Fréttablaðið - 13.06.2007, Qupperneq 4
MARKAÐURINN 13. JÚNÍ 2007 MIÐVIKUDAGUR4
F R É T T I R
Bandaríski fjárfestingasjóður-
inn Atticus þrýsti á stjórnendur
breska bankans Barclays að
draga yfirtökutilboð sitt í hol-
lenska bankann ABN Amro til
baka.
Atticus kom í hluthafahóp
Barclays í síðustu viku eftir
kaup á eins prósenta hlut í bank-
anum. Segir í opnu bréfi sjóðs-
ins til Marcus Agius, stjórnar-
formanns Barclays, sem Atticus
birti í breska dagblaðinu Financ-
ial Times, að hætta sé á að verð-
miðinn fyrir ABN Amro verði
Barclays dýr.
Í bréfinu kom fram að Barclays
muni gefa út nýtt hlutafé vegna
kaupanna, sem hljóði upp á 65
milljarða evra, jafnvirði 5.600
milljarða íslenskra króna. Það
jafngildir 15-földum hagnaði
ABN Amro. Atticus segir þetta
of stóran bita fyrir Barclays að
kyngja þar sem samlegð með
bönkunum tveimur sé lítil. Að
mati Atticus eru horfur á að sam-
legðin sé meiri hjá Royal Bank of
Scotland og ABN Amro og því séu
líkur á að skoski bankinn og með-
bjóðendur hans hækki tilboðið til
að tryggja sér bankann. - jab
Vilja ekki kaupa ABN Amro
Breski bjórfram-
leiðandinn Fuller,
Smith & Turner, sem
rekur um 200 bari
og sex hótel í Bret-
landi, ætlar að verja
sem nemur hálfum
milljarði íslenskra
króna til að bæta
aðstöðu fyrir reyk-
ingafólk fyrir utan
krár sínar og knæp-
ur. Reykingabann tekur gildi 1.
júlí næstkomandi í Bretlandi og
verður þá öllum reykingamönn-
um úthýst af börum landsins.
Á meðal áætlana bjórfram-
leiðandans er að
setja upp skyggni
og stórar sólhlíf-
ar utan við staði
fyrirtækisins í Bret-
landi og létta þannig
reykingamönnum
lífið. Þá er sömu-
leiðis horft til þess
að halda í við sölu á
bjór undir merkjum
fyrirtækisins, sem
skilaði 22,1 milljónar punda
hagnaði á fyrsta ársfjórðungi.
Það jafngildir 2,8 milljörðum
króna, sem er 23 prósenta aukn-
ing á milli ára. - jab
Til bjargar reykingafólki
Seðlabanki Brasilíu ákvað í síð-
ustu viku að lækka stýrivexti
um 50 punkta í 12 prósent. Bank-
inn hefur lækkað stýrivexti
hratt síðastliðin tvö ár með það
fyrir augum að blása lífi í einka-
neyslu.
Hagvöxtur í Brasilíu mældist
3,7 prósent á síðasta ári og er
búist við að hann verði 0,3 pró-
sentustigum betri á þessu ári.
Þá var verðbólga 3,14 prósent í
fyrra. Hún liggur nú í námunda
við þrjú prósent.
Ákvörðunin var í takt við spár
greinenda sem þó gagnrýndu
seðlabankann fyrir að fara of
varlega. Þrýstu þeir á snarpari
lækkun stýrivaxta til að auka
einkaneyslu.
Almenn ánægja var með
ákvörðun seðlabankans í vikunni
og lýstu samtök iðnaðarins þar í
landi yfir því að aðstæður hefðu
nú skapast til að auka hagvöxt í
landinu. Þau sögðu engu að síður
enn innistæðu fyrir frekari lækk-
un stýrivaxta vegna hás geng-
is brasilíska realsins, gjaldmiðils
Brasilíu, gagnvart Bandaríkja-
dal. Hefði það komið illa niður á
útflutningsfyrirtækjum. - jab
Ánægja með stýrivaxtalækkun
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson
skrifar
Breska stórmarkaðakeðjan Tesco, sú stærsta í
Bretlandi, hefur gert yfirtökutilboð í skosku garð-
vörukeðjuna Dobbies Garden Centres. Tilboðið
hljóðar upp á 155,6 milljónir punda, rúma 19,7 millj-
arða íslenskra króna. Gangi kaupin í gegn verða
þetta fyrstu skref stórmarkaðarins utan matvöru-
geirans.
Markaður með garðvörur hvers konar hefur
vaxið mikið í Bretlandi síðustu ár og veltir hann
nú um fimm milljörðum punda, jafnvirði 635 millj-
örðum króna, á ári hverju. Terry Leahy, forstjóri
Tesco, segir fyrirtækið horfa til þess að hagnast
vel á kaupunum.
Breska dagblaðið Guardian hefur eftir breskum
sérfræðingi í smásöluverslun að gangi kaupin á
Dobbies í gegn verði þau hlutfallslega smá í sniðum
fyrir stórmarkað á borð við Tesco. Jafngildi kaup-
verðið tekjum verslanakeðjunnar í tvo daga. Hann
telur líklegt að viðskiptin marki fyrstu spor Tesco í
frekari fyrirtækjakaupum utan matvörugeirans.
Guardin segir bresku umhverfissamtökin Friends
of the Earth hins vegar ævareið. Þau segja innkomu
Tesco í garðvörugeirann merki um að stórmark-
aðurinn ætli sér aukin yfirráð í Bretlandi. Benda
þau á að Tesco hafi þegar rúmlega þrjátíu pró-
senta markaðshlutdeild á breskum matvörumark-
aði og stefni hraðbyri að því að ná ráðandi stöðu í
fleiri geirum. Hefur blaðið eftir talsmanni samtak-
anna að kaupin muni vafalítið draga úr samkeppni
á breskum garðvörumarkaði.
Dobbies rekur 21 verslun undir merkjum keðj-
unnar víðs vegar um Bretland og selur meðal ann-
ars moltukassa, sólpalla og ýmsar aðrar vörur fyrir
garðinn.
Hluthafar Dobbies eiga þó enn eftir að samþykkja
viðskiptin, sem hljóða upp á 1.500 pens á hlut.
Skoski auðmaðurinn Sir Tom Hunter jók um
miðjan síðasta mánuð við hlut sinn í Dobbies úr
rúmum sjö prósentum í 10,6 prósent. Hunter hefur
fjárfest talsvert í garðvörugeiranum á undanförnum
árum. Hunter er náinn viðskiptafélagi Baugs Group
en fjárfestingafélag hans tók þátt í kaupunum á
House of Fraser ásamt Baugi, FL Group og fleiri
fjárfestum. Þá keypti það með Baugi og fleirum
garðvörukeðjuna Wyevale Garden Centres í fyrra
fyrir jafnvirði fjörutíu milljarða króna og Blooms
of Bressingham var keypt á þessu ári.
Breskir fjölmiðlar segja mjög líklegt að Hunter
safni saman hópi fjárfesta á næstunni og muni
hann í kjölfarið gera gagntilboð í garðvörukeðjuna
á móti Tesco.
Tesco býður í Dobbies
Breski stórmarkaðurinn Tesco ætlar sér stóra hluti með
kaupum á garðvörukeðju. Kaupin vekja reiði í Bretlandi.
Stuart Rose, forstjóri bresku
verslanakeðjunnar Marks &
Spencer, ætti að hafa tilefni til að
brosa þessa dagana. Rose fékk 7,8
milljónir punda í laun og bónus-
greiðslur í fyrra. Þetta jafngildir
rúmum 990 milljónum íslenskra
króna, sem er 68 prósenta launa-
hækkun á milli ára.
Um þriðjungur var beinar
launagreiðslur í reiðufé. Þær
námu 2,6 milljónum punda, jafn-
virði 330 milljóna króna. Bónus-
greiðslurnar eru hámark þess
sem hann getur fengið samkvæmt
ráðningarsamningi en þær hljóða
upp á fjórföld laun.
Rose, sem tók við forstjóra-
stólnum árið 2004, er þakkaður
góður árangur verslanakeðjunnar,
sem tók skrefið upp á við sama ár
og skilaði hagnaðaraukningu upp
á tæp 29 prósent í fyrra.
Þrátt fyrir vænt launaumslag á
hann enn eitthvað inni því í ráðn-
ingarsamningi hans er kveðið á
um að hann fái bónusgreiðslur
upp á átta milljónir punda, rétt
rúman einn milljarð króna, í reiðu-
fé og hlutabréfum aukist hagnað-
ur verslunarinnar um tíu prósent
að lágmarki á ári. - jab
Forstjórinn fékk væna launahækkun