Tíminn - 13.09.1980, Qupperneq 1

Tíminn - 13.09.1980, Qupperneq 1
Laugardagur 13. sept 1980- 204. tölublað 64. árgangur Islendingaþættir Tímans fylgja blaöinu i dag Síðumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavík • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 ■ Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldslmar 86387 & 86392 \ Skuldastaða olíufélag- anna orðin hrikaleg Skuldir þeirra við Landsbankann nema milli 13 og 14 milljörðum sem er sama upphæð og yfirdráttur bankans í Seðlabankanum JSG — Skuldir olíufélag- anna við bankana hafa stóraukist að undan- förnu/ og nema skuldir þeirra félaga sem skipta við Landsbankann nú milli 13 og 14 milljörðum króna/ samkvæmt áreið- anlegum heimildum Tím- ans. Þessi skuldasöfnun tengist náið stórversn- andi stöðu viðskiptabank- anna, en yfirdráttur Landsbankans eins hjá Seðlabanka nemur nú nær sömu upphæð og skuldir oliufélaganna við bankann. Þaö munu vera Oliufélagiö h.f. og Oliuverslun tslands, sem eru i viöskiptum viö Lands- bankann. Forstjórar þeirra vildu ekki tjá sig um skulda- stööu félaganna þegar Timinn leitaöi eftir þvi viö þá. Ekki er ljóst hver er ástæöan fyrir skuldasöfnuninni, nema aö eialdfrestir til viöskiptaaöi'.a munu eiga sinn þátt en nýlega boöuöu oliufélögin sameiginlega i auglýsingu aö þau myndu þrengja mjög lánakjör sin. Viöskiptabankarnir munu nú skulda Seölabankanum samtals um rúmlega 20 milljaröa króna, en þess ber aö gæta, aö yfir- drátturinn sveiflast nokkuö frá einni viku til annarrar. Þarf þó engum getum aö þvi aö leiöa hvaöa þensluáhrif slikur yfir- dráttur hefur. Bankarnir munu hafa i hyggju að senda frá sér sérstaka yfirlýsingu á mánudag vegna skuldasöfnunarinnar. Enn halda herstöðvaandstæöingar áfram „hernaöaraögeröum”. I Stjórnarráösins. Sjá viöbrögö Umferöarráös viö aögeröunum á 1 gær var engu likara en aö miðborg Reykjavikurværi i „hers I bls. 3. og yfirlýsingu Herstöövaandstæöinga. höndum”. M.a. mátti lita þennan „friöa" herflokk á tröppum | (Timamynd Róbert) Hitaveitan tekur 750 millj. kr. lán: Frakkar buðu bestu lánskjör Kás — Borgarráö samþykkti i gær aö Hitaveita Reykjavfkur tæki lán aö upphæö 1.5 miiljón bandarikjadollara, sem mun vera nálægt 750 millj. ísl. kr„ frá frönskum banka i Paris, til aö standa straum af helstu fram- kvæmdum fyrirtækisins I haust, m.a. tengingu nýrra húsa. Landsbanki tslands haföi milli- göngu um útboö lánsins. Var nú leitaö til fleiri banka en áöur og reyndist franskur banki, sem ekki hefur áöur átt viöskipti viö Landsbankann, bjóöa hagstæö- ustu kjörin. BSRB RÆÐUR KOSNINGASTJÓRA VIGDÍSAR JSS — Stjórn Bandalags starfs- manna rikis og bæja hefur ráöiö Svanhildi Halldórsdóttur i starf félagsmálafulltrúa BSRB, i staö Baldurs Kristjánssonar, sem lætur af starfi um mánaöamót- in, og mun nú ætla aö stunda guöfræöinám af kappi. Svanhildur hefur að undan- förnu starfaö á Hagstofu Is- lands, en hún var jafnframt kosningastjóri fyrir Vigdisi Finnbogadóttur i nýafstöðnum forsetakosningum, sem mönn- um mun i fersku minni. Alls sóttu 10 manns um starf félgsmálafulltrúa BSRB. Cargolux i farþegaflug? „Hefur verið minnst á það” — en viö rayndum aldrei fara I samkeppni viö Flugleiöir JSS — /,Það hefur verið minnst á það, en það eru skiptar skoðanir um, hvort þetta ætti að gera og hvort það yrði leyft", sagði Einar ólafsson forstjóri Cargolux, er Tíminn spurði hann í gær hvort uppi væru hugmyndir hjá félaginu um að hefja farþegaflug. „Þaö hefur ekki verið tekin nein ákvöröun til þessa máls enn- þá, en þaö hefur verið minnst á þaö, eingöngu i sambandi viö þessi sæti sem viö erum meö á 747, en alls ekki aö viö séum aö fara i farþegarekstur, siöur en svo”, sagði Einar. Sagöi hann enn fremur, aö flug- rekstrarleyfi Cargolux væri ein- göngu bundiö viö vöruflutninga i Luxemborg, þannig að félagiö gæti ekki flutt farþega, nema flugrekstrarleyfinu væri breytt. „Ég held, að þaö sé rétt, aö þaö sé bullandi tap á leiðinni Norö- ur-Evrópa-New York, þar sem gjöldin eru svo lág. Þetta leyfi sem viö sóttum um, var eingöngu bundiö viö Banda- rikin, sagöi Einar. „Þaö sem viö höfum i huga var, að ef rekstur Flugleiöa leggst niöur héöan frá meginlandi Evrópu, og þaö verö- ur ákveöið gap sem myndast við tsland, þá höföum viö áhuga á að vera tilbúnir aö fylla þaö gap. Viö ætlum okkur ekki i samkeppni viö Flugleiöir, eins og gefur aö skilja”.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.