Fréttablaðið - 13.06.2007, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 13.06.2007, Blaðsíða 18
 13. JÚNÍ 2007 MIÐVIKUDAGUR10 fréttablaðið verk að vinna Margt þarf að hafa í huga þeg- ar baðherbergi eru flísalögð og ekki er sama hvernig staðið er að framkvæmdunum. Bjarni Rúnar Einarsson, eigandi List- lagna.is, hefur mikla reynslu af flísalögnum í alls konar rýmum og getur gefið góð ráð. „Baðherbergi og önnur blautrými getur verið vandasamara að flísa- leggja en önnur rými og margt sem þarf að hafa í huga. Undir- efnin þarf að athuga, hvernig á að vatnsþétta, hvort á að nota borða og hvaða flísar henta best,“ segir Bjarni, sem hefur sjálfur flísalagt fjölda baðherbergja. Undirbúningurinn er að sögn Bjarna mjög mikilvægur. „Út- koman fer alveg eftir undirbún- inginum. Nauðsynlegt er að kítta á réttum stöðum og athuga hvernig undirlagið er en það getur verið margs konar, úr gifsefni, tré eða steinefni. Núna er til dæmis al- gengast að fólk sé með steyptar plötur og gifsveggi og það þarf að fara mjög varlega þegar er verið að flísaleggja gifsveggi. Ef rýmið er blautrými verður að ganga sér- taklega vel frá því áður en byrjað er. Grunna þarf flötinn og nota kvartborða til þess að þétta öll horn, upp við veggi, í kverkarnar niðri og kringum niðurföll. Borð- arnir eru þá lagðir í gúmmíkvoðu og gott er að fara einar þrjár um- ferðir á alla fleti með svona vatns- þéttikvoðu áður en er flísalagt. Þetta á líka við um spónaplötur og önnur efni sem ekki eru steypt og þar sem hreyfanlegir fletir og steyptir fletir koma saman verður að nota sílikon í allar fúgur.“ Bjarni segir að nauðsynlegt sé að nota mismunandi flísar við ólíkar aðstæður. „Mismunandi þéttleiki er í flísum og þær eru annað hvort gólf eða veggflís- ar. Leirflísar með glerjungi eru til dæmis mikið notaðar notað- ar á veggi, þar sem ekki er mik- ill ágangur og sterkar gegnheil- ar flísar á gólf. Fjöldinn allur er til af flísum, einbrenndum, tví- brenndum og úr náttúruefni eða náttúrusteini. Í raun skiptir ekki máli hvað er valið ef það á við að- stæður. Mósaíkflísar er til dæmis ekkert sérstaklega gott að setja á baðherbergi nema það sé þeim mun betur gert því svo mikið af fúgu getur skapað vandamál. Ef vandað er til verksins á það hins vegar að vera í lagi.“ Margs konar fúgur eru til og eigi að setja mósaíkflísar á bað- herbergi er nauðsynlegt að nota sterka fúgu. „Sterkustu og bestu fúgurnar sem er líka leiðinlegast að vinna með eru epoxíð-fúgur, en þær eru notaðar í sundlaugar og þar sem er gríðarlega mikill ágangur. Flex-fúgur eru líka góðar en þær eru sterkar og teygjan- legar með íblöndunarefnum sem hrinda frá sér raka og drullu. Svo er hægt að nota venjulegar fúgur á rými þar sem er ekki vatn og ágangur.“ Á heimasíðu Listlagna, www. listlagnir.is má finna ýmis ráð sem Bjarni gefur þeim sem vilja flísaleggja. „Ég ráðlegg öllum að fara ekki af stað nema kynna sér hvað þeir eru að fara að gera. Nauðsynlegt er að verða sér úti um ráðleggingar því það þrefald- ar kostnaðinn við flísalagnirn- ar ef rífa þarf allt niður, gera við og byrja upp á nýtt, kannski út af einu smáatriði sem gleymdist,“ segir hann. emilia@frettabladid.is Ekki sama hvaða flísar eru notaðar hvar Bjarni hefur mikla reynslu af flísalögnum og veit hvað er best að nota á baðherbergi. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.