Fréttablaðið - 13.06.2007, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 13.06.2007, Blaðsíða 10
 13. JÚNÍ 2007 MIÐVIKUDAGUR2 fréttablaðið verk að vinna Í breytingartillögu við aðal- skipulag Reykjavíkur 2001-2024 er lagt til að mun fleiri íbúðir verði byggðar í Spönginni og Hlíðarenda en áður hafði verið gert ráð fyrir. Tillagan gerir ráð fyrir að mögulegt verði að byggja um 300 íbúðir á Hlíðarenda við Vatns- mýri í stað 170 íbúða áður. Allar íbúðirnar verða sem fyrr í fjöl- býlishúsum. Endurskoðuð til- laga felur einnig í sér að íbúðar- húsnæði er ekki lengur staðsett næst fyrirhugaðri stofnbraut heldur innar á svæðinu, sem skapar betri hljóðvist í væntan- legri íbúðarbyggð. Skilgreindur er nýr þéttingar- reitur fyrir íbúðarbyggð í austur- hluta Spangarinnar við Fróðengi, þar sem gert er ráð fyrir allt að 150 nýjum íbúðum fyrir eldri borgara. Tillagan gerir einnig ráð fyrir að miðsvæði í austur- hluta Spangarinnar stækki til suðurs að Borgarvegi, inn á svæði sem áður var opið svæði til sér- stakra nota. Mörk íbúðarsvæðis, við Fróðengi og Gullengi, og stofnanasvæðis Borgarholts- skóla breytast til samræmis við raunveruleg lóðamörk í dag. Tengistígur á mörkum íbúðar- svæðisins og stofnanasvæðisins færist til suðurs að lóðamörkun- um, til samræmis við raunveru- lega legu stígsins í dag. Tillögurnar liggja frammi í upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur- borgar að Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 8.20–16.15, frá 6. júní 2007 til og með 18. júlí 2007. Ábendingum og athugasemd- um við tillögurnar skal skila skriflega eða á netfangið skipu- lag@rvk.is, til skipulags- og byggingarsviðs eigi síðar en 18. júlí 2007. Vinsamlegast notið uppgefið netfang fyrir innsendar athugasemdir með tölvupósti. Sjá www.rvk.is. Íbúðum fjölgað í Spöng og Hlíðarenda Ný tillaga er um að byggðar verði fleiri íbúðir í Spönginni og Hlíðarenda en áður var gert ráð fyrir. Fyrirtækið S. Guðjónsson opn- aði nýverið verslunina Prodomo í Hlíðarsmára og er þar boðið upp á fullkomið rafmagnsstýrikerfi fyrir heimili. Skarphéðinn Smith, framkvæmdastjóri S. Guðjóns- sonar, segir nánast engin takmörk fyrir því hverju hægt sé að stýra í gegnum kerfin. Í Prodomo er hægt að fá snerti- skjái innfellda í veggi heimilisins og stýra í gegnum þá flestum hlut- um sem snúa að daglegri notkun rafbúnaðar. „Það eru í raun voða- lega lítil takmörk fyrir því sem hægt er að gera þegar um alvöru kerfi er að ræða,“ segir Skarp- héðinn og bætir því við að í raun séu það yfirleitt fjórir grunnþætt- ir sem fólk sækist helst eftir í stýrikerfinu. „Það eru ljósastýr- ing, hitastýring, gluggatjöld og öryggiskerfi. Stýrikerfið er mjög einfalt í notkun þannig að hver sem er getur lært á það án mik- illar fyrirhafnar,“ segir Skarp- héðinn og tekur fram að nauðsyn- legt sé að setja stærri kerfin upp meðan húsið er enn á byggingar- stigi því sérstakar lagnir þurfi fyrir þau og því flókið að setja þau upp eftir á. „Í eldri hús er þó hægt að setja upp fjarstýringu fyrir ljós og gluggatjöld án þess að fara í miklar framkvæmdir.“ Skarphéðinn segir að Istabus- kerfið frá þýska framleiðandanum GIRA sé mjög vinsælt enda bjóði það upp á fullkomna hitastýringu og einnig er hægt að opna og loka gluggum með kerfinu og skoða ástand hússins á stórum snerti- skjá. „Það er hægt að sjá hitastig í hverju rými hússins, hvort slökkt eða kveikt sé á ljósum og glugga- tjöldin dregin fyrir. Þá er einnig möguleiki að tengja hljóðkerfis- lausnir við kerfið og tengja hvert herbergi inn á miðlægan tónlistar- netþjón svo hver og einn geti valið sér þá tónlist sem hann vill hlusta á.“ Skarphéðinn segir slík stjórn- kerfi mjög vinsæl og að undanfarið ár hafi orðið algjör sprenging á þessum markaði. sigridurh@frettabladid.is Rafstýrð heimili nútímans Skarphéðinn Smith er framkvæmdastjóri G. Sigurðssonar. Hann segir að vinsældir rafmagnsstýrikerfa hafi aukist gríðarlega undanfarið ár enda séu nánast engin takmörk fyrir því hverju hægt sé að stýra í gegnum snertiskjái eins og þann sem er á veggn- um við hlið Skarphéðins. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.