólgu með til-
heyrandi þjóðfélagsmisrétti.
Á þeim tima sem rikisstjórnin hefur starfað hefur
ekki náðst samkomulag um varanlegar aðgerðir
gegn verðbólgu, þrátt fyrir ákvæði stjórnarsátt-
málans um það efni.
Samband ungra Framsóknarmanna telur að
samstarfinu skuli haldið áfram, en aðgerðaleysi i
efnahagsmálum muni sjálfkrafa eyðileggja
st jórnarsamstarf ið’ ’.
Einhverjir stjórnarandstæðingar hafa reynt að
túlka þessa ályktun á þá lund að ungir Fram-
sóknarmenn séu farnir að krefjast stjórnarslita.
Slikt er augljóslega út i hött og andstætt orðum
ályktunarinnar.
Á hinn bóginn virðist tvennt liggja alveg ljóst
fyrir: Annars vegar stenst engin rikisstjórn til
lengdar ef ekki er að gert i efnahagsmálum. Hins
vegar getur rikisstjórn, sem mynduð er til að vinna
á verðbólgunni, með engu móti setið mánuðum
saman aðgerðalitil i sliku stórmáli, aðalatriði sjálfs
st jórnarsáttmálans.
í þvi sambandi ræður það ekki úrslitum hvað
mönnum liður, heldur hitt að stjórnarforystu verð-
ur hvorki sætt né stætt i sliku ástandi.
í stjórnmálaályktun Sambands ungra Fram-
sóknarmanna segir enn fremur:
„Samband ungra Framsóknarmanna krefst þess
að allir samstarfsaðilar sýni festu i áfangahjöðnun
verðbólgunnar. Þeir sem draga lappirnar i þeim
efnum hafa ekki aðeins stjórnarsamstarfið á sam-
viskunni — heldur einnig undirstöðu þjóðarinnar og
farsæld.
Höfuðatvinnuvegir okkar berjast nú i bökkum og
unga fólkið ræður ekki við að koma sér upp heimili
vegna vaxta og verðbótagreiðslna.
Ef menn sætta sig við núverandi ástand mun tap
atvinnuveganna leiða til samdráttar og atvinnu-
leysis. Það verður þvi að skapa þeim viðunandi af-
komu. Áframhaldandi framleiðsla og öflug fram-
leiðslustefna er mesta hagsmunamál launafólks og
undirstaða heilbrigðs efnahagslifs.”
Loks segir i stjórnmálaályktuninni:
„Þjóðin krafðist þess i siðustu kosningum að
stefnu Framsóknarflokksins i efnahagsmálum yrði
hrundið i framkvæmd. Aldrei hefur nauðsyn þess
verið ljósari, og frekari frestun mun leiða til mikilla
erfiðleika”.
Þvi má bæta við að það er einmitt brýnt að tekið
verði á málunum þegar við upphaf þings nú i haust,
ef unnt á að verða að nýta út i æsar þá gjaldmiðils-
breytingu sem fyrirhuguð er um áramót.
Og þann áfanga verður að hagnýta að fullu.
JS
nmrm
Miövikudagur 10. september 1980
Sviar reyna að draga
úr vöruskiptahalla
Aukaþing samþykkir verulegar skattahækkanir
Frá setningu aukaþingsins.
ÞAÐ vakti að vonum athygli i
Sviþjóð, þegar sænska þingið
var kvatt saman til aukafundar
26. ágúst siðastliöinn. Þingið
hefur ekki veríð kvatt saman til
aukafundar nema fimm sinnum
á þessari öld. Þetta var fyrsti
aukafundur þess eftir siðari
heimsstyrjöldina.
Yfirleitt hefur þingið ekki
verið kvatt saman til aukafund-
ar, nema i sambandi við óvenju-
lega erlenda atburði. T.d. var
það kvatt saman til aukafundar
i sambandi við aðskilnað Svi-
þjóðar og Noregs.
I þetta skipti var þingið ekki
kvatt saman vegna utanrikis-
mála. Ástæðan var sú, að rikis-
stjórnin hafði ákveðið að hækka
virðisaukaskattinn úr 20.6% i
23.5%. Jafnframt hafði hún
ákveðið að hækka skatt á
áfengi, tóbaki, sælgæti, oliu og
bensini.
Stjórnin þurfti ekki að kalla
saman þingið til að koma á
þessum skattahækkunum. Hún
gat sett bráðabirgðalög um
hækkun virðisaukaskattsins eft-
ir að fjárveitinganefnd þingsins
hafði fjallað um málið. Hún
hafði lagaheimild til hinna
ska ttahækkananna.
Ástæðan til þess, að auka-
þingið var kallað saman, vár i
upphafi sú, að stjórnarand-
stæðingar höfðu látið i ljós, að
slikt væri eðlilegt sökum þess
hversu veikur þingmeirihluti
stjórnarinnar væri. Stjórnin tók
strax undir þetta, en fyrir henni
mun hafa vakað, að stjórnar-
andstæðingar væru þá knúðir til
að gera grein fyrir þvi, hvernig
þeir vildu bregðast viö þeim
vanda, sem hún taldi orsaka
skattahækkanirnar.
SA vandi, sem hér var um að
ræða var sá, að bersýnilegt var,
að hallinn á vöruskiptajöfnuðin-
um ýrði mun meiri á þessu ári
en áætlað hafði verið. Hallinn
hafði verið áætlaður um 18
milljaröar sænskra króna, en
fyrirsjáanlegt þótti, að hann
yrði 21 milljarður, ef ekkert
væri að gert.
Til að sporna gegn þessu taldi
rikisstjórnin það helzt til ráða
að leggja á skatta, sem drægju
úr kaupmættinum.
Samkvæmt tillögum hennar
var áætlað, að draga myndi úr
kaupmættinum, sem næmi 6500
milljóna sænskra króna á árs-
Falldin forsætisráöherra.
grundvelli eða um 2000 milljónir
það sem eftir er á þessu ári.
Reiknað var með að þetta
myndi lækka hallann á við-
skiptajöfnuðinum um einn
milljarð króna á þessu ári, en
tiltölulega meira á næsta ári.
Stjórnarandstæðingar and-
mæltu strax þessum tillögum.
Þeir töldu, að kaiipmátturinn
væri ekki eins mikill og stjórnin
vildivera láta. Aðrar ráðstafan-
ir mætti lika gera til að draga úr
innflutningi. Skattahækkun væri
þvi óþörf af þessum ástæðum.
Þá héldu þeir þvi fram, að
nýju skattarnir myndu valda
samdrætti og draga bæði úr at-
vinnu og framleiðslu. Þannig
myndu þeir gera illt verra.
Sósialdemókratar gerðu það
að tillögu sinni, að svokölluð
kreditkort eða lánskort yrðu
takmörkuð, en kommúnistar
vildu banna þau alveg.
Þá lögðu sósialdemókratar
til, að innflytjendur yrðu
skyldaðir til að leggja nokkurn
hluta innkaupsverðsins inn á
bankareikning, sem væri bund-
inn til nokkurs tima. Rikis-
stjórnin taldi þetta i reynd ekki
annað en innflutningsskatt, sem
myndi hækka verðlagið.
AUKAÞINGIÐ kom saman
26. ágúst, eins og áður segir.
Ráðgert haföi verið að þvi lyki
föstudaginn 5. september, en
lokafundurinn dróst svo á lang-
inn, að honum lauk ekki fyrr en
aðfaranóttsunnudagsins 7. sept.
Ráða má þvi, að umræður hafa
orðið meiri og harðari en spáð
hafði verið.
Atkvæðagreiðsla féll þannig,
að hækkun virðisaukaskattsins
var samþykkt með eins at-
kvæöis mun.
Stjórnarflokkarnir, þ.e. Mið-
flokkurinn, Frjálslyndi flokkur-
inn og íhaldsflokkurinn, hafa
samanlagt 175 þingmenn, en
stjórnarandstöðuflokkarnir,
sósialdemókratar og kommún-
istar, hafa samtals 174 þing-
menn.
Kommúnistar lögðu til, að
reynt yrði að fella rikisstjórnina
á aukaþinginu með flutningi
vantrauststillögu. Sósialdemó-
kratar álitu hins vegar rétt, að
fresta þvi þangað til á reglulegu
þingi i haust. En Olav Palme
hefur heitið þvi, að gera þá
harða hrið að stjórninni.
Fálldin forsætisráðherra hef-
ur hins vegar lýst yfir, að
stjórnin muni sitja til loka kjör-
timabilsins, eða til 1982. Sam-
kvæmt stjórnarskránni er ekki
heldur auðvelt að fella stjórn-
ina, þvi að samþykki van-
trauststillögu nægirekki, heldur
þarf einnig að vera fyrir hendi
að meirihlutastjórn sé tilbúin að
taka við.
Þ.Þ.