Tíminn - 13.09.1980, Page 16
Gagnkvæmt
tryggingafélag
Nýja
fasteignasalan
Ármúla 1. Sími 39-400
MSOI Laugardagur 13. september 1980
Tillaga Björgvins Guðmundssonar til athugunar:
FRJALSARI OPNUNAR-
TÍMA VERSLANA
JSG — Björgvin Guömundsson
hefur í nefnd, sem fjallar um
opnunartima á vcgum Borgar-
stjórnar Reykjavikur, lagt fram
tillögu um breytingu á reglum
um opnunartíma verslana f
borginni. Björgvin sagfti f sam-
tali við Timann i gær, að i tiilög-
unum fælist að gefinn yrði
möguleiki til að hafa opið á
fimmtudagskvöldum, föstu-
dagskvöidum, og laugardögum
til kl. 4 siðdegis.
„Tillögurnar ganga út á að
innleiða nokkurs konar valtima
fyrir verslanir, þannig að þær
gætu haft til frjáfsiarákvörðuna |
átta stundir á viku, utar. luns i
fasta afgreiðslutfma sem er frá
8 til 6 og til hádegis á laugar- |
dögum. Verslanirnar yrðu að
velja á milli hvort þær vildu
hafa þessa opnun á fimmtu-
dagskvöldum, föstudagskvöld-
um, eða á laugardagseftirmið-
dögum. Þær gætu ekki notað all-
an þennan tima”. sagði Björg-
vin.
„Útgangaspunkturinn i þessu
er sá, að það er i rauninni ekki
veriðað lengja opnunartimann,
frá þvi sem er i gildandi reglu-
gerð, heldur er verið að veita
aukið svigrúm og valfresli”.
Björgvin Guðmundsson sagði
að skylt fyrirkomulag væri i
Danmörku, og þar væri eftirliti
með að reglunum væri fram-
fylgt á þann hátt að innsiglað
skilti utan á verslununum segði
til um hver opnunartimi við-
komandi verslunar væri.
Þannig væri auðvelt fyrir lög-
reglu að fylgjast með að farið
vaeri að reglum. „Eitthvað
svipaö yrði aö hafa hér” sagði
Björgvin.
í nefnd borgarstjórnar eka
sæti þrir borgarfulltrúar, en sið-
an fulltrúar frá Neytendasam-
tökunum, Kaupmannasamtök-
unum, Verslunarmannafélagi
Reykjavikur og Kvenfélags-
sambandi Islands.
Kvennafulltrúinn var ekki
mættur á fundi nefndarinnar
þar sem tillagan var kynnt, en
Björgvin kvaö fulltrúa Neyt-
endasamtakanna, Árna Berg
Eiriksson, hafa lýst sig sam-
þykkantillögunni, ogsömuleiðis
hefði hún hlotið góðar undirtekt-
ir hjá borgarfulltrúunum. Hins
vegar hefðu kaupmenn og versl-
unarmenn viljað kynna hana i
samtökum sinum.
„Ég legg mikla áherslu á að
fá þessi samtök inn á þessar
breytingar og er sæmilega
bjartsýnn á að það takist”,
sagði Björgvin Guðmundsson.
Magnús Finnsson, fulltrúi
Kaupmannasamtakanna, kvað
samtökin fUs til viðræðna um
endurskoðun á gildandi reglum,
en sagðist um leið ekki trúa þvi
að borgaryfirvöld færu út i
breytingar sem verslunarmenn
og kaupmenn væru andvigir.
(Sjá viðtal á bls. 19). Raunin
hefur orðiö sú, t.d. með opnun á
þriðjudagskvöldum, að þessi
samtök geta með samkomulagi
sin á milli komið i veg fyrir að
leyfilegur opnunartimi sé nýtt-
ur.
Viðræður ASI og VSI
I gang að nýju:
Sáttatillaga
lögð fram
JSG— Sáttasemjari rikisins lag.ði
I gær fram sáttatillögu, sem fjall-
aðiutn röðun i launaflokka, I deilu
Alþýðusambandsins og Vinnu-
veitendasambandsins. Sérsam-
böndin innan ASt og samnings-
aðilar þeirra í VSt fengu þessa til-
lögu i hendur, en I dag verður
haldinn sameiginlegur sáttafund-
ur þar sem samningsaðilar munu
túlka afstöðu sina til tillögunnar.
„Sáttasemjari ætlaöist ekki til
svars á stundinni,” sagði Snorri
Jónsson I samtali við Tlmann i
gær,” en hann tók fram að hann
vildi heyra viöbrögö okkar við til-
lögunniáður en viö ræddum hana
við fjölmiðla.”
Innanhússtillögu sáttanefndar
mun ætlað að stytta það bil sem
veriö hefur milli deiluaðila um
flokkarööunina, en ekki er búist
við að hún verði lausn á
samningamálunum.
„Óttast að
thninn renni
út úr höndum
okkar”
JSG — Steingrimur Hermanns-
son, sjávarútvegsráðherra , hafði
samband við blaðið og óskaði að
koma því á framfæri að með orð-
um sinum um fundahöld efna-
hagsmálanefndar sem birtust á
baksiðu Timans I gær, væri hann
ekki út af fyrir sig að gagnrýna
störf nefndarinnar. Þær hug-
myndir sem hún heföi lagt fram
væru góðra gjalda verðar og
sumar hverjar mjög mikilvægar.
,ÍIn ég tel almennt séð að það
hafi dregist of mikið að taka
þarna afstöðu og þvi hefur valdið
ýmislegt. Ég viðurkenni að vissu-
lega hefur málið einnig tekið of
langan tíma I ríkisstjórninni,
vegna fjarveru manna og mikilía
anna. Ötti minn er sá, að tfminn
renni út úr höndum okkar, eins og
svo oft hefur gerst áður, og það
þarf að taka mjög til hendinni i
bessum málum nú á næstu dögum
og vikum,” ságði Stéingrimur
Hermannsson.
Skyidi hún vera að semja fjallkonuávarpiö? Ekki er ráö nema I tima sé tekið. En svona án gamans, þá
vitum við satt að segja ekki, hvaöa „uppákoma” þetta var f Lækjargötunni I gær þegar Ijósmyndari
Timans tók þessa mynd. Tfmamynd Róbert.
Nýjar fregnir um flugvélaverð erlendis:
Hærra en matið á
vélum Flugleiöa
JSS — „Okkur hafa borist þær
fregnir að nú fyrir skömmu hafi
fariö fram bein sala á ut'-8 «3,
þ.e. vél eins og viö erum með.
Þessi sala fór fram hjá World
Airways og þar var vélin seld á 13
milljónlr dollara. Til samanburð-
ar má geta þess, að okkar vél af
sömu gerð var I endurmatinu
metin á 12 milljónir doilara”,
sagði Sveinn Sæmundsson blaða-
fulltrúi Flugieiða, er Timinn
ræddi við hann I gær.
Sagði Sveinn, að einn þeirra
þátta endurmats á eignum Flug-
leiða, sem gagnrýndur heföi verið
i fjölmiðlum, væri einmitt matið á
flugvélakosti fyrirtækisins. Hefði
t.d. Baldur Öskarsson dregið
mjög i efa að þetta mat væri rétt
Framhald á bls 19
Viðbúnaður hjá
Reykjavíkurlög-
reglunni fyrir helgi
Aukalið
kallað út
KL — Vegna fenginnar
reynslu undanfarnar helgar,
hafði lögreglan I Reykjavik
nokkurn viðbúnað i gær-
kvöld, ef til óláta kæmi i mið-
bænum, eins og gerst hefur
undanfarnar helgar.
Var I gærkvöld ákveðið að
hafa 30 manna aukalið til
taks ef á þyrfti að halda.
Hafa ber þó i huga, að þarna
er ekki um hreina viðbót við
vakthafandi lögreglulið að
ræða, þar sem sumarleyfi
standa enn yfir, auk þess
sem lögregluskólinn hefur
tekið til starfa.
Talsverðar annir voru hjá
lögreglunni i Reykjavik i
gærdag. Um kl. 20 i gærkvöld
höfðu orðið 15 árekstrar frá
hádegi. Engin slys urðu á
fólki, en eignatjón talsvert.
Tenging
Stekkjarbakka við
Reykjanesbraut:
Beina
tenging-
in valin
Kás — Borgarráð tók i gær
endanlega ákvörðun, i um-
boði borgarstjórnar, um að
Stekkjabakki yrði tengdur
Reykjanesbraut, svokallaðri
beinni tengingu, én gatan
yrði ekki lögð i götustæði
svonefndrar Fossvogsbraut-
ar. Fulltrúar meirihlutans
greiddu þessari tillögu at-
kvæði sitt, en fulltrúar
minnihlutans voru á móti.
Þorskaflinn fyrstu
átta mánuði
bessa árs:
Kominn í
325 þús.
Kás — Á fyrstu átta
mánuðum þessa árs höfðu
veiðst hér við land rúm 325
þús. tonn af þorski. A sama
timabili i fyrra höfðu veiðst
rúmlega 300 þús. tonn. 1
ágústmánuöi þessa árs
veiddust um 25.600 tonn af
þorski, miðaðvið tæp 28 þús.
tonn i sama mánuði i fyrra.
Fyrrnefndar upplýsingar
koma fram i bráðabirgða-
yfirliti Fiskifélags Islands
um fiskveiði hér við land
fyrstu átta mánuði þessa
árs. Heildarfiskafli lands-
manna fyrstu átta mánuði
þessa árs er um 900 þús.
tonn. Á sama tima i fyrra
var hann um 1066 þús. tonn.
Ekið á
5 ára telpu
KL—Tvö umferðarslys urðu
I umdæmi Hafnarfjarðarlög-
re^glunnar i gær. Laust eftir
hadegið var ekið á 5 ára
gangandi telpu á Hjalla-
braut. Var farið með hana á
slysadeild, en um meiðsli
var ókunnugt um kvöldverð-
arleytið. Þá var ekið á dreng
á reiöhjóli á Álftanesvegi, en
hann mun hafa meiðst litið.