Tíminn - 13.09.1980, Page 5
Laugardagur 13. september 1980
5
Leikfélag Akureyrar
Velheppnuð leikför til írlands
KL — Félagar úr Leikfélagi
Akureyrar eru komnir heim úr
frægðarför til trlands, þar sem
þeir komu fram á Beckett-hátið
með sýningu sina „Beðið eftir
Godot” eftir Samuel Beckett. Sú
sýning vakti sem kunnugt er
mikla athygli á síðustu Listahá-
tiö.
Beckett-hátið þessi er sú
fyrsta i röðinni, en von forráða-
manna og trú er sú, að fleiri
fylgi i kjölfarið, enda húsnæöi,
aðstæður og áhugi fyrir hendi.
Staðurinn, sem helgaður er
Beckett-hátiðum, heitir Bantry,
litið þorp skammt frá Cork. Þar
kom hollenskur maður, Piet
Kamerman, á fót leikhúsi, sem
nefnist Gurtycloona Theatre á
árinu 1970. Þarna i nágrenninu
býr margt fólk, sem áhugasamt
er um listir og smám saman
fæddist sú hugmynd, að koma á
fót reglulegum Beckett-hátið-
um. Eftir krókaleiðum höfðu
þessir áhugamenn fengið nasa-
sjón af sýningu LA á Beðið eftir
Godot, og föluðust þeir eftir að
fá hana á hátiðina. Ekki vantaði
áhugann hjá LA, en nú sem oft-
ar voru fjármálin aðal þrándur i
götu. En með góöum stuðningi
margra aðila, s.s. Akureyrar-
bæjar, menntamálaráðuneytis,
hinna ýmsu fyrirtækja SIS,
Smjörlikis h.f. og Arnarflugs,
tókst að hrinda ferðinni i fram-
kvæmd.
Sigmar B. Hauksson tók að
sér skipulagninu og fjármál
ferðalanganna og sagöist hon-
um svo frá á blaöamannafundi,
að sýningin heföi vakiö gífur-
lega athygli, enda sé islenskt
leikhús óþekkt utan Norður-
landanna. Ekki virtist það koma
að sök, að leikritið var flutt á
islensku, enda voru þátttakend-
ur i hátiðinni sérfræðingar i
Beckett. Sagöi Sigmar umsögn
um sýninguna hafa birst i Irish
Times, þar sem lögð var áhersla
á hve vel heppnuö leikstjórn og
leikur i verkinu væri og leik-
mynd, sem Magnús Tómasson
gerði óvenjuleg. Einnig lét
bandariskur gagnrýnandi þau
orð falla um sýninguna i út-
varpi, að hún hefði ekki séð
betri sýningu á verkum
Becketts á siðustu 10 árum.
1 kjölfar sýningarinnar
barst leikendum boð um að sýna
i Dublin og Cork. En þar sem
fyrirvari var ónægur, urðu þeir
að afþakka gott boð að sinni. En
allar likur til að þegið verði boð
um aö koma með sýninguna til
Hollands.
Oddur Björnsson, fráfar-
andh leikhússtjóri h já LA og leik
stjóriaö „Beðið eftir Godot” lét
þau orð falla, að hann áliti þessa
sýningu listrænan hápunkt á
leikhússtjóraferli sinum. Að-
spurður um aöstæöur LA nú, en
eins og kunnugt er hefur Leik-
félag Akureyrar látið i veðri
vaka, að það muni ekki starf-
rækja leikhús i vetur, svaraði
Oddur þvi, að sér þætti miður,
hvernig komið væri. — En það
verður að gera sér grein fyrir
þvi, aö það þarf breyttar for-
sendur fyrir áframhaldandi
rekstri. Samfélagið er litið og til
aö starfrækja leikhús á Akur-
eyri þarf að koma til meiri
styrkur en verið hefur. Enn er
þó ekki öll nótt úti, yfir standa
viðræður milli LA og mennta-
málaráðuneytisins, og er von-
andi að þær leiði til árangurs.”
Nokkrir aöstandendur leikfarar Leikfélags Akureyrar til Irlands. T.f.v. Magnús Tómasson, sem gerði
ieikmynd og búninga, Viðar Eggertsson, sem lék Lucky, Oddur Björnsson leikstjóri verksins og Sigmar
B. Hauksson, sem annaðist fjáröflun og fararstjórn.
(Timamynd Þormóöur)
Stúdentakórinn á æfingu i Lundi.
Stúdentakór
Háskólans í
w — heldur tvenna
.11T1II1 minningartónleika
um Róbert A.
Ottósson
AB — Stúdentakór Háskólans i
Lundi (Lunds studentsangforen-
ing) er á tónleikaferð um ísland
dagana 14.-20. sept. Þetta er
fyrsta ferð þeirra til islands. Kór-
inn heldur tónleika i Reykjavik,
kirkjutónleika i Háteigskirkju
sunnudaginn 14. sept. og verald-
lega tónleika i hátiðasal Mennta-
skólans við Hamrahlið föstudag-
inn 19. sept. Auk þess heidur kór-
inn tónleika i Skálholtskirkju, á
Dalvik og á Akureyri.
Pianóleikari kórsins Viggó
Edén, heldur einnig pianótónleika
i Norræna húsinu laugardaginn
20. sept.
A efnisskrá kórsins eru m.a. is-
lensk tónverk: Islenskur kirkju-
söngur frá miðöldum, Þorlákstiö-
ir, og tónverk eftir Pál Pam-
pichler Pálsson og Róbert A.
Ottósson.
Dr. Folke Bohlin er stjórnandi
kórsins, en hann er dósent i tón-
visindum við Lundarháskóla og
einn af máttarstólpum sænsks
tónlistarlifs.
Kórinn hefur ferðast mikið er-
lendis, m.a. til Bandarikjanna og
um gjörvallt meginland Evrópu.
Kirkjutónleikarnir, sem kórinn
heldur, eru tileinkaðir minningu
tónlistarmannsins og fræði-
mannsins dr. Róberts A. Ottós-
sonar. Hann dó 1974 i Lundi, en
þar var hann staddur á visinda-
ráðstefnu i boði Folke Bohlin.
Kórinn syngur 3 verk sem öll eru
tengd nafni dr. Róberts A. Ottós-
sonar.
Dagskrá yfir ferð kórsins verð-
ur sem hér segir: Sunnud. 14.
sept. kl. 20.30. Minningartónleik-
ar um dr. Róbert A. Ottósson i
Háteigskirkju. Aðgangur verður
ókeypis. Mánud. 15. sept. kl. 21.
Minningartónleikar um dr.
Róbert A. Ottósson i Skálholts-
kirkju. Ökeypis aðgangur.
Þriðjud. 16. sept. kl. 21 Tónleikar i
Vikurröst Dalvik. Miðvikud. 17.
sept. kl. 20.30 Tónleikar i Akur-
eyrarkirkju. Föstud. 19. sept. kl.
12 Skólatónleikar i Menntaskól-
anum við Hamrahlið, og á sama
stað kl. 20.30 verða almennir tón-
leikar (veraldleg efnisskrá).
Siðastir verða svo pianótónieikar
Viggo Edén i Norræna húsínu
laugard. 20. sept. kl. 17.
Helgarskákmótið á Húsavik:
Elsti kepp-
andinn 65 ára
— Fjórða Helgarskákmót
tímaritsins Skákar og
Skáksambands Islands
hófst á Húsavík i gær.
Margir okkar bestu skák-
manna taka þátt í mótinu.
Friðrik ólafsson gat þó
ekki komið þvi við vegna
anna.
Bæjarstjórinn á Húsa-
víky Bjarni Aðalgeirsson,
bauð þátttakendur vel-
komna til keppninnar og
ávarpaði siðan Hjálmar
Theodorsson, hinn kunna
skákmann á Húsavik.
Hjálmar hefur orðið Suð-
urnesja- og Norðurlands-
meistari i skák og var um
skeið i landsliðsf lokki.
Hannvar einmitt 65 ára t
gær og eru liðin 50 ár síðan
hann hóf skákferil sinn.
Af þvi tilefni var honum
afhentur blómvöndur frá
bæjarstjórn Húsavíkur.
Guðmundur Arnlaugsson
fyrrverandi rektor er gestur á
mótinu.Hann ávarpaöi Hjálmar
og minntist hilda er hann og
Hjálmar höföu háð við skák-
boröið á Norðurlandsmóti og i
landsliðsflokki. Hann færöi
Hjálmari bók aö gjöf frá aö-
standendum helgarskákmóts-
ins.
Hjálmar keppir i mótinu og i
1. umferð stýrði hann hvitu
mönnunum gegn Guðmundi
Sigurjónssyni stórmeistara. Þá
taka 3 góðar skákkonur þátt i
mótinu. i 1. umferö tefldi Sigur-
laug Friðþjófsdóttir við Helga
Ólafsson, Aslaug Kristjánsdótt-
ir við Jóhann Hjartarson og Ólöf
Þráir.sdóttir við Asgeir Þ. Arna-
son.
AB — Sunnudaginn 14.
þessa mánaðar kynnir
Geir Viðar Vilhjálmsson,
sálfræðingur efnið „Slök-
un gegn streitu" með
fyrirlestri og æfingum.
Kynning þessi verður frá
15 til 18 og fer fram í Nor-
ræna Húsinu. Kynningin
er liður i undirbúnings-
kennslu á haustmisseri
hjá Rannsóknarstofnun
vitundarinnar.
Fjallað veröur um likamleg-
ar, tilfinningalegar og huglægar
hliöar slökunar, og fólki kynntar
byrjunaræfingar til slökunar.
Þátttaka i slikri kynningu er
forsenda þess aö komast á nám-
skeiö stofnunarinnar um „Ráö
gegn streitu”,sem haldin veröa
i haust.
Geir V. Vilhjálmsson.
Slökun gegn streitu
Víkinga-
sýning í
New
York
Mikil vikingasýning veröur
opnuð i New York 24. þ.m. Við
opnunina veröa allir utan-
rikisráðherrar Noröurlanda
viöstaddir. Þjóöhöfðingjum
Norðurlanda hafði einnig
verið boðiö, en þeir skoruðust
undan að þiggja það.
Asamt ólafi Jóhannessyni
utanrikisráöherra, mun
Ingvar Gislason menntamála-
ráðherra og Höröur Helgason
ráðuneytisstjóri mæta við
opnunina.