Tíminn - 30.10.1980, Síða 3

Tíminn - 30.10.1980, Síða 3
Fimmfudagur 30. október 1980 3 Matthías Jóhannessen ritstjóri: „BLAÐAMANNAFÉLAGIÐ EKKI LENGUR FÉLAG BLAÐAMANNA Á ÍSLANDI” Bst — „Ég sagOi f úrsögn minni til stjórnar BlaOamannafélags tslands, aO ég teldi ekki aO BlaOamannafélagiO væri lengur félag blaOamanna á fslandi. Atti ég þar auOvitaO viö, aö f þvi er oröiö svo margt fólk sem er f jarörinum á blaöamennsku, ef svo mætti segja,” sagOi Matt- hias Johannessen ritstjóri, er blaöamaöur Timans haföi tal af honum og spuröist fyrir um úrsögn hans úr Blaöamannafél- agi tslands. S.l. föstudag mátti sjá I „smá- fréttadálki” i Helgarpóstinum smáklausu, þar sem sagöi aö Matthlas ritstjóri heföi sent stjórn Bí skriflega úrsögn sina úr félaginu. Matthfas sagöi þaö satt vera, aö hann heföi sent stjórn B1 bréf þar sem hann segir sig úr félaginu og leyföi hann aö eftirfarandi yröi eftir sér haft um þetta mál: „Ég hef um nokkurt skeiö velt þvi fyrir mér, hvort Blaöa- mannafélag tslands sé á réttri leiö. Ég gekk ungur i Blaöa- mannafélagiö og þá voru i þvi einungis þeir, sem skrifuöu i dagblööin. Ég vil hafa I heiöri blaöamennskuna og starf blaöa- mannsins, enda hef ég gert þaö aö h'fsstarfi minu. Éghef ekki hreyft mótmælum viö þvi, þótt inn I blaöamanna- félagiö hafi komiö fólk úr öörum stéttarfélögum, — fólk, sem ég efast um aö stundi blaöamennsku, þó aö þaö sinni störfum, sem tengjast henni. Ég hef taliö aö nýr timi kalli a ný viöhorf og nýjar aöferöir, og þvi hef ég látiö mér lynda aö þetta fólk hafi gengiö i blaöamanna- félagiö. Þaö. var lengi vel, aö ljós- myndarar voru ekki i blaöa- mannafélaginu, en þeir fengu inngöngu i þaö og siöan komu handrita- og prófarkalesarar, safnveröir o.s.frv. Ég tel aö þaö séáhorfsmál, hvort þaö eigi aö útvikka Blaöamannafélagiö meö þessum hætti. En ég gæti t.d. hugsaö mér þaö fyrirkomu- lag. Skrifandi blaöamenn hafa t.d. þriggja mánaöa fri á fjögurra eöa fimm ára fresti og útgef- endurtelja, aö þeir þurfi ekki aö láta aöra starfsmenn frá 3 mánaöa fri meö sömu tilhögun, og þvi er þessi verömæti ár- angur I samningum blaöa- manna I hættu. Um þaö var talaö, ekki alls fyrir löngu, aö á Morgunblaöinu yröi stofnaö starfemannafélag blaösins, og menn voru mjög hrifnir af þeirri hugmynd, ekki sist ég. Aö þessu hefur veriö unniö og ég held aö stéttarfél- ögin fyrir sitt leyti hafi sam- þykkt þetta, bæM prentarafél- agiö og Blaöamannafélagiö. Ég var aö vona aö þetta gæti fariö I gegn, þvi aö slflc starfsmanna- félög hafa reynst mjög vel, t.d. hjá Alverksmiöjunni. Þaö var ágætur undirbúningur aö þessu máli, en þaö hefur þó ekki kom ist I framkvæmd. Aftur á móti viröist mér aö tilhneigingin sé sú, aö gera Blaöamannafélag Islands aö svona félagi, þar sem allir, sem starfi aö dag- blaöi, eigi heima, og þaö mál tel ég aö menn eigi aö hugsa betur. Hitt er annaö mál, aö Bt á dálitiö erfitt aö þvi leyti, aö þaö veitirengin réttindi. Þaö semur fyrir blaöamenn aö visu, en þú þarft ekki aö vera I Bt til þess aö stunda blaöamennsku, blööin geta ráöiö hvern sem er. Þetta er eins i Verslunarmannafélag inu, en aftur á móti i prentara-\ félaginu veröa menn, sem stunda þá iön, aö vera i félag- inu. HtP hefur löggildingarvald þ.e.a.s. — þeir sem ekki eru i þvi þeir geta ekki unniö aö störfum prentara. Af þessu má sjá, aö félagar i HIP standa mun betur aö vigi heldur en félagar i Bl. Fólkiö iálverinu ætti aö vera I ýmsum stéttarfélögum, en þaö hefur sameinast i þessu starfs- mannafélagi meö góöum árangri, og ég held aö þaö gæti veriö góö þróun, ef þaö geröist á fjölmiölunumlfka. Égtel aö þaö eigi aö stofna þannig starfs- mannafélag á hverjum vinnu- staö fyrir sig. 1 Blaöamannafélagi tslands eru lika opinberir starfsmenn — ég vil vekja athygli á þvi — og þeireruekkif sama lifeyrissjóöi og blaöamenn. Lífeyrissjóöur blaöamanna er mjög veikur og þyrfti aövera miklu sterkari,en opinberir starfsmenn hafa eins verötryggöan lifeyrissjóö og unnt er hér á tslandi. Viö sitjum ekki viö sama borö, félagarnir i Blaöamannafélaginu. Þetta og margt fleira finnst mér aö mætti athuga rækilega og úr- sögn min nú er áminning til min aö annarra um aö staldra viö og huga aö þessu máli. Ég vildi láta reyna á þaö hvort viö blaöamenn ættum jafninnan- gengt i önnur félög, t.d. Versl- unarmannafélag Reykjavikur, svo dæmi sétekiö, eins og sumt fólk hefur átt inn I BI”. ÍSLENSK LISTKYNNING FRI — t dag og f östudag kynnir tslenskur heimilisiönaöur I versl- un sinni I Hafnarstræti 3 islensk- an listiðnað eftir hjónin Katrínu Agústsdóttur og Stefán Haildórs- son. Sýndir verða kjólar, svuntur, dúkar og fl. Kynning hefst með tiskusýningu i dag kl. 5 og verður hún cinnig á sama tima á föstu- dag. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Katrin, Gerður Hjörleifsdóttir viö hiuta gripanna á sýningunni. TimamyndGE minnkar ekki í — segir i Þjóöhagsáætlun JSG — Ekki er gert ráö fy rir að heiidarframleiösia á land- bunaöarvörum minnki i ár, og vcröi jafnvel iviö meiri en I fyrra . Þetta kemur fram i Þjób- félagsáætlun sem rikisstjórnin hefur lagt fram. Astæðan fyrir þessu eru fyrst og fremst þær, aö í ár hefur áraö vel i landbun- aði, samanboriö viö slæmt ár- ferði i fyrra. Þá veröur einhver minnkun á bústofni i ár, sem kemur fram scm framleiösla á afuröum á árinu. Nánar segir um þetta i Þjóö- hagsáætluninni: „Horfur i framleiöslumálum landbunaöarins hafa veriö fremur óvissar vegna þeirra ráöstafana sem beitt er frá og meö þessu ári til aö draga úr bú- vöruframleiöslu. Hér er um að ræöa innheimtu 200% gjalds á innflutt kjarnfóöur og upptöku framleiöslukvótakerfis. Meö hliösjón af kjarnfóöurs- gjaldinu og kvótakverfinu heföi mátt ætla, aö tii nokkurs sam- dráttar kæmi í landbúnaði, auk þess sem 70 þúsund færra fé var á fóörum á siðastliðnum vetri en veturinn áöur. A hinn bóginn hefur áraö afar vel íyrir búskap og áhrifin af framleiðslustjórn- inni veröa þvi ekki eins mikil og ella heföi mátt búast viö. Fall- þungi dilka á þessu hausti er mun meiri en i fyrra og mun lik- lega vega upp fækkun sláturfjár aö fullu. Kindakjötframleiöslan veröur þvi liklega svipuð og i fyrra. Mjólkurframleiöslan hef- ár ur hins vegar dregist saman á árinu og var i júlilok 4% minni en á sama tima i fyrra. Vegna kjarnfóöursgjaldsins er búist viö mun meiri samdrætti siöari hluta ársins, þannig aö áriö allt veröi samdrátturinn liklega um 6%. Uppskera garöávaxta hefur oröiö meö mesta móti á þessu ári. Þvi eru nú taldar horfur á aö heildarframleiösla afurða landbúnaöarins veröi 2% minni i ár en í fyrra, en aö meötöldum bústofnsbreytingum veröi framleiöslan svipuö eöa jafnvel iviö meiri en a siðastliönu ári." KFUM og KFUK halda „unglingavökur” BSt — Nú er nýhafiö vetrarstarfiö I KFUM og KFUK i Reykjavfk. Þaö fer fram á 8 starfsstööum I Reykjavik og Kópavogi. Mörg undanfarin ár hafa félög- in staöiö fyrir fjölsóttum æsku- lýösvikum aö Amtmannstig 2b. Meö dreifingu byggðar í borginni og fjarlægö helstu byggöakjarna frá aöalstöövunum þykir rétt aö reyna nýjar leiöir. A þessu hausti veröur fariö út I mismunandi borgarhvergi og ungu fóiki boöiö aö sækja UNGLINGAVÖKUR KFUM og K, en þær veröa haldn- ar á fjórum stööum i Reykjavfk og Kópavogi. Fyrsta unglingavakan veröur fimmtudaginn 30. okt. i félags- heimili KFUM og K i Kópavogi, föstud. 31. okt. i félagsheimilinu viö Holtaveg, laugardaginn 1. nóv. í Breiöholtsskóla og sunnud. 2. nóv. f húsi KFUM og K viö Amtmannsstig 2b. Dagskráin veröurí umsjá ungs fólks og hefj- ast „vökurnar” ki. 20.30 öli völd- in. Heimili og skóli: Útibú í Reykjavík KL — Gt er komiö Féiagsblaö Kl, 2. tölublað 1. árgangs. Félagsblaö Kt er málgagn hinna nýstofnuöu samtaka kennara, er til uröu viö samruna Sambands grunnskóla- kennara og Landssa mbands grunnskóla- og framhaldsskóla- kennara og hlutu nafniö Kennara- samband tslands. t blaöinu kennir ýmissa grasa, þar sem fjallaö er um málefni sem snerta starf kennara, m.a. fjallar leiðari blaösins um skóla- starf, fjölmiöla og stööu kennar- ans, sagt er frá norrænu kennara- þingi, sem haldiö var f Munaöar- nesi I september og norrænu kennaranámskeiði, sem haldiö var um mánaöamótin júii/ágúst I Reykjavik. Fréttnæmt má þaö teljast aö timaritiö Heimili og skóli, sem um langt árabil hefur veriö gefiö út á Akureyri, hefur nú fært út kviamar og hyggst setja upp úti- bú I Reykjavík. Gerist þaö með þeim hætti, aö Kennarasamband tslands og Bandalag kennara á Noröurlandi eystra hafa ákveöiö aö standa sameiginlega aö útgáf- unni til reynslu i eitt ár. Hvor aöili tilnefnir tvo fulltrúa i útgáfu- stjórn, en ritstjórinn veröur ann- ar fulltrúi noröanmanna. Laugardalshöllin: Gerö að- gengileg fyrir fatlaöa Kás — A sföasta fundi borgarráös var lagt fram er- indi frá nefnd þeirri sem fjallar um mál fatlaöra hjá Reykjavikurborg. 1 þvi er gerö tillaga um aö ein stór bygging á vegum Reykja- vikurborgar veröi gerö aö- gengileg fyrir fatlaöa á hverju ári. A þessu ári hafa veriö geröar úrbætur I þessa átt á Kjarvalsstööun. Sam- kvæmt tillögu nefndarinnar veröur þaö Laugardalshöll- inn sem tekin veröur fyrir á þessu sviöi á næsta ári, og samþykkti borgarráö þaö. Framkvæmdanefnd bygginga fyrir aldraða: Fær lóð í Selja- hverfi — undir íbúðir fyrir aldraða, heilsugæslustöö og hjúkrunarheimili Kás — Borgarráð samþykkti á siðasta fundi sinum aö gefa Framkvæmdanefnd um byggingar fyrir aidraöa kost á ailt aö 12 þús. fermetra stórri lóö I miðhverfi Selja- hverfis, þar sem h ægt yröi aö byggja hUs meö fbúöum fyrir aldraöa, heilsugæslustöö fyrir hverfiö og hjúkrunar- heimili. Jafnframt heimilaöi borgarráö nefndinni aö láta gera byggingarforsögn fyrir húsbyggingunni, i samvinnu viö fjármáladeild borgarinn- ar og heilbrigöisráö. Gert er ráö fyrir aö hægt veröi aö hefja verklegar framkvæmdir viö bygging- una á árinu 1982, en þá ætti byggingu dvalarheimilis fyrir aldraöa viö Drop- laugarstig aö mestu aö vera lokiö.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.